Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 Utlönd DV REUTERSMYND Viö öllu búnir Ársafmæli hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin er í næstu viku og eru löggæslumenn um allan heim vel á veröi vegna þessa. Óttast árásir rót- tækra múslíma Róttækir íslamstrúarmenn, bandamenn al-Qaeda, kunna að nota ársafmæli hryðjuverka- árásanna á Bandaríkin 11. septem- ber til að gera nýjar árásir, að sögn stjómanda rannsóknar samsærisins í Þýskalandi. „Við teljum að bæði al-Qaeda og óháðir hópar séu að skipuleggja slikar árásir þótt við höfum ekki neinar sannanir fyrir að neitt ákveðið sé í bígerð 11. september," sagði Manfred Klink sem stjómaði umfangsmikilli rannsókn á þýskum anga árásanna á World Trade Cent- er í fyrra. „Ég veit ekki hvort al-Qa- eda leggur mikið upp úr afmælum. En við ætlum að halda vöku okkar á þessum degi.“ Hagnaöur af dópi fer í hryðjuverk Bandarískir löggæslumenn hafa í fyrsta sinn kveðið upp þann dóm að hagnaður af flkniefnasölu í Banda- ríkjunum renni að hluta til í sjóði hryðjuverkahópa i Mið-Austurlönd- um, þar á meðal Hizbollah. Asa Hutchinson, sem stjómar baráttu bandarískra stjórnvalda gegn fikniefnum, sagði í gær að yf- irvöld hefðu fundið tengsl milli fikniefnasölu og fjárstraums til Mið- Austurlanda í rannsókn sinni á am- fetamínframleiðslu vestra. Hutchinson sagði í viðtali við CNN að lengi hefði verið vitað um tengsl fikniefnasölu og hryðjuverka- hópa, til dæmis í Kólumbíu og Afganistan. Hann sagði hins vegar að ekki hefði verið vitaö um það áð- ur að fikniefnasala i Bandaríkjun- um fjármagnaði slíka iðju. Aukin andstaða gegn aðgerðum Bandaríkjamanna í írak: Rússar hóta aö beita neitunarvaldi Þeir Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, og Tariq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra íraks, hittust á fundi í Jóhannesarborg í morgun þar sem þeir ræddu hugsan- legar leiðir til að koma í veg fyrir að- gerðir Bandaríkjamanna í írak, en báðir sitja þeir ráðstefnu SÞ um sjálf- bæra þróun sem fram fer í borginni. Aziz hafði áður lýst því yfir að írak- ar væru tilbúnir til þess að leyfa end- urkomu vopnaeftirlitsnefndar SÞ til íraks, en aðeins ef það yrði til þess að stuðla að friðsamlegu samkomulagi við Bandaríkin. Ari Fleischer, talsmaður Hvita hússins, sagði lítið að marka yfirlýs- ingar íraka og að þeir væru ekki þekktir fyrir að vera áreiðanlegir. Hann neitaði því að nokkur ágrein- ingur væri á stjómarheimilinu um fyrirhugaðar aðgerðir gegn írökum og bætti við að Saddam skipti oftar um skoðun vegna vopnaeftirlitsins heldur en um felustaði fyrir gjöreyðingar- vopnin. Kofl Annan. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ef írak- ar leyfðu vopnaeftirlit, þá yrði það fyrsta skrefið. Hann sagði þó að bandarísk stjómvöld þyrftu að sann- færast um trúverðugleika þeirra. „Við viljum haldbærar sannanir fyrir því að þeir séu ekki ógn við heimsbyggð- ina og vopnaeftirlitið er því aðeins fyrsta skrefiö," sagði PoweU. Annað hljóð var þó í Dick Cheney varaforseta sem um helgina sagðist enga ástæðu sjá til þess að senda vopnaeftirlitsnefndina til íraks og ít- rekaði fyrri afstöðu sína um hernað- araðgerðir. Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, bættist í gær í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa fyrir- hugaðar aðgerðir Bandaríkjamanna um aðgerðir gegn írak. „Ég skelfist fyrirætlanir þeirra," sagði Mandela og bætti við að boðskapur þeirra væri ógn við heimsfriðinn. „Við fordæmum slikt,“ sagði Mandela. Þá varaði Igor Ivanov, utanríkis- ráðherra Rússlands, við því í gær að Rússar myndu beita neitunarvaldi sinu í Öryggisráði SÞ gegn fyrir- huguðum aðgerðum sem myndu að- eins þýða sundrungu og aukna spennu í Mið-Austurlöndum. REUTERSMYND Aströlsku Djöflakúlumar Ástralskur ferðamaöur með ástralskan kúrekahatt á höfði, stillir sér hér upp á milli hinna frægu Djöflakúlna í óbyggðum Ástralíu. Ekki mun hann þó hafa náö sama árangri og Samson foröum og standa kúlurnar enn óhaggaðar. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Akursbraut 22, efsta hæð, Akranesi, þingl. eig. Selma Guðmundsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Björgheið- ur Jónsdóttir og Bettý Guðmundsdótt- ir, gerðarbeiðendur Landsbanki ís- lands hf., höfuðst., og Lífeyrissj. starfsm. rík., B-deild, mánudaginn 9. september 2002, kl. 14.00. Akursbraut 9, 2. og 3. hæð, Akranesi, þingl. eig. Akursbraut ehf., gerðar- beiðendur Akraneskaupstaður, Lífeyr- issjóður verslunarmanna og Sparisjóð- ur Rvíkur og nágr., úti., mánudaginn 9. september 2002, kl. 14.00. Bárugata 17, hluti 0101, Akranesi, þingl. eig. Björk Baldursdóttir, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, mánudag- inn 9. september 2002, kl. 14.00. Bárugata 17, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Björk Baldursdóttir, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, mánudag- inn 9. september 2002, kl. 14.00. Bárugata 17, hluti 0301, Akranesi, þingl. eig. Björk Baldursdóttir, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, mánudag- inn 9. september 2002, kl. 14.00. Laugarbraut 21, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Guðjón Már Jónsson, gerð- arbeiðandi Búnaðarbanki íslands hf., mánudaginn 9. september 2002, kl. 14.00. Mb. Carlsberg AK, skipaskrárnúmer 2241, þingl. eig. Viktoríu-bátar ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Hafn- arfirði, mánudaginn 9. september 2002, kl. 14.00. Sandabraut 13, efri hæð, 0201, Akra- nesi, þingl. eig. Anna Snjólaug Eiríks- dóttir og Einar Kristinn Gíslason, gerðarbeiðandi fbúðalánasjóður, mánudaginn 9. september 2002, kl. 14.00.____________________________ Sunnubraut 12, efri hæð, Akranesi, þingl. eig. Hörður Ragnarsson, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóðir, Bankastræti 7, mánudaginn 9. september 2002, kl. 14.00. Vesturgata 65, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Ingimundur Sigfússon, gerðarbeiðendur Greiðslumiðlun hf. - Visa ísland, Lánasjóður íslenskra námsmanna og Tollstjóraembættið, mánudaginn 9. september 2002. kl. 14.00.____________________________ Vogabraut 46, Akranesi, þingl. eig. Svanhvít Sveinsdóttir og Ragnar Val- geirsson, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður, íbúðalánasjóður og sýslu- maðurinn á Akranesi, mánudaginn 9. september 2002, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Morðin á Holly og Jessicu: Maxine Carr vill losna úr gæsluvarðhaldinu Lögmaður Maxine Carr, sem hefur verið ákærð fyrir aö afvega- leiða lögregluna í rann- sókn hennar á hvarfi skólastúlknanna Holly Wells og Jessicu Chapman, segir að skjólstæðingur sinn ætli að fara fram á að vera látinn laus úr varðhaldi gegn trygg- ingu. í fréttabréfi lögfræð- inga sem kom út í morgun er haft eftir Roy James, lögmanni Carr, að hún sé að íhuga að fá að losna úr fangelsinu ef takist að fmna traust athvarf fyrir hana. Lögmaðurinn segir þó að mál- ið sé enn á frumstigi og að ekki verði farið fram á lausnina á næst- unni. Maxine Carr er 25 ára gömul unnusta skólahúsvarðarins Ians Huntleys sem hefur verið ákærður fyrir að ræna Holly og Jessicu í ágústbyrjun og myrða þær síðan. Maxine var úrskurðuð í gæsluvarð- hald til viðbótar í sið- ustu viku, ákærð fyrir að hafa reynt að hindrá framgang réttvísinnar. Holly og Jessica, sem voru tiu ára, hurfu 4. ágúst síðastliðinn. Hla rotnuð lík þeirra fund- ust tveimur vikrnn síð- ar i skóglendi skammt frá heimabæ þeirra, So- ham i Cambridgeskíri. Morðin á stúlkunum vöktu mikinn óhug í Bretlandi og fengu mikla umfjöllun í fjölmiölum. Æsifréttablöðin hafa rótað í fortíð sakborninganna tveggja og hafa ýmsir haft áhyggjur af því að þeir muni ekki fá réttláta meðferð þegar mál þeirra kemur til kasta dómstól- anna. Lögmaður Maxine segir að minnsta kosti í fréttabréfi lögfræð- inga að hann búist við að umfjöllun- in hafi áhrif á niðurstöðuna. Maxine Carr Unnusta grunaðs morð- ingja skólastúlknanna vill losna úr steininum. mwmt Hvattur tii að þrengja val Ráðgjafamefnd bandaríska land- vamaráðuneytisins hefur lagt til við George W. Bush for- seta að hann þrengi valið þegar kemur að leiðum sem fara á við uppsetningu hins umdeilda eldflaugavarnar- kerfis. Mælt er með því að tvær leið- ir verði skoðaðar nánar. Fastir við sinn keip Rússar sitja fastir við sinn keip í deilu sinni við Evrópusambandið um vegabréfsáritanir fyrir íbúa Kaliníngrad sem verða umluktir ESB-löndum eftir stækkun sam- bandsins til austurs. Byrjað að bora Norska borskipið West Navion byrjaði að bora eftir olíu á sunnu- dag Hjaltlandsmegin miðlínunnar milli Bretlands og Færeyja, skammt frá þeim stað þar sem olía fannst í færeyskri lögsögu í fyrra. Herða tökin á Böskum Tökin á baskneska þjóðemis- flokknum Batasuna voru hert enn frekar í gær þegar yfirvöld i Baska- landi bönnuðu göngur til stuðnings flokknum um næstu helgi. Starf- semi Batasuna hefur verið bönnuð. Sjö löggur drepnar Að minnsta kosti sjö lögreglu- þjónar létu lifið og ellefu særðust þegar sprengjukúla frá uppreisnar- mönnum lenti á herflutningabíl í uppreisnarlýðveldinu Tsjetsjeníu. Koizumi á uppleið Stuðningur kjós- enda við Junichiro Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, hefur aukist til muna eftir að hann tilkynnti að hann myndi fara í sögu- lega heimsókn til Stuðningur þessi þykir líka til marks um þá hættu sem að Koizumi steðjar komi hann tómhentur heim. Ferðalangar styðja evru Bretar sem nota evruna á ferða- lögum sínum erlendis em miklu já- kvæðari gagnvart sameiginlegum gjaldmiðli ESB en aðrir, að þvi er fram kemur í nýrri könnun. Raffarin vill lesa viðtölin Jean-Pierre Raf- ■ farin, forsætisráð- herra Frakklands, .T hefur skipað ráð- |R M herrum sínum að Bk “ " ^ senda öll blaðavið- töl við sig til yfir- f lestrar í forsætis- I------------ ráðuneytinu. Þetta var ákveðið eftir að fjármálaráð- herrann talaði ógætilega í viðtali. Gistiheimili brann Breska lögreglan rannsakar nú brunarústir gistiheimilis í London. Nokkrir menn, hugsanlega flótta- menn, slösuðust í brunanum. Leitað eftir flóðin Tala látinna eftir versta fellibyl í Suður-Kóreu i 40 ár er nú komin í 113. Hermenn halda áfram að leita að liðlega sjötíu manns sem enn er saknað eftir hörmungamar. Norður-Kóreu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.