Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 17 Útgáfufólag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, simi: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. írák í sigtinu Varla þarf að deila um það að Saddam Hussein er ein- hver versti þjóðarleiðtogi heims. Hann hefur um langt árabil níðst á þjóð sinni á sama tíma og hann hefur skar- að eld að eigin köku. Honum hefur tekist að breyta einu ríkasta landi jarðar i eina mestu fátæktarspildu heims. Ekkert hefur verið honum heilagt á valdasjúkri vegferð sinni og allra síst hans eigið fólk sem hann hefur stráfellt í hópum ef það hefur mátt tryggja honum völd og vekja ugg í brjóstum andstæðinga. Saddam Hussein er trúandi til alls og einkum illvirkja. Heima fyrir svífst hann einskis eins og þekkt er úr fjalla- héruðum landsins í norðri þar sem honum er hægt og bít- andi að takast að murka lífið úr heilum þjóðflokki Kúrda sem búa á ríkustu olíusvæðum landsins. Niðri á sléttum landsins heldur hann þjóð sinni í hæfilegu svelti og drep- ur alla mótstöðu. Út á við glottir hann eins og sá sem valdið hefur og veit sem er að erlendir ráðamenn engjast í skrefi sinu sem þeir þora ekki að stíga til fulls. Saddan Hussein hefur haft rúman tíma til að koma sér fyrir í vöggu heimssögunnar. Baath-ílokkur hans rændi völdum árið 1968 og allt frá 1979 hefur Hussein verið ein- ráður í landinu og bannað aðra stjórnmálaflokka og fé- lagastarfsemi. Strax frá fyrsta degi við stjórnartaumana var ljóst hvert stefndi. Hussein hugðist nýta sér upp- lausnarástandið í íran eftir íslömsku byltinguna árið 1980 og réðst á þessa nágranna sína sem írakar höfðu reyndar verið að reyna á þolrifin i alllangan tíma. Draumur Saddams Husseins hefur verið augljós um áratugaskeið. Hann vill gera írak að forysturíki alls arabaheimsins. Enda þótt hann hafi talsverð efni til þessa verks virðist hann vanta skipulagningu og úthald. Stór- karlalegir tilburðir hans í þessa veru gera vart við sig með jöfnu millibili en minna öðru fremur á gamaldags hernað en her hans hefur löngum verið illa skipulagður. Á bak við allt bröltið er lítil festa og enn minni tengsl við veruleikann í kring. Nágrannarnir líta æ oftar undan. Saddam Hussein er því að einangrast í sínum ólgandi heimshluta. Það er staðreynd sem vekur æ fleiri ráða- mönnum geig í brjósti. Sagan sýnir að Saddam kann að taka ákvarðanir og enda þótt hann fylgi þeim misjafnlega eftir geta þessar sömu ákvarðanir reynst afdrifaríkar fyr- ir heim allan. Árásin á írak á sínum tíma olli kreppu um víða veröld, enda lamaði átta ára striðið allan rekstur þessara tveggja af helstu olíuframleiðsluríkjum heims. Samt þurfti Saddam aðeins tvö ár til að hvíla sig. Innrás íraka í Kúveit árið 1990 var að því leyti ólik árásinni á íran tiu árum áður að bröltið hentaði ekki Bandaríkjamönnum. Washington-valdið hafði engan áhuga á uppgangi heittrúarmanna í íran í upphafi níunda áratugarins og þvi var herfór Saddams Hussein yfir Shatt al-Arab eins og prentuð út úr Pentagon. Kúveit hefur hins vegar alltaf verið undir verndarvæng vesturveldanna og ráðamenn í þessu „breska“ landi fyrir botni Persaflóa hafa jafnan átt góð tengsl við áhrifamenn í vestrinu. Enn er írak í sigtinu. Það gerist á tíu ára fresti. Fyrst var það valdaránið undir 1970, svo voru það átökin við írani upp úr 1980 og loks innrásin í Kúveit 1990. Núna við upphaf nýrrar aldar eru augun á írak. Bandaríkjamenn geta varla setið á sér lengur. Stríðið er hafið í munni þeirra. Ráðamenn vestra eru um það bil að fara fram úr sér í orðaskaki. Spurt er um fóðurbetrung í Hvíta húsinu. Hann má ekki verða til þess að enn frekari eymd og ang- ist hellist yfir almenning í landinu þjáða. Sigmundur Ernir DV Gæðmgaviðskipti markaðsviðskipta / 1 „Nú er stadan sú að tveimur mánuðum eftir að ís- lenskir athafnamenn, sem stunda viðskipti erlendis, spurðust fyrir um hvort ríkið vildi ræða við þá um sölu á Landsbankanum, hafa þeir fá svör fengið. Hins vegar hefur ríkisstjórnin sett á svið sjónarspil [...] Ásgeir Fri&geirsson ritstjóri Kjallari í upphafi þessa kjörtíma- bils einsetti ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sér að losa úr ríkiseign Landssím- ann, Landsbankann og Búnaðarbankann. Þrátt fyrir að sérstök nefnd hafi haft það verkefni allt kjör- tímabilið, undir leiðsögn öflugustu ráðherranefndar sem um getur hin síðari ár, hefur þessum mönnum ekkert orðið úr verki. Ráöherranefnd um einkavæðingu er skipuð þeim Davíð Oddssyni, for- sætisráðherra, Halldóri Ásgríms- syni, utanríkisráðherra, Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og Val- gerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Þessi vaska sveit hefur haft það verkefni að selja ríki- seigur á kjörtímabilinu og það sem meira er, hún hefur á sínum snærum sérstaka nefnd, skipaða sérlegum snillingum stjórnarflokkanna - svo- kallaða Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, til að vinna vinnuna. Líklegt verðmæti þeirra eigna sem átti að selja er á bilinu 50-70 millj- arðar króna. Segja má að ef þessi hópur fyrirmanna væri ráðinn á hlut við þessa vinnu sina væru þeir tæp- ast matvinnungar. Landssimann tókst ekki að selja vegna þess að ráð- herranefndin hikaði þegar tækifærið gafst - og það gafst ekki aftur. Alls konar þreifingar hafa verið með sölu bankanna og þær hafa allar verið ár- angurslausar nema þegar ráðherrun- um og ráðgjöfum þeirra datt í hug að nota lögmál markaðarins og selja 20% í Landsbankanum í gegnum Kauphöll íslands. Það gekk að von- um þó svo það hafi ekki kennt ráða- mönnum að nota þá aðferð aftur. Gæðingaviðskipti Nú er staðan sú að tveimur mán- uðum eftir að íslenskir athafna- menn, sem stunda viðskipti erlendis, spurðust fyrir um hvort ríkið vildi ræða við þá um sölu á Landsbankan- um, hafa þeir fá svör fengið. Hins vegar hefur ríkisstjómin sett á svið sjónarspil sem hófst á því að auglýsa bæði Landsbankann og Búnaðar- bankann og í framhaldinu hafa ráð- herrar staðið fyrir margþættu bak- tjaldamakki sem miðar að því að að- ilar tengdir Framsóknarflokkunum geti tryggt sér sneiðar af ríkiseign- um samkvæmt helmingaskiptareglu Sandkom Sögulegar sœttir Leiðarahöfundur Morgunblaðsins hældi á sunnudaginn var Valgerði Sverr- isdóttur viðskiptaráðherra á hvert reipi fyrir pistil hennar um SPRON-málið sem hún birti á heimasíðu sinni. Valgerður sagði í pistlinum að þetta mál hefði sýnt fram á að markaðsbúskapur mætti ekki vera óheftur. Morgunblaðið vitnar þvers og kruss í pistilinn og segir um hann: „Morgunblaðið sér sérstaka ástæðu til aö fagna þessum ummælum viðskiptaráðherra." Þetta eru sögu- legar sættir, því að næsti pistill Valgerðar á undan þess- um var harkaleg árás á þennan „sama“ leiðarahöfund Morgunblaðsins. Þar sagði Valgerður meðal annars: „Er raunar alveg dæmalaust hvað Morgunblaðið getur orðiö sjálfhverft í leiðaraskrifum sínum og stundum sýnist manni meira vitnað í fyrri skrif blaðsins um tiltekin mál en í aöra þá sem koma þar að. Að rökræða við Morgun- blaðiö er álíka gáfulegt og aö rífast við bergmálið ..." Uppstilling? Kjördæmisráð sjálfstæðisfélaganna í Suðurkjör- Ummæli Spurningin sem angrar „Hversu auðvelt er að afla fjár und- ir yfirskini hvalavemdar sést best á hringavitleysunni um háhymininn Keikó. Þar hefur tugum, gott ef ekki hundraðum milljóna verið kastað á glæ. Og auðvitað er eðlilegt að spyrja sem svo: Hverju hafa þær fjárfúlgur skilað vísindunum? Hvað hafa margar ritgerðir verið skrifaðar um skepnuna Keikó - eða hafa menn bara verið að leika sér? ... En þetta er auð- vitað í hæsta máta ósanngjöm spurning vegna þess að það er miklu auðveldara að safna fé handa hval sem kann ekki lengur að afla sér fæðu en handa sveltandi börnum. Spumingin angrar mann samt. Hvalir em ekki í útrýmingarhættu, Það vita þeir sem kynna sér málin. En það er búið að manngera hvalii, telja fólki trú um að þeir hafi mannsvit og gott ef ekki betur.“ Eiður Guðnason í Lesbðk Mbl. sl. laugardag. sandkorn@dv.is dæmi kom saman nýverið og ræddi tilhögun við val á lista fyrir þingkosningamar. Endanlegri ákvörðun var frestað til loka september en heimildarmenn Sand- komsritara segja að menn hallist frekar að því að stilla upp á listann en að efna til prófkjörs. Ákvörðun verður sem fyrr segir tekin á aðalfundi kjördæmisráðs- ins sem haldinn verður eftir þrjár vikur í Vestmanna- eyjum ... Leiktu fyrir Guð Sóknarprestur Húsvíkinga, sr. Sig- hvatur Karlsson, hefur auglýst í svæð- isblaðinu Skránni eftir fólki til starfa við bamastarf í Húsavíkurkirkju í vetur. Yf- irskrift auglýsingarinnar var: „Viltu leika á hljóðfæri fyrir Guð?“ Af því til- efni var hagyrðingur stéttarfélaganna á Húsavík fljótur að koma með vísu: Klerkurinn er kominn í stuó til kunningja leitar og vina: „Leiktu nú vinur lögfyrir guö og líka fyrir hina. “ Langir biðlistar og lokanir deilda „Stjómvöld með einhverja glóru í kollinum átta sig á því að ekki er hægt að bjóða upp á ókeypis heilbrigð- isþjónustu algerlega án takmarkana. Það myndi leiða til þess að þjóðin eyddi allt of miklu í heilbrigðismál. íslenska ríkið hefur á undanfómum árum tæklað þetta vandamál með því að skammta spítölunum í Reykjavík fé þannig að þeir geta ekki veitt alla þá þjónustu sem landsmenn óska eftir. Langir biðlistar og lokanir deilda, sem stundum leiða til þess að fólk þarf að haf- ast við á göngum sjúkrahúsanna, eru þær afleiðingar þessarar stefnu sem eru mest áberandi út á við. Þessi skömmtunarstefna stjómvalda er vitaskuld afleit. Stefna stjórnvalda ætti að miðast við að greina á milli þeirra læknaverka sem skynsEunlegt er að framkvæma og þeirra sem ekki er skynsamlegt að framkvæma. Það ættu að vera litlir sem engir biðlistar i þau læknaverk sem skynsamlegt er að gera.“ Jón Steinsson á Deiglan.com Skoðun stað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks frá miðri síðustu öld. Einka- væðingin fær ekki að lúta þekktum lögmálum framboös og eftirspurnar því ráöherrar í ríkisstjóminni setja hagsmuni sinna fyrirtækja í önd- vegi. Leikreglur einkavæðingarinnar eru einkamál ráðamanna. Markaður- inn fær ekki að ráða forinni heldur vilja ríkisstjómarflokkamir tryggja gæðingum sínum eignir ríkisins. Þetta eru gæðingaviðskipti ekki markaðsviðskipti. Ráöa ekki við breytingar Hér er á feröinni enn eitt dæmið um að Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur eru ófærir um að koma á nauðsynlegum breytingum i íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þeir geta ekki rofið hagsmunatengsl- in við þau öfl viðskiptalífsins sem hafa ráðið ferðinni hér á landi und- anfarna áratugi. Af sömu ástæðu hafa ýmis framsækin fyrirtæki, eins og Kaupþing, Baugur, Norðurljós og fleiri fallið í ónáð ráðherra þegar þau hafa sótt fram á grundvelli þeirra markaðslögmála sem einkenna al- þjóðlegt viðskiptalíf samtímans. Nauðsynlegar breytingar á íslensku atvinnulífi geta þvi tæpast orðið á meðan helmingskiptaflokkar sjálf- stæðis og framsóknar sitja að kjöt- kötlum valds. Helstu skrefin í sögu íslensk at- vinnulífs í átt að alþjóðlegu við- skiptaumhverfi hafa verið stigin fyr- ir frumkvæði og atorku jafnaðar- manna. Aðild íslands að EFTA og EES sanna það. Frekari framfara- spor í þá átt kalla á aðild Samfylk- ingarinnar að ríkisstjóm strax að loknum kosningum í vor. Einkavæð- ingarklúður Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks sýna að þessir flokkar taka hagsmuni ráðandi afla í við- skiptalífinu fram yfir nauðsynlegar umbætur, sem vissulega geta ógnað þeim hagsmunaöflum sem fóstra rik- isstjómarflokkana. Að gera sér dapran dag Kjallari Guömundur Andri Thorsson rithöfundur Af hverju snúast allar ís- lenskar hátíðir á endan- um upp í mótmæiaóeirð- ir? Hverju er verið að mótmæla? Flugeldunum? Skorti á bílastæðum? Háu verðlagi? Misrétti? Veðrinu? Af hverju urðu allir skyndilega svona reiðir eftir að flugelda- sýningin hætti á menn- ingarnótt og ekkert var eftir til skemmtunar ann- að en að maður væri manns gaman? Hverju reiddust börnin? Allt er eins og þaö getur best orð- ið í Reykjavík og allir eru glaðir og góðir og dásama veðrið, músíkina, heiðrikjuna og brjóstbirtuna - Esjan er undurfógur og jökullirm heilagur að sjá við sjóndeildarhringinn, blær- inn svo mildur og sjórinn alblár... og þá hlýtur næsta mál á dagskrá að vera að berja næsta mann. En þó umfram allt að brjóta allt gler sem næst til með góðu móti. Hvað er það í íslenskri þjóðarsál sem veldur þvi djúpstæða hatri á gleri sem ævinlega gýs upp þegar landsmenn hyggjast gera sér svo- kallaðan glaðan dag? íslenska karnivalið Alls staðar era kamivöl og það er þjóðunum nauðsyn að hafa slíka jörfagleði að minnsta kosti einu sinni á ári. Þegar aðrar þjóðir „sleppa freun af sér beislinu" eins og það er kallað þá er misjafn siður í landi hverju. Sumar þjóðir leggjast í stórfellt matarát og víða era kannski allir í langvirmri dansvímu að hlykkjast um stræti og torg; sums staðar er fólk froðufellandi af heilögum anda og vitnandi upp um alla veggi um al- sælu guðdómsins - annars staðar stundar fólkið það að eðla sig af miklum móð í sérhverju skúmaskoti og til eru þeir sem ekki líta neina skemmtun sem fullnaða nema þeir hleypi af byssum út i loftið í grið og erg; íslendingar mölva gler. Það er okkar karnival. Það er okkar hug- mynd um ærlegt fjör. Brjóstmyrkvun Hví þessi heift í íslenska kamival- „Þessi ömurlega sérís- lenska glerbrotamenning er í rauninni feiknarleg ráðgáta. Eru íslendingar andvígir glerí? [...] Eru þetta kannski flugeldam- ir? Æra þeir alveg blessuð bömin?“ inu? Hví þessi sorg? íslendingar eru sérfræðingar í því að gera sér dapr- an dag. Þeir linna ekki látum fyrr en sérhver gleðivottur er á braut; gólið eitt er eftir; brjóstbirtan orðin að brjóstmyrkvun. Þessi ömurlega séríslenska gler- brotamenning er i rauninni feiknar- leg ráðgáta. Eru íslendingar andvíg- ir gleri? Til eru hús hér á landi sem styðja þá tilgátu, eins og til dæmis útvarpshúsið þar sem engir gluggar kváðu vera. Er gler kannski út- lenskt pjatt? Eða eru ungir karl- menn svo óvanir því að vera úti undir beru lofti við skál á almanna- færi að þeir fríki algjörlega út? Eru þetta kannski flugeldarnir? Æra þeir alveg blessuð börnin? Eða er þetta þörfin fyrir athöfn: að setja mark sitt á menningarnóttina í stað þess að vera bara óvirkur neytandi? Eða er hér að verki sú þörf sem víða sér stað í samfélagi okkar daga, að geta ekki á sér heilum tekið fyrr en maður er búinn aö gera Ijótt í kringum sig? Þar sem rúmin standa auð „Pólitíkusar með fjögurra ára rörsýn reyna að lengja sinn pólitíska líftíma með glómlausum fjáraustri í framkvœmdir sem em engan veginn lífsnauðsyn fyrir þjóðina, en á sama tíma er ráðist á sjúklinga og gamalt fólk. “ Jæja, Sigurður, sagði lækniririn og brosti frekar óstyrkur framan í sjúklinginn sem lá og horfði tómum augum út í ekki-neitt-landið. Við erum að fara að loka deiidinni og þú mátt fara heim. Fyrirgefðu, sagði ungi maðurinn sem stóð við rúmgaflinn, hann pabbi hefur verið svo til út úr þess- um heimi í fjögur ár og er ekki fær um að fara eitt eða neitt. Læknirinn leit á hann. Jú, við vit- um svo sem að hann hefur ekki ver- ið síkjaftandi héma á deildinni en mér sýnist nú vera dálítið líf í aug- unum. Firmst þér það ekki? Þetta verða nú ekki nema fjórir mánuðir og hann er ekki erfiður, hum ha, hann pabbi þinn. Við bara höfum ekki neinn pening til að reka þessa deild í bili. Sagði læknirinn og um leið og hann gekk út um dymar sneri hann sér við og sagði: Þetta verða bara 18 rúm sem koma til með að standa auð. Hrein svívirða Hvað fékk forstjóra LSH til að endurskoða þá ákvörðun að loka annarri af tveimur heilabilunar- deildum á Landakoti? Sennilega er heilinn hjá honum í lagi og síminn líka. En hvers konar þjóðfélagi búum við í þar sem milljörðum er hent í jarðgangafitl og enn fleiri milljörð- um hent í álversframkvæmdir og stíflugerð? Þar sem pólitikusar með fjögurra ára rörsýn reyna að lengja sinn pólitíska líftíma með glórulaus- um fjáraustri í framkvæmdir sem era engan vegiim lífsnauðsyn fyrir þjóðina, en á sama tíma er ráðist á sjúklinga og gamalt fólk. Þetta er hrein svivirða og blettur á ráða- mönnum þjóðarinnar sem mun fylgja þeim út yfir gröf og dauða. Seif í kastalanum? Það mætti halda að okkar háu herrar haldi að þeir verði aldrei gamlir og sjúkdómar séu eitthvað sem hinn fær en ekki ég. Eða kannski eiga þeir vísan stað í ellinni þar sem gyllt viftan bægir frá þeim leiðindasuði flugunnar, þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar eru tfl taks alla 24 tíma sólarhringsins og kvillar þeirra meðhöndlaðir eins og skot, þar sem orðin sumarlokun og biðtimi þekkjast ekki, þar sem bjór rennur úr eldhúskrananum, þar sem þeir geta flotið áhyggjulaus- ir í innisundlauginni, þar sem Kjar- val hangir á veggjum og líknandi englar viðra sængurfótin í sunnan- golunni á sólríkum degi og strauja verðbréfin í leiðinni. Þótt gamlir séu orðnir þá era þeir seif í kastala sínum þar sem húskarlamir era all- ir með gráður frá virtum háskólum í öldranarlækningum og kunna að brosa svona ég-skil-þig brosi meðan hinir þegnanir, þessir gömlu og sjúku sem búa í kringum kastalann, standa í biðröðinni og grátbiðja um leyfi til að deyja. Ráðamannarúm Lengi hefur verið vitað að ráða- menn þjóðarinnar hafa verið fjand- samlegir fjölskyldufólki, sjúkling- um, fótluðum og eldri borgurum og einhvern veginn komist upp með það - sloppið fyrir hom eins og fótafim kind í brattri fjallshlið sem er komin út á ystu nöf. Ég vona að þegar tími þeirra sem hafa haft ráð þeirra gömlu og sjúku í hendi sér er upp ranninn og ellin hefur gripið þá meö úlfsgráum hrammi aö þá verði allavega rúmin sem bíða þeirra auð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.