Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV 90% kvótasamdráttur á fimm árum í Sandgerði: Bæjarstjórn vill hlut- deild I byggðakvóta - fundað með sjávarútvegsráðherra um úrbætur Sandgerði Bæjaryfirvöld leita á náöir ráöherra vegna gríöarlegs samdráttar í aflaheimild- um á staönum. Tuttugu og þrjú þúsund tonna samdráttur hefur orðið í aflaheim- ildum á Suðurnesjum undanfarin fimm ár. Mestur hefur samdráttur- inn verið í Sandgerði enda hafa um 90% kvótans horfið frá byggðarlag- inu frá fiskveiðiárinu 1997-1998. Sig- urður V. Ásbjarnarson bæjarstjóri segir að fundað hafi verið með sjáv- arútvegsráðherra í fyrradag vegna málsins en Sandgerðingar vilji m.a. fá að sitja við sama borð og aðrar sjávarbyggðir þegar rætt er um út- hlutun byggöakvóta. Víkurfréttir greindu frá málinu á dögunum og þar kemur fram að verulegur samdráttur er í nær öll- um höfnum á Suðurnesjum í úthlut- un á aflamarki fyrir nýhafið flsk- veiðiár. „Ég vUdi ekki vera með þetta sveitarfélag í rekstri á Vestfjörðum eða á Austfjörðum," segir Sigurður. „Þetta hefur breytt gríðarlega miklu fyrir samfélagið en fólk hefur þó get- að sótt atvinnu annað.“ Flugvöllurinn bjargar miklu Þrátt fyrir þennan samdrátt hefur íbúum ekki fækkað í Sandgerði og um síðustu áramót var íbúafjöldinn sá mesti sem verið hefur, eða 1.399 manns. Nýtur Sandgerði þar ná- lægðar við stærra atvinnusvæði og hafa íbúar í auknum mæli leitaö út fyrir sveitarfélagið eftir atvinnu. Þá er Miðnesheiði og vera Keflavíkur- flugvallar og Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar í landi Sandgerðinga af- gerandi þáttur varðandi tekjuöflun sveitarfélagins. „Tekjurnar aif þessu valda því að bæjarfélagið lifir af þessar breytingar vegna kvótaniður- skurðarins," segir Sigurður en bend- ir á að nú sé verið að skoða þennan tekjuþátt vegna ábendinga um meinta oftekna skatta vegna Leifs- stöðvar. Miklar veiðiheimildir fluttust frá Suðurnesjum þegar Miðnes hf. í Sandgerði var sameinað Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi og þegar skipin Aðalvík og Njarðvík voru seld frá Keflavík í október 1997, ásamt 1.500 tonna kvóta í þorskígild- um talið. Kvótakerfiö hefur brugöist „Það eru ailir stóru bátarnir farn- ir og hér var komin upp mikil smá- bátaútgerð. Hún hefur þó lika dregist saman eftir að kvótasetningin kom á þá. Menn höfðu það á tilfinningunni að kvótinn yfir landið ætti á þessum tíma að fara upp í 275 þúsund tonn, miðað við fyrri áform, en er núna í 179 þúsund tonnum. Það eitt út af fyr- ir sig er alveg hroðaleg staða. Okkar væntingar varðaði kvótakerfið hafa því miður ekki gengið eftir.“ - Fáið þið byggðakvótaúthlutanir? „Það er einn af þeim þáttum sem við vorum að ræða við ráðherra. Ef eitthvert sveitarfélag í landinu á rétt á aðstoð er varðar kvóta þá finnst okkur það vera okkar bæjarfélag,“ segir Sigurður V. Ásbjarnarson. -HKr. DV-MYND SIGURÐUR HJÁLMARSSON Horft á hamfarir Skaftá í ham er mikiö sjónarspil náttúrunnar. Hér eru þau Einar Freyr Magnússon og hundurinn Táta aö fylgjast meö ánni þar sem hún rennur upp undir Skaftárdal í gær. Skaftárhlaupið dvínar en hætta af brennisteinsmengun: Eitrað eins og blásýra - segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur Laun og lyf vega þyngst Greidd gjöld ríkisins námu 165,8 milljörðum króna fyrstu 8 mánuði ársins og hækkuðu þau um tæpa 16 milljarða frá fyrra ári, eða um 10,6%. Útgjöld til félagsmála voru rétt rúmlega 100 Kristjánsson. milljarðar, en þau vega rúm- lega 60% af heildarútgjöldum rík- issjóðs. Þar munar mestu um út- gjöld til heilbrigðismála sem námu tæplega 41 milljarði króna og hækkuðu þau um 5 milljarða króna frá fyrra ári. Greiðslur til almannatrygginga námu 33 millj- örðum og hækkuðu um 3,2 millj- arða króna. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði í samtali við DV í gær- kvöld að launaþróun ætti stóran hlut að máli um skýringar á aukn- um kostnaði í heilbrigðiskerfinu. 70% kostnaðarins væru vegna launagreiðslna og þá hefðu ein- staka þættir verið vanáætlaðir likt og lyfjakostnaður. „Þessi staða kemur ekki upp vegna þess að þjónustan hafi þan- ist út,“ sagði ráðherra. Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið fær um 40% alls ijár á fjár- lögum og spilar vaxtaþróun eitt- hvað inn í málið að sögn Jóns. Spurður um úrræði bendir hann á að þjóðin sé ekki reiðubúin til að skera niður þjónustu. Mikið sé nú rætt um breytt rekstrarform en það sé einföldun að telja svoleiðis hugmyndir einhverjar töfralausn- ir. „En auðvitað ber mönnum að reka heilbrigðisþjónustu eins hag- kvæmt og aðstæður leyfa," sagði ráðherra. Meðal þess sem hefur verið í umræðunni undanfarið er launa- kostnaður vegna sérfræðinga í heilbrigðisþjónustunni. Hann hef- ur vaxið gríðarlega undanfarið og eru ákveðnar aðgerðir í gangi inn- an ráðuneytisins að sögn ráð- herra. -BÞ „Þetta er eins eitrað og blásýra," sagði Oddur Sigurðsson, jarð-fræð- ingur hjá Orkustofnun, í samtali við DV í morgun. Hann sagöi að brenni- steinsvetni í loftinu við Skaftá gæti verið hættulegt. Fólk ætti því að fara með varúð þegar það skoðar verksummerkin og ætti ekki að fara nálægt upptökunum við Langasjó en á þeim slóðum er vinsæl göngu- leið ferðafólks. Oddur segir aö gasiö renni eins og ósýnileg ofan á vatns- borðinu. Menn hætta fljótlega að finna dauninn af brennisteinsvetn- inu. Einkum er hættan mikil í hauststillunum, þegar vindur rótar ekki við eitrinu. Sérfræðingar fóru um svæðið að þessu sinni með mælitæki sem vara við mengun- inni, reynslunni ríkari frá í sumar. Þeir urðu að forða sér í fyrradag þegar eitrið fór yfir hættumörk. Flóðið í Skaftá náði aldrei þeirri hæð sem jarðvísindamenn áttu von á og er hægt dalandi. Hlaupið var þó stórt og kröftugt, mikið sjónarspil með ólýsanlegri og megnri jöklafýlu. Hlaupið náði að mati manna ekki þeim styrk sem það gerði í júli. Há- markið var í fyrrinótt, þá runnu 650 rúmmetrar á sekúndu samkvæmt mælingum Orkustofnunar. Heima- menn í Skaftárdal og Svínadal í Skaftártungu, þeir Jón i Svínadal og Ásgeir á Ljótarstöðum, voru sam- mála þegar þeir ræddu við fréttarit- ara DV um að þetta hlaup væri ekki stærra en það hlaup sem kom í sum- ar. „Það er alltaf hætta á gosi á þess- um slóðum, þama hefur gosið á öll- um öldum en merkilegt að ekki hef- ur orðið gos á vatnasvæði Tungnaár á sögulegum tíma,“ sagði Oddur Sigurðsson jarðfræðingur í morgim. Á jökulsvæðinu hafa orðið þær breytingar á síðustu 4 til 5 öldum að Vatnajökull hefur stækkað frá því sem áður var en er nú aftur í rénun. Það þýðir að mati jarðvísinda- manna að Tungnaá verður ekki jök- ulá þegar tímar líða, eftir eina öld eða svo. Jarðvísindamenn eru á vaktinni áfram gagnvart Skaftá, þar eru að- vörunarmælar virkir og láta vita um allar breytingar sem kunna að verða á ánni. -JBP Stefán Höröur látinn Stefán Hörður Grímsson skáld er lát- inn, 83 ára að aldri. Hann var eitt þekkt- asta skáld sinnar kyn- slóðar og voru verk hans oftast kennd við módem-isma. Fresta úrvinnslu Stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefur ákveðið, vegna kæru íslensks markaðar hf. til Samkeppnisstofnunar, að fresta úrvinnslu umsókna í forvali fyrirtækja sem sækja um aðstöðu í flug- stöðinni. Mbl. sagði frá. M&M greiöi bætur Hæstiréttur hefur dæmt Mál og menningu hf. til að greiða Landmæling- um íslands rúmar 2,7 milljónir króna fyrir að brjóta höfundarrétt á Landmæl- ingum með því að gefa í leyfisleysi út landakort byggð á kortagrunni Land- mælinga. Hagvöxtur meö stóriðju BSamtök atvinnu- lífsins telja að óveru- legur hagvöxtur eða jafnvel áframhald- andi samdráttur sé líklegri i efnahags- horfum á næsta ári en hagvöxtur upp á 2,4% sem Þjóðhags- stofnuh spáði í júní. Stóriðja gæti hins vegar gjörbreytt myndinni. Lýst eftir stúlku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Irisi Dögg Héðinsdóttur, 15 ára. Ekkert er vitað um ferðir hennar síðan um miðj- an dag á sunnudag. íris er um 172 sm á hæð, með axlasítt hár og gleraugu. Hrafns Fyrirtæki tengt Björgólfsfeðgum legg- ur tíu milljónir króna í gerð nýjustu kvik- myndar Hrafhs Gunnlaugssonar, sem er gerð eftir handriti hans og Davíðs Odds- sonar forsætisráð- herra. Stöð 2 greindi frá. Hátt ieiguverð Meðal leiguverð á 2 herbergja íbúð á almennum leigumarkaði var rúmar 45.000 krónur í maí sílastliðnum sam- kvæmt úttekt sem lögð var fram á fundi félagsmálaráðs Reykjavíkur. Rúv sagði frá. Ákærð fyrir fjárdrátt Kona á fertugsaldri hefur verið ákærð fyrir að hafa dregið sér tæpar 14 milljónir króna í starfi sínu sem skrif- stofustjóri Læknavaktarinnar hf. í Kópavogi. Fjárhagsáhyggjur Félag íslenskra Ieikara og Félag leik- stjóra á íslandi hafa áhyggjur af erfiðri fjárhagsstöðu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Ætla þau að afhenda borgarstjóra undirskriftalista vegna stöðunnar. -hlh Styrkja mynd helgarblað Hinn heimingurinn í Helgarblaði DV á morgun er ítariegt viðtal við Harald Sigurðsson, Halla, sem árum saman var helmingur gríneykisins Halla og Ladda. Hann tal- ar um frægðina, álagið og árin í skugga Ladda. Einnig er í blaöinu stórt viðtal við Megas sem um þessar mundir end- urútgefur nokkra vinsælustu diska sína. Magnús Þór segir að það sé oft erfitt að vera Megas. Guðrún Gísladóttir leikkona talar um hrós, beiskju og ástina á leikhús- inu. DV fjallar um fáfarnar slóðir i Grænlandi, drauginn sem fylgir Kára Stefánssyni og kynlíf í íslensk- um bíómyndum. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.