Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002
13
DV
_________Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI Hlutabréf Húsbréf 14.114 m.kr. 701 m.kr. 5.313 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI Cs Grandi 141 m.kr.
© Samherji 126 m.kr.
0 Kaupþing 111 m.kr.
MESTA HÆKKUN ©SÍF 7,7%
© íshug 3,8%
OBakkavör 2,9%
MESTA LÆKKUN Oíslandssími 2,9%
©Ker 2,5%
©Búnaðarbankinn 1,1%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.301
- Breyting 0,27%
Verðbólgan á íslandi:
Færist nær meðal-
tali viðskiptalanda
Verðbólgan hér á landi nálgast óð-
fluga þá verðbólgu sem er í helstu við-
skiptalöndunum. Samræmd vísitala
neysluverðs í EES-rikjum hækkaði
um 0,1% í ágúst en lækkaði á sama
tíma um 0,5% á íslandi. Verðbólgan,
mæld sem breyting visitölunnar yfir
síðustu 12 mánuði, var 3,5% á íslandi
og 1,9% að meðaltali í ríkjum EES.
Mest var verðbólgan á þessu 12 mán-
aða tímabili á írlandi, 4,5%, og í
Portúgal, 3,9%. Fimm ríki innan EES
búa nú við meiri verðbólgu en ísland
á þennan mælikvarða en einungis
tveir mánuðir eru síðan ísland
vermdi efsta sætið á þessum lista.
Bandaríkin:
Verðbólga um-
fram væntingar
Neysluverðsvísitala í Bandaríkjun-
um hækkaði um 0,3% í ágúst (meðal-
spá markaðsaðila var 0,2%) og mælist
12 mánaða verðbólga nú 1,8%. Veldur
hækkunin í ágúst því vonbrigðum.
Þetta kom fram í Morgunkomi ís-
landsbanka í gær.
Hækkunin i ágúst er einkum vegna
hækkandi olíuverðs, hærri skóla-
gjalda, auk þess sem lok sumarút-
salna höfðu áhrif tU hækkunar. Verð-
bólguþrýstingur er þó enn þá tak-
markaður í Bandaríkjunum og eru
horfur á að verðbólga verði stöðug á
næstu mánuðum. Nýjustu verðbólgu-
tölur gefa Seðlabankanum því ekki tU-
efni tU að lækka vexti á fundi sínum í
næstu viku. Hins vegar veldur mögu-
leikinn á því að tU stríðsátaka komi í
írak óvissu en ef tU átaka kæmi
myndi það valda aukinni verðbólgu í
Bandaríkjunum.
Nýr fjármála-
stjóri KÁ
Um miðjan júní sl. var Einar
Pálsson ráðinn tU starfa sem fjár-
málastjóri KÁ og yfirmaöur skrif-
stofuþjónustu. Auk þess að gegna
starfi fjármálastjóra er Einar fjár-
mála- og rekstrarlegur ráðgjafi fyrir
stjómir hlutdefldar- og dótturfélaga
í eigu KÁ.
Einar er menntaður rekstrar-
fræðingur frá Samvinnuháskólan-
um á Bifröst en er jafnframt húsa-
smíðameistari. Hann hefur undan-
farið ár starfað sem tjármála- og
rekstrarráðgjafi dótturfyrirtækja
KÁ. Hann starfaði í rúm fjögur ár
hjá Atvinnuþróunarsjóði Suður-
lands en þar áður var hann m.a.
framkvæmdastjóri Njörva hf. og
einnig fjármála- og skrifstofustjóri
hjá sjávarútvegsfyrirtækjum á Vest-
fjörðum ásamt því að starfa sjálf-
stætt við húsasmíðar. Hann hefur
yfir tuttugu ára fjölþætta reynslu úr
atvinnulífinu.
Eiginkona Einars er Arndís
Harpa Einarsdóttir, skólastjóri
Bamaskólans á Eyrarbakka og
Stokkseyri, og eiga þau fjögur böm.
Viðskipti
Umsjón: Vi&skiptabia&ið
Eimskip selur
Bakkafoss
Sæplast selur 1800
ker til Cuxhaven
Sæplast hefur gengið frá samn-
ingi við útgerðar- og fiskvinnslufyr-
irtækið Kutterfisch Zentrale Gmbh.
í Cuxhaven í Þýskalandi um sölu á
1800 kerum - 400 og 600 lítra - um
borð í þrjá ísfisktogara félagsins.
Andvirði samningsins er 330 þús-
und evrur, eða um 28 milljónir
króna. Arnai' Snorrason, sem veitir
forstöðu söluskrifstofu Sæplasts í
Hollandi, segir mikilvægt fyrir
Sæplast að hafa náð þessum samn-
ingi, enda styrki hann stöðu fyrir-
tækisins á þessum markaði.
„Nú er unnið að því að lengja
þessa þrjá ísfisktogara og jafnframt
hefur útgerðin ákveðið að hætta
með kassa um borð og taka ker frá
Sæplasti í staðinn, auk þess sem
landvinnsla fyrirtækisins mun
einnig fá ker frá okkur. Um borð
verða notuð 400 lítra ker og land-
Sæplast
Bindur vonir við að þessi samningur
muni opna augu fleiri útgerða.
vinnslan kemur til með að nota 600
lítra ker. Kerin verða öll framleidd
í verksmiðju okkar á Dalvík og við
hefjum framleiðslu á þeim mjög
fljótlega og munum afhenda þau frá
október og fram í mars á næsta ári,“
segir Amar Snorrason.
Mikilvægast við þennan samning
nefnir Arnar þá ákvörðun forráða-
manna Kutterfisch Zentrale að setja
ker um borð í togara félagsins í stað
gömlu kassanna. - Og síðan er það
að sjálfsögöu mjög ánægjulegt að
Sæplast skuli hafa verið valið í þetta
verkefni. „Við höfum unnið að
þessu máli í hátt í tvö ár. Lengi vel
stóð til að setja nýja kassa um borð
en þegar betur var að gáð sáu stjóm-
endur fyrirtækisins alla kosti við að
setja ker í stað kassa í togarana. Ég
bind vonir við að þessi samningur
muni opna augu fleiri útgerða á
þessu svæði fyrir notkun á kerum
um borð í fiskiskipum og greiða
götu okkar enn frekar á þessum
markaði,“ segir Arnar Snorrason.
Bakkafoss hefur verið seldur til
Costamare í Grikklandi og verður
skipið afhent nýjum eigendum í
október 2002. Bakkafoss er 5.424
tonna gámaskip sem verið hefur í
eigu Eimskipafélagsins frá árinu
1992 og sinnt ýmsum verkefnum í
áætlunarkerfum félagsins. Skipið
hefur verið í leiguverkefnum er-
lendis síðan í júní 2001 og siglir nú
milli hafna á vesturströnd Mexíkós.
Söluverð skipsins er tæp 2,1 milljón
dollara og er söluhagnaður um 30
milljónir króna.
Bakkafoss hefur verið í leiguverk-
efnum erlendis í framhaldi af end-
urnýjun á gámaskipaflota félagsins
á árunum 2000-2001. í fréttatilkynn-
ingu frá Eimskipi kemur fram að
breytingar á skipaflota félagsins og
siglingakerfum séu liður í að auka
hagkvæmni áætlanasiglinga félags-
ins. Eins og greint hefur verið frá
var Lagarfoss seldur í síðastliðnum
júlímánuði og verður afhentur nýj-
um eigendum nú á næstu dögum.
Klúbbablað Gestgjafans er komið út!
tíúbb'nn
Saumaklúbbur
hjá Halldóru
Björnsdóttur
itnfl°"un
imflöUun
górns*1^
eldhús
Innlit í eldliús
hjá Rósu Guðbjartsdóttur
Matarklúbbur hjá Ottó Guðjónssyni
og Guðbjörgu Sigurðardóttur
Nú eru það brauðréttirnir og bökurnar
auk heimsókna í spennandi
sauma- og matarklúbba.
,— . —
klubburinn
Bökurnar