Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 Sport Tilþrifalítið Hvorki FH né Keflavík tókst að hrista af sér falldrauginn í leik lið- anna í Kaplakrika í gærkvöld í fremur tilþrifalitlum markalausum leik. Staða FH-inga er sýnu skárri með fjögur lið fyrir neðan sig en þeir eiga eftir að spila við tvö fall- baráttulið svo að ljóst er að ekkert má út af bregða hjá þeim. Það var ekki að sjá á leikmönnum í fyrri hálfleik að mikið væri í húfi, Keflvíkingar létu FH-ingum algjör- lega eftir miðjuna og varnarmenn Keflvikinga áttu sjaldan í vandræð- um með að brjóta niður sóknir heimamanna. Lítið var um návígi og brot og enn minna dæmt af auka- spyrnum. Mark virtist liggja í loftinu FH-ingar höfðu lengst af töglin og hagldimar og á tímabili um miðjan fyrri hálfleik virtist sem markið lægi í loftinu og komst Atli Viðar næst því að skora en skalli hans var varinn á marklínu. Keflvíkingar sköpuðu lítinn usla í sinum örfáu skyndisóknum en litlu munaði að Jóhanni Benediktssyni tækist að skora en vamarmenn FH komust fyrir skot hans. Leikurinn jafnaðist nokkuð í seinni hálfleik en jafnframt dofnaði nokkuð yfir honum. Keflvíkingar voru aðeins líklegri að skora og á 65. mínútu björguðu FH-ingar skoti Hauks Inga á línu. FH-ingum óx ás- megin eftir því sem nær dró leikslokum og í raun var það mesta furða að þeim skyldi ekki takast að- skora eftir að lengi vel hafði gætt töluverðs vonleysis í þeirra leik. Baldur Bett skaut í stöng eftir aukaspymu og á lokamínútunum sóttu FH-ingar stíft og þegar venju- legum leiktíma var um það bil að ljúka varði Ómar Jóhannsson glæsi- lega skalla Jónasar Grana. „Við gerðum okkar besta en þeir lágu vel til baka og það var erfitt að flnna svæði á bak við þá. Undir lok- in settum við gífurlega pressu á þá og sköpuðum okkur 4 eða 5 mjög góð færi. Við erum því mjög ósáttir með að taka ekki þrjú stig út úr þessum leik,“ sagði Hilmar Björns- son, einn besti leikmaður FH í leiknum. Skyldu FH-ingar ekki hafa saknað Jóns Þ. Stefánssonar í sókn- arleiknum? Jón Þorgrimur er mjög skapandi leikmaður og býr til mik- ið. Það er að sjálfsögðu slæmt að hafa hann ekki. Eruð þið ekki óró- legir yfir stöðu ykkar í deildinni? „Jú, við erum það að sjálfsögðu. Það þýðir samt ekkert að hugsa þannig. Ef maður fer að hafa of miklar áhyggjur yfir stöðunni getur það ekki farið vel,“ sagði Hilmar að lok- um. Bauð ekki upp á meira „Ég er auðvitað ekki sáttur, við ætluðum okkur að ná öllum þremur stigunum. Leikurinn bauð hins veg- ar ekki upp á meira en jafntefli. Við lágum aftarlega eins og við erum vanir en sendingarnar voru of slak- ar til þess að framherjar okkar gætu ráðið við þær. Við þurfum að koma boltanum hraöar og betur fram ef við eigum að geta unnið,“ sagði Kjartan Másson, þjálfari Keflvik- inga, í leikslok. Eru þínir menn kannski of örugg- ir með sig eftir að hafa oftast verið sloppnir á þessum timapunkti í mótinu? „Ég hef verið með Kelfvíkinga í fallbaráttu og sloppið í síðasta leik og þeir þekkja það líka. Við erum langt frá því að vera öruggir og það verður sami bardaginn áfram.“ -HRM FH-Keflavík (0-0) FH (4-2-2) Daði Lárusson....... Freyr Bjarnason .... Ásgeir Ásgeirsson .... Magnús I. Einarsson .. Hilmar Björnsson .... .. .3 .. .3 . . .4 .. .3 . . .4 Guðmundur Sævarsson .. .2 (85. Emil Sigurðsson ....-) Heimir Guðjónsson .......2 Baldur Bett .............3 Calum Bett ..............3 (Jóhann Möller ..........3) Jónas G. Garðarsson .....2 Atli V. Björnsson........2 (76. Viðir Leifsson.....3) Dámari: Gylti Þór Orrason (3) Áhorfendur: 600 Gul spiöld: engin Rauð spjöld: engin Skot (á mark): 12 (5)-9 (4) Horn: 10-3 Aukaspyrnur: 9-13 Rangstöður: 2-4 Varin skot: Daði 3 - Ómar 2 Keflavík (4-4-2) Ómar Jóhannsson .........3 Georg Birgisson..........3 Ólafur ívar Jónsson......4 Haraldur Guðmundsson .. .4 Guðmundur Steinarsson . .3 (87. Ingvar R. Guðmunds ..-) Hólmar Rúnarsson ........2 (61. Adolf Sveinsson.....2) Zoran Ljuhicic...........2 Jóhann Benediktsson......3 (61. Þórarinn Kristjánsson .2) Kristján Jóhannsson .....2 Haukur Ingi Guðnason .. .3 Magnús Sv. Þorsteinsson . .2 Gæði leiks: Maður leiksins hjá D¥-Sporti: Ólafur í. Jónsson, Keflavík Grirtdavík-KA 0-0 (0-0) Grindavík (4-3-3) Albert Sævarsson i->....3 Paul McShane............4 Sinisa Kekic ...........4 Ólafur Örn Bjarnason .... 3 Gestur Gylfason.........2 Eysteinn Hauksson ......2 Helgi Jónas Guðflnnsson .. 1 (61., Heiðar Aðalgeirsson .. 1) Óli Stefán Flóventsson .... 3 Michael Jónsson ........2 (61., Jón F. Guðmundssson . 2) Grétar Hjartarson ......3 Alfreð Jóhannsson.......3 Dómari: Egill Már Markússon (4) Áhorfendur: 500. Gul suiöld: Kekic (41.), Gestur (78), Grindavik, Milisic (21. og 85.). Rauð spjöld: Milisic (85.), KA, fyrir sitt annað gula spjald. Skot (á mark): 13 (7)-5 (3) Horn: 4-4 Aukaspyrnur: 17-25 Rangstöður: 1-4 Varin skot: Albert 3 - Þórður 6 KA (5-3-2) Þórður Þórðarson ........4 Örn Kató Hauksson........2 Kristján Sigurðsson......4 Slobodan Milisic ........3 Steinn V. Gunnarsson .... 3 Steingrímur Örn Eiðsson .. 1 Þorvaldur Örlygsson .....3 Ásgeir M. Ásgeirsson.....1 Þorvaldur Makan..........1 Dean Martin .............2 Elmar Dan Sigþórsson .... - (17., Hreinn Hringsson .... 2) Maður leiksins hjá DV-Sporti: Kristján Sigurösson, KA DV Freyr Bjarnason hefur hér betur í viöureign sinni viö Omar Jóhannsson markvörö Keflvíkinga sem er í hálfgeröri skógarferð í vítateig sínum. Freyr náöi þó ekki aö skora frekar en nokkur leikmanna liðanna tveggja sem áttust viö í Kaplakrika í gærkvöldi. DV-mynd E.Ól KA-menn slökktu í meistaraglæðum Grindavíkinga í gær: Verjum 3. sætiö - sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkur, um framhaldið Grindvíkingar misstu endanlega af möguleikanum á að fylgja Fylki og KR eftir í baráttunni um Islands- meistaratitilinn þegar þeir gerðu ð-0 jafntefli við KA á heimavelli sínum í gær. Leikurinn var drepleiðinlegur og örugglega einn sá allra leiðinlegasti í sumar og það er hægt að kenna leik KA-manna nánast eingöngu um það. KA-menn spila ekki þann fótbolta sem ætti að skila liði upp í efri hluta deildarinnar en með því að pakka í vörn, hreinsa eins lagt og þeir drífa þegar þeir vinna boltann og gefa ekk- ert eftir í tæklingum sitja þeir nú í 4. sæti Símadeildar karla og hafa nú leikið sex útileiki í röð án taps. í þeim sex leikjum hafa andstæðingar þeirra aðeins skorað tvö mörk af þeim sjö sem gerð hafa verið. Erfitt aö spila á móti KA „Það er erfitt að spila á móti þess- um agaða varnarleik KA-manna. Við fengum þessi fáu færi sem birtust í þessum leik en leikirnir verða oft mjög rólegir þegar annað liðið bakk- ar algjörlega. Liðið mitt var ekki að spila eins vel og í undanförnum leikjum en mér fannst þó liðið vera að spila nógu vel til þess að klára þetta,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Grindavíkurliðsins, eftir leik en hvernig setur Grindavíkurliðið upp framhaldið nú þegar þeir eiga ekki lengur tölfræðilega möguleika á að vinna titilinn? „Við þurfum að verja þetta þriðja sæti og tryggja okkur þar með þetta intertoto-sæti.“ Skaut niöur áhorfanda Hafi KA-menn ekki misboðið áhorfendum í leiknum sjálfum gerðu þeir það örugglega um leið og lokaflautið gall þegar Þorvaldur Ör- lygsson, spilandi þjálfari liðsins, þrykkti boltanum af alefli upp í miðja áhorfendastúku þar sem knött- urinn fór í höfuð eins áhorfanda sem átti sér einskis ills von og lá háifvankaður á eftir. Bestir í liði KA-manna voru þeir Kristján Sigurðsson, Þorvaldur Ör- lygsson, Steinn Viðar Gunnarsson og Slobodan Milisic en sá siðastnefndi fékk að launum rautt spjald frá Agli Má Markússyni á 85. mínútu fyrir sitt annað gula spjald. Þeir félagar töpuðu ekki tæklingu í leiknum en áttu að sama skapi afar fáar heppn- aðar sendingar á samherja. KA-menn mættu seint til leiks vegna vandræða í samgöngum og leiknum var seinkað um 40 mínútur þess vegna. Það hafði vonandi mikið að segja um þeirra frammistöðu í leiknum. Hjá Grindavík var aftasta varnar- lína liðsins með boltann nánast allan leiktímann en þeim gekk illa að koma öðrum leikmönnum liðsins inn í leikinn. Þeir Sinisa Kekic og Paul McShane voru bestu menn liðs- ins og þegar Bjarni færði McShane fram á miðjuna jókst sóknarþungi liðsins nokkuð án þess þó að færa heimamönnum markið sem allir vonuðust eftir nema KA-menn því það hefði lokkað þá út úr skelinni og krafist þess að þeir færu að spila fót- bolta. Sóknarmenn Grindavíkurliðsins áttu hins vegar oft lítið í fasta og þétta vörn KA-manna sem innihélt oftast meira en helming leikmanna liðsins og því var lítið gaman að markalausu jafntefli Grindavikur og KA í gær. -ÓÓJ Aldrei færri mörk skoruð - í einni umferö Aðeins fimm mörk voru skoruð í 16. umferð Símadeildar karla og er það metjöfnun í tíu liða efstu deild því aldrei hafa færri mörk verið skoruð í einni umferð. Einu sinni áður höfðu jafnfá mörk ver- ið skoruð í umferð en það var 1998 þegar leikmenn skoruðu að- eins fimm mörk í 4. umferðinni. Tveir leikir 16. umferðarinnar enduðu með markalausu jafntefli eða jafnmargir og höfðu verið markalausir í fyrstu 15 umferðum sumarsins. -ÓÓJ Breyttur enskur landsliðshópur Sven Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga, tilkynnti í gær 20 manna landsliðshóp fyrir vin- áttuleikinn gegn Portúgal um næstu helgi. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: David James (West Ham) og Paul Robinson (Leeds). Varnarmenn: Danny Mills (Leeds), Rio Ferdinand (Man. Utd), Ashley Cole (Arsenal), Gareth Southgate (Middlesbrough), Jonath- an Woodgate (Leeds) og Wayne Bridge (Southampton). Miðjumenn: Öwen Hargreaves (Bayern Múnchen), David Beckham (Man. Utd), Steven Gerrard (Liver- pool), Danny Murphy (Liverpool), Trevor Sinclair (West Ham), Lee Bowyer (Leeds), Nicky Butt (Man. Utd), Kieron Dyer (Newcastle United) og Joe Cole (West Ham United). Sóknarmenn: Emile Heskey (Liverpool), Michael Owen (Liver- pool) og Alan Smith (Leeds). Athygli vekur að David Seaman er ekki í liðinu og einnig að fimm leikmenn Leeds eru i hópnum. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.