Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 Neytendur________________________________________________________________________________________________DV Slátur er hollur og ódýr herramannsmatur: Innmatur er góður, gómsætt kjarnafóður - reikna má meö 5-10 slátrum yfir veturinn fyrir meðalfjölskyldu Nú er sláturtíöin runnin upp en í gær hófst slátursala i Hagkaupum. Ekki er að efa aö margir ætla að nýta sér það til að fylla frystikistur heimilanna af ódýrum og góðum mat. Þótt blóðmör, lifrarpylsa og svið séu algengustu afurðimar telst slátur vera allt það sem er ætilegt af dýrinu nema kjötiö. Reyndar var sagt hér áður fyrr að allt nema jar- mið væri nýtt af blessaðri kindinni. Þegar slátur er keypt í dag fylgir sviðahaus, mör, blóð, tvö nýru, ein lifur, eitt hjarta, ein vömb og vinsturkeppur. Mörinn, blóðið, vambirnar og lifrin er notað í hina hefðbundnu sláturkeppi en hjörtu og nýru eru yfirleitt matreidd sér þótt sumir kjósi að nýta nýrun í keppina. Lifrin þykir einnig herramannsmatur, þá oftast léttsteikt á pönnu. Áður en hafist er handa við sláturgerðina er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hversu mörg slátur skal taka. Fyrir fjögurra manna ijölskyldu má reikna með allt frá fimm upp í tíu slátrum yfir veturinn en um fimm keppir fást úr hverju slátri. Innmatur er viðkvæmur og þolir illa geymslu, nema fros- inn sé. Af heilbrigöisástæðum er því slátur selt frosið í verslunum en eftir að það er þiðið þarf að vinna það sam- dægurs eða daginn eftir. Eftir verkun þarf að koma afurðun- um sem fyrst í frysti. Nánast allir hafa aðgang að frysti í dag og þar má hæg- lega geyma birgðir til vetrar- ins en slátur og annar inn- matur geymist vel í frysti. Til að spara tíma við matreiðslu slátursins má sjóða það í u.þ.b. klukkustund áöur en því er stungiö í frystinn. Við það styttist suðutíminn við mat- reiöslu um helming. Hefðbundinn blóðmör 3 1 blóð 1.5 1 vatn 75 g salt 200 g hveiti 250 g haframjöl 3,3 kg rúgmjöl 3.6 kg mör Hrærið saman blóði og vatni og salti. Þurrefnin sett út í og hrært vel. Mörinn skorinn vel niður. Sum- ir vilja blanda mömum strax saman við blóðið en aðrir hafa hann sér og setja hann smám saman með í kepp- inn. Blóðmörskeppi á að sjóða i um það bil þrjár klukkustundir. Hægt Vertíð í sláturhúsum Alltaf er fjör í sláturtíö og á þaö bæöi viö um eldhús tandsmanna sem og sláturhúsin sjálf. Líkja má ástandinu viö vertíö, enda veröur slátrunin sem og sláturgeröin aö ganga fljótt og vel fyrir sig. Slátur í verslunum: Meira unnið nú en áður - SS selur 3 slátur í kassa með söxuðum mör og saumuðum vömbum Bara blanda og troða Sláturgerö veröur æ auöveldari meö meira unnu slátri. Fá verkfæri þarf til, aöeins góöan bala og nál og svo hendurnar. Slátursala Sláturfélags Suður- lands hófst í Hagkaupum í gær en sérstakur sláturmarkaður verður rekinn í Hagkaupum í Skeifunni. Þar munu starfsmenn SS og versl- unarinnar aöstoða viðskiptavini á allan hátt, m.a. veita upplýsingar og gefa góð ráð. Bjami Ólafur Guð- mundsson, sölustjóri hjá Sláturfé- lagi Suðurlands, segir að alltaf sé gaman í þessari vertið sem nú ríki í sláturhúsum og eldhúsum lands- manna. „Þaö er gaman að sjá blik- ið í augum þeirra sem koma í verslanir að ná sér í hráefniö. Öll fjölskyldan tekur þátt i sláturgerð- inni, kynslóðimar koma saman og hjálpast að og meira að segja karl- amir era nýttir í grófari verkin, eins og að skera mörinn og hræra í blöndunni með höndunum." Hann segir að slátursala fari ör- lítið minnkandi en samt sé ótrú- legt hversu margir vilji enn nýta sér þessa búbót sem slátrið óneit- anlega er. Hjá Sláturfélaginu má fá slátrið i ýmsum útfærslum, t.d. 5 heilslát- ur í kassa, eða það sem er vinsæl- ast, 3 slátur með saxaðri mör og saumuðum keppum. Þá þarf lítið að gera nema blanda hráefhunum saman, troða í keppina og sauma fyrir. Ekki er að efa að slíkt er til mikils hægðarauka því nokkuð maus er að vinna slátur frá grunni. Til dæmis þarf mikla lagni og útsjónarsemi til þegar vambim- ar em sniðnar og saumaðar eigi þær að nýtast vel. Sala hefur aukist mjög mikið á sláturvörum á öðrum timum en þessari hefðbundnu sláturtíð. Fros- ið, ósoðið slátur má fá árið um kring. Sláturfélagið selur það í pok- um sem í em 4 keppir af lifrarpylsu og fjórir keppir af blóðmör. Slíkt er tilvalið fyrir þá sem einhverra hluta vegna taka ekki slátur en vilja fá lyktina af nýsoðnu slátri í húsið af og til. Eins er hægt að kaupa soðið slátur. Það má hita upp. Á þessum tíma árs er einnig verið að selja fersk hjörtu, nýru og lifur og er það mjög vinsælt að sögn Sláturfélagsmanna en úr þessu hráefni má matreiða finustu rétti. -ÓSB swp'*' A sláturmarkaði Sláturfélag Suöurlands er meö sláturmarkaö í Hagkaupum í Skeifunni. í gær aöstoöuðu starfsmenn viöskiptavini viö sláturkaupin og gáfu góö ráö um framkvæmdina. Uppskrift að lifrarpylsu 450 g lambalifur 100 g nýra 2 msk. sykur 1/2 msk. gróft salt 1/2 lítri undanrenna 100 g haframjöl 100 g hveiti 250 g rúgmjöl 300 g brytjaður mör vambarkeppir Hreinsið lifur og ným og hakkið saman í hakkavél. Blandið mjólk- inni og saltinu saman við. Hrærið i meðan saltið leysist upp. Blandið haframjölinu og hveitinu saman við og hræriö vel i. Bætið siðan rúg- mjölinu út í og hrærið vel. Lifrar- hræran á nú að vera nokkru þykk- ari en blóðmörshræran. Að lokum er mömum bætt út í og vamb- arkeppirnir fylltir að tveimur þriðju hlutum með lifrarhrærunni. er að frysta þá soðna og ósoðna eft- ir atvikum. Rúsínuslátur og fjallagrös Áður fyrr var notað miklu minna rúgmjöl í slátur, þaö var einfaldlega ekki til í jafnmiklum mæli og nú er. Þess í stað voru fjallagrös stundum mulin og sett saman við blóðmörinn sem þá var hefðbundinn með mör. Þetta gerir slátrið kraftmikið, enda fjallagrösin góð og innihalda tals- vert magn fæðubótarefna, svo nú- tímamál sé notað. Jafnvel kom fyrir að aðeins fjallagrös voru notuð og þá var blóðið ekki vatnsblandað heldur hafður mikill mör og fjalla- grös. Seinna þegar meira rúgmjöl fór að fást óx hlutur þess á kostnað fjallagrasanna. Fjallagrasaslátur 7 dl síað blóð 3 dl vatn 350 g rúgmjöl 150 g fjallagrös 200 g haframjöl Skolið fjallagrösin vel upp úr köldu vatni. Látiö vatnið renna af þeim, setjiö þau í skál og hellið heitu vatni yfir þau. Helliö úr skál- inni í gegnum sigti og þerrið grösin. Saxið þau smátt og leyfið þeim sið- an að þoma. Blandið blóðinu, saltinu og vatn- inu saman. Bætið rúgmjölinu, haframjölinu og fjallagrösunum saman við. Síðast er mörnum bland- að saman við og vambarkeppimir fylltir af tveimur þriðju hlutum með hrærunni. Saumið síðan fyrir opið á keppunum og látið þá malla í salt- vatni í tvo tíma. Sumir vilja fá sætt bragð af blóð- mörnum og setja rúsínur í stað mörs. Það minnkar um leið fitumagnið en rúsínuslátur er heldur stífara en venjulegur blóðmör. Yfirleitt er búið til minna af því en hefðbundnum blóðmör og þá notaðir um 21 af blóði og á móti því 2,7 kg rúsínur. Hlutföll- in af þurrefnum em þau sömu og i hefðbundnum blóðmör. Munið að sauma fyrir opið á kepp- unum. Sjóðið í söltu vatni í tvær klukkustundir. Öðruvísi innmatur í stað mörsins í lifrarpylsu getur verið gott að setja eitthvað annað eins og t.d. beikon eða jafnvel pepp- eroni til tilbreytingar. Hjörtu henta vel í pottrétti og gott er að skera þau í litla bita og láta þá liggja í grillsósu í ca sólarhring. Steikið á pönnu, sjóðið í smávatni í 20 mín. og setjið svo rjóma til að þykkja sósuna sem kemur af bitun- um. í grillsósuna er ágætt að láta frosið grænmeti um leið og kjötið er sett í hana og matreiða það um leið. Berið fram grænmeti og brauð með þessum rétti. Ýmislegt fleira er hægt að gera úr innmat og aðrar þjóðir eiga sínar uppskriftir líka. Grikkir eru til dæmis hrifnir af sviðum, en þeir krydda þau hins vegar með hvít- lauk, steinselju, lauk og sítrónusafa. Sjóðið tvo hausa á hefðbundinn hátt og kreistið safa úr einni sítrónu. Saxið 2-3 hvítlauksrif fínt og eins og eitt steinseljuknippi. Takið kjötið af beinunum og leggið í form með kryddi og sítrónusafa sem hrært er saman við, malið ofurlítið af pipar yfir. Kælið sultuna á venjulegan hátt. Þessi sulta er best ný og fínt að bera fram gott brauð með henni. Sítrónulifur Ýmsar matreiðsluaðferðir henta lifrinni enda er hún sennilega sá innmatur sem hvaö best hefur verið nýttur hér. Sítrónur fara vel með ýmsum mat og ekki síst lifur. í þennan rétt er hægt að nota hvort heldur sem er kálfa- eða lambalifur. Gott er að krydda með timian, steinselju, oregano eða einhverri blöndu af kryddjurtum. Rétturinn dugar fjórum. 800 g lifur safi úr tveim sitrónum, 1 msk. kryddjurtir pipar, salt olía 2 laukar, fint saxaðir Skerið lifrina í þunnar sneiðar og blandið safanum saman við jurtim- ar og piparinn. Hellið þessu yfir lifr- arsneiðamar og látið standa á borði í 1/2 -1 klst. eða allt að 12 klst. í kæliskáp. Hitiö olíu og látið laukinn malla í henni, gjaman undir loki. Takið laukinn af pönnunni og steikið lifr- ina þannig að hún soðni í gegn en þomi ekki. Hæfilega steikt er hún mjúk, safarík og ljúffeng. Setjið laukinn saman við steikta lifrina og blandið vel saman. Með þessu er gott að bera fram hrísgrjón sem bragðbætt eru með bráðnu smjöri. Nýru í hvítlauks/stein- seljusósu 1/2 kg af vel hreinsuðum nýrum eru skorin í bita og steikt í matarol- iu á vel heitri pönnu, steikt í ca 4-5 mín. Haldið heitum á meðan sósan er búin til. Hrærið eftirfarandi saman við mataroliuna á pönnunni: 1-2 msk. sinnep 1 tsk. worcestershiresósa svartur pipar salt 1 tsk. sítrónusafi 1-11/2 dl rjómi Setjið nýrun saman við og látið sjóða í 10 min. Berið fram með hris- grjónum eða stöppuðum kartöflum. -ÓSB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.