Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2002, Page 21
]
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002
21
DV
Tilvera
Charlie Sheen 37 ára
Charlie Sheen á af-
mæli í dag. Hann er
kominn af mikilli leik-
arafjölskyldu, faðir
hans er Martin Sheen
og bróðir hans er Emil-
io Estevez, en Estevez
er hið raunverulega
fjölskyldunafn feðganna og var
Charlie skírður Carlos Irwin Estevez.
Sheen hefur oftar en ekki verið skot-
spónn slúðurblaðamennsku enda átt
erfitt með að láta fikniefni og áfengi í
friði. Eitthvað hefur hann róast á síð-
ari árum, leikur nú aðalhlutverkið í
þáttaröðinni Spin City og er nýgiftur
leikkonunni Denise Richards.
Gildir fyrir miövikudaginn 4. september
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.t:
I Áætlanir þínar ganga
upp og það sem þú
trúðir að myndi
gerast gerist og
verður þér til ánægju. Kvöldið
verður skemmtilegt.
Rskarnir(19 fehr.-?Q. marsl:
Þér reynist auðvelt að
Iflækja þig inn í hin
ólíklegustu mál en það
er þó betra en að
aðhafást ekki neitt. Best er fyrir
þig að vera á eigin vegum.
Hrúturinn (21. mars-19. aprill:
. Ljúktu öllrnn skyldu-
* verkefnum sem fyrst
vegna þess að þig
langar að skemmta
þér seinni partinn. Þú þarfnast
tilbreytingar og nýbreytni.
Nautið (20. apríl-20. mai):
/ Þú þarft að taka tillit
JL. til annarra, allar
breytingar gætu
skemmt fyrir þér.
Áætlanir um félagsstarf eða frí
eru líklegar til að ganga upp.
Tvíburarnir (21. mai-21. iúni):
V Þú hefur mikið
ímyndunarafl i dag.
_ X I Ekki búast við of
miklu af öðrum, þú
verðiu- bara fyrir vonbrigðmn.
Happatölur þínar eru 6, 13 og 29.
Krabbinn (22. iúní-22. iúií):
Hugmynd þín um að
| græða peninga er ekki
líkleg til að skila árangri.
____ Hugsaðu þig tvisvar um
áður en þú framkvæmir. Ástar-
samband sem þú átt í gengur vel.
Liónlð (23. iúlí- 22. ágústl:
Fjármálin eru á
uppleið og þér finnst
bjartara fram undan
en verið hefur lengi.
Þú færð nýtt áhugamál.
Happatölur þinar eru 4, 20 og 30.
Mevian (23. áeúst-22. seot.):
Aðrir hafa mikil áhrif
á þig og í kvöld þarftu
^^V^l.að vera viðbúinn því
* f að sinna óvæntum
gesti. Fréttir af fjölskyldunni
eru uppörvandi.
Vpgin (23. sent.-23. oktt:
J Áhugamál þin og
ákvörðun sem þú tek-
\ f ur veita þér ánægju.
r f Nú er líka góður tími
tU að endumýja gömul kynni.
Happatölur þínar eru 7, 15 og 22.
Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.):
Hlustaðu á ráð sem
þér eru gefin en
Jjnotaöu eigin
dómgreind til að taka
ákvörðun. Þú ert líklegur til
að gera góð kaup.
Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.l:
|Þú sinnir heimilinu og
f hugar að ýmsu út á
við. Ekki vera hrædd-
ur við breytingar.
i verður ánægjulegt.
Happatölur þinar eru 8, 19 og 25.
Stelngeltln (22. des.-i9. janái
^ Einhverrar óánægju
1^7 gætir fyrri hluta dags-
Jr\ ins í ástarsambandi
þinu en þetta er
líklega aðeins timabundið ástand.
Þú ert fremur viðkvæmur í lund.
Sólin leikur ávallt við tindinn
- segir Gerður Steinþórsdóttir
„Amarfell hið
mikla er við
suðurrönd Hofs-
jökuls. Það er
innan friðlands
Þjórsárvera á
miðju hálendi
íslands. Það er
fagurt að sjá af
Sprengisands-
leið,
píramídalagað
líparítfjall með
gróður upp í
hlíðar. Ljóst líp-
arítið gerir að
verkum að það
er eins og sólin
. leiki ávallt við
tind þess,“ segir
Gerður Stein-
þórsdóttir,
kennari og fv.
borgarfulltrúi,
þegar hún er
spurð um eftir-
Fjallið fagra
Arnarfell hiö mikla í Þjórsárverum fyrir miöju. Fjöllin aö baki því mynda boga. Sér í Múlajökul vest-
an viö felliö og Þjórsárjökui austan viö þaö.
lætisfjallið sitt. Hún hefur víða
ferðast um hálendi landsins og er
því viða kunnug. Hún nefnd Arn-
arfeU tU sögunnar sem sitt eftir-
lætisfjaU.
Arnartell hlð mikla
Hofsjökull /£;■'.
Kjölur ,
\? (X ‘ KérlingafjðJLl
Hyítárvatn' \
' V
Þú ormur geymir eins og
gull
„Umhverfi Arnarfells er ein-
stakt. Að baki því mynda lægri
fjöll dökkan boga upp við jökulinn
og skriðjöklar faUa báðum megin
við það eins og hvítir vemdandi
armar: Múlajökull vestan við,
formfagur og líkist hörpudiski,
Þjórsárjökull austan við það, en
hann er stærsti skriðjökull úr
Hofsjökli. Og við rætur fjaUsins
liggur dýrmætasta hálendisvin
landsins, Þjórsárver, þar sem er
mesta varpland heiðagæsa í heim-
inum. Halldór Laxness kallaði
Þjórsárver „paradis íslands" í
greininni Hemaðurinn gegn land-
inu sem hann skrifaði árið 1970.
Hluti Þjórsárvera, eða aUs 375
km2, var friðlýstmr árið 1981,“
segir Gerður.
Hún segir Arnarfell hið
mikla tengjast minningu frá
æskudögum sínum, tveggja
vikna hópleiðangri um öræfin
milli Vatnajökuls og Þjórsár
en sú ferð var jafnan kennd
við Amarfellið. „Þetta var
rigningarsumarið mikla árið
1955 og fara átti dagsferð inn
að AmarfeUi. Þennan dag var
sunnan og suðvestan stormur og
gekk á með skúrum. Amarfellið
var hulið þoku og regni. Eftir
langa göngu yfir kvíslir var kom-
ið að stórfljóti með miklum jaka-
burði sem engum var fært nema
fuglinum fljúgandi," segir Gerður
og bætir við að þá hafi einn ferða-
félaginn, Þórunn H. Guðmunds-
dóttir, ort eftirfarandi vísu:
Þjórsá köld. og kenjafull,
komum við þig aö stríða.
Þú geymir eins og ormur gull
óskalandið fríða.
„Þannig greyptist í huga minn
hugmyndin um Amarfellið sem
óskalandið fríða. Síðan þá er liðin
nærri hálf öld. Tvisvar síðar hef
ég farið í Þjórsárver, með Farfugl-
um árið 1964 í níu daga ferð og
með Ferðafélagi íslands árið 2000 í
vikuferð. í bæði skiptin hefur ver-
ið gengið á Arnarfell hið mikla og
af tindi þess horft yflr kvíslanet
Þjórsár og undraheima Þjórsár-
vera,“ segir Gerður.
Eyrarrós og víðsýnið
óendanlegt
Arnarfellsbrekkur liggja í 600 m
hæð og eru rómaðar fyrir fjöl-
breytni og fagran gróður, að sögn
Gerðar.
„Ef ég man rétt er að finna 180 4
tegundir plantna í AmarfeUi. í
júlí- og ágústmánuði setur eyrar-
rósin sterkastan lit á Þjórsárver-
in. Arnarfell er gróið upp í
900-1000 m hæð sunnan megin. Þá
taka viö brattar og lausar liparít-
skriður upp á topp og er sú ganga
seinfarin og erfið. Það tekur um
það bil tvo tíma að komast á tind-
inn sem er 1137 m en þar er varða
efst. I vestri er Kerfjall og liggur
háslétta á miUi fjallanna. í norðri
er AmarfeU hið litla, svipað á
hæð og það mikla en aflangt að
lögun. Hofsjökull aö baki og
nokkrar heiðagæsir fljúga hjá. Og
yfir verin, paradís íslands, er víð-
sýnið óendanlegt.“ <
-sbs
A vettvangi
Geröur Steinþórsdóttir viö Jökullónið í Þjórsárverum sumariö 2000.
Sam-bíóin -Signs fr ir fr
Tilverunni ógnað
í nýjustu kvikmynd sinni, Signs,
ber M. Night Shyamalan upp spurn-
ingar um tilveru okkar og hvort hægt
sé að ógna henni með óvinveittri
heimsókn úr alheiminum. Og eins og
við er að búast veitir hann fá svör.
Hann veltir upp möguleika sem er vís-
indaskáldskapur af bestu gerð auk
þess sem mannlegi þátturinn er ofar-
lega í huga hans. Hvemig við stönd-
um gagnvart slíkri heimsókn andlega,
er það sem hann veitir okkur nýja og
sterka innsýn í og Shyamalan tekur
þann þátt fram yfir frásögn af atburð-
inum sjálfum sem að mestu er séður
úr fjarlægð þar tU i lokin.
Aðalpersónur Shyamalans í Signs
eru jaröbundnar og eru ekki tUbúnar
að taka við neinu sem ekki fæst við-
eigandi skýring á. Myndin gerist á
sveitabæ í Pennsylvaníu. Þar býr
presturinn Graham Hess (Mel Gibson)
ásamt tveimur bömum sínum, Morg-
an (Rory Culkin) og Bo (AbigaU Bresl-
in) og bróður sínum MerrUl (Joaquin
Phoenix). Graham hefur hætt prests-
störfum í kjölfar þess að eiginkona
hans lést í bUslysi. Morgun einn vakn-
ar fjölskyldan við aö búið er að koma
fyrir risastóru tákni á jörð þeirra.
Þetta tákn er sett niður víðar í heim-
inum og leitt er að því getum að geim-
verur hafi verið að verki. Graham er
jarðbundinn maður og tekur ekki
slíkt trúanlegt og leitar allra leiða tU
Skllaboð utan úr geimnum?
Mel Gibson og Joaquin Phoenix leita eftir viöbrögöum í gegnum
labb-rabb tæki.
að fmna eðlUega skýringu á þessum
atburði. Böm hans eru ekki jafn jarð-
bundin en virða fóður sinn og fýlgja
honum að málum eins og bróðirinn.
Með hverjum degi verður þó ljósara
að eitthvað, sem er ofar skilningi
mannsins, er að gerast og trú Gra-
hams á það að lífið sé tUvUjun verður
veikari eftir því sem atburðarásin
færist nær honum ...
Miðað við að Signs er vísindaskáld-
skapur þá er hún einstakleg hlý og
mannleg. Óvinurinn sem enginn veit
deUi á er nánast aUtaf falinn og þegar
hann sést er hann óljós vera. Það er
aldrei ætlun Shyamalans að greina i
meginatriðum frá táknunum og hvað
þau merkja. Þau, eins og annað í
myndinni sem engin sönnun er fyrir,
og fær úttekt í getgátum þeirra sem
Hilmar
Karlsson
s krifar gagnrýni
um kvikmyndir.
lítið hafa hugsað um slíkt. Meira er
lagt í smáatriði hvað varðar aðalper-
sónumar og ýmislegt sem virðist ekki
hafa tUgang í upphafi hefur úrslitaá-
hrif þegar að uppgjöri kemur. Þarna
kemur styrkur Shyamalans vel í ljós.
Eins og í The Sixth Sense og Unbr-
eakable þá er hann útsjónarsamur
þegar kemur að því að púsla saman
myndskeiðum í eina heUd sem skUur
mikið eftir sig.
Ólíkt fyrri myndum Shyamalans þá
er fátt í Signs sem kemur á óvart og
frumleiki er ekki mikill. AUt frá því
H.G. WeUs skrifaði Innrásin frá Mars
hefur fjöldinn aUur af vísindaskáld-
skap litið dagsins ljós þar sem fyrir-
huguð er innrás á jörðina, þannig að
þarna bætir hann engu viö. Styrkur
Signs liggur í viðbrögðum mannsins
við ógninni, hvað einstaklingurinn
hugsar og hver viðbrögð hans verða
þegar hann skUur ekki það sem er að
gerast. Þetta á ekki aðeins viö um
heimsókn utan úr geimnum heldur
einnig hvemig maðurinn snýr sér
gagnvart spurningunni um lifið og
dauðann. /m
Leikstjórn og handrit: M. Night Shyamal-
an. Kvikmyndataka: Tak Fujimoto. Tón-
list: James Newton Howard. Aöalleikar-
ar: Mel Gibson, Joaquin Phoenix, Rory
Culkin, Abigail Breslin, Cherry Jones og
M. Night Shyamalan.