Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 17 Skoðun um nánast ekkert. Hér fá nánast allir vinnu sem vilja og svo nnnuafli í einstökum atvinnugreinum að fyrirtæki þurfa i vinnuafl inn til landsins erlendis frá. ræmingu á skattheimtu innan ESB, sem mun leiða til hærri skattlagn- ingar innan ESB í framtíðinni. Ríkis- stjóm íslands hefur hins vegar lækk- að skatta verulega á síðustu misser- um. Áhrif smáþjóða innan ESB munu minnka samhliða stækkun sam- bandsins. Áhrif íslands innan ESB yrðu því lítil sem engin. Með aðild íslands að ESB myndi yfirstjóm fisk- veiða við ísland færast úr íslenska sjávarútvegsráðuneytinu til embætt- ismanna í Belgíu, félagsgjöld aöildar- þjóða ESB eru himinhá, stjómlyndi og miðstýring allsráðandi og svo mætti lengi telja. íslendingar eiga að ráða sínum málum sjálfir. Hverju sem Björgvin G. Sigurðsson og aðrir aðildarsinnar halda fram þá hafa íslendingar engu glatað með því að standa utan ESB. Þvert á móti hafa íslendingar al- mennt haldið vel á sínum spilum, sérstaklega á síðasta áratug, og ekki em teikn á lofti um að breyting verði þar á. Fyrirætlanir ráðamanna ESB eru hins vegar ekki til hagsbóta fyr- ir íslendinga. Þess vegna eiga íslend- ingar að halda sig fyrir utan ESB. Ummæli_____________ Vinstri stjórn í vor? „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur hafa oft setið saman í stjóm, en aldrei jafnlengi samfleytt og nú, átta ár að loknu þessu kjör- tímabili. Núverandi ríkisstjóm er fimmta tveggjaflokkastjóm Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks frá 1932 en að auki hafa flokkarnir átt sam- an aðild að ríkisstjómum með þátt- töku fleiri flokka. Athyglisvert er að í kjölfar ríkisstjóma þessara tveggja flokka hafa verið myndaðar þrjár vinstri stjómir og ein utanþings- stjóm. Ef eitthvað er að marka sög- una þá má með dálitlu ábyrgðar- leysi halda þvi fram að yfirgnæf- andi líkur séu á að vinstri stjórn verði mynduð í kjölfar kosninganna í vor.“ Stefán Friörik Stefánsson á Pressunni á strik.is Skipan dómara „Nú þegar hafa komið fram hug- myndir hér á landi um að umsækj- endur um dómarastöður þurfi að hafa hlotið náð fyrir augum almenn- ings til þess að fá að gegna embætti. Þessar hugmyndir era góðra gjalda verðar. Dómarar þurfa gjaman að taka matskenndar ákvarðanir í erf- iðum málum sem snerta ríka al- mannahagsmuni. Hví skyldu þeir ekki hafa einhvers konar umboð frá almenningi? Líklega er þó skynsam- legra að fela Alþingi að velja dóm- ara frekar en að almenningur kjósi þá beint, líkt og tíðkast sums staðar i Bandaríkjunum. Fyrmefnda leiðin er bæði ódýrari og dregur líka úr hættu á því að lýðskrum og sýndar- mennska fari að ráða því hverjir fái að verma hin virðulegu dómarasæti i landinu. Það er nefnilega þannig með blessað lýðræðið að það þarf stundum að leiðbeina því svo það fari sér ekki að voða.“ Óli Jón Jónsson á kreml.is Vinstri stjórn? „Össur hefur margoft sagt að Sjálfstæðisflokkurinn sé höfuðand- stæðingur Samfylkingarinnar. Það var því kyndugt í meira lagi að heyra Össur ráðast með offorsi á störf og stefnu Framsóknarflokksins i heilbrigðismálum á yfirstandandi og siðasta kjörtímabili. Var engu líkara en að Össur hefði með öllu gleymt vandræðagangi flokksfélaga sinna sem gegndu embætti heil- brigðisráðherra og sátu m.a. með honum í rikisstjóm áður en núver- andi ríkisstjórn tók við. Það var heilbrigðisstefna sem enginn heil- brigður maður reynir að rökstyðja í dag. Og auðvitað var hver höndin upp á móti annarri í heilbrigðismál- um eins og öllum öðram málum sem ríkissfjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fékkst við á þeim tíma. Það var þá gæfulegt tímabil eða hitt þó heldur." Guðjón Ólafur Jónsson á hrifla.is Heilábilun Heilbrigðiskerfið íslenska er endanlega komið í þrot og tími til kominn að gera upp búið. Orðin heil- brigði og kerfi eiga reynd- ar alls ekki við þegar tal- að er um þetta tiltekna þrotabú því þar var ekki byggt á neinum hug- myndafræðilegum grunni heldur fékk óskapnaður- inn að renna óhindraður út og suður eins og heit- ur hraunstraumur á vel- mektardögunum. En þeir dagar víns og rósa eru löngu liðnir og síðasta áratuginn hafa hryðjuverkamenn hagræðingarafl- anna verið sendir skipulega út í vel- ferðarhraunið með sprengjur sínar og nú er svo komið að stríðshrjáðir borg- arar þessa lands bíða þolinmóðir i röð- um á sundurtættu sprengjusvæðinu með pengingaveskin á lofti. Eiginhagsmunahyggjan hefúr gert okkur svo sjúklega þröngsýn á þessum niðurrifsáratug að við sjáum ekki að ábyrgðin á ástandinu liggur fyrst og fremst hjá okkur sjálfúm, skattborgur- um og kjósendum þessa lands. Við get- um bent á ríkisstjómina, á heilbrigðis- ráðherra, á Alþingi, á kerfiskarlana, á spítalana, á heilsugæsluna og læknana en það breytir því ekki að á meðan við borgum þegjandi og hljóðalaust það verð sem upp er sett höldum við áfram að vera áhrifalausir aumingjar sem hrósa því happi helstu að siðasta sprengja skuli hafa sprungið í garði náungans en ekki í garðinum okkar. Naglasúpa Landspítalinn er fjárhagslega og fag- lega gjaldþrota. Spítalinn er um þessar mundir rekinn af birgjum og einkarek- ið fyrirtæki í sömu stöðu væri löngu farið á hausinn. Tregða ríkissjóðs til að greiða reikninga spítalans er óskilj- anleg í ljósi þess að ahnenningur hefúr þegar staðið við sinar skuldbindingar með því að borga skatta og ætlast að sjálfsögðu til þess aö ríkissjóður geri slíkt hið sama. Við þekkjum það nefrii- lega af reynslunni að við getum ekki velt skuldum okkar yfir á aðra - eins og baugur og bankinn gera - því við erum síðasti hlekkurinn í keðjunni og við borgum alltaf á endanum. Faglega gjaldþrotið er að mínu mati alvarlegra mál. Það liggur í augum uppi að það er ekki hægt að spara þeg- ar þjónustan er í lágmárki og einhver verður að grípa í taumana þegar „hag- ræðingin" er komin yfir öll skynsam- leg mörk. Það sjá allir heilvita menn að það er engin lausn að fækka spítala- plássum. Fólkið verður ekki frískara á því að bíða eftir plássi og frestunin er í- öllum tilfellum kosmaðarsamari, í mörgum tilfellum þjáningarfúil og í sumum tilfellum lifshættuleg. Mér finnst það ekki sæmandi sið- uðu þjóðfélagi að líta á slíkt glæfraspil með líf og heilsu manna sem einhvers konar úrræði. Það er sömuleiðis ósið- legt af spítalayfirvöldum að notfæra sér neyðarástandið til að sekta þá sjúk- linga sem spara sjúkrahúsinu mesta peninga. Þá á ég við gönguskattinn sem er lagður á þá sem koma fótgang- andi heiman frá sér í rannsóknir og læknisaðgerðir á göngudeildir spítal- ans. Sjúklingar á fæti úti í bæ borga síst minni skatta en hinir sem liggja í rúminu inni á deildum og eiga þess vegna sama rétt á sömu þjónustu á sama verði. Kostnaðarvitund getur komið að gagni þegar fólk veltir því fyrir sér hvort það kaupir sér meðal við kvefi eða hausverk en það fer eng- inn í ristilspeglun, hjartaþræðingu eða krabbameinsmeðferð nema af illri nauðsyn. Neyðarbrauð íslenska heilbrigiskerfið er eitt það besta i heiminum. Þessa tuggu hef ég mátt hlusta á þau tuttugu ár sem ég hef starfað í heilbrigðisgeiranum. Ráð- herrar öskra þessi orð um leið og nið- urskurðarhnífnum er brugðið á loft, þingmenn og sjúkrahússtjómendur japla á þeim meðan niðurskurðurinn er samþykktur og síðan rennur tuggan ómelt gegnum fjölmiðlamenn ofan í kokið á almenningi sem gleypir hana hráa. Þessi fúllyrðing var aldrei sönn og á síðasta áratug hefur það sann- leikskom sem leyndist í henni fokið út í veður og vind. Það hafa flestir ein- hverja slæma sögu að segja af viðskipt- um sínum eða sinna nánustu við heil- brigðiskerfið og í minni litlu flölskyldu hafa tvær manneskjur lent i alvarleg- um mistökum á Landspítalanum sem rekja má til þess að þjónustan hefur verið alltof mikið skert og vinnubrög- in eru í kjölfarið orðin hættulega handahófskennd. Landspítalinn er neyðarsjúkrahús. Það kemur til af því að undanfarin ár hafa fjárveitingar til spítalans rétt nægt til að veita bráðveikum neyðar- þjónustu og afgangurinn sem í raun- inni er sáralítill fer í að sinna sjúkling- um sem hafa mátt dúsa lasnir og lemstraðir á biðlista árum saman. En Landspítalinn hefur alla burði til að verða fint háskólasjúkrahús og auðvit- að er grátlegt að þessi tæknivædda stofnun og það sérhæfða fólk sem þar starfar skuli ekki fá að fullnýta þá tækni og þekkingu sem þar er saman- komin til að búa okkur sem heilbrigð- ust lífsskilyrði. Þetta háa tækni- og þekkingarstig þýðir að hvert pláss á Landspítalanum er svo dýrt að þar á einungis að taka á móti þeim sem ekki er hægt að sinna annars staðar í heilbrigðiskerfmu. Til að svo megi verða þurfum við efla heilsugæsluna og tryggja að alltaf séu laus hjúkrunarrými fyrir aldraða. Það er ekki nóg að miða við biðlistana heldur verður að gera ráð fyrir að sá fiöldi aukist, vegna þess að fólk lifir lengur og þess að heilsufar gamal- menna er óstöðugra en annarra þjóðfé- lagshópa. Ef við setjum okkur það óvenjulega markmið að byija einu sinni á byijuninni og treystum grunn- inn svo um munar þá er von til þess að okkur takist að endurreisa íslenskt heilbrigðiskerfi. Skuldadagar Ein af undirstöðunum í góðu heil- brigðiskerfi er virk öldrunarþjónusta. Skorturinn á hjúkrunarrýmum gerir það að verkum að öldrunarþjónustan er ekki virk. Þar fara ómæld útgjöld og kraftur í að sinna vandamálum sem komin eru á versta stig í stað þess að taka á þeim á frumstigi. Á Landakoti stóð til að byggja upp mikilvægan þátt í þjónustuneti Landspítalans sem er al- hliða spítalaþjónusta sérhæfð á sviði öldrunarsjúkdóma. Af því hefur ekki orðið nema að hluta til vegna þess að Landakot var lagt undir aldraða hjúkr- unarsjúklinga af legudeildum bráða- sjúkrahúsanna þegar þau voru sam- einuð og nú dugir plássið þar ekki lengur til. Á Landakoti áttu að vera sérhæfðar legudeildir fyrir langveika aldraða og nokkrar öldrunarlækningadeildir sem eru lykilatriði í þeirri stefiiu að gera gömlu fólki kleift að búa eins lengi og mögulegt er við eðlilegar aðstæður. Þar endurmeta öldrunarlæknar and- legt og líkamlegt ástand gamla fólksins og að því búnu tekur við endurhæfing sem getur Mist í sjúkraþjálfún, iðju- þjálfún, næringarráðgjöf og félagsráð- gjöf auk líkamlegrar og sálrænnar að- hlynningar. Að lokinni endurhæfmgu á fólk að vera fært um að útskrifast aft- ur heim en þá verður stoðkerfið líka að virka. Til að fólk geti húið við við- unandi aðstæður heima hjá sér verður það að geta gengið að aðstoð eins og heimilishjálp, heimahjúkrun, dagvist- un og endurhæfingu vísri Þrátt fyrir að öldrunarþjónustan komist á þetta plan megum við aldrei gleyma því að þetta fólk á rétt á ör- uggu skjóli á hjúkrunarheimili um leið og nauðsyn krefúr. Það að búa við sæmilegt öryggi á siðasta æviskeiðinu á ekki að vera torsóttur munaður fyr- ir þá sem verst eru haldnir heldur á það að vera skilyrðislaus réttur allra þeirra sem hafa skilað sínu ævistarfi. Þar fyrir utan er það sjálfsögð um- hyggja og virðing fyrir þeim mönnum og konum sem ólu okkur upp. „Kostnaðarvitund getur komið að gagni þegar fólk veltir því fyrir sér hvort það kaupir sér meðal við kvefi eða hausverk en það fer enginn í ristilspeglun, hjarta- þrœðingu eða krabbameinsmeðferð nema af illri nauðsyn. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.