Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2002, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 17 ov Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritsfjórn: ritstjorn@>dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Eftirlit eða innrás Bandaríkjamenn eru aö búa sig undir stríð. Andstæöingurinn hefur verið valinn úr nokkrum hópi illmenna. Innrásin mun ekki hefjast fyrr en aö afloknum bandarísku þingkosningunum í nóvember, enda mikilvægt aö gefa frambjóöendum til þings og fulltrúadeildar hæfilegt svigrúm til aö kynna málefnaskrá sína. Þar fyrir utan vilja valdhafar í vesturheimi aldrei liggja undir því ámæli að nota hermenn sína í flokkspólitískum tilgangi. Fátt er ljótara í Bandaríkjunum en aö misnota herinn heima fyrir. Bandaríkjastjórn er búin aö tala sig lengra inn í stríðsá- tök en svo að aftur veröi snúiö. George W. Bush mun standa viö orö sín sem eru hlaðin skírskotunum. Og hann mun fara með heri sína inn í írak með eöa án fulltingis Sþ. Hann ræöst inn í landið á bökkum fljótanna miklu meö samþykki allra eöa hluta af aöildarríkjum Nató. För vopnaeftirlits- sveita inn í írak mun ekki breyta einbeittum vilja Bush. Hún mun hægja á ferlinu um sinn en eftir stendur að enginn treystir Saddam Hussein. Allra síst örninn í Hvíta húsinu. Engum vafa er undirorpið að Bush og stjórn hans nýtur víötæks stuðnings í báöum deildum þingsins til aö ráðast inn í írak og Hussein frá völdum, óháö vilja almennings í landinu. Bush mun líklega fá öll atkvæði repúblikana til þess ama og eftir því sem fréttaskýrendur vestra segja mun hann einnig fá vel flest atkvæöi demókrata ofan i kaupið. Tom Daschle, sem leiðir meirihluta demókrata á bandaríska þinginu hefur oftsinnis lýst því yfir aö hann muni styöja hernaðaraðgerðir Bandaríkjastjómar gegn Hussein. Hillary Rodham Clinton, þingmaöur demókrata í New York-ríki, sagði í umræöuþætti á CNBC-sjónvarpsstöðinni í vikunni aö stuðningur demókrata við forsetann í þessum efnum snerist ekki um hvort þaö ætti að koma Hussein og hyski hans frá völdum heldur hvernig. Næstu vikur væri spurning um oröalag. Hillary var minnt á þaö í þættinum aö ríkisstjórn eiginmanns hennar heföi samþykkt róttæka áætlun á sínum tíma um aö hreinsa til í írak. Demókrötum væri ekki stætt á ööru en að standa við þau stóm orðin. Svo virðist sem Kosóvó-leiðin veröi endurtekin. Eigin- maður Hillary notaði hana á sínum tíma. Þá stóð heimurinn agndofa frammi fyrir framferði Slóbódans Mílósevits í „gleymda héraöinu“ sunnan Serbíu og vissi ekki hvort hann átti að lita til Sameinuðu þjóðanna eða Bandaríkjanna í von um aðgerðir. í Öryggisráðinu neituðu Rússar beinni íhlutun en vegna þrýstings um beinar aðgerðir var ákveðið að senda eftirlitssveitir á vettvang. Mílósevits lék sér að sveitunum sem var hans feill því þar með var Nató nóg boöið. Þegar enn einar vopnaeftirlitssveitir banka á dymar hjá írökum má ljóst vera að engum verður meira skemmt en Saddam Hussein. Frægt er þegar tengdasonur hans flúði yfir til Jórdaníu eftir Flóabardaga og sagði frá því hvernig Saddam lék á sveitirnar. Vopnaverksmiðjurnar væru margar og litlar og færðar til að hentugleika. Saddam sæti í höll sinni og stjómaði umferðarteppum í kringum þær. Ef eitthvað grunsamlegt fannst sló hann á enni sér og var barasta alveg búinn að gleyma þessari verksmiðju! Vitaskuld þarf að koma Saddam Hussein frá völdum. Hann er búinn að níðast á þjóð sinni í 22 ár. Heiminum stafar ógn af honum. Fullmikil einfóldun er að segja að hann sé hluti af hryðjuverkavandamáli heimsins eins og Bandaríkjastjórn vill vera láta enda vill hann láta eigin verk tala og þarf til þess enga aðstoð. Hann er vinafár og einangrað vandamál. Úr tengslum við arabaheiminn og alþjóðasamfélagið. Honum er mál aö sýna mátt sinn og kann allt í þeim efnum. Eftirlits- sveitir munu ekki gera hann að betri manni. Sigmundur Ernir. DV Skoðun Nátttröllin halda fjölskylduboð Kjallari Jóhann Ársælsson alþingismaður Þessa dagana fylgist þjóð- in með atburðarás sem sannar, svo ekki verður um það deilt, að forystuöfl ríkisstjórnarflokkanna nota völd sín til að velja pólitlskt þá sem eiga að fá að kaupa ríkisbankana. Viðskiptaleg sjónarraið og óhlut- drægni sem eiga að vera boðorð þeirra sem með völdin fara eru látin lönd og leið. Dýrmætar ríkiseignir eru notaðar sem skiptimynt í hrossakaupum ríkis- stjórnarílokkanna og þau fara fram við ríkisstjómarborðið. Þar var ákveð- ið hverjir eigi að fá að kaupa Lands- bankann og hverjir skuli fá Búnaðar- bankann í sinn hlut. Framkvæmdina annast að hluta sjálfur framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins sem hefur stjómað meirihlutanum í því banka- ráði í mörg ár og á auk þess núorðið |. umtalsverðan hlut í bankanum. Landsbank' „Bankaráðið ákvað að selja eignarhlut bankans í VÍS til að auðvelda fyrirtækjum sem hafa velþóknun Framsóknarforystunnar að komast yfir Búnaðarbankann.“ Leikur fyrir opnum tjöldum Bankaráðið ákvað að selja eignar- hlut bankans í VÍS til að auðvelda fyrirtækjum sem hafa velþóknun Framsóknarforystunnar að komast yflr Búnaðarbankann. Dettur ein- hverjum í hug að þetta hafl gerst án vitneskju og samþykkis forsætisráð- herrans eða viðskiptaráðherrans? Þeir hafa reyndar báðir verið að skrökva því að þjóðinni að þeir komi þarna hvergi nærri. Ríkisstjómar- flokkarnir hafa áður tekist á um mál- efni Landsbankans og gerðu þá að lokum hrossakaup um deilumálin sem uppi voru. Þeir hafa engu gleymt og ekkert lært frá þeim tíma. Forystumenn stjómarflokkanna eru svo vissir um doða og skeyting- arleysi þjóðarinnar gagnvart spill- ingu af því tagi sem hér um ræðir að þeir voga sér að leika þennan leik fyrir opnum tjöldum þar sem allar helstu persónumar bera merki stjórnarflokkanna í barmi sínum. Þeir skrökva blákalt og segjast hvergi koma nærri ákvörðunum. Sumir ráðherranna lýsa jafnvel yfir heilögu stríði gegn spillingunni. „Veltum borðum víxlaranna", sagöi varaformaður Framsóknarflokksins í Hóláræðu og settist svo við ríkis- stjórnarborðið og heimtaði að SÍS- klúbburinn fengi Búnaðarbankann. Hingað og ekki lengra Stjómmálaflokkar í lýðræðisþjóð- félagi hafa það hlutverk að móta stefnur og hugsjónir og stjóma í samræmi við þær. En áhrif ein- stakra hópa hafa ævinlega truflað framgang lýðræðisins, valdið lýð- ræðishalla hér á landi. Bændur höfðu lengi óeðlileg pólitísk völd. Nú hafa valdahópar úr viðskiptalíflnu og útvegsbændur komið í þeirra stað. Þessir hópar hafa heljartök á Sjálfstæðisflokknum og Framsóknar- flokknum. Þeir nota þessi völd út í æsar. Nú koma þessi pólitísku áhrif upp á yflrborðið vegna þess að það stend- ur til að selja mikil verðmæti úr eigu ríkisins. Það er fáránlegt í okkar lýð- ræðisþjóðfélagi að forystumenn stjórnarflokkanna skuli telja sér óhætt að æða fram miðja spillingar- brautina i augsýn alþjóðar. Það hlýt- ur að minna íslenska kjósendur á að þeir hafa líka hlutverk í þróun lýð- ræðisins. Þeir hafa húsbóndavaldiö samkvæmt leikreglum lýðræðisþjóð- félagsins. Þeir geta sagt hingað og ekki lengra. Þessir stjómarherrar eru nátttröll. Ráðstöfun eigna ríkisins á ekki að breytast í fjölskylduboð nátttröll- anna þar sem Lepp og Skrepp er út- mælt tU jafns við Láp og Skráp. Al- menningur fylgist nú með þessu fjöl- skylduboði í í ljósi opins lýðræðis- þjóðfélags og fyUist forundran þegar hann sér að tröUin gera sér ekki grein fyrir því að þau eru fyrir löngu orðin að steinum. Áhrif að austan í Hafnaifirði Lenín hafði suma hluti á hreinu á sínum tíma. Hann hafði þá skoðun, að til þess að leggja undir sig lýðræðisríki þyrfti fyrst að ná tökum á menntakerfinu. Með menntunina á sínum snærum gætu stjórnvöld náð þjóðfélaginu, fólkinu, á sitt vald. Almenningur í Sovétríkjunum, og víðar, hefur svo fengið að kenna á þessari hugmyndarfræði Leníns og félaga. Af ýmsum ástæðum dettur manni í hug boðskapur Leníns eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af málefn- um Áslandsskóla í Hafnarfirði. Á hreint ótrúlega skömmum tima hef- ur bæjaryfirvöldum þar tekist að grafa undan starfsemi einkaaðila á vettvangi menntamála og reynt að gera þá starfsemi ótrúverðuga. Þá hafa yfirvöld þar boðað með orðum sínum og gjörðum það erindi, að menntun ungmenna sé best fyrir komið á forræði hins opinbera. Auðvitað á þessi aðfór bæjaryfir- valda í Hafnarflrði að Áslandsskóla ekki að koma nokkrum manni á óvart. Samfylkingin lýsti því margoft yfir að einkaframtak í kennslumál- um yrði ekki tekið neinum vettlinga- tökum ef hún fengi að ráða i bænum. Það hefur nú komið í Ijós. Verkalýösforystan bregst ekki Stéttarfélag kennara hefur heldur ekki legið á liði sínu í baráttunni gegn Áslandsskóla. Strax á fyrstu starfsdögum skólans var verkalýðs- foringi kennara kominn i fjölmiðla með efasemdir um starf innan skól- ans. Það mátti hverjum manni vera ljóst frá upphafi að rekstrarfyrir- komulag Áslandsskóla fengi ekki að vera í friði. Engu að síður koma at- burðir liðinnar viku á óvart. Ekki þó það að nokkrir kennarar hafi verið orðnir óánægðir með skólastarfið, sem þeir reyndar vissu hvernig var hagað þegar þeir réðu sig til starfa. Það sem kemur á óvart er að bæjaryf- irvöld skuli telja sig geta rift samn- ingi við rekstraraðilann með vísan til óánægju nokkurra í starfsliði skól- ans. Og þó að kennarar hafi sagt upp störfum. Átti sú uppsögn að taka gfldi viku síðar? Það er þá nýmæli í vinnurétti, að minnsta kosti ef það átti að gerast án bótaskyldu fyrir kennarana. Það er í öUu falli áhugavert að fylgjast með því hvemig svo stór verksamningur, eins og samningurinn um rekstur Áslands- skóla hlýtur að vera, virðist standa og faUa með hugarástandi einstakra starfsmanna verktaka. Umsvifalaust grípur Samfylkingin tU þess úrræðis að rifta samningnum og það hvarflar að henni að það kosti skattgreiðendur í Hafnarfirði ekki krónu. Fjölmiðlabarátta Samfylkingar Það er áhyggjuefni eitt og sér hversu vanhæf Samfylkingin virðist „Svo mikill var œsingur- inn og hamagangurinn að bœjaryfirvöldum tókst ekki að hlíta eigin fundar- sköpum um afgreiðslu málsins. Fundarsköp gera eðlilega ráð fyrir ákveðn- um tímaramma fyrir af- greiðslu eins og þá sem um rœddi en hann œtlaði Samfylkingin sér að hundsa. “ Bæjarstjóm Hafnarfjarðar fundar um Áslandsskóla. vera í samskiptum við almenning og viðsemjendur sína. Hvernig má það vera að vandamál sem kunna að hafa komiö upp hjá starfsliði Áslandsskóla veröi aö fjölmiðlamáli með þeim hætti sem raun var? Bæjaryfirvöld héldu ekki fund um máliö án þess að sjónvarpsstöðvar væru káUaðar tU. Og ekki voru liðnir nema nokkrir dagar þegar bæjaryfir- völd skeUtu málinu í lás í stað þess að leysa það sem leysa þurfti. Svo mikiU var æsingurinn og hamagangurinn að bæjaryfirvöldum tókst ekki að hlíta eigin fundarsköpum um af- greiðslu málsins. Fundarsköp gera eðlUega ráð fyrir ákveðnum tímara- mma fyrir afgreiðslu eins og þá sem um ræddi, en hann ætíaöi Samfylk- ingin sér að hundsa. Ástæðan fyrir þessum vinnubrögð- um Samfylkingarinnar virðist vera sú ein að þessi fylking vinstri manna hafi einsett sér að efna kosningaloforð sitt frá því í vor um að rifta samn- ingnum við rekstraraðUa skólans. Hvað býr að baki? En af hverju hafa verkalýðsforysta kennara og Samfylkingin svona miklar áhyggjur af því að einkaaðil- ar bjóði upp á kennslu? Afstaða Sam- fylkingarinnar er svo sem skUjanleg þegar stjórnmálaskoðanir bæjarstjór- ans eru hafðar til hliðsjónar. Aðdáun hans á Lenln liggur fyrir. Lenín er ekki bara uppáhaldsstjórnmálamað- urinn hans, heldur hefur þessi for- ystumaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði einnig látið hafa eftir sér, að Lenín hafi verið traustur foringi! Erfiðara er að skilja afstöðu kenn- ara. Sagt var að þeir hefðu verið ósáttir við skólastarfið og þess vegna hyggst Samfylkingin nú rifta samn- ingnum við rekstraraðUann og taka sjálf yfir reksturinn. Samfylkingin hyggst þó fylgja óbreyttri mennta- stefnu. Getur verið að kennarar hafi verið leiksoppur Samfylkingarinnar? Sandkom Tekur við afAmari Hinn íðUskapi fréttaritari Ríkis- útvarpsins í Kaupmannahöfn, Arnar Páll Hauksson, er nú á heimleið eftir að hafa haft þann starfa síðustu tvö árin eða svo að segja íslendingum fréttir af frænd- um okkar í Skandinavíu og helstu málefnum þar. Áfram munum við hins vegar fá fréttir sunnan frá Eyrarsundi því nú er verið að ganga frá því í ranni RÚV að við starfi hans taki Sigríður Hagalín Bjömsdóttir, en hún hefur áður verið fréttamaður bæði á Útvarpinu og Sjón- varpinu - og var á síðamefnda staðnum við störf nú í sumar. Hún þykir skarpur fréttamaður og sækir það efa- litið í fóðurlegg en hún er dóttir Bjöms Vignis Sigur- pálssonar, fréttaritstjóra Morgunblaösins. Vísindin og valdið Guðmundur Halldórsson, trillukarl í Bolungarvík, sandkorn@dv.is hefur verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir tilverurétti smábátaútgerða i slagnum við stórútgerðimar innan Landssambands íslenskra útvegs- manna. Þessum fyrrverandi tog- araskipstjóra hefur blöskrað hvernig kvótakerfið, og sér í lagi framsalsheimildir þess, hefur leik- ið sjávarbyggðimar sem eiga nú margar hverjar I vök að verjast. Hann hefur einnig gangrýnt harð- lega setu LÍÚ-manna í stjórn Haf- rannsóknastofnunar. Á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi fyrir skömmu rakst Guðmundur inn á bás LÍÚ en það vakti athygli hans að Hafró stóð ekki sameigin- lega með LÍÚ að sýningarhaldi eins og oft áður, heldur var með sérbás. - „Ja, það hlýtur að vita á gott að búið er að aðskilja vísindin og valdið,“ sagði Guðmundur þá og glotti. Sló þá þögn á viðstadda og sagðist Guðmundur hafa haldið sig vera í miðju trolli fullu af karfa - svo mikið hafi LÍÚ-forkólfamir roðnað. Ummæli Súrálið og steinullin Rétttrúnaður „Þorlákshöfn er sjaldan nefnd sem valkostur í stóriöju en þar era margar mjög hagstæðar forsendur; Þar er nægt landrými og aðstæður til hafnargerðar góðar. Nálægð við höfuðborgarsvæðið ásamt Suðurlandi gefúr jafnara fram- boð vinnuafls en víða annars staðar. Siglingaleið til Evrópu er styttri og flutningslínur rEiforku yrðu ódýrari en við ýmsa aðra kosti. Um tíma leit út fyrir að tækist að steinullarverksmiðjan yrði byggð í Þorlákshöfn en af einhverjum ástæðum var henni komið fyrir mun fjær innanlands og Evrópumarkaði. Óhætt er að fullyröa að verksmiðjan hefði oröið mun hagkvæmari í rekstri, afurðin ódýrari og útflutnings- möguleikarnir ef til vill betri með staðsetningu i Þor- lákshöfn. Núverandi hugmyndir um byggingu súráls- verksmiðju fyrir norðan minna óneitanlega á þetta.“ Bergsteinn Einarsson framkvæmdastj. á aöalfundi Sambands sunnl. sveitarfélaga. Þó aö vandræöi hafi komið upp á í starfi Áslandsskóla þýðir það alls ekki að einkarekstur gangi ekki upp. Ekki nema menn vilji túlka alla þá sam- starfsörðugleika í ríkisreknum skólum um allt land sem augljóst merki um að rekstur rikis og sveitarfélaga á skólum hafi algerlega bragðist. [...] Því miður virðist afstaða fólks, í það minnsta stjómmálamanna, til Áslandsskóla ekki mótast af þeirri menntastefnu sem skólinn stendur fyrir eða af umhyggju fyrir þróun menntamála í landinu. Stjóm- málamenn rífast um hvort orðið „einka“ megi koma fyrir þegar skólar era annars vegar. [...] Áhugamenn um menntun hljóta því að krefjast þess af stjómmála- mönnum að þeir andi rólega og taki á málefhum Ás- landsskóla með hag íslensks menntakerfis og íslenskra nemenda að leiðarljósi en ekki einhvers pólitísks rét- trúnaðar. Siguröur Hólm Gunnarsson á Kreml.is Hvað kostar kaffið? Á ráðstefnu í Jóhannesar- borg var rætt um sjálf- bæra þróun og baráttu gegn fátækt í heiminum. Við slík tækifæri heyrast vita- skuld raddir um ábyrgð ríkra samfé- laga á fátækt í þróunarlöndum svo- nefndum - og ekki stendur, hvorki hér á íslandi né annars staðar, á röddum galvaskra ungra markaðs- garpa sem vilja kveða slíkar raddir niður sem snarlegast. Og segja sem svo: fyrst verða þeir í Þriðja heimin- um að koma á viðskiptafrelsi og lýð- ræði hjá sér, annars þýðir ekkert að hjálpa þeim. Hér er flestu snúið á haus. Sá vandi fátækra samfélaga sem tengist viðskiptum á sér ekki rætur í við- skiptahömlum af þeirra hálfu. Þau hafa, bæði nauöug og vtíjug, sjálf opnað fyrir alls konar innflutning og íjárfestingar. Vandinn er sá, að þau auðugu ríki sem hæst hafa um viðskiptafrelsi virða sjálf eöa virða ekki þetta frelsi allt eftir eigin hent- ugleikum. Þau heimta fulla hlýðni við markaðslögmálin af Afríku- mönnum og Suöur-Ameríkumönn- um - en halda uppi vemdartollum gegn innflutningi matvæla, vefnað- arvöra og annars vamings frá hin- um fátæku samfélögum. Slíkar viðskiptahömlur kosta þró- unarríki á ári hverju hundrað millj- arða dollara í töpuðum útflutnings- tekjum. En það er helmingi meira en hinn ríki heimir ver til þróunar- aðstoðar. Auk þess sem dæmið er skekkt með því að ríki heimurinn setur 350 milljarða árlega í niður- greiðslur og styrki til eigin landbún- aðar. Verð á kaffi I annan stað er allt viðskiptadæm- ið í reynd óendanlega óhagstætt þeim sem fátækir era. Ég rek augu í fróðlegt línurit í bresku blaði: það sýnir verðmyndun á kaffl. Kaffi- bóndinn í Brasilíu eða Tansaníu fær 2,3 sent fyrir tiltekið magn af kaffi- baunum. Þegar við bætist kostnaður við aö þurrka kaffið, flytja til skips og annar innlendur „virðisauki" þá er verðið á þessu magni komiö upp í 17 sent. En nú tekur verðmyndunin held- ur betur fjörkipp. Átján sent í út- flutningskostnað - verðið er orðið 35 sent. Svo rennur keðjan áfram inn- an hinna öflugu kafflfyrirtækja: 38 sent bætast við í pökkun og mark- aðssetningu, síðan ofan á það 95 sent í brennslu og vinnslu - og þá er verðið komið í einn dollar og sjötíu sent. Ofan á það kemur smásöluá- lagning og fleira þesslegt - á endan- um kostar það kaffimagn sem af stað var meö farið tvo dollara og sjö- tíu sent. Það sem furðu vekur er ekki að- eins ótrúlega hraður og brattur skriður á verði - 2,3 sent í 270, ætli það sé ekki tólf þúsund prósenta virðisauki? Það fylgir með, að hagnaður milli- liða og smásala af því að höndla með kaffi hafi verið nokkuð svo stöðug- ur árum saman. En hitt er víst, að kaffibændum- ir sjálfir, tuttugu milljón- ir fjölskyldna í nokkrum þróunarríkjum, þeir fá núna helmingi minna fyrir sinn snúð en þeir fengu fyrir tíu árum. Hin frjálsa verslun er undar- lega einhliða og grimmur leikur og það er sá fátæk- asti í keðjunni sem tapar og heldur áfram að tapa. Því eins og allir hafa heyrt þá finnst markaðs- strákum í ríka heiminum aldrei nóg af því gert að pína niður einmitt fram- framleiðslukostnaðinn. Aldrei nóg gert af því að stækka býlin og kaupa Sa maður sem nœstsiðast var forseti Nicaragua (1997-2002) undirhinu nýja vinstriósóma. Og þegar Vesturveldin telja sig hafa jákvæð afskipti af lýðræðismálum þá er niðurstaðan einatt næsta skrýtin. I Nicaragua komust Sandinistar til valda, vinstrisinnar sem höfðu risið upp gegn illa þokkaðri einræðis- fjölskyldu. Bandaríkin, sem áður höfðu stutt þá spilltu valdaklíku, gerðu allt til að koma Sandinistum frá völd- um - bæði með því að senda á þá vopnaðar sveitir, beita efnahags- refsingum, loforðum um efnahagshagsaðstoð og öðrum þrýstingi. Svo fór að Sandinistar töp- uðu í kosningum, naumlega þó. Sá maður sem næst- öfiugri tækni og fiæma stjómarfari er nú ákærður af eftirmanni sín- síðast var forseti smáframleiðandann af jörð sinni og til yfirfullra fátækrahverfa í stórborg- um - allt í nafni framfara og hagræðingar. Það er stímdum engu líkara en að alla hluti eigi að leysa með því að koma þessum vesælu 2,3 kaffisentum til framleiðanda niður fyrir tvö sent, svo við höldum áfram við þessa einu afurð. um fyrir að hafa stolið hundrað milljónum dollara af landi sínu, eða sem svarar ársút- gjöldum þessa fátœka samfélags til heilbrigð- is- og skólamála. - Amoldo Aleman, er þama yfirgefur þingbygginguna, er enn forseti þingsins í landinu. okkur Lýöræðisafskiptin Það má líka vera ljóst, að við- skiptakerfi af þessu tagi er ekki hag- stætt fyrir mannréttindi og lýðræði. Enda hafa þau alþjóðleg stórfyrir- tæki sem ráða viðskiptum með kaflfi og banana og fleira gott ávallt stutt beint og óbeint við bakið á herfor- ingjaklíkum og einræðisherram sem hafa tryggt þeim ódýrt vinnuafl og bamiað verklýössamtök og annan Nicaragua (1997-2002) undir hinu nýja stjórn- arfari er nú ákærður af eftirmanni sínum fyrir að hafa stolið hundrað miljón dollurum af landi sínu, eða sem svarar ársútgjöldum þessa fá- tæka samfélags til heil- brigðis- og skólamála. En gaur þessi er enn öflugur, hann er enn forseti þingsins í Nicaragua og er með drjúgan flokk þingmanna á bak við sig, sem vafalaust er bæði markaðsvænn og fjárfestingavænn og laus við allar vinstrivillur. - Gáum að þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.