Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 V Islendingaþættir I>v Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára Rosi Bjarnason, Hlíðargötu 26, Neskaupstað. 75 ára Björn Sigurðsson, bóndi í Sauöhaga á Völlum. Hann verður heima á afmælisdaginn og um helgina. 60 ára Guömundur Ragnarsson, Hafnarbyggð 23, Vopnafirði. Hannes Guönason, Fannarfelli 4, Reykjavlk. Hákon Sigurðsson, Efstalundi 11, Garðabæ. Ingunn Sveinsdóttir, Nesgötu 25, Neskaupstað. Marta Sigurbjörnsdóttir, Vtöilundi 2b, Akureyri. 50ára Guðný Aradóttir, Úthlíð 6, Reykjavlk. Hinrik Halldórsson, Stuðlaseli 29, Reykjavík. Rannveig Sveinbjörnsdóttir, Ásholti 30, Reykjavík. Sigurður Pálmar Sigfússon, Grasarima 26, Reykjavík. Þorgeir Helgason, Fífuhjalla 5, Kópavogi. Þórarinn Grímsson, Hringbraut 29, Hafnarfirði. 40 áOL Bjarni Viihelm Stefánsson, Fjallalind 72, Kópavogi. Elzbieta Beata Piascik, Hjallavegi 5i, Njarðvík. Guðjón Elís Leifsson, Bollagörðum 113, Seltjarnarnesi. Hildur Daníelsdóttir, Álfhólsvegi 8a, Kópavogi. Jórunn G. Jónsdóttir, Seljahlíð 13e, Akureyri. Runólfur Bjarnason, Hörgsholti 15, Hafnarfirði. Stefán Þorvaldsson, Rjúpufelli 42, Reykjavík. Þorsteinn Erlingsson, Bólstaðarhlíö 3, Reykjavík. Þórunn Júlíusdóttir, Bergstaðastræti 51, Reykjavík. Andlát Ólafur Jónsson frá Skeiöháholti lést þriðjud. 17.9. Hannes Rnnbogason læknir, Hlíðarbyggð 8, Garðabæ, lést á Landspítala Hringbraut mánud. 16.9. Eufemia (Effa) Georgsdóttir andaðist á Landspítala - Fossvogi að morgni ^ þriöjud. 17.9. Steindór Ágústsson lést á gjörgæslu- deild I Las Palmas á Kanaríeyjum föstud. 13.9. Steingrímur Þórisson, fyrrv. kaupmaður, Kópavogsbraut la, lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð mánud. 16.9. Guðni Ingólfsson, Eyjum, Kjós, lést á líknardeild Landspítalans I Kópavogi mánud. 16.9. Jarðarfarir Útför Olafíu G.E. Jónsdóttur, Vífilsgötu 17, fer fram frá Fríkirkjunni I Reykjavík föstud. 20.9. kl. 13.30. Útför Halldóru Ingibjargar Kristjánsdótt- ur, Löngumýri 1, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstud. 20.9. kl. 13.30. Ásmundur Jón Pálsson, Laufskálum 5, Hellu, verður jarösunginn frá Oddakirkju, Rangárvöllum, föstud. 20.9. kl. 14.00. Þórarinn Stefánsson, fyrrv. kennari á Laugarvatni, Dalbraut 20, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstud. 20.9. kl. 13.30. Útför Ingólfs Arnarsonar frá Vestmannaeyjum, Þangbakka 8, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstud. 20.9. kl. 13.30. Haraldur Kristjánsson, Austurbrún 6, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstud. 20.9. kl. 13.30. Steinunn Carla Berndsen, veröur jarð- sungin frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugard. 21.9. kl. 13.30. Þorvaldur Örn Vigfússon frá Holti, Vest- mannaeyjum, verður jarösunginn frá Grafarvogskirkju 21.9. kl. 13.30. Vilhjálmur Guðmundsson, Nestúni 4, Hvammstanga, fyrrum bóndi I Hraunum I Fljótum, og síðar I Gauksmýri I Vestur- Húnavatnssýslu, veröur jarðsunginn frá Hvammstangakirkju 21.9. kl. 14.00. Sigurður Guðmundsson, Eyjahrauni 17, Þorlákshöfn, veröurjarösunginn frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, laugard. 21.9. kl. 13.30. Attræður wt Páll Pálsson fyrrv. hreppstjóri á Borg í Miklaholtshreppi Páll Pálsson, frá Borg í Mikla- holtshreppi, Snæfellsnesi, Hraunbæ 103, Reykjavík, varð áttræður í gær. Starfsferill Páll fæddist í Vatnsfirði við ísa- fjarðardjúp. Hann lauk bama- og unglingafræðslu í Reykjanesskóla við Djúp og útskrifaöist sem bú- fræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1943. Páll var bóndi á Borg í Mikla- holtshreppi 1949-95 er þau hjónin hættu búskap og fluttu til Reykja- víkur. Páll var hreppstjóri í Miklaholts- hreppi 1951-92, sat í hreppsnefnd í nokkur ár, var safnaðarfulltrúi um langt árabil, fulltrúi sauðfjárveiki- vama, auk ýmissa starfa sem til féllu í sveitum, m.a. fréttaritari Morgtmblaðsins frá 1954. Fjölskylda Páll kvæntist 17.6. 1948 Ingu Ás- grímsdóttur frá Borg í Miklaholts- hreppi, f. 24.11.1927, húsfreyju. For- eldrar hennar voru Anna Stefáns- dóttir, f. 20.1. 1897, d. 1967, og Ás- grímur Gunnar Þorgrímsson, f. 16.9. 1895, d. 1983. Börn Páls og Ingu eru Páll, f. 16.4. 1950, sölufulltrúi hjá Gúmmívinnu- stofunni hf„ Reykjavík, kvæntur Hafdísi HaÚdórsdóttur frá Hell- issandi, skrifstofustjóra við Árbæj- arsafn í Reykjavík, og eiga þau tvær dætur, Lóu Dögg, f. 21.12. 1972, rekstrarfræðing, og Ingu Hlín, f. 30.5. 1979, rekstrarfræðing; Ásgrím- ur Gunnar, f. 31.12. 1952, raflagna- maöur hjá Rafmiðlun ehf„ kvæntur Helgu Tryggvadóttur frá Vöglum í Eyjafjarðarsveit, kennara við Húsa- skóla og eiga þau Pál, f. 7.8. 1984, Kára, f. 12.11. 1986 og Þórhildi, f. 5.10. 1990; Auðunn, f. 10.10. 1958, fyrrv. hreppstjóri og bóndi á Borg, nú umsjónarmaður fasteigna hjá Bónusverslunum, var kvæntur Rósu Einarsdóttur, kennara frá Akranesi en þau skildu, og eiga þau dætumar Ölmu, f. 2.11. 1980, og Önnu Björgu, f. 5.7. 1989; Arndís, f. 10.10.1958, dagmóðir í Reykjavík en sambýlismaður hennar er Rafn Árnason, kranamaður frá Seyðis- firði, og eiga þau dætumar Ingi- björgu, f. 31.1. 1990, og Særúnu, f. 1.6. 1992; Björgvin Rúnar, f. 19.5. 1967, rafverktaki hjá Rafmiðlun ehf„ kvæntur Friði Reynisdóttur, frá Vestmannaeyjum, kennara við Borgarskóla og eiga þau Bjarka, f. 19.9. 1991 og Agnesi f. 16.7. 1998. Systir Páls er Ásthildur, f. 5.10. 1925, húsmóðir í Kópavogi, gift Ás- geiri Svanbergssyni, ættfræðingi og fyrrv. verkstjóra hjá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur en meðal bama þeirra er Páll Ásgeir, blaðamaður, rithöfundur og ferðagarpur. Enn fremur eignaðist Páll þrjár systur, tvær fæddust andvana og ein dó árs- gömul, Amdís, f. 30.5. 1929. Þá ólu foreldrar Páls upp fimm fósturbörn, tvö þeirra eru látin, þ.e. Halldór J. Þórarinsson, kennari í Reykjavík, og Jón Jakobsson, bóndi í Hörgshlíð við Djúp. Hin sem eftir eru á lifi eru Unnur, ekkja í Reykja- vík; Elín, húsfrú á Akureyri; Fjóla, skrifstofumaður á ísafirði. Páll er sonur Páls Pálssonar, bónda í Þúfum við Djúp, d. 1972, og Björg Jóhanna Andrésdóttir frá Blá- mýmm í Ögurhreppi, d. 1966. Ætt Attræður • V'' -’Áí'V'v.\ Kristján Eldjárn Þorgrímsson bóndi í skógsnesi í Gnúpverjahreppi Kristján Eldjám Þorgeirsson, bóndi í Skógsnesi í Gaulverjabæjar- hreppi, er áttræður í dag. Starfsferill Kristján fæddist á Hæringsstöð- um í Stokkseyrarhreppi og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Stokks- eyrarhrepps og lauk gagnfræða- prófl frá Flensborgarskóla 1940. Á yngri árum stundaði Kristján hefðbundin sveitastörf, vann hjá setuliði Breta í Kaldaðanesi, stund- aði ræktunarstörf að Sámsstöðum í Fljótshlíð og var hann leiðbeinandi í Stokkseyrarskólahverfi 1941-45. Kristján hóf búskap að Brands- húsum í Gaulverjabæjarhreppi 1945 en hefur verið bóndi að Skógsnesi í sömu sveit frá 1948. Kristján Eldjám var prófdómari við Bamaskóla Gaulverja og sat í skólanefnd Gaulverjabæjarhrepps í u.þ.b. fjóra áratugi. Páll var bróðir Stefáns, fóður Árna hrl„ og bróðir Guðrúnar, móð- ur Þórðar Þorbjamarsonar, fóður Þórðar Þ. Þorbjamarsonar borgar- verkfræðings. Þá var Páll bróðir Jakobínu, ömmu Jakobs Hjálmars- sonar dómkirkjuprests. Páll var sonur Páls, alþm. og prófasts í Vatnsflrði, Ólafssonar, alþm„ pró- fasts á Melstað og dómkirkjupr. Pálssonar, pr. í Guttormshaga, Ólafssonar, pr. í Eyvindarhólum, Pálssonar, bróður Páls á Hörgs- landi, langafa Guðrúnar, móður Pét- urs Sigurgeirssonar biskups. Móðir Páls í Guttormshaga var Helga Jónsdóttir „eldprests" Steingríms- sonar. Móðir Ólafs á Melstað var Kristín, systir Þuriðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrv. for- seta. Kristín var dóttir Þorvalds, prófasts og skálds i Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar, pr. í Holtaþingum, Presta-Högnasonar, pr. á Breiðabólstað, Sigurðssonar. Móðir Páls í Vatnsfirði var Guðrún Ólafsdóttir Stephensens, dómsmála- ritara í Viðey og Sigríðar Stefáns- dóttur Stephensens. Móðir Páls i Þúfum var Amdís, systir Ragnhildar, móður Birgis og Kristjáns Thorlacius. Arndís var dóttir Péturs Eggerz, verslunar- stjóra á Borðeyri, og Jakobínu Páls- dóttur Melsteð, systur Ragnheiðar, langömmu Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Björg Jóhanna var dóttir Andrés- ar, b. á Blámýrum, bróður Einars, afa Þorvalds Garðars Kristjánsson- ar, fyrrv. alþingisforseta. Systir Andrésar var Elín, langamma Böðv- ars Bragasonar lögreglustjóra. Andrés var sonur Jóhannesar, b. á Blámýrum, Jónssonar. Móðir Jó- hannesar var Þóra Jónsdóttir, b. á Laugabóli í Ögurhreppi, Bárðarson- ar, ættföður Arnardalsættar, Rluga- sonar. Móðir Andrésar var Guð- finna Andrésdóttir frá Hjöllum. Móðir Bjargar Jóhönnu var Þor- björg Ólafsdóttir, b. í Sviðnum Teitssonar, b. á Kinnarstöðum og í Klukkulandi í Reykhólasveit, Ólafs- sonar. Páll og k.h„ Inga, verða á ferða- lagi næstu daga. Fjölskylda Kristján Eldjárn kvæntist 28.10. 1944 Guðnýju Magnúsdóttur Öfjörð, f. 23.3. 1922, d. 20.2. 2001, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Magnús Þór- arinsson Öfjörð, f. 21.7. 1888, d. 25.4. 1958, og Þórdís Ragnheiður Þorkels- dóttir, f. 10.3. 1892, d. 15.4. 1950. Magnús og Þórdís voru bændur í Skógsnesi 1922^8 og síðan í Gaul- verjabæ frá 1948 til dánardægurs. Magnús var oddviti og hreppstjóri þegar hann bjó í Gaulverjabæ. Böm Kristjáns Eldjáms og Guð- nýjar em dr. Magnús, f. 7. 4. 1944, dósent í sálarfræði við HÍ, var kvæntur Þorbjörgu Hugrúnu Grímsdóttur, f. 6. 6. 1947, en þau skildu og eru börn þeirra fjögur en seinni kona Magnúsar er Guðrún Arnarsdóttir, f. 17. 3. 1956 og eiga þau tvö börn; Erlingur, f. 8.8. 1945, húsasmíðameistari í Hafnarfirði, var kvæntur Ingunni Hjördísi Bjömsdóttur, f. 27. 7. 1942 en þau skildu og eiga þau fjögur böm; Þór- dís, f. 26.10. 1946, sérkennari, M.ed. og námsráðgjafi á Setfossi en maður hennar er Ingvar Jónsson, f. 16.1. 1945 og eiga þau þrjú börn; Þórodd- ur, f. 10.1. 1949, fyrrv. kaupmaður á Selfossi en kona hans er Elín Tóm- asdóttir, f. 1.11. 1949 og eiga þau þrjú böm; Þorgeir, f. 23.12. 1952, bif- reiðastjóri hjá MBF á Selfossi, kvæntur Sigríði Einarsdóttur, f. 4.6. 1956 og eiga þau tvö böm; Davíð, f. 20.5.1964, tölvunarfræðingur og vél- virki á Selfossi, var kvæntur Ingi- björgu Birgisdóttur, f. 9.4. 1966 en þau skildu og eiga þau tvö börn en seinni kona hans er Drífa Eysteins- dóttir, f. 20.1. 1955. Afkomendur Kristjáns Eldjáms og Guðnýjar eru samtals fjörutíu og þrír. Systkini Kristjáns Eldjáms: Kol- heinn, f. 24.12.1923, múrari á Höfn í Homafirði; Bjami Kristinn, f. 4.5. 1926, bóndi á Hæringsstöðum; Sig- ríður Ingibjörg, f. 29.7. 1937, grunn- skólakennari, búsett á Hæringsstöð- um; Sólveig Antonía, f. 13.1. 1940, lyfjatæknir i Kópavogi. Foreldrar Kristjáns Eldjáms: Þor- geir Bjarnason, f. 26.7. 1890, d. 27.1. 1981, og Elín Kolbeinsdóttir, f. 12.8 1894, d. 9.3. 1972. Vegna þessara tímamóta fló Kristján Eldjám í útnorður og lenti á Grænlandi 30. ágúst sl. Merkir Íslendíngar Jónas Kristjánsson Jónas Kristjánsson, héraðslæknir á Sauð árkróki, fæddist á Snæringsstöðum Svínadal 20. september 1870. Hann var sonur Kristjáns Kristjánssonar, bónda þar, og Steinunnar Guðmundsdóttm-. Jónas var faðir Kristjáns læknis, fóður Jónasar, ritstjóra DV. Hálfbróðir Krist- jáns á Snæringsstöðum var Benedikt Kristjánsson, prófastur á Skinnastað, afi Gunnars Bjamasonar ráðunautar. Jónas lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1896, embættisprófi í læknis- fræði frá Læknaskólanum 1901 og var við framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Hann fór síðar fjölda náms- og kynnisferða til Evrópu og Ameríku, m.a. til að kynna sér mataræði og náttúrulækningar. Jónas var héraðslæknir i Fljótsdalshéraði 1901-1911 en lengst af héraðslæknir á Sauð- árkróki frá 1911 og til ársloka 1938. Jónas er einn þekktasti íbúi Sauðár- króks fyrr og síðar. Hann þótti góður læknir og framfarasinnaður, var al- þingismaður fyrir íhalds- og Sjálfstæð- isflokk 1926-1930, formaður Framfara- félags Skagfirðinga og Tóbaksbindind- isfélags Sauðárkróks og stofnaði þar náttúrulækningafélag. Líklega verður hans lengst minnst sem stofnanda Náttúrulækningafélag ís- lands og fyrsta læknis heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði. í þeim efnum var hann langt á undan sinni samtíð. Ævisaga hans eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi kom út 1987. Smáauglýsingar Allt til alls ►I550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.