Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 Skoðun I>V Spurning dagsins Finnst þér að Bandaríkjamenn eigi að ráðast inn í írak? Tryggvi Gunnarsson: Maöur trúir því aö þaö sé hægt aö leysa þetta á annan hátt en aö fara í heimsókn til Saddams. Þórarinn Kópsson: Já, mér finnst þeir eigi aö gera þaö. , Svanhildur Eysteinsdóttir: Ég vil vera hlutlaus í því máli. Sævar Baldursson: Mér finnst þeir ættu aö gera þaö, já. Högnl Jónsson: Nei, ég get ekki mælt meö því og réttlætt þaö fyrir sjálfum mér. Tove Öder: Nei, mér finnst þaö nú eiginlega ekki. Ég er aö hugsa um allt sak- lausa fólkiö. Kaupfélagssláturhúsin - fyrirspurn til embættis yfirdýralæknis Valur Jónsson Viöihlíö skrifar: Nú, í upphafi sláturtíðar, óska ég eftir svari frá embætti yfirdýralæknis við eftirfarandi spurningum mínum og margra annarra: 1. Hvemig má það vera, ef satt reynist, að ekki séu gerðar sömu kröfur um heilbrigöi og hollustuhætti í öllum sláturhús- um? Hvers vegna hefur fyrir- spurn um það hvort gerðar séu sömu kröfur til allra sláturhúsa ekki verið svarað? 2. Er það rétt, að háttsettur - og hugsanlega ábyrgur starfs- maður Yfírdýralæknisembættis- ins - gangi erinda kaupfélag- anna og Goða (á meðan hann var við lýði) á kostnað annarra sláturhúsa og þiggi sérstök laun fyrir? 3. Hvernig vikur því við, að í móttökunni í sláturhúsum i Borgarnesi, þar sem kjötið fer inn í frost og er afgreitt út úr húsi, er asbest i lofti sem jafnvel hrynur úr þegar kjötinu er rennt eftir brautunum? Asbest hefur lengi verið bannað i umhverfi mat- vælaiðnaðar og í nýbýlum. Er horft fram hjá þessu vegna þess að þetta er kaupfélagssláturhús? 4. Hvers vegna var það fullyrt á skrifstofu Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga á miðju sumri að fljótlega ætti að loka sláturhúsi Ferskra af- urða? Hvaðan komu þær upplýsingar - eða það sem verra er - var þessi fyrirhugaða lokun sláturhússins pöntuð, eins og flogið hefur fyrir? 5. .Á Óspakseyri og Króksfjarðar- nesi er ekki krafist malbiks og stein- steypu, hvað þá að ekki sjáist grastó. 6.Er það með vitund dýra- læknisembættisins, að á Blönduósi sé slátrað nokkrum hundruðum fjár á dag umfram það sem kæligeymslur taka - og þar með brotnar reglur um dagslátrun? Einkennilegt er að síðan KHB og Goði hættu að reka slát- urhús á Fossvöllum hefur varla verið vinnufriður fyrir einum starfsmanna Yfirdýralæknis- embættisins. Það sama er að segja um sláturhús Ferskra af- urða á Hvammstanga. Reynt hefur verið árum saman að loka sláturhúsi Ferskra afurða á Hvammstanga, en sennilega ekki tekist ennþá vegna þess að ávallt hefur verið brugðist við öllum kröfum um úrbætur. Þar hafa staðið yfir sífelldar heim- sóknir, allt að fjórar á hausti (auk annarra tíma ársins) og kröfur um breytingar á húsi sem er að verða eins og nýtt vegna sífelldra krafna og at- hugasemda, sem öllum hefur verið sinnt, m.a.s. fram í tímann i mörgum tilvikum Ég sé ekki betur en Yfirdýralækn- isembættið spili með, t.d. þegar allt hrossakjöt er fjarlægt úr sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga vegna þess að von sé á aðstoðaryfir- dýralækni með mönnum frá Banda- ríkjunum til að taka út sláturhúsið vegna fyrirhugaðs útfiutnings á Bandaríkjamarkað. Því miður virðist embættismaður- inn eingöngu vera að þjóna kaupfé- lagshagsmunum, og ef til vill Bænda- samtökum íslands, alla vega varafor- manninum. - Um það og fleira verð- ur fjallað síðar. Slátraö umfram rými í kæiigeymslum? „Reynt hefur verið árum saman að loka sláturhúsi Ferskra afurða á Hvamms- tanga en sennilega ekki tekist ennþá vegna þess að ávallt hefur verið brugðist við öll- um kröfum um úrbœtur. “ Er það vegna þess að þar eru kaupfé- lagssláturhús? En frystihús slátur- hússins í Króksfjarðarnesi er á sveitabæ í Saurbænum - og við hlið- ina á því er hesthús. Ef stelur þú litlu ... Þrjár af eldri kynslóðinni sendu þennan pistil; _______________ Ágæta DV, þökk fyrir marga ágæta dálka, greinar og fréttir. - Fyrir nokkru birtist grein í blaðinu um strákpolla sem varð það á að misstíga sig í verslun. Fyrirsögnin var „Hver stelur og hver ekki?“ Við vorum staddar saman þrjár af þessu gengi sem kalla má því viröulega heiti eldri borgarar. Okkur fannst ekki til um viðbrögðin gegn litla stráknum - að vera færöur burt að öllum ásjáandi, en vonum að þetta verði honum til viðvörunar og þetta hendi hann ekki oftar. Ein okkar kvað upp úr með vísunni lands- þekktu: „Ef stelur þú litlu og stend- ur lágt...“ o.s.frv. Búðahnupl er óskemmtilegt fyrir- bæri. Sennilega meðfædd ósköp. Hægt er að lækna geðveiki, krabba- „Okkur fannst ekki til um viðbrögðin gegn litla stráknum - að vera fcerður burt að öllum ásjáandi, en vonum að þetta verði hon- um til viðvörunar og þetta hendi hann ekki oftar.“ mein (a.m.k. sum hver) og alls kon- ar kvilla, en þetta er víst ólækn- andi! í framhaldi af þessu langar okkur „eldri borgarana" að segja smá sögu, sem ein okkar kunni og hafði orðið vitni að fyrir mörgum árum: í verslun hér í borg kom oft eldri maður. Hann var víst afkomandi bæði presta og preláta, gott ef ekki líka bara sonur stórútgerðarmanns. Nema hvað; hann hafði þann leiða vana ef bananar voru á borði kaup- mannsins, að ganga sakleysislega að hrúgunni og klípa með þumal- og vísfmgri í 2-3 stykki, þannig að ban- aninn var marinn eftir. Næsta dag kom hann gjaman aftur og fór í bananahrúguna, fann sína eyrna- merktu ávexti og hafði orð á því að þessir væru nú „dálítið skemmdir", og hvort hann fengi þá nú ekki bara meö afslætti eða jaftivel ókeypis, þeir lægju hvort eð er undir skemmdum. Nú er hann genginn til feðra sinna þessi öðlingur, og hver veit nema á hinum grænu grundum séu bananatré með gimileginn banön- um, sem ekki þarf að klípa áður en hann kannar þá, til fróðleiks og ánægju fyrir bragðlaukana. Túristi í sínu föðurlandi Hitler og Hussein Magnús Sigurðsson skrifar: Gleggstu skýrend- ur alþjóðamála segja aö það sé eingöngu fýrir stjórnkænsku Bandaríkjaforseta að Saddam Hussein þykist ætla að gefa eftir um vopnaeftir- lit í írak. En á frem- ur að treysta Hussein en Adolf Hitler í aðdraganda seinni heimsstyijald- ar? Þjóðabandalagið í Genf bannaði Þjóð- verjum að framleiða vopn eftir lok styrjaldarinnar fyrri. Það átti að hafa eftitiit með banninu og sendi menn reglulega til að staðfesta að bannið væri haldið. En þeir urðu einskis vís- ari um stórkostlega vopnaframleiðslu Þjóðverja. Og skyndilega var eins og jörðin opnaðist: þúsundir skriðdreka og flugvéla birtust viö herkvaðningu Hitlers. Þetta kom öllum á óvart og mest Þjóðabandalaginu. Afleiðingam- ar urðu skelfílegar. Bush viröist læra af sögunni. Það gera ekki andstæðing- ar hans víða i Evrópu, jafhvel ekki sumir hér á landi. Saddam Hussein,ein- vaidur í írak - Leikur hann sama leik og Hitler? Spilavíti í miðborginni Leó sendi þessar linur: Ekki er öll vitleysan eins. Nú hefur Háskóli íslands fengið erindi sitt um að innrétta spilasal í Austurstæti í Reykjavík samþykkt af borgarstjóm- inni. Ekki á af þessari borgarstjóm að ganga. Hún vill súlustaði burt og reytir hár sitt út af einhverju sem far- ið er að kaila „einkadans" en er ekk- ert annað en ástarleikur fyrir luktum dyrum, en hún er ekkert andvíg því að ungdómurinn spili rassinn úr bux- um foreldra sinna inn að beini í spila- víti víðs vegar um borgina! Hér er um svo fádæma hræsni að ræða að fáir geta tengt heilasellurnar til að skilja svona nokkuð. - Því setur borgin bara ekki sjálf upp alvöru spilavíti til að grynnka á skuldunum? Kaupþlng hf. Löðrunga Kaupþing Ragnar SigurSsson skrifar: Sænsk hlutabréfasamtök virðast hafa orðið heldur betur ósátt við að- ferðir um ætlaða yfirtöku Kaupþings á sænska bankanum JP Nordiska. Svíar telja að íslendingar (les: Kaupþing banki hf.) eigi ekkert erindi inn á sænskan hlutabréfamarkað og löðr- unga svo Kaupþing í þokkabót með því að segja að þar sé ekki um að ræða „neinn fiskmarkað" heldur alvöru- hlutabréfamarkað. Yfirtaka Kaup- þings á sænska bankanum myndi gera út af við markaðsviðskipti í Sviþjóð - hvorki meira né minna! Svíar hafa nú alltaf verið dálítið hræddir við okkur, ekki satt - og ekki beinlínis hliðhollir, eöa hitt þó heldur? Nú eru haustmorgnarnir orðnir býsna kaldir og af því tilefni er Garri I uppgjörshugleiðingum eftir sumarið. Nánar tiltekið um þá upplifun hans að vera túristi á íslandi. Garri brá sér austur í Skaftafell um verslunar- mannahelgina og slapp þannig naumlega við rigninguna, þótt ekki næði sólin þangað sem skein linnulaust á Austfirðinga. - En hér stóð ekki til að tala um veðrið. Veðrið er nefnilega ekki það versta við ísland. Þama á sunnudeginum brá Garri sér sem sagt í Jökulsárlón - í annað sinn á jafnmörgum árum. í fyrra skiptið hafði komið til tals að fara í bátsferð um lónið en málið sett á ís um sinn. í þetta síðara skipti var ákveðið að láta slag standa með þeim ummælum að fráleitt væri að gera ekki sjáifur eins og túristamir - eins og það væri eitthvað asnalegt. Soldið mikið Þessi ákvörðun kostaði Garra og frú fast að fjögur þúsund krónum. Fyrir það fékkst sigling nokkra tugi metra út á lónið þar sem numið var staöar á meöan leiðsögumaður bauð upp á ágæta fróðleiksmola, og svo rakleiðis til baka. Þetta var því miður ekki þess virði og verður ekki leikið aftur. En samt ganga nú bátamir við- stöðulaust um lónið frá morgni til kvölds og að- eins örfá sæti laus. Bláa betra Nokkrum dög- um siðar brá Garri sér í annað rómað íslenskt lón - hið bláa. Raunar í fyrsta sinn eftir endur- bætur. Baðið þar kostaði minna en bátsferðin góða en var hverrar krónu virði. Herðanudd innifalið í pakkanum. Og fróðleiksmolamir afhentir á blaði endurgjaldslaust. Þessi leikur verður end- urtekinn. Þama var gott að vera túristi. Til að enda ekki á of jákvæðum nótum er samt nauðsynlegt að minna á krónumar sem spýtast úr bensíntanknum inn í ríkissjóð fyrir hvem metra sem ekinn er um þjóðvegi landsins. Þegar þær koma upp í hugann - þá fyrst líður Garra eins og asna. CMfl Vörur frá ísrael Esther skrifar: Ég er undrandi á því að nokkur ein- asti íslendingur, hvað þá félagasamtök, skuli láta fara frá sér yfirlýsingu sem felur í sér áskorun um að kaupa ekki vörur frá einhverju landi. Nú er ísland- Palestína að hvetja til svona herferðar og biður landsmenn um að sniðganga ísraelskar vörur og þjónustu! Vita þess- ir menn ekki að mikið af ísraelskum vörum er framleitt af palestínskum höndum? Þetta myndi bitna illa á Palestínu, ekki síður en ísrael. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.ls Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahliö 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.