Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 DV Fréttir ■ Neskaupstaður: Athyglisverður áfangi í eldistilraunum á hlýra Hjá Hlýra ehf. í Neskaupstað hefur náðst sá merki áfangi að tekist hefur að frjóvga hlýrahrogn en búið er að kreista og frjóvga um 4 lítra af hrogn- um. Þetta er mikilvægur áfangi í til- raunaeldi því sem unnið er að hjá Hlýra en eitt af stærri vandamálum í hlýraeldi er sá hluti sem snýr að hrygningu og klaki. Sindri Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Hlýra, segist gera sér vonir um að það takist að frjóvga um 10 lítra af hrognum í þetta sinn. Sindri segist mjög ánægður ef það takist en 10 lítrar gefa um 50 til 60 þúsund hrogn. Tilraunimar snúast fyrst og fremst um að ná að frjóvga hrogn og ala upp hlýra í kjölfarið. Ekki er vitað á þess- ari stxmdu hvað lifir af þessu en ár- angurinn er þegar athyglisverður og ljóst að stöðin hefur náð ákveðnum tökum á frjóvguninni. 1 fyrra var hafðist handa við að byggja upp að- stöðu til hlýraeldis og rannsókna í húsnæði sem áður hýsti hraðfrysti- hús Síldarvinnslunnar. Nú er í eldis- stöðinni kominn upp 200 fiska hrygn- ingarstofn i fjórum eldiskerjum og búið er að byggja upp hrognaaðstöðu. Hlýrinn hefur komið frá norðfirskum sjómönnum sem hafa veitt hann og komið með hann lifandi að landi. Hlýri er í eigu Síldarvinnslunnar, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Hönnunar og Eignarhaldsfélags Aust- urlands. -GG Jóhann Friðgeir syngur með Norðlendingum Fyrstu tónleik- ar Sinfóníuhljóm- sveitar Norður- lands á þessu starfsári verða í Glerárkirkju sunnudaginn 22. september kl. 16.00. Einsöngvari á tónleikunum er Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Hann mun syngja íslensk sönglög og ítalskar aríur, m.a. úr La Bohéme og Tosca eftir Puccini. Hljómsveitin er nýkomin heim úr vel heppnuðu tónleikaferðalagi til Grænlands. Um 1.400 áheyrendur hlýddu á leik hennar þar sem verkið Jóhann Friögeir Valdimarsson. Nuissat eða Ský var frumflutt eftir grænlenska tónskáldið Per Rosing. Nuissat er fyrsta verkið á tónleik- unum í Glerárkirkju en einnig eru á efnisskránni forleikur að óperunni La gazza ladra (þjófótta skjónum) eft- ir Gioacchino Rossini og L’Arlésienne, svita eftir Georges Bizet. Bizet samdi þessa tónlist upp- haflega við leikritið L’Arlésienné. Leikritið kolféll en Bizet tók saman þætti úr þessari tónlist og samdi tvær svítur fyrir fulla hljómsveit. Svítumar era meðal þeirra verka sem halda nafni hans á lofti enn í dag og eru mikið leiknar. Stjómandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson. -BÞ Glerhöll verður Kauphöll Glerhöll mikll á Laugavegi 180 í Reykjavík, í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, út- geröarmanns meö meiru, sem lengi hefur staöiö líflaus, er nú loksins aö ööl- ast líf því um næstu mánaöamót flytur þangaö inn Kauphöllin og Veröbréfa- skráning íslands sem verið hafa meö starfsemi sína í Hafnarhvoli. Viöræöur standa yfir viö fleiri aðila um flutning í Glerhöllina svo innan tíðar veröur mun meira líf á horni Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Þjóðahátíð á Austfjörðum Laugardaginn 28. september nk. verður Þjóðahátíð Austfirðinga hald- in í íþróttamiðstöðinni og Félags- heimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Heiðursgestur hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti ís- lands. Eins og á siðasta ári er það Rauði krossinn á Austurlandi sem stendur að hátíðinni ásamt liknarfé- lögum, fyrirtækjum og starfsmanna- félögum. Skemmtidagskrá verður á sviði og hægt verður að bragða á þjóðlegum réttum víða að úr heimin- um. Unnið er að sjónvarpsmynd um hátíðina en þar er rætt við fjölmarga aðflutta Austfirðinga, fylgst með dag- legu lifi þeirra og starfl og undirbún- ingi fyrir þjóðahátíð en að sjálfsögðu verður hápunktur myndarinnar þjóðahátiðin sjálf. Félag eldri borgara á Seyðisfirði mun sjá um að kynna ís- land, m.a. verður gestum boðið að bragða á íslensku þjóðlegu góðgæti. Efht verður til myndasamkeppni meðal grunnskólabarna á Austur- landi í 5. til 9. bekk með þessum kjör-. orðum: „Fjölmenning á Austurlandi" og „vinátta ólíkra einstaklinga". Allir þeir sem eiga þjóðbúning eða geta fengið lánaðan eru hvattir til að klæð- ast honum og er þar bæði átt við ís- lendinga sem útlendinga. Meðal dag- skráratriða er dans og söngur frá Fil- ippseyjum, söngur pólsks kórs, ís- lenskur þjóðdans og skosk og írsk lög Qutt af þjóðlagasveit. -GG SIEMENS Þýskirdagar! Orómu fancfsmenn ! SJíifef-niþýósÁra cfaya faffj oóum uér fessa cfajjana iÁöncffun uorri noÁÁrar ÁeimifismasÁinur ocj símaapparöi af Siemens- Át/ni á afuecj sércfeifis finum pris. ffræjur fessar eru affar íifreicfcfar meóaffáítaÁíucjra ftfósÁra hacjfeiÁsmanna i fancfi samnefncfu. fforsómið eÁÁi tœÁifærið aó <jera retjfaraÁaup i fessum iófum^ Áueröff 6íuísa miÁii tjæði. CÁ£er nun fos ! (iÞtjÓsÁa sem merÁir: ön nu ríóur á að ÁerBa affar fausar sÁrúfur!j Qinser SKnufferanqefoi (tilboðssmellur okkarj (69.900 kr. stgr. Stgrverð áður: 86.000 kr. Þurrkari WTXL2200 Fyrir gufuþéttingu, enginn barki. Fullkominn rafeindastýrður rakaskynjari. 11 þurrkunarkerfi. Tekur 6 kg. Frábær kaup, aðeins þessa 5 daga. Takmarkað magn: 50 stk. CÁÁiionspreis (tilboðsverð) 66.900 kr. stgr.) Þvottavél WXL1060 6 kg þvottavél sem slegið hefur í gegn hérlendis sem annars staðar. 1000 sn./mín. Stórt lúguop. Fjöldi góðra þvottakerfa. Takmarkað magn: 70 stk. CÁÁíionspreis (tilboðsverð) (76.900 kr. stgr. Eldavél HL 54024 Ný stórglæsileg eldavél. Keramíkhelluborð, fjórar hellur, ein stækkanleg, fjölvirkur ofn, létthreinsun, sökkhnappar, stangarhandfang. Gæðagripur sem sómi er að. Takmarkað magn: 40 stk. CÁÁiionspreis (tilboðsverð) 59.900 kr. stgr) Uppþvottavél SE 34234 Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig. Takmarkað magn: 80 stk. CftÁíionspreis (tilboðsverð) r i (12.900 kr. stgr. Þráðlaus sími Gigaset 4010 Classic Númerabirtir. DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði. Siemens færir þér draumasímann. Takmarkað magn: 60 stk. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Tilboð þessi gilda einungis dagana 17.-21. september og aöeins á meðan birgðir endast (magn gefið upp).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.