Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 10
10
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
_______um sem hér segir:______
Auðbrekka 32, 0301, þingl. eig. HO
Fjárfestingar ehf., gerðarbeiðendur
Lífeyrissjóðurinn Lífiðn og Tollstjóra-
skrifstofa, þriðjudaginn 24. septem-
ber 2002 kl. 13.00. __________
Gnípuheiði 19, 0201, kaups.hafar Arn-
dís Inga Helland og Eggert Óskar Þor-
móðsson, gerðarbeiðendur íbúðalána-
sjóður, Landsbanki íslands hf., aðal-
stöðv., Sparisjóður vélstjóra og Sýslu-
maðurinn í Kópavogi, þriðjudaginn
24. september 2002 kl. 14.00.
Hlíðarhjalli 59, 0101, þingl. eig. Hall-
dór Margeir Halldórsson, gerðarbeið-
andi Ingvar Helgason hf., þriðjudag-
inn 24. september 2002 kl. 15.00.
Nýbýlavegur 58,1. hæð t.v., þingl. eig.
Gunnar Ágúst Ingvarsson, gerðarbeið-
endur Búnaðarbanki íslands og
Landsbanki íslands hf., aðalstöðv.,
þriðjudaginn 24. september 2002 kl.
16.00.
Vesturvör 30A, þingl. eig. Trefill ehf.,
gerðarbeiðendur Kópavogsbær og
Sparisjóður Hafnarfjarðar, þriðjudag-
inn 24. september 2002 kl. 16.30.
SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI
UPPBOÐ
Framhald uppboös á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
_______um sem hér segir:_________
Arnarbakki 2, 010102, skyndibitastað-
ur næstvestast í húsinu 010102, ásamt
öllu fylgifé sem í fasteigninni er, auk
þeirra rekstrartækja sem hverju sinni
eru geymd í fasteigninni og tilheyra
rekstrinum sem starfræktur er þar,
sbr. 24. gr. 1. nr.75/1997, þingl. eig.
Skagi ehf., gerðarbeiðendur Spari-
sjóður Vestmannaeyja og Tollstjóra-
embættið, þriðjudaginn 24. septem-
ber 2002, kl. 11.00.
Aústurströnd 3, 0102, 175,50 fm,
merkt sem matshluti 010102 skv.
teikningu, Seltjarnarnesi, þingl. eig. I.
Brynjólfsson og Co ehf., gerðarbeið-
endur Eftirlaunasjóður starfsmanna
Búnaðarbankans, Jón Ólafsson og
Landsbanki íslands hf., aðalstöðvar,
þriðjudaginn 24. september 2002, kl.
11.30.___________________________
Barónsstígur 49, 0101,1. hæð, Reykja-
vík, þingl. eig. db. Guðbjargar Selmu
Stefánsdóttur, gerðarbeiðandi db.
Guðbjargar Selmu Stefánsdóttur,
þriðjudaginn 24. september 2002, kl.
10.00.__________________________
Dugguvogur 3, 0201,269,6 fm iðnaðar-
og atvinnuhúsnæði m.m. ásamt 83,1
fm geyslurisi undir þaki, Reykjavík,
þingl. eig. Ó. Straumfjörð ehf., gerðar-
beiðendur íslandsbanki hf. og Toll-
stjóraembættið, þriðjudaginn 24. sept-
ember 2002, kl. 13.30.
Hraunbær 78, 0302, 5 herb. íbúð á 3.
hæð t.h. ásamt herb. í kjallara,
Reykjavík, þingl. eig. Stefanía Gyða
Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóra-
embættið, þriðjudaginn 24. septem-
ber 2002, kl. 14.30.____________
írabakki 22, 0102, 3ja herb. íbúð á 1.
hæð f.m., geymsla og niðurhólfað sér-
rými í kjallara m.m., Reykjavík, þingl.
eig. Lárus Stefánsson og Sigríður Guð-
björg Hrafnsdóttir, gerðarbeiðendur
Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis, útibú, Tal
hf., og Tollstjóraembættið, þriðjudag-
inn 24. september 2002, kl. 15.00.
Klukkurimi 37, 0203, 50% ehl. í 3ja
herb. íbúð nr. 3 frá vinstri á 2. hæð,
Reykjavík, þingl. eig. Siguroddur Pét-
ursson, gerðarbeiðendur Alþjóðlegar
bifrtrygg. á ísl. sf., Dýralæknaþjónusta
Suðurlands ehf. og Dýralækningar
ehf., þriðjudaginn 24. september
2002, kl, 15.30.________________
Kötlufell 1, 0301, 3ja herb. íbúð á 3.
hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig.
Berglind Ósk Sigurjónsdóttir, gerðar-
beiðandi Fellaskóli, þriðjudaginn 24.
september 2002, kl. 16.00.
Laufrimi 18, 0103, 4ra herb. íbúð á 1.
hæð, 98,8 fm m.m., Reykjavík, þingl.
eig. Margrét Hjartardóttir, gerðar-
beiðendur Landssími íslands hf., inn-
heimta, Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis, útibú, og Tollstjóraembætt-
ið, þriðjudaginn 24. september 2002,
kl. 16.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Útlönd
Hefndir á hefndir ofan:
Arafat umkringdur
eftir sjálfsvígsárás
ísraelskir skriðdrekar um-
kringdu í gær höfuðstöðvar Yassers
Arafats, forseta Palestínumanna,
eftir að landi hans sprengdi sig upp
í ísraelskum strætisvagni á götum
Tel Aviv. Hamas-samtökin hafa
eignað sér ábyrgðina á árásinni sem
kostaði fimm manns lífið. Árásin
var gerð í hefndarskyni vegna dráps
ísraelsmanna á háttsettum Ham-
asliða í lok júlí en 14 óbreyttir
palestínskir borgarar féllu einnig í
þeirri árás. Segja samtökin árásina
í gær vera þá fyrstu í röð sambæri-
legra árása.
í morgun höfðu ísraelskar her-
sveitir þegar rústað tíu byggingar
og reykur stóð upp úr höfuðstöðv-
um Árafats i Ramallah. Tveir líf-
verðir Palestínuforsetans höfðu
særst en sjálfur var hann ómeiddur.
Höfuðstöðvamar eru líkar virki,
enda hafa þær ósjaldan orðið fyrir
barðinu á ísraelska hernum í kjöl-
far sjálfsmorðsárása palestínskra
Sprengja í strætó
ísraelska stjórnin snýr spjótum sín-
um aö Yasser Arafat eftir sjálfs-
morösárás ÍTel Aviv sem Arafat
hefur fordæmt.
bókstafstrúarmanna. Heimastjórn
Palestínumanna fordæmdi í gær
sprengjuárásina í Tel Aviv og krafð-
ist þess að alþjóðasamfélagið beitti
sér til þess að stöðva ágang ísraels-
manna.
Ástæða þess að ísraelska stjórnin
sendir herinn á Arafat er sú að hún
telur forsetann ekki gera nóg til
þess að koma í veg fyrir þær. Hann
hefur jafnvel verið sakaður um að
veita árásunum beinan stuðning.
ísraelskir stjórnmálaskýrendur
efast margir hverjir um þörfrna á
þyí að ráðast á höfuðstöðvar Arafats
i Ramallah. Hann hefur verið lokað-
ur inni í borginni í ár og er talinn
að mestu orðinn valdalaus forseti
sem hefur táknrænt gildi.
Árásin á strætisvagninn í gær
var hrottafengin. Vitni sáu líkams-
hluta þeytast frá vagninum þegar
Palestínumaðurinn sprengdi sig og
aðra um hádegisleytið en 50 manns
særðust í árásinni.
Stríösmaöur í Kongó
Stríösmaöur úr kongóska ættbálknum Mai Mai sýnir Uzi vélbyssu sína í bænum Kindu í Kongó í gær eftir aö skæru-
liöar frá Rúanda yfirgáfu bæinn, samkvæmt brothættu friöarsamkomulagi milli landanna tveggja. Stríðsmaðurinn ber
fjölda verndargripa sem hann segir beina byssukúlunum fram hjá sér.
Þjóðverjar ganga að kjörborðinu á sunnudag:
Schröder og Stoiber gera úr-
slitaatlöguna að kjósendum
Kosningabaráttan i Þýskalandi
nær hátindi sínum í dag þegar þeir
Gerhard Schröder kanslari og Ed-
mund Stoiber, kanslaraefni íhalds-
manna, gera úrslitaatlöguna að
kjósendum til að reyna að lokka þá
til fylgis við sig.
Flestar skoðanakannanir benda
til að Schröder njóti ívið meira fylg-
is en Bæjarinn Stoiber. Munurinn á
fylgi stóru fylkinganna er þó svo lít-
ill að hann er ekki marktækur.
Schröder kanslari fór á heima-
slóðir í Hannover í gær þar sem
honum var fagnað sem hetju. Tíu
þúsund stuðningsmenn hans fylltu
hokkíleikvang borgarinnar og
hrópuðu nafn hans í kór. Schröder
vandaði íhaldsmönnum, fylgis-
mönnum Stoibers, ekki kveðjumar.
„Þeir skildu eftir sig fjallháar
REUTERSA1VND
Á heimaslóöum
Gerhard Schröder Þýskalandskansl-
ari var á heimaslóöum í gær.
skuldir og þeir vilja íþyngja landinu
með meiri skuldum komist þeir til
valda á ný,“ sagði Schröder á þess-
um fjölmennasta fundi kosningabar-
áttunnar.
Og áfram hélt hann: „Þetta eru
menn gærdagsins. Sá eini sem vant-
ar í liðið er Helmut Kohl sem æsku-
lýðsmálaráðherra þeirra."
Fundarmenn voru svo hrifnir af
ræðu kanslarans að þeir stöðvuðu
hann meira en þrjátíu sinnum með
lófataki og fagnaðarlátum.
Edmund Stoiber, kanslaraefni
íhaldsins, hótaði i gær að meina
Bandaríkjamönnum að nota her-
stöðvar í Þýskalandi til árása á
írak. Andstaða Schröders við stíð
gegn írak hefur fallið í góðan jarð-
veg meðal kjósenda og vildi Stoiber
ekki vera eftirbátur hans.
FÖSTUDAGUR 20, SEPTEMBER 2002
DV
Samsæri gegn Musharraf
Sið upp um samsæri
gær en pakistanskir
kollegar hans hafa aftur á móti bor-
ið slíkt til baka og sagt að ekkert
væri samsærið.
Forseti hraðar sér heim
Forseti Fílabeinsstrandarinnar
hefur ákveðið að hraða sér heim frá
Ítalíu vegna valdaránstilraunar í
gær þar sem fyrrum herstjóri lands-
ins var drepinn.
Ráðist á Kanann
Ráðist var á bandaríska sérsveit-
armenn í austanverðu Afganistan í
morgun en enginn þeirra meiddist.
Árásarmenn beittu þungum vél-
byssum, meðal annars.
Stefnir í lokauppgjör
Mohammad Khatami íransforseti
ætlar að leggja fram tvö lagafrum-
vörp við upphaf íranska þingsins á
sunnudag þar sem hann mun reyna
að klekkja á harðlínumönnum sem
berjast gegn honum.
ísidór á leið til Kúbu
Fellibylurinn ísidór hefur verið
að sækja í sig veðrið í Karíbahafinu
og stefnir nú á vestanverða Kúbu.
Mestur vindhraði var kominn í 140
kílómetra á klukkustund.
Fækkar í öxulveldum
yfe# • á| morgun að George
ð .. —iM seti hefði tjáð sér að
Bl hann myndi íhuga að
feiia Norður-Kóreu úr
flokki öxulvelda hins illa þar sem
einnig eru írak og íran.
Leitað að flugmanni
Leyniþjónustur Bandaríkjanna
leita nú að súdönskum herflug-
manni sem sagt er að sé að skipu-
leggja rán á flugvél sem hann ætlar
síðan að fljúga á Hvíta húsið. Dag-
blaðið Washington Times greindi
frá þessu í morgun.
Vilja Papon aftur inn
QFrönsk stjómvöld
tilkynntu í gær að þau
myndu reyna að koma
því til leiðar að nas-
istasamverkamannin-
um Maurice Paopon
yrði aftur stungið í
fangelsi. Papon var
leystur úr haldi í fyrradag vegna
bágborins heilsufars. Hann er á tí-
ræðisaldri.
Rússar ógna friði
Stjórnvöld í Georgíu sökuðu í gær
Rússa um að stofna friði í Kákasus-
fjöllum í voða með herskárri stefnu
sinni í garð uppreisnarmanna sem
halda til í fjallagljúfri í Georgíu.
Carla býst við frestun
Carla del Ponte, aðalsaksóknari
stríðsglæpadómstólsins í Haag,
sagðist í gær eiga von á að réttar-
höldunum yfir tveimur helstu
bandamönnum Radovans Karadz-
ics, fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba,
yrði frestað fram á næsta ár.