Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 Menning DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir DV-MYND HARI Bókmenntafræöingurinn Ragnhildur Richter „Mér finnst mjöggaman aö vekja athygli á þessum konum. Þaö var minn hvati. Af því þær eru svo frábær- ar og hafa svo margt merkilegt aö segja. “ myrkri til ljóss, og á fyrstu blaðsíðu tekur höfund- ur fram að hún sé ekki aðalpersóna sögunnar held- ur Guð. Bókmenntirnar eru ríkar af sögum af ævi karlhetjunnar en konur hafa aldrei mátt vera upp- teknar af sjálfum sér heldur hafa alla tíð átt að hugsa um aðra. Þær áttu að standa vörð um heið- ur fjölskyldunnar, meðal annars með þagmælsku um eigin hagi. Bækumar þeirra bera vott um þetta. Þótt þær séu að skrifa ævisögur sínar þá Qalla þær margar mest um annað fólk. Þó segist Guðrún Borgfjörð til dæmis hafa lifað margt merkilegt, sem ýmsir hefðu gott af að lesa um.“ Auðvitað hafa konur innst inni verið uppteknar af sjálfum sér, bara ekki mátt láta þá hugsun blómstra. - Býstu við að karlar lesi þessa bók? „Konur hafa alltaf lesið bækur, bæði eftir konur og karla, og lært heilmikið af körlum. Á sama hátt held ég að karlar geti lært heilmikið af konum. Hér fá þeir tækifæri til þess. Ég trúi ekki öðru en þeir nýti sér það. Annars velti ég því ekki mikið fyrir mér. Sumar kvennanna í þessari bók fóru ótroðnar slóðir og hösluðu sér völl - svo ég noti nú karlalegt mál - á nýjum sviðum. Sviðum sem kon- ur höfðu ekki verið á áður og jafnvel karlar ekki heldur. Tökum Maríu Markan. Hún er ekki bara fyrsta íslenska konan sem er ráðin við Metrópólit- an óperuna, heldur fyrsti og eini íslendingurinn. Hvar er safndiskur með söng hennar - nema hvergi? Helga Níelsdóttir byggir sjálf og stofnar einkarekið fæðingarheimili. Hvar getur maður flett í uppsláttarbók og lesið um það? Ekki reynd- ist mér það auðvelt. Kristín Dahlstedt var með heilmiklar nýjungar í veitingarekstri og rak „Kaffi Fjallkonuna“. Mér gekk mjög illa að finna heimild- ir um margar þessara kvenna til að nota í kynn- Konum hættir til að gleymast - segir Ragnhildur Richter sem hefur tekið saman úrval úr ævisögum kvenna Ragnhildur Richter, bókmenntafrœöingur og kennari viö MH, hefur nýlega tekió saman stórbók sem heitir íslenskar konur - œvisögur. Bókin er gefin út afMdli og menningu og þar er úrval úr áöur útgefnum œvisögum 18 kvenna. Ragnhildur skrifar formála þar sem hún fjallar um œvisagnaritun og sérstööu kvenna innan þess geira. Einnig inngang aö hverjum kafla þar sem hún kynnir höf- undana. Á sínum tíma skrifaöi hún cand. mag. ritgerö um sjálfsœvisögur íslenskra kvenna og gaf hana út. Hún hefur líka veriö kennari á námskeiöi í háskólanum sem fjall- ar um sjálfsævisögur bæöi karla og kvenna. „Markmið forlagsins var að gefa út sýnisbók," segir Ragnhildur. „Upphaflega átti hún bara að vera úr ævisögum sem konur hefðu skrifað sjálfar en síðan ákváðum við að opna einnig fyrir þeim sem skráðar eru af öðrum en eru sagðar í 1. per- sónu. Svona bækur eru í tísku um þessar mundir. Þar er verið að gefa fólki kost á að komast yfir mikið efni á stuttum tíma. Bókin endurspeglar vonandi hvað lif kvenna er fjölbreytt - og raunar mannlífið í heild - og mér finnst mjög gaman að vekja athygli á þessum konum. Það var minn hvati. Af því þær eru svo frábærar og hafa svo margt merkilegt að segja. Sumar þeirra eru alls ekkert frægar en hafa ekki síður mikilvægri lifs- reynslu að miðla til okkar. Vonandi kveikja kafl- amir sem hér birtast áhuga fólks á að ná í bæk- umar sem þeir eru úr. Þær eru allar til á Lands- bókasafninu og margar á almennum söfnum en fæstar til sölu.“ Fjalla margar um annað fólk - Er styttri hefð fyrir ævisagnaritun kvenna en karla? „Já, fyrsta sjálfsævisaga íslenskrar konu kom út 1925. Það er saga Ólaflu Jóhannsdóttur, Frá ingarkaflana. Líka um þær konur sem vom þó áberandi á sinni tíð. Konum hættir frekar til að gleymast en körlum og mér finnst það slæmt. Allt ungt fólk leitar að fyrirmyndum og það er mikil- vægt að ungar konur hafi sterkar fyrirmyndir í öðrum konum." Auövitað ævisögur - Þurftirðu ekki að sleppa mörgum áhugaverð- um konum í þessari bók? „Jú, jú, þetta var erfltt val. Þegar ég var að safna efninu og sagði fólki frá verkefninu þá höfðu allir skoðun. „Það verður að taka þessa með og þessa.“ Því býst ég við að margir sakni margra!" - Gætir þú hugsað þér að skrifa ævisögu þína? „Já, ég held það væri ráð að byrja sem fyrst, ekki síst til að kynnast sjálfri sér. Mér finnst gam- an að lesa ævisögur annarra, bæði til að kynnast þeim og spegla sjálfa mig í þeim. Auðvitað væri það stórkostlegt að við skrifuðum ævisögur okkar - fyrir virðulega lesendur." -Gun. Að læra fyrir sjálfan sig - úrval spennandi námskeiða hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands í haust Þessa dagana streyma gamlir og nýir lœrdómsjiklar inn á Netió til að skrá sig í spennandi námskeiö hjá End- urmenntunarstofnun Háskóla íslands. Af skráningum aö dœma þessar fyrstu uikur er Jón Böövarsson langvinsœlast- ur meó nœr 300 manns í Brennu-Njáls sögu. Námskeiö um Rakarann í Sevilla verður líka vinsœlt og sama gildir um námskeiö um œvintýraeyna Kúbu (frá l.okt.), þannig aö fólk vill aö saman fari skemmtan og frœösla. Anna Heiöa Bókmenntír Öll erum við alltaf að segja sögur - skrýtlur af börnunum, slysa- og óhappasögur, kjaftasögur úr vinnunni. Samt getur vafist fyrir okkur að segja vel frá frammi fyrir fólki. 8. október hefst námskeiðið Að segja góða sögu þar sem Anna Heiða Pálsdóttir bókmenntafræðingur kennir aðferðir við raddbeitingu og framkomu og gefur góð ráð til að gera góða sögu ennþá betri. Námskeið Jóns Böðvarssonar í Brennu-Njáls sögu stendur í allan vetur frá 30. sept.; 2. októ- ber hefst námskeið hans um Þingeyingasögur og 1, október hefst námskeið um Sturlungu sem Magnús Jónsson kennir. Óvæntum og sivaxandi áhuga landsmanna á hinum forsmáðu rímum verður sinnt á nám- skeiði um bragfræði rímna og rímnakveðskap sem Steindór I. Andersen kvæðamaður og Krist- ján Eiríksson íslenskufræðingm- kenna. Það hefst 4. nóvember en vissara mun að skrá sig tímanlega. Skáldskapur Guðbergs Bergssonar er tekinn til vandlegrar greiningar á námskeiði sem Birna Bjamadóttir bókmenntafræðingur sér Pálsdóttir. Jón Böðvarsson. Steindór I. Andersen. Guöbergur Bergsson. Oddný Sen. um. Hún fær líka til sín gestafyrirlesara og í síð- asta tímanum er von á Guðbergi sjálfum í heim- sókn. Ný námskeiðaröð um lykilverk heimsbók- menntanna í heimspeki, þekkingarfræði og sið- fræði hefst 3. október, meðal kennara eru Jón Ólafsson og Gauti Kristmannsson. Einnig verð- ur Eiríkur Smári Sigurðarson með námskeiðið Vagga vestrænnar menningar um Grikkland hið foma frá 14. október. Sjónlistir I samvinnu við Listasafn Islands verður námskeiðið Safnalestin brunar í allan vetur frá 19. okt. Þar leiðir Rakel Pétursdóttir þátttakendur imi söfn og sýningarhús á höfuðborgarsvæðinu sem sérfræðingar kynna fyrir þeim. Harpa Bjömsdóttir myndlistarmaður hefur umsjón með námskeiðinu Orð mætir mynd sem hefst 15. október. Þar koma saman listamenn orðs og myndar og skoðað er hvemig orðið getur kveikt hugmynd að myndverki og myndverk að bókmenntaverki. Meöal listamanna verða Sjón, Vilborg Dagbjartsdóttir, Ólöf Nordal og Níels Hafstein. Ólafur Gíslason listgagnrýnandi fjallar um sambúð ljósmyndar og málaralistar í námskeið- inu Ljósmyndin, myndlistin og sjónskynið sem hefst 16. október. Og í samstarfi við Kvikmynda- safn Islands verður námskeið um sögu íslenskra kvikmynda sem Oddný Sen kvikmyndafræðingur sér um og hefst 9. október. Námskeiðið Að lesa hús (frá 3. okt.) fjallar um byggingarlist og upplýsir þátttakendur um gmnnþætti hennar. Kennari er Guðríður Dögg Hauksdóttir arkitekt. Óperan Rakarinn í Sevilla eftir Rossini verður skoðuð og rædd frá og með 28. október undir stjóm Gunnsteins Ólafssonar hljómsveitarstjóra. Þess má geta að stórstimin Kristinn Sigmunds- son og Gunnar Guðbjömsson syngja báðir í sýn- ingunni sem þátttakendur fá að sjá. I bæklingi stofnunarinnar, sem fæst á Dun- haga 7 eða á Netinu (www.endurmenntun.is), má lesa um ótal fleiri möguleika til að mennta sig betur og meira. Þóröur og Beethoven Fyrstu tónleikar Kammermús- íkklúbbsins á 46. starfsári verða á sunnudagskvöldið í Bústaða- kirkju og hefjast kl. 20. Þar kem- ur saman einvalalið, Sigrún Eð- valdsdóttir, Zbigniew Dubik, Helga Þórarinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir, og leikur valin verk. Þau byrja á Strengjakvar- tett í d-moll, op. 56, „Voces intimae" frá 1909, eftir Jean Si- belius, síðan leika þau „Guðrún- arkviðu ina fyrstu", strengja- kvartett í flmm köflum frá 2001 eftir Þórð Magnússon og loks Strengjakvartett nr. 7 í F-dúr op. 59.1 frá 1806 eftir Ludwig van Beethoven. Þórður er tæplega þrítugur en þegar hafa verið flutt eftir hann á annan tug tónverka, hér heima og erlendis. Upphaflega var Guð- rúnarkviða hans samin fyrir messósópran og strengjakvartett eins og hæfir efninu sem er líkvaka Guðrúnar Gjúkadóttur yfir Sigurði Fáfnisbana. Þegar verkið var fmmflutt sem strengjakvartett á Myrkum mús- íkdögum sl. vetur sagði gagnrýn- andi DV meðal annars: „Þórður Magnússon er með okkar alefni- legustu tónskáldum og strengja- kvartett hans sem hann nefnir „Guðrúnarkviðu ina fyrstu“ ber ótvírætt vott um einstaklega frjótt ímyndunarafl. Verkið er glæsileg tónsmíð, ekki síst í ljósi þess hversu ungur Þórður er og mikils má af honum vænta í framtíöinni." Nadar: Sarah Bernhardt (ca 1866). Leiðsögn um ljósmyndasýningu Listasafn Islands stendur fyrir viðamikilli fræðsludagskrá í tengslum við hina glæsilegu ljós- myndasýningu Þrá aug£ms sem kemur frá Modema Museet í Stokkhólmi og snýst um sögu ljósmyndarinnar. Næst verður Einar Falur Ingólfsson, mynd- stjóri Morgunblaðsins, með leið- sögn um sýninguna á sunnudag- inn kl.15. Kaffistofa og safnbúð eru opin kl. 11-17 eins og sýning- arsalirnir. Eitt hið sérstæðasta við sýn- inguna er að verkin á henni eru ekki eftirtökur heldur frumein- tök sem ljósmyndaramir sjáffir og aðstoðarfólk þeirra bjuggu til á sínum tima. Þola þær takmark- aða lýsingu í sölum og sökum þess hefur eigandinn ákveðið að eftir Reykjavíkursýninguna verði sumar elstu myndanna ekki sýndar oftar á almennum sýningum. Til Sauðárkróks Farandsýning Handverks og hönnunar verður opnuð í Ljós- heimum við Sauðárkrók kl. 20 i kvöld og verður hún opin kl. 13-17 laug., sun. og mán. Á sýn- ingunni er fjölbreytt handverk og listiðnaöur eftir 25 aðila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.