Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 15 Menning Hamlet aflýst - planlögð uppsetning Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn á Hamlet hefur valdið titringi meðal Dana Það er gaman að segja frá því nú þegar frumsýning Leikfélags Akur- eyrar á Hamlet eftir Shakespeare fœr- ist óðum nœr að aðalskandallinn í Danmörku undanfarnar vikur og mánuði hefur verið uppsetning á Hamlet í Konunglega leikhúsinu sem átti að frumsýna 13. september en var aflýst rúmum mánuði fyrr. DV-MYND KAE Ofelía á Islandi voriö 1988 Sigrún Edda Björnsdóttir lék hana af eftir- minnilegri ástríöu. Danir hafa lengi haft áhyggjur af leikhúsi sinu og dæmt það dautt, ekki síst sjáift Kon- unglega leikhúsið við Kóngsins Nýja torg. I von um að geta lífgað það ofurlítið við réð leikhússtjórnin ungan svissneskan krafta- verkakarl, Stefan Bachmann, sem hefur gert það gott með nýstárlegum uppsetningum heima hjá sér og víðar, til að setja upp Hamlet. Vinsamlegast svolítið tryllt Allt var með felldu uns Bachmann réð 35 ára mongólíta í hlutverk Ófeliu. Hún hafði áður leikið með áhugamannaleikflokki og var sviðsvön, og var ráðningin með fullu sam- þykki foreldra hennar og Þroskahjálpar þar í landi. Bachmann leikstjóri ætlaðist til að hún færi frjálslega með hlutverk Ófelíu. Hún átti ekki að fylgja sviðsfyrirmælum eða fara með tilsvör Shakespeares eins og leikhúsgestir þekkja þau heldur vera hún sjálf og meðleik- ararnir áttu að bregðast við í orðum og gerð- um eftir því sem tilefni væru til. Ekki átti hún þó eingöngu að vera hún sjálf heldur vinsam- legast líka svolítið villt og tryllt, og þótti sum- um leikurum sem-Stefan gerði í því á æflng- um að koma henni í þær aðstæður að hún rambaði út fyrir sin eigin takmörk; það fannst þeim rotið. Þetta uppátæki Bachmanns er partur af því „raunveruleikhúsi" sem hefur vakið athygli undanfarin ár, ekki sist þegar Lars Norén not- aði raunverulega nýnasista í sýningu í Sví- þjóð og fékk þá lánaða úr fangelsi. Sú tilraun endaði með ósköpum. Hvað er eðlilegt? Tveimur vikum eftir að æfingar hófust gengu þrír leikarar út og Ófelia veslingurinn varð fóðurlaus, Hamlet móðurlaus og án vin- arins Rósinkrans lika. í yfirlýsingum leikar- anna burtgengnu kom fram að þeim fyndist þessi hlutverkaskipun siðferðilega röng, stúlkan gæti ekki varið sig og ekki leikið hlut- verkið sómasamlega, og því myndi þetta upp- átæki verða til þess eins að lítillækka hana og vekja athygli á fötlun hennar. Leikhússtjórinn var á öðru máli, að hans sögn var tilgangur leikstjórans sá að láta „hið eðlilega" mæta „hinu afbrigðilega" á leiksviðinu, og þar eð hegðun Hamlets er ekki alltaf „eðlileg" áttu áhorfendur væntanlega að velta fyrir sér hvað væri eðlilegt og hvað afbrigðilegt meðan þeir væru að horfa á sýninguna. Ekki var ráðið í stöður leikaranna þriggja, allt var í ráðaleysi og uppnámi og grimmar deilur geisuðu á síðum dönsku blaðanna í allt sumar. Þó benti Berlingske Tidende í leiðara á að í þessu máli hefðu allir rétt fyrir sér, Bachmann til að túlka Shakespeare á sinn hátt, þroskaheft fólk til að verða sýnilegt í samfélagi sem yfirleitt felur það og leikararn- ir til að fylgja sannfæringu sinni og ganga út. Aðrir voru á öðru máli. A5 vera eða ekki vera „Það er engin nýsköpun í þessu," sagði rit- höfundurinn Jette Drewsen, „þvert á móti er það eldgömul hefð að reyna að sniðganga gáf- aðar konur“ - eins og Ófelía er. Fleiri hafa þó tekið undir með Bachmann að Ófelía sé ráð- gáta í verkinu og það sé aðeins undirstrikað með leikaravalinu. Þýskur leikstjóri sem unn- ið hefur á Det kongelige segir að leikaramir þar séu skíthræddir við að prófa eitthvað nýtt, þeir hangi í örygginu eins og hundur á roði. Þýskir leikarar hlýði hins vegar leik- stjóranum skilyrðislaust. Bachmann þessi hafði áður sett upp Hamlet þar sem titilhlutverkið var leikið af konu og Ófelía af tveggja metra háum karlmanni í satínnærfötum, og það voru einmitt slíkar DV-MYND PJETUR Ófelía á íslandi um jól 1997 Ungri og viðkvæmri Þrúöi Vilhjálmsdóttur var sýnd mikil harka í hlutverkinu. uppáfinningár sem ollu því að hann var ráð- inn til Danmerkur. Og minna má á að í sum- ar var sett upp í Krónborgarkastala sýning á Hamlet án Hamlets! Ong Kong Sen stýrði henni og þar var Ófelía í aðalhlutverki en Hamlet sást aldrei, né heyrðist í honum. Það ber ekki vott um kjark leikhússtjórnar að standa ekki við bakið á manni sem hún hafði ráðið til að setja upp verk við húsið, meiri mannsbragur hefði verið að sýna verk hans og láta almenning um að dæma árangur- inn. Raunar bendir Jens Albinus, sem átti að leika Hamlet, á það í viðtali að líklega hafi leikhússtjómin aldrei borið fullt traust til leikstjórans þó að hún hafi ráðið hann. Þetta minnir á það sem stundum hefur verið sagt að Shakespeare hafi hitt naglann á höfuðið með þjóðareinkenni Dana þegar hann skapaði Hamlet, manninn sem ekki vissi hvort hann átti að vera eða ekki... BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag ReykjaviVur STÓRA SVIÐ HONKl UÓTIANDARUNOINN e. George Stilcs ogAnthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna. Frumsýning lau. 21. sept. kl. 14 Sun. 29. sept. kl. 14 og kl. 18 KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 28. sept. kl. 20 MEÐ VÍFIÐ í LÚKUNUM e. Ray Cooney f kvöld kl. 20 ath: örfáar sýningar í haust HAUSTHÁTÍÐ BORGARLEIKHÚSSINS FOLKWANG TANZSTUDIO OG HENRIETTE HORN Sun. 22. sept. kl. 20.30 MERCE CUNNINGHAM DANCE COMPANY Þri. 24. sepL kl. 20.00 - UPPSELT VIDEODANS Sýning og fyrirlestur Birgit Hauska Fös. 27. sept. kl. 20 NÝJA SVIÐ AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson í kvöld kl. 20 LITLA SVIÐ GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt í kvöld kl. 20 Fáar sýningar eftir ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐÍVETUR 7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin. ío miða kort á 16.400. Frjáls notkun. Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000 www.hhh.is Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur Fös. 20. sept., uppselt Lau. 21. sept., örfá sæti Fim. 26. sepL, aukasýning, uppselt Fös. 27. sept., 50 sýn., uppselt Lau. 28. sept., uppselt Þri. 8. okt., uppselt Mið. 9. okt., uppselt Fim. 10. okt., uppsclt Þri. 15. okt., nokkur sæti Mið. 16, okt., uppselt Fim. 17. okt., uppsclt Sun. 20. okt., aukasýning, laus sæti Miðasala í síma 555-2222 Kœru lesendur! A midvikudögum ogfóstudögum bjóðum við nú upp d upplýsingar umpað helsta í menningarlífinu hér d menningarsíðu. Með kveðju, Midasolusimi: 551 12 Netfang: midasala@li Veffang: www.leikhu ÞjóÐLEiKHusiÐ iHljómsveitin lék olýsantega vel a koflum Sigfrfður Bjömsdóttir, DV 31. maf 2002 (L) LEXUS ADALSTYRKTARAÐILI SINFÓNlUHLJÓMSVEITAR (SLANOS Það er einstök upplifun að sjá og heyra Sinfóníuhljómsveit íslands. Fáðu þér áskrift í vetur og tryggðu þér öruggt sæti á einstaka skemmtun. Með Regnbogaskírteini getur þú valið ferna, sex eða átta tónleika sem falla best að þínum smekk. Verð frá 8.950 krónum. Hringdu núna í 545 2500 eða skoðaðu sinfonia.is og tryggðu þér sætiívetur. 0 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.