Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 1
i i i t i i i i i i i i i i i i i t i t t t t t t t DAGBLAÐIÐ VÍSIR 224. TBL. - 92. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 Ný skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna: VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Fylgishrun hja framsokn Meistari les fyrir: Biðröð á Njálunám- skeið Hálft fimmta hundrað manns sat í gærkvöld fyrsta fyrirlestur Jóns Böðvarssonar cand. mag. á nám- skeiði um Brennu-Njáls sögu. Jón mun á haustönn íjalla um 1.-81. kafla sögunnar, fram til 2. desem- ber. Á vorönn verður síðan farið yfir síðari hlutann. Jón Böðvarsson uppfræddi menntskælinga lengi um fornsögur. Hann fór á kostum við kennsluna og minnast nemendur hans sem af- burðakennara, ekki síst í Brennu- Njáls sögu. Hann hefur síðan haldið námskeið um fomsögurnar fyrir al- menning við miklar og vaxandi vin- sældir. Langvinsælust hafa Njálu- námskeiðin verið og aðsóknin nú slær öll met. Því les Jón fyrir á stóra sviði Borgarleikhússins og veitir ekki af plássinu í aðalsal leik- hússins.Biðröð nemenda náði langt út úr anddyri leikhússins við upp- haf námskeiðsins í gærkvöld. Námskeiðið nú er hið síðasta sem Jón heldur um Brennu-Njáls- sögu. Því verður það tekið upp á myndband svo fleiri megi njóta frá- sagnar Jóns og yfirburðaþekkingar. Brennu-Njáls saga er almennt talin fremst í flokki íslendingasagna. Á haustmisserinu fjallar Jón um for- leikina tvo og sögu Gunnars Há- mundarsonar í Hlíðarenda. Greini- legt var í gærkvöld að nemendur, sem eru á öllum aldri, voru fullir tilhlökkunar. Meistara Jóni var enda klappað lof í lófa við lok magn- aðrar kennslustundar. -JH stjómmálunum þurfa að kjósa hana í vor,“ segir Bryndís. „Þetta er nú kannski ekki mikil breyting frá sumrinu, þó að við séum heldur á réttri leið miðað við dýfuna sem við tókum á fyrri hluta sumars,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs. „Borið saman við kjörfylgi er þetta ágætlega viðunandi staða en sóknarfærin eru til staðar og við ætlum okkur að nýta þau,“ segir Steingrímur. ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 2 í DAG Fylgi Framsóknarflokksins er nú 13,8% samkvæmt skoðanakönnun sem DV gerði í gærkvöld og hefur hrapað um tæp 12 prósentustig frá síð- ustu könnun blaðsins í júní. Fylgi framsóknar í þeirri könnun var óvenjumikiö. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig hálfu áttunda prósentustigi frá því í sumar og hefur 47,3% fylgi. Samfylk- ingin bætir við sig ríflega sex pró- sentustigum og hefur 23,7% fylgi. Vinstrihreyfíngin - grænt framboð stendur nokkum veginn í stað með 13% fylgi en Frjálslyndi flokkurinn snarminnkar úr 4,5% í 1,9%. fer flnnst mér að menn í vaxandi mæli virði störf Framsóknarflokksins í þessari ríkisstjórn. En svona skoð- anakönnun er bara hvatning til okkar til að kynna okkar mál betur og vinna betur," segir Guðni Ágústsson, vara- formaður Framsóknarflokksins. Guðni telur að hvorki umræða síð- ustu daga um vanda í heilbrigðismál- um né Evrópuáhersla flokksins valdi miklu um breytinguna. „Ég hef enga trú á því að þau góðu verk sem við höfum unnið í heilbrigð- ismálunum skaði okkur, því mér finnst þau vera í góðum farvegi þótt alltaf skjóti vandamál upp kollinum. Evrópuumræðan - ef hún skaðar framsókn ætti ekki Samfylkingin að njóta hennar, sem hefur einn flokka nánast ákveðið að það beri að sækja um aðild,“ segir Guðni. Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, segir að könnunin staðfesti þá tilfinningu sem flokksmenn hafi haft um að þeir væru í sókn. „Við höfum fundið fyrir já- kvæðum skilaboðum frá umhverfmu og finnum fyrir þessum styrk sem er að sýna sig að er að aukást hjá okkur. En öllum skoðanakönnunum ber að taka með fyrirvara og þeir sem vilja sjá Samfylkinguna sterkara afl í DV-MYND GVA Þingsetning undirbúin í morgun. „Þetta er skoðanakönnun sem sjálf- sagt er að mæla eitthvert hitastig stundarinnar. Hún kemur mér að visu dálítið á óvart því hvar sem ég Vel á fimmta hundrað manns sóttuil gærkvöld fyrsta fyrirlestur Jóns Böðvars- sonar um Brennu-Njáls sögu. Námskeið- ið, sem standa mun í vetur, er haldið í aðalsal Borgarleikhússins. Biðröð var út úr dyrum við upphaf þess. DV-mynd E.ÓI. MAN. UTD HAGNAST VEL FYRSTU 7 MÁNUÐINA: 4,5 milijarða hagnaður HANDHAFI ÍSLENSKU BARNABÓKA- VERÐLAUNANNA: Jarðbundin og dreymir ekki fyrir neinu PHILCO Traustar og ódýrar þvottavélar i . Heimilistæki AUKARAF Skeífan 4 Sími 585 0000 www.a u ka raf. í s Radarvarar Geislaspilarar 12-24-230V lausnir Bíla- hljómtæ ki Hana- talstöðvar Bna og bata talstöðvar Fjarstýnngar Þjófavarnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.