Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 19
19 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002_________________________________________ X>‘V" Tilvera lí f iö E F T I R V I N K U •Uppákomur ■Mótmæli á Austurvelli Kl. 12 ver&a mótmæli á Austurvelli gegn náttúruspjöllum á hálendinu. Tvær konur munu flytja görning sem heitir .Ál-konumar afhjúpaöar". Þá mun Ólöf Stefanía Eyjólfsóttir lesa Ijóð og söngkonan Magga Stína mun flytja tvö lög með þriggja manna hljómsveit, fiðlu, kontrabassa og harmóníku. Þetta er 19. dagur mótmælanna. •Tónleikar ■RoKRió á 22 Það verður rokkað þétt á 22 í kvöld þar sem þrjár framsæknar rokksveitir koma fram, Brain Police, Sólstafir og Dys. Herlegheitin hefiast kl 22 og kost- ar einungis 500 kall inn. •Fundir og fyrirlestrar Tolkien-ráðstefna í dag hefst í norræna húsinu ráðstefna um Hringa- dróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien og tengsi hennar viö norrænan menningararf. Þá veröur geröur saman- burður á úrvinnslu Tolkiens, Halldórs Laxness og Sigrid Undset á menningarfinum, skirskotun verka þeirra tii samtimans og siðfræði þeirra. •Leikhús BSellófon Sellófon er kærkomin innsýn í daglegt líf Elínar sem hefur tekið að sér það hlutverk í líffnu að halda öllum hamingjusömum, nema ef til vill sjálfri sér. Á gaman- saman hátt er skyggnst inn í líf Elínar sem er tveggja barna móðir í ábyrgðarstöðu hjá tölvufyrirtæki á milli þess sem hún tekur til sinna ráða til þess að við- halda neistanum í hjónabandinu. Björk Jakobsdóttir er handritshöfundur en hún er jafnframt eini leikarinn í sýningunni. Verkið er sýnt í Hafnarfjarðarieikhúsinu í kvöld kl. 21. Uppselt er á sýningu kvöldsins. BBevglur með óllu Beyglur með öllu ver&a sýndar i Iðnó í kvöld kl. 21. Það er tilvalið að skella sér á Tjarnarbakkann á und- an þar sem boðið er upp á sérstakan beyglumatseð- il. Miðapantanir í síma 562 9700. Hér er á ferð kvennahúmor eins og hann gerist besturí boði Skjall- bandaiagsins. BGesturinn í kvöld sýnir Borgarleikhúsið verkið Gestinn á litia sviðinu. Höfundur er Eric-Emmanuel Schmitt en helstu leikendur eru þau Gunnar Eyjólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóna Guörún Jónsdóttir og Kristján Franklín Magnús. Leikstjóri er Þór Tulinius en miða- pantanir fara fram í sima 568 8000. BFullkomið brúókaup Framhaldsskólasýningin Fullkomið brúðkaup er sýnd í Loftkastalanum kl. 20 i kvöld. Hér er á ferðinni dúndurfarsi sem fjallar um vandræði brúðguma sem er á leið upp að altarinu. Það er Magnús Geir sem leikstýrir hópnum sem er settur saman af ijómanum af leiklistartffi framhaldsskólanna. Pör i giftingarhug- leiðingum ættu ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. Miðasala í síma 552 3000. Lárétt: 1 úrgangsfisk- ur, 4 mætur, 7 samstæða, 8 smápoki, 10 steintegund, 12 ræna, 13 andstyggð, 14 frjó, 15 bóndi, 16 yfirhöfn, 18 hornmyndun, 21 spilið, 22 fiskilína, 23 forfaðir. Lóðrétt: 1 ijör, 2 okkur, 3 klunni, 4 léttlyndur, 5 krap, 6 gagn, 9 hljóðfæri, 11 rík, 16 varg, 17 krot, 19 fugl, 20 hjara. Lausn neðst á síðunni. Skák Hvltur á leik! Ingvar Þór Jóhannesson og Bjöm Þorfmnsson hafa verið að tefla 1 Ung- verjalandi með þokkalegum árangri á alþjóðlegum mótum. Bjöm lauk sínu móti með 6 v. af 11 en mót Ingvars var 13 umferðir. Ingvar var með 6 v. af 11 en þó voru 12 umferðir búnar en einn keppandinn hætti þátttöku í mótinu. Hér á Ingvar í höggi við ensku skákkonuna Heather Richards og vinnur tiltölulega auðveldan sigur. Hvitt: Ingvar Þór Jóhannesson (2284). Svart: Heather Richards (2275). Blrds-byrjun. Alþjóðlegt mót í Búdapest (8) 14.09.2002. 1. f4 d5 2. Rf3 Rf6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. 0-0 c5 6. d3 0-0 7. c3 Rc6 8. Ra3 Hb8 9. Re5 Rxe5 10. fxe5 Rg4 11. d4 cxd4 12. cxd4 f6 13. h3 Rh6 14. exf6 exfB 15. Bf4 Ha8 16. Db3 g5 17. Be3 He8 18. Bf2 Be6 19. Hacl a6 20. Hc5 Kh8 21. Hfcl Hb8 22. Hc7 b5 23. H7c6 b4 24. Rbl a5 25. Rd2 a4 26. Ddl Hb7 27. Kh2 Dd7 28. Dxa4 DÍ7 29. Ha6 b3 30. Rxb3 Bd7 31. Da5 Hb5 32. Dc7 Hxe2 33. Ha8+ Bf3 (Stöðumyndin) 34. Hxf8+ DxfB 35. Dxd7 Hb8 36. Hc7 Dg8 37. Kgl Hbe8 38. Bxd5 Dg6 39. Bf3 Hxb2 40. Bh5 Hbl+ 41. Kh2 He2 42. Bxe2 De4 43. Dg7+ og mát. 1-0. mmsmm •moi o& ‘puo 61 ‘-tpd L\ ‘jin 91 ‘SnonB n ‘pgjo 6 Tou 9 ‘Sp g ‘buuisqbiS p ‘tsnqQJi)s g ‘sso z ‘duj x HiaJQoq 'utBpv 82 ‘uæj 22 ‘uuisb \z ‘iSou 81 ‘ndin 91 ‘mq si ‘iQæs n ‘QaSo gx ‘qbj z\ TbSe oi ‘isod 8 T[3)s l ‘uSaS \ ‘so.q 1 qxajBq Dagfari Segöu mér sögu Þótt ég sé komin yfir miðj- an aldur finnst mér gott að láta segja mér sögur, rétt eins og þegar ég var lítil. Þá meina ég segja - ekki lesa. Þótt það sé reyndar ágætt líka. Auðvitað erum við alltaf að láta segja okkur sögur þegar við horfum á leikrit, kvikmyndir, lesum bækur og jafnvel dagblöðin. En nú er ég að meina frásögn beint í æð, sannsögulega eða uppdiktaða eftir atvikum, flutta blaðalaust af innlifun og með réttum áherslum en samt áreynslulaust. Það er skemmtilegt form sem skap- ar sérstakt andrúmsloft. Þetta sannreyndi ég á Ljósanótt í Keflavík um dag- inn. Þar var sögustund í gömlu húsi. Veðurblíðan úti dró eflaust úr aðsókn en stundin var eftirminnileg fyrir þá sem hennar nutu. Síst spilltu fágaðir harm- oníkutónar og sönglög við hæfi. Umgjörðin var líka ein- stök, ævagamlir veggir, áreiðanlega þrungnir af sögu, hefðu þeir mátt mæla og ljósastikur sem sveipuðu söngkonuna ljóma svo hún varð eins og álfamær í upp- lýstum kletti. Það sem mestu skipti var þó frásögnin, bæði efni og flutningur. Hvoru- tveggja var áhrifaríkt. Þessi stund hefur orðið mér tilefni hugrenninga um þessa tegund sagnalistar. Hvort hún sé ekki vannýtt í okkar landi. Við erum rík af sögum og eflaust líka sögu- mönnum og konum. Þessa auðlind þarf að virkja og skapa svona baðstofustemn- ingu öðru hverju til mótvæg- is við hávaðann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.