Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 20
20 i Fólk í fréttum 95 ára Þóra Jónsdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. 85 ára Ása Torfadóttir, Hringbraut 48, Reykjavík. Ásta Einarsdóttir, Vogatungu 111, Kópavogi. Hulda Sigurbjörnsdóttir, Víöilundi 24, Akureyri. Þórdis Siguröardóttir, Austurvegi 5, Grindavík. 80 ára Ingveldur Jónína Þórðardóttir, Holtsbúð 87, Garöabæ. Kristján Eiríksson, Sundabúð 1, Vopnafirði. Páll G. Pálsson, Arnarhrauni 5, Hafnarfirði. 75 ára Asgeir Gunnlaugsson, Suöurengi 1, Selfossi. Einar Bjarnason, Höfðagötu 4, Stykkishólmi. 70 árg Auður Kristjánsdóttir, Kistuholti 7, Selfossi. Erla Karlsdóttir, Jörundarholti 40, Akranesi. Guðleifur Sigurjónsson, Sunnubraut 38, Keflavík. Hreinn Kristinsson, Ystabæ 7, Reykjavík. Ingibjörg Eggertsdóttlr, Kleppsvegi 120, Reykjavík. Þóra Sigurjónsdóttir, Engihjalla 3, Kópavogi. 60 ára Bernharð Linn, Spóahöfða 12, Mosfellsbæ. Guðmundur Þorsteinsson, Blöndubakka 9, Reykjavík. Jónína Guðmundsdóttir, Rjúpufelli 7, Reykjavík. Jónína Slgurðardóttir, Mávahllö 33, Reykjavík. Tómas Rögnvaldsson, Seljabraut 36, Reykjavík. Aðalsteinn Víglundsson þjálfari Fylkis, meistaraflokks karla Aöalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, meistaraflokks karla í knatt- spyrnu, má vera hreykinn af sínu liði í sumar. Fylkismenn uröu í öðru sæti í íslandsmótinu og urðu bikarmeistarar, annað árið í röð, eftir 3-1 sigur á Fram á Laugardals- vellinum á laugardaginn var. Starfsferill Aðalsteinn fæddist á Akranesi 19.7. 1965 og ólst þar upp. Hann var í Bamaskóla á Akranesi, lauk þar grunnskólaprófi, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, lauk þar sveinsprófi í raf- virkjun 1987, stundaði nám við Tækniskóla íslands 1987-89, stund- aði nám við Tækniháskólann í Odense í Danmörku 1990-93 og lauk þar tæknifræðiprófi 1993. Aðalsteinn var tæknifræðingur hjá AKO 1993-96 og hefur verið tæknifræðingur hjá Marel frá 1996. Aðalsteinn æfði og keppti í knatt- spymu með yngri flokkum ÍA frá sjö ára aldri, lék með meistaraflokki ÍA 1985-90, lék með B 1909 í Odense 1990-93, gekk til liðs við Fylki og lék með meistaraflokki Fylkis 1993-97, var aðstoðarþjálfari Fylkis hjá Ólafi Þórðarsyni 1998 og 1999 og aðstoðar- þjáifari ÍA með honum 2001 en hef- ur verið aðalþjálfari Fylkis frá haustinu 2001. Aðalsteinn var tvívegis íslands- meistari í knattspymu með yngri aldursflokkum ÍA, varð bikarmeist- ari með meistaraflokki ÍA 1986, varð íslandsmeistari sem aðstoðarþjálf- ari ÍA 2001 og fagnar nú bikarmeist- aratitli með Fylki. Fjölskylda Eiginkona Aðalsteins er Guðrún Kristín Reimarsdóttir, f. 19.11. 1965, meinatæknir við Landspítalann í Reykjavík. Hún er dóttir Reimars Andlát Hjörtur Jónsson Snæfells, símaverkstjóri hjá Land- spítalanum á Akranesi, og Ingu Magnúsdóttur húsmóður. Synir Aðalsteins og Guðrúnar Kristínar eru Amar Freyr, f. 27.3. 1989, grunnskólanemi; Ingi Þór, f. 6.9. 1995, grunnskólanemi. Systkini Aðalsteins eru Sæmund- ur Víglundsson, f. 17.10. 1957, bygg- ingatæknifræðingur á Akranesi en kona hans er Valdís Inga Valgarðs- dóttir bankafulltrúi og á hann tvö börn; Elís Rúnar Víglundsson, f. 8.6. 1959, vöruflutningabílstjóri í Reykjavik en kona hans er Hrönn Nordal verslunarmaður og á hann tvö börn; Jónína Halla Víglunds- dóttir, f. 15.1. 1969, kerfisfræðingur og hjúkrunarfræðingur i Raufoss í Noregi en maður hennar er Harald- ur Ingólfsson, atvinnumaður í knattspymu og eiga þau tvö böm. Foreldrar Aðalsteins: Víglundur Elísson, f. 7.12. 1929, verkamaður á Akranesi, og k.h., Unnur Þórdís Sæ- mundsdóttir, f. 17.11. 1936, d. 18.7. 1995, húsmóðir og starfsstúlka. Ætt Víglundur er bróðir Gunnlaugs efnafræðings. Víglundur er sonur Elísar Bergs, b. í Laxárdal í Bæjar- hreppi á Ströndum Þorsteinssonar, b. 1 Hrútatungu og á Hlaðhamri Þor- steinssonar, b. í Hrútatungu Jóns- sonar. Móðir Þorsteins Þorsteins- sonar var Ólöf Guðmundsdóttir, b. á Tannstööum Guðmimdssonar. Móð- ir Elísar Bergs var Ingibjörg Bjarna- dóttir, b. á Skarfhóli í Miðfirði Bjamasonar. Móðir Víglundar var Guðrún Benónýsdóttir, b. í Laxárdal Jónas- sonar, oddvita 1 Jónsseli Jónssonar. Móðir Benónýs var Guðrún Magn- úsdóttir. Móðir Guðrúnar Benónýs- dóttur var Sigríður Guðmundsdótt- ir, b. í Laxárdal Bjamasonar, á íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 50 ára__________________________________ -------------- Elsa Jónsdóttir verslunarmaöur, Dælengi 9, Selfossi. Eiginmaður hennar er Árni Benediktsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum í Oddfellow- -------------- húsinu, Vallholti 19, Selfossi, laugard. 5.10. frá kl. 20.00 og fram eftir kvöldi. Garðar Eiríksson skrifstofustjóri Mjólkurbús Flóamanna, Réttarholti 6, Selfossi. Helga Þórarinsdóttir, Vogalandi 12, Reykjavík. Hermann Þórisson, Túngötu 37, Reykjavík. Hilmar Pálsson, Hafraholti 18, Isafirði. Hólmfríður Ósk Jónsdóttir, Borgarhlíð 3e, Akureyri. Kristjana S. Hjálmarsdóttir, Kögunarhæð 4, Garöabæ. Mariena Margrét Einarsson, Heiðarholti la, Keflavík. Siguriaug Sveinsdóttir, Grænuhlíð 20, Reykjavik. Steinunn Torfadóttir, Hvannhólma 6, Kópavogi. Vilhjálmur Óskarsson, Fagrahjalla 26, Kópavogi. 40ára___________________________________ Alda Særún Guðbjörnsdóttir, Seljabraut 38, Reykjavík. Anna Gyða Gylfadóttir, Engihjalla 11, Kópavogi. Auður Slgríður Kristinsdóttir, Eiðistorgi 15, Seltjarnarnesi. Ágúst Vilhelm Steinsson, Strembugötu 10, Vestmannaeyjum. Björn Sævar Einarsson, Berjarima 45, Reykjavík. Guðlaugur Þröstur Bjarnason, Hæöargerði 6, Reyðarfiröi. Guðmundur Karl Bergmann, Berjarima 27, Reykjavík. Jón Björgvinsson, Hverfisgötu 4, Hafnarfirði. Kristján Björn Tómasson, Rfumóa 2, Njarðvík. Kristján Einar Gíslason, Holtsbúð 6, Garðabæ. Lena Sædís Kristinsdóttir, Arnarhrauni 24, Hafnarfiröi. Ragnhelður Eva Birgisdóttir, Nónhæö 1, Garðabæ. Sigrún Sigmundsdóttir, Jörundarholti 19, Akranesi. kaupmaður Hjörtur Jónsson kaupmaður lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 24.9. sl. Útfor hans fór fram frá Dómkirkjunni í gær. Starfsferill Hjörtur fæddist í Saurbæ í Vatns- dal í Austur-Húnavatnssýslu 12.11. 1910 og ólst upp í Vatnsdalnum fyrstu fjórtán árin en flutti þá til Reykjavíkur og var í foreldrahúsum meðan hann var i skóla. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands 1929. Að námi loknu hóf Hjörtur skrif- stofustörf hjá Eimskipafélagi ís- lands, vann þar í bókhaldi 1929-42, og var aðalbókari 1943-44, er hann sneri sér að rekstri eigin fyrirtækja. Hjörtur stofnaði verslunina Olympíu 1938, starfrækti, ásamt eig- inkonu sinni, Lífstykkjaverksmiðj- una Lady, sem hún stofnaði 1937 og rak í fimmtiu ár. Hann var formað- ur og framkvæmdastjóri Uppsala hf., verslunarhúss sem hann reisti að Laugavegi 26 1958-63 og stofnaði Húsgagnahöllina 1964, með Jóni, syni sínum. Hjörtur var hluthafakjörinn end- urskoðandi Eimskipafélagsins 1945-58, sat í stjórn og fram- kvæmdastjórn Verslunarráðs ís- lands 1952-59 og 1970-71, sat i skóla- nefnd VÍ 1951-55 og var formaður hennar 1953-55, sat í stjóm Lífeyris- sjóðs verslunarmanna í tuttugu og eitt ár frá stofnun og formaður sjóðsins 1956-77, sat í stjóm Fjár- festingarfélags íslands frá stofnun Borðeyri Hallgrímssonar. Móðir Guðmundar í Laxárdal var Guðrún Guðmundsdóttir. Móðir Sigríðar var Anna Kristín ljósmóðir Jóns- dóttir, b. í Laxárdal Hallgrímssonar. Unnur Þórdís var systir Pálma, sparisjóðsstjóra og hreppstjóra. Unnur Þórdís var dóttir Sæmundar, hreppstjóra og oddvita í Heydal í Bæjarhreppi Guðjónssonar, hrepp- stjóra og oddvita í Heydal og á Borð- eyri Ólafssonar. Móðir Sæmundar var Ingibjörg Sæmundsdóttir. Móðir Unnar Þórdísar var Jó- hanna Brynjólfsdóttir, b. í Bakka- seli, bróður Lýðs, afa Þórðar Sæ- mundssonar, símstöðvarstjóra á Hvammstanga, föður Sveins Helga, skattstjóra í Reykjanesumdæmi, og sem fulltrúi Lífeyrissjóðs verslunar- manna 1971-80, í stjóm Húnvetn- ingafélagsins og formaður þess 1946, í stjórn Félags vefnaðarvörukaup- manna, í stjóm Kaupmannasamtaka íslands um árabil og formaður þeirra 1970-73, og var þátttakandi í ýmsum öðrum félögum og samtök- um. Hjörtur var eindreginn talsmaður frjálsrar verslunar, athafnafrelsis og óskoraðs kosningaréttar og skrifaði Qölda greina í dagblöð og tímarit um þessi baráttumál. Hann var vara- þingmaður Reykvíkinga fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1971-74. Hjörtur var sæmdur heiðurs- merki Kaupmannasamtaka íslands og er heiðursfélagi Húnvetningafé- lagsins Fjölskylda Hjörtur kvæntist 31.12.1937, eftir- lifandi eiginkonu sinni, Þórleifu Sig- urðardóttur, f. 8.8.1916, iðnrekanda. Hún er dóttir Sigurðar Oddssonar, skipstjóra og leiðsögumanns á dönsku varðskipunum við Island, og k.h., Herdísar Jónsdóttur húsmóður, er bjuggu við Laugaveg. Synir Hjartar og Þórleifar eru Jón Hjartarson, f. 26.6. 1938, kaupmaður ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 DV afa Þórs Magnússonar, fyrrv. þjóð- minjavarðar, og Lýðs Bjömssonar sagnfræðings. Systir Brynjólfs var Oddhildur, langamma Gunnlaugs kaupmanns, föður Gunnlaugs Sæv- ars, framkvæmdastjóra Urðar, Verðandi Skuldar. Brynjólfur var sonur Sæmundar, b. I Hrafnadal Lýðssonar, hreppstjóra í Hvítuhlíð Jónssonar, b. í Skádholtsvík Hjálm- arssonar, ættföður Tröllatunguætt- ar Þorsteinssonar. Móðir Lýðs var Sigríður Andrésdóttir, ættföður Ennisættar Sigmundssonar. Móðir Jóhönnu var Guðrún Þorleifsdóttir, b. á Ölkeldu í Staðarsveit Jónsson- ar, og Elínar Guðmundsdóttur. í Reykjavík, kvæntur Maríu Júlíu Sigurðardóttur húsmóður og eiga þau þrjár dætur, Áslaugu, Herdísi og Guðrúnu Þóm; Sigurður Hjartar- son, f. 13.12. 1941, kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Eddu Sigríði Sigfúsdóttur kaupkonu og eiga þau tvo syni og eina dóttur, Hjört, Birgi og Þórleifu; Gunnar Hjartarson, f. 4.1.1946, framkvæmdastjóri í Garða- bæ, kvæntur Sigríði Baldursdóttur íslenskufræðingi og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu og Helgu Margréti. Hálfsystir Hjartar: Anna Bene- diktsdóttir, f. 25.2. 1898, d. 30.3. 1985, var gift Friðrik H. Lúðvíkssyni, kaupmanni í Reykjavík. Alsystir Hjartar: Helga Jónsdótt- ir, f. 14.6. 1909, d. 31.5. 1981, var gift Árna Steinþórssyni verkstjóra. Kjörsystir Hjartar: Margrét Theo- dóra Frederiksen, f. 1.3. 1917, en hennar maður var Harry Frederik- sen, framkvæmdastjóri i Reykjavík. Foreldrar Hjartar voru Jón Hjart- arson, f. 5.3.1879, d. 13.1. 1963, bóndi í Vatnsdal í sautján ár og síðar al- þingisvörður í Reykjavík, og k.h., Guðrún Friðriksdóttir, f. 28.12. 1874, d. 16.3. 1942, húsfreyja. Þau vora fædd á bökkum Blöndu og voru Húnvetningar í báðar ættir. Jarðarfarir Þórður Elísson, Þórustíg 9, Ytri-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju þriðjud. 1.10. kl. 14.00. Pétur Frlðrik Sigurösson listmálari, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjud. 1.10. kl. 15.00. Tómas ísfeld, Skólavegi 25, Vest- mannaeyjum, verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju þriðjud. 1.10. kl. 13.30. Erlendur Jónsson, Kópavogsbraut la, Kópavogi, veröur jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju þriðjud. 1.10. kl. 13.30. m Þórarinn Olgeirsson útgerðarmaður fæddist 1. október 1883 á Valdastöðum í Sandvíkurhreppi. Hann var sonur Olgeirs Þorsteinssonar, síðast bónda og hrepp- stjóra í Vogsósum í Selvogi, og k.h., Steinunnar Einarsdóttur húsfreyju. Þórarinn tók skipstjórnarpróf frá Stýrimannaskólanum i Reykjavík 1909. Hann fór ungur til sjós, fyrst á opnum bátum og skútum og síðan á togurum. Þórarinn réð sig háseta á skútuna Agnesi 1899 og var síðan á ýmsum skútum við Faxaflóa. Hann var háseti á togaranum Max með Eldeyjar- Hjalta 1907-1908, var þar síðan stýrimaður og loks skipstjóri, var skipstjóri á Great Ad miral 1912-1915, skipstjóri á Jarlinum um Þórarinn Olgeirsson skeið, skipstjóri á Belgaum 1919, á Júpiter 1925-1929, á Venusi 1929-1936 og loks á King Sol, einum stærsta togara Breta. Þórarinn var jafnframt útgerðarmað- ur frá 1906. Hann flutti til Grimsby á Englandi 1915 og var þar búsettur lengst af síðan að undanskildum árun- um 1940-1943 er hann var búsettur í Fleetwood. Hann var lengi umboðs- maður íslenskra togaraeigenda í Bret- landi frá 1940, var vararæðismaður ís- lands í Grimsby á árunum 1948-1954 og síðan ræðismaður íslands þar í fjölda ára frá 1954, var heiðursfélagi Félags íslenskra botnvörpueigenda og sæmdur riddarakrossi og stórriddarakrossi fyrir störf sína á sjó og i landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.