Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 DV Fréttir Skólahald aflagt í Örlygshöfn: Engin heimavist til- tæk á Patreksfirði Ákvörðun bæjarstjómar Vesturbyggðar frá 14. mars sl. að leggja skólahald í Ör- lygshöfn niður hefur mætt mikilli andstöðu foreldra bama þar, en félagsmála- ráðuneytið hefur úrskurðað þann gjörning löglegan. Ráðuneytinu barst í vor stjómsýslukæra níu for- eldra barna í Örlygshafnar- skóla á hendur bæjarstjóm Vesturbyggðar. Ráðuneytið taldi það mjög aðfinnsluvert í úrskurðinum að í júlímán- Frá Vesturbyggð. uði var sveitarstjóm ekki farin að gera ráðstafanir varðandi vistun bamanna. Rök sveitarstjóm- ar fyrir því að leggja Örlygshafnar- skóla niður voru m.a. 10 milljóna króna sparnaður sem yrði varið til atvinnuuppbyggingar í Örlygshöfn og að fjölbreytni í menntun og fé- lagslífi væri meiri í stærri skólum. Guðjón Bjamason býr fjárbúi með 350 kindur í Hænuvík á Barða- strönd og er í ferðaþjónustu með tvö lítil hús. Hann á tvö börn, 8 og 11 ára, sem hann vildi eindregið að sæktu skóla í Örlygshöfn. Guðjón segist vera aö berjast fyrir því að böm hans fái réttláta innkomu í „kerfið“ sem enn vanti mikið á. Sveitarstjórn hafi kallað foreldrana fyrir í sumar, þegar búið hafl verið að „skjóta þá“, og boðið foreldrun- um peninga ef þeir björguðu sér sjálfir og leystu skólagöngu bam- anna með því að senda þau í skól- ann í Vesturbyggð. Guðjón segir að því hafi alfarið verið neitað þar sem það sé hlutverk sveitarfélagsins að leysa þessa hluti. „Við fórum á skólasetninguna á Patreksfirði í haust til þess að böm- in misstu ekki af henni, en á þeim tímapunkti var ekkert búið að gera til þess að leysa málið. Sama kvöld var okkur hins vegar tilkynnt að börnin yrðu keyrð daglega í skól- ann meðan verið væri að koma upp heimavist. Það húsnæði sem ætlað er til þessa er enn í leigu í ferða- þjónustunni og hefur ekki verið sagt upp. Jón B.G. Jónsson, forseti bæjarstjómar, tilkynni þó að málið væri leyst en því fer viðs fjarri - ekkert húsnæði til- tækt og enginn verið ráðinn til að annast bömin í heima- vistinni. Þó höfum við heyrt að til standi að heimavistin verði að Stekkum 21 á Pat- reksfirði, en það hús er á „rauðu svæði", eða á snjó- flóðahættusvæði, og þaö sættum við okkur að sjáif- sögðu ekki við. Frá Örlygs- höfn koma 7 böm og tvö þeirra eru þegar vistuð hjá ömmu sinni á Patreksfirði, auðvitað á kostnað foreldr- anna, eitt hjá móöur sinni, sem er í fjarnámi á Patreksfirði, svo enn eru 4 börn í Örlygshöfn. Þau þurfa að fara á fætur 20 mínútur fyrir sex á morgnana og koma heim aftur um fimmleytið. Það þætti langur skóla- dagur á suðvesturhorni landsins. Við höfum verið i sambandi við umboðsmann barna og forsvars- menn Heimilis og skóla og þeir fylgjast náið með framgangi mála hér. Það er verjandi að halda úti skóla hér í Örlygshöfn tvo vetur í viðbót, enda vorum við ekki að tala um lengri tíma, en hér er ekkert yngra barn en okkar 8 ára barn. Það hefur því enginn neitað að þetta sé ekki yfirvofandi. Sjö manna fjölskylda í Kollsvík gafst upp á vinnubrögðum Vesturbyggðar í skólamálum og er farin og hér er orðin hver höndin uppi á móti annarri vegna þessa máls. Það er ástand sem ég hef ekki upplifað hér áður. Það hefur verið í umræðunni hjá okkur að bregða búi og flytja búferlum ef málið leys- ist ekki,“ segir Guðjón Bjarnason í Hænuvík. Ekki á snjóflóðasvæði Brynjólfur Gíslason, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að ekki standi tU að setja upp heimavist að Stekk- um 21 á Patreksfirði, enda ekki ráð- legt þar sem húsið sé á snjóflóða- hættusvæði. Bæjarstjóri segir að það verði unnið í góðu samstarfi við foreldra að finna húsnæði fyrir heimavistina. Helst sé horft tU hús- næðis í Aðalstræti og vonandi sé það í góðri sátt við foreldra. Á með- an sé daglegur akstur tU Patreks- fjarðar og tU baka með þau böm sem áður sóttu skóla í Örlygshöfn. Og því verði ekki hætt fyrir en heimavist sé komin á laggimar en dagsetning á það sé því miður ekki fyrirliggjandi. Bæjarstjóri segir að rætt hafi verið við þann starfsmann sem séð hafi um heimavistina í Ör- lygshöfn að taka að sér heimavist- ina á Patreksfirði og þannig megi líta á þetta sem tilfærslu á þeirri starfsemi, með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. -GG Við Jökulsárlón. Hornfirðingar í sjónvarp Næstu tvær vikur munu franskir myndatökumenn taka upp sjón- varpsmynd í Homafirði. Tökur fara fram á nokkrum stöðum í Suður- sveit, við Jökulsárlón og uppi á jökli. Hluti myndarinnar er einnig tekinn í Svíþjóð og í Frakklandi. Efni myndarinnar er að upp kem- ur skæður lífshættulegur vírus í Evrópu og leitað er að bóluefni gegn honum. Þegar vitnast að þessi vírus hafi komið upp á íslandi fyrir fimm- tíu árum eru vísindamenn sendir til landsins til aö leita að einhverjum sem myndaö hefði mótefni við veirunni. Vitað er að maður sem lést af völdum vírussins var grafinn uppi á jökli og þar ætla vísinda- mennirnir að leita hans. Bryndís Hróðmarsdóttir, formað- ur Leikfélags Hornafjarðar, segir að leita þurfi að 35-40 heimamönnum í aukahlutverk og smáhlutverk og þurfi um helmingur þeirra að vera eldri borgarar. Kvikmyndatökulið og leikarar munu verða um fimmtíu og verða með aðsetur hjá Ferðaþjón- ustunni á Smyrlabjörgum í Suöur- sveit. -JI Einvíginu lokið Tomas Oral, stórmeistarí frá Tékklandi, tekur í hönd mótherjans, Stefáns Kristjánssonar. Stefán lagói tékkneska stór- meistarann Tomas Oral meö stæl í síöustu skák Hreyfilseinvígisins. Að baki þeim standa Hrafn Jökuisson, forseti Hróksins, Baldur ísberg, formaöur Hreyfíis, og Einar S. Einarsson yfírdómari. Lokatölur uröu 4-2 fyrir Oral en Stefán, sem er 19 ára og yngsti alþjóöameistari íslendinga, sýndi mikiö keppnisskap eftir aö hafa lent 3-0 undir. Hreyfíls- einvígiö þótti takast mjög vel, og fjöldi áhorfenda fylgdist meö, bæði í Þjóöarbókhlöðunni og á Netinu en skákirnar voru sendar út beint. Skákfélagiö Hrókurinn skipulagði þennan skákviöburö í samvinnu viö Taflfélag Hreyfils. Laun her á landi jafnari en annars staðar -sérhæft starfsfólk á lægri launum en erlendis Launakostnaður fyrirtækja er næstlægstur hér á landi í sam- anburði sem gerður var á tíu löndum; Bandaríkjunum, Kanada, Japan og nokkrum Evrópuríkjum. Skýringin er sú að sérfræðingar og stjómendur fá lægri laun hér en gengur og gerist í öðrum löndum. Laun verkcifólks og ófaglæröra eru hins vegar yfir meðaltali hinna landanna. Laun eru með öðrum orðum jafnari hér en annars staðar - ekki vegna þess að láglaunafólk sé betur launað hér heldur vegna þess að hálaunafólk er verr launað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samanburðarrannsókn KPMG í Kanada og KPMG Frá blaöamannafundinum. Ráðgjafar á stofn- og rekstrarkos- tnaði fyrirtækja, sem unnin var fyrir Fjárfestingarstofu. Til stendur að nýta niöurstöður hennar til þess að laða erlenda fjárfesta til landsins. „Auðvitað erum við þarna að tala um mjög mikilvægt fólk í at- vinnulífinu þannig að ég geri ekki lítið úr því að það væri áhyggjuefni," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, spurð um hvort niðurstaðan bendi ekki til þess að hætt sé við því að sérhæft starfsfólk reyni í auknum mæli fyrir sér erlendis. Samanburðarrannsókn KPMG leiddi I ljós að stofn- og rekstrarkos- tnaður fyrirtækja var næstlægstur hér á landi. Auk launakostnaðar vógu lágir tekjuskattar fyrirtækja þungt. Þeir eru miklu lægri hér á landi en í hinum löndunum níu, raunar um það bil helmingi lægri en í flestum þeirra. -ÓTG 'JIMSÖW REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 19.37 19.22 Sólarupprás á morgun 07.07 06.52 Síódegisflóö 18.09 22.42 Árdegisflóö á morgun 06.23 10.56 Dálítil rigning Suðlæg átt, víöa 3 til 8 metrar á sekúndu og súld eða dálítil rigning í dag, einkum þó sunnanlands, en úrkomulítið 5 kvöld og nótt. wmmm Hætta á þokusúld Sunnan 5-10 á morgun, skýjað með köflum og hætt við lítils háttar þoku- súld við suður- og vesturströndina. iÆ m Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur W' HKi 8' €> Htti 8° HitiS" tíl 18« «118" tif 18° Vtntíur: 5-10 a-8"V» 3-8 m/s t «- Rignlng su ö- Skýjaö aö Skýjaö aö vestan- og mestu og dá- mestu og dá- vestanlands, lítll súld vlö Irtil súld viö en annars suöur- og suöur- og skýjaö meö vesturströnd- vesturströnd- köflum. Ina. Ina. Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassviöri Stormur Rok Ofsaveöur Fárviöri m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 >= 32,7 AKUREYRI rigning 8 BERGSSTAÐIR alskýjaö 10 BOLUNGARVÍK skýjaö 8 EGILSSTAÐIR súld 9 KIRKJUBÆJARKL. rigning og súld 9 KEFLAVÍK rigning 9 RAUFARHÖFN skýjaö 6 REYKJAVÍK rigning 10 STÓRHÖFÐI alskýjaö 9 BERGEN skúr 9 HELSINKI skýjaö 2 KAUPMANNAHÓFN skýjaö 13 ÓSLÓ léttskýjaö 6 STOKKHÓLMUR 9 ÞÓRSHÖFN skýjað 7 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 3 ALGARVE skýjaö 19 AMSTERDAM skýjað 14 BARCELONA þokumóöa 19 BERLÍN skýjaö 14 CHICAGO skýjað 22 DUBUN lágþokublettir 7 HALIFAX heiöskírt 13 FRANKFURT skýjað 13 HAMBORG skýjað 12 JAN MAYEN skýjað 0 LONDON skýjað 14 LUXEMB0RG skýjað 12 MALL0RCA léttskýjaö 19 MONTREAL heiöskírt 20 NARSSARSSUAQ skýjaö 4 NEW YORK hálfskýjað 21 ORLANDO léttskýjaö 24 PARÍS skýjað 13 VÍN rigning 13 WASHINGTON heiöskírt 19 WINNIPEG heiöskírt 14 ■mEBMBagmaBsittmggigiaiiBEBBaM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.