Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 21
21 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002____________________________________ I>V Tilvera Afmæiisbarniö Sophia Loren Italska þokkagyðjan Sophia Loren þykir bera aldurinn vel en i dag fagnar hún 68 ára af- mælinu. Hálf öld er síð- an Sophia hóf að leika í kvikmyndum og nálgast þær hundrað óðfluga. Sophia hefur um árabil verið ein þekktasta leikkona ítala á alþjóðavísu. Tvisvar hefur henni hlotnast óskar, ann- ars vegar fyrir kvikmyndina La Cioci- ara og hins vegar hlaut hún heiðursósk- ar fyrir framlag sitt til kvikmynda. I dag leikur Sophia nánast ekki neitt en er eft- irsótt í samkvæmi fina fólksins og við ýmsar styrktaruppákomur. 68 ara Gildir fyrir laugardaginn 21. september Vatnsberinn (?o. ian.-i8. febr.r , Þetta verður mjög óvenjulegur dagur hjá þér og einhver kemur þér rækilega á óvart. Mikil spenna er i loftinu og óvissa fram undan. Fiskarnlr (19. febr-20. marsi: Þú ert mjög Isjálfstæður í hugsun um þessar mundir og lætur best að starfa einn. Þú fær heilmiklu áorkað. Kvöldið verður skemmtilegt. Hrúturlnn (21. mars-19. apríi): fV Samkvæmislífið ™ á hug þinn allan og sumurn kann að þykja ^ nóg um. Þetta ástand varir þó ekki lengi. Happatölur þínar eru 7,12 og 19. Nautld (20. april-20. maH: Farðu eftir ráðlegging- um vinar þíns þvi að hann viU þér aðeins vel. Sjáðu til þess að þú fáir næga hvíld eftir erflðið undanfarið. Tvíburarnir (21. mai-21. iúnll: V Farðu varlega fjárfestingar og .// skoðaðu fjármála- stöðuna vel áður en þú festir kaup á dýrum hlut. Fjölskyldan stendur þétt saman. Krabblnn (22, iúni-22. iúií): Nú er mikið um að | vera í kringum þig og ' eins gott að vera í góðu formi. Fjölskyldan þarfnast þin verulega um þessar mundir. Ljónlð (23. iúli- 22. áeústl: Fjármálin eru í uppsveiflu og viðskipti sem þú tekur þátt í ganga vel. Samkvæmislífið er með fjörugasta móti og þú nýtur þess. Mevlan (23. áaúst-22. sept.): Gættu hófs í mat og aVm drykk og reyndu að ^^\^i».stunda einhveija ^ ' líkamsrækt. Ástvinur þinn kemur þér rækilega á óvart í kvöld. Vogln (23. sept.-23. okt.l: J Hjálpaðu vini þinum við vandasamt verk. Vf Láttu þó sem hann r f ráði ferðinni. Þú fagnar þvi að eiga rólegt kvöld. Happatölur þinar eru 5,14 og 28. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.i: Vertu staðfastur og V...láttu ekki hafa þig % í neitt misjafnt. Vinir þínir standa með þér allir sem einn. Happatölur þínar eru 5, 9 og 13. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.i: ÍÞú ert ekki vel rupplagður í dag og ættir að reyna að forðast erfið verkefni. A morgun mun aUt ganga betur hjá þér. Stelngeltln (22. des.-19. ian.l: Einhveijar breytingar verða á næstunni í kringum þig. 1 SennUega er það í sambandi við atvinnu þina þar sem á sér stað mikil þróun. V Suðurhlíðarskóli: Sveitaskólinn í borginni „Krakkarnir eru alveg sérstakir og öðruvísi en í hinum skólanuin," og „krakkarnir í skólanum eru svo blíðir,“ eru setningar sem nemend- ur í Suðurhlíðarskóla láta hafa eft- ir sér. Suðurhlíðarskóli er einn af minnstu skólum höfúðborgarinnar, staðsettur í Fossvoginum, með að- eins 47 nemendur í vetur 1 1.-10. bekk. „Sumir kalla hann sveita- skólann í borginni vegna þess hversu fámennur hann er,“ segir Steinunn Theodórsdóttir kennari. „Hér er tveimur árgöngum kennt saman og við teljum krakkana frekar græða á því en hitt. Einkum þá sem eru í yngri aldurshópnum því þeir heyra auðvitað það sem verið er að kenna þeim eldri.“ „Það er líka gott fyrir þá eldri að fá að vera í því hlutverki," bætir Þóra Jónsdóttir kennari við. „Þeir hjálpa oft hinum yngri. Þetta kem- ur vel út þegar geta bama er á ólíku stigi þvi bekkurinn er ekki allur með sama námsefnið hvort sem er.“ Áhersla á kristileg gildi Tóif ár eru síðan Suðurhlíðar- skóli tók til starfa. Hann er einka- skóli, rekinn af aðventistum. Þar er lögð meiri áhersla á kristileg gildi en almennt gerist í grunnskólanum og er biblían á borði kennarastof- unnar til vitnis um það..„Við biðj- um saman morgunbæn á kennara- stofunni og höfum morgunbænir í hveijum bekk áður en daglega starflð hefst," segir Steinunn. Þóra tekur við: „Vikan hefst líka á sam- eiginlegri stund sem tekur 15-20 mínútur og við erum með tvo krist- infræðitíma á viku í stað eins í öðr- um skólum. Þessi stefna birtist líka í öllu starfinu. Það einkennist af einingu og virðingu." Ásamt andlega fóðrinu á borði kennarastofunnar er gimilegt brauð og álegg og freistandi að ráð- ast á það um leið og fræðst er um skólastarfið. En við Þóra og Stein- unn ákveöum að rölta um húsið og skólalóðina fyrst. Golíat á borðinu Það fyrsta sem bent er á er lesloft með púðum og dýnum. Þar mega bömin vera og lesa frjálst ef þau vilja næði en helst ekki tala saman. Næst kikjum við í eldhús- ið. „Hér hefur alltaf verið eldað í hádeginu," segir Steinunn og held- ur áfram: „Foreldrar fá matseðil fyrir mánuðinn sendan heim og merkja inn á hann þær máltíðir sem þeir viija kaupa. Svo geta bömin keypt drykki og fleira." Frammi á gangi er líka vatns- póstur og þær stöllur segja djús- sölu hafa hmnið þegar hann kom til sögunnar. í myndmenntastofunni liggur Skógarganga í Breiðholti Á morgun verður farið í skógar- göngu í Breiðholti. Þetta er þriðja haustgangan í fræðslusamstarfi skóg- ræktarfélaganna og Búnaðarbanka ís- lands. Mæting er kl. 10 við ÍR-völiinn við Skógarsel 12, gegnt Alaskalóðinni. Gengið verður um hverfið og áhuga- verð tré skoðuð. Sérstök áhersla verður á að skoða gróðurinn á Alaskalóðinni og næsta nágrenni hennar. Vöxtuleg- ustu trén verða hæðarmæld með þátt- töku göngufólks. Leiðsögumenn í göng- unni eru Jón H. Bjömsson, kenndur við Alaska, og Óli Valur Hansson garð- yrlgumaður. Göngur þessar eru ókeyp- is og öllum opnar. Þetta er ganga við allra hæfi og tekur um tvo tíma. þriggja metra dúkkulísa á borðinu. „Þau eru að búa til Golíat til aö hengja upp á vegg,“ segir Þóra. Hún er myndmenntakennari. Þessa vikuna eru 1.-4. bekkur að vinna með þemað „Island áður fyrr“ og á borði i einni stofunni em hlutir sem vitna um það. Böm- in hafa komið með hluti að heiman til að sýna hinum, eitt kom til dæmis með dagblað frá 1928! Al- menn tónmenntakennsla fer fram í Suðurhlíðarskóla og píanókennari, fiðlukennari og flautukennari koma að sinna þeim nemendum sem em í einkatímum. Skólalóðin er frjálsleg og alls ekki of skipu- lögð. Þar er húsbygging í fullum gangi og það er ekkert minna en fjölbýlishús. „I fyrra byggðu allir einbýlishús hver fyrir sig en nú byggja þau öll sarnan," segir Stein- unn. Pluma sig ekki í látum Nú er komið að kaffispjallinu og Þóra og Steinunn eru spurðar hvort fjörugum nemendum þyki ekkert fúit að vera í svona litlum skóla. „Ekki þeim krökkum sem em hér. Það em einmitt þeir sem ekki pluma sig í þeim látum sem óhjá- kvæmilega fylgja stórum skólum. Dóttur minni líkaði svo vel að hún var svekkt þegar hún þurfti að fara í framhaldsskóla," segir Þóra og heldur áfram: „Foreldrar borga fyr- ir bömin sín hér og ef þau þrifust ekki þá væra þau ekki hér. Þegar við fáum krakka hingað sem hafa verið annars staðar þá tekur það smátima fyrir þau að átta sig á and- rúmsloftinu. Þeim hættir til að byrja slagsmál eða eitthvert pot en hér gengur það ekki. Þá nennir enginn að vera með þeim og þau eignast enga vini. Hingað koma líka oft böm fólks sem er að flytja frá öðrum löndum, bæði íslensk og erlend. Svona sérskólar em algeng- ir erlendis og þar er fólk vant að eiga val. Böm eru auðvitað vemd- aðri hér en i hverfisskólunum. Það sem við getum ekki tekið við em miklir félagslegir erfiðleikar. Við emm hvorki með sálfræðing, né mikla sérkennslu og ekki einu sinni gangavörð. Sveitarfélög mis- muna skólum að þessu leyti því auðvitað hafa foreldrar bamanna hér greitt sína skatta eins og annaö fólk.“ -Gun. Allir íþróttaviðburðir í beinni á risaskjám. Pool. Eóður matseðill. Tökum að okkur hópa, starfsmannafélög. Stört og gntt dansgólf. A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.