Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002
Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiS DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
A&alrltstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvik, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, stmi: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Ráðist imt í spilaklúbb
Áratugum saman hafa menn
spilað í happdrættum hér á landi,
freistað gæfunnar í þeirri von að
vinna stóra vinninginn. Sama
gildir um veðmál, heimilt hefur
verið að veðja um úrslit í kapp-
reiðum og lengi hafa menn veðjað
á úrslit kappleikja í íþróttum, ým-
ist hérlendis eða það sem algengara er, kappleikja erlendis.
Lottó var sett á laggirnar hér á landi í nóvember 1986. Það
er rekið af íslenskri getspá. Viðtökur voru svo góðar að upp-
haflegt leikform varð of lítið svo að því var breytt. Þá tók ís-
lensk getspá þátt í stofnun Víkingalottós árið 1991, ásamt að-
ilum annars staðar á Norðurlöndum. í Víkingalottóinu er
spilað um hærri upphæðir en áður hafa þekkst í íslenskum
happdrættum. Með tilkomu lottósins jókst samkeppni á
happdrættismarkaði. Önnur happdrættisfyrirtæki leituðu
nýjunga og buðu t.d. skafmiðahappdrætti og sjónvarpsleiki.
Við lýði er Gullnáman, kerfi samtengdra happdrættis-
véla, þar sem boðið er upp á einn uppsöfnunarpott, gullpott,
sem byrjar í háifri milljón króna. Rekstur Gullnámunnar
byggir á reglugerðum, annars vegar frá árinu 1993 og hins
vegar frá árinu 1998. Téður gullpottur vex í hlutfalli við
þátttöku þar til hann fellur og nýr tekur að vaxa. Tveir slík-
ir féllu í liðnum september, annar rúmlega 700 þúsund
krónur, hinn rúmlega 5,7 milljónir. í júlí og ágúst féllu þrír
slíkir að upphæð rúmlega 1,1 milljón til rúmlega 7,3 milljón-
ir króna.
íslensk getspá, sem rekur lottóið, er í eigu íþróttasam-
bands íslands, Öryrkjabandalags íslands og Ungmennafé-
lags íslands. Þessi samtök njóta góðs af rekstrinum. Háskóli
íslands nýtur tekna happdrættis síns og Gullnámunnar.
Ýmis góðgerðarfyrirtæki standa í happdrættisrekstri. Þeir
sem spila í þessum happdrættum, eða freista gæfunnar í
lottói, spilavélum eða öðru slíku, eru þó fæstir að hugsa um
að styrkja gott málefni. Þeir stunda fjárhættuspil, leggja fé
undir í þeirri von að hagnast. Þessi starfsemi er lögleg og
flestir sem þar leggja undir kunna að fara með sitt fé, taka
ekki óþarfa áhættu. Þeir spila í von um skjótan ágóða en
jafnframt vegna þeirrar spennu sem fylgir.
Sjálfsagt er að leyfa happdrætti, lottó og spilakassa. Fólk
á að ráða því sjálft hvort það tekur þátt eða ekki. Hið sama
ætti að gilda um spilavíti, kasínó, en gerir ekki. Fréttir helg-
arinnar, um að lögreglan hafi ráðist inn í spilaklúbb í
Reykjavík, minna á þá forræðishyggju sem enn er við lýði
hérlendis. Hvers vegna á að banna fullorðnu fólki að leggja
undir í spilavítum en leyfa um leið önnur peningaspil? Slíkt
er firra og tvískinnungur. Spilavíti eru leyfö í öðrum lönd-
um og þau sækja íslendingar. Geri þeir slíkt hið sama
heima hjá sér eru þeir lögbrjótar og forráðamennimir tugt-
húsaðir.
Þeir sem taka áhættu í spilavíti geta bæði grætt og tapað.
Hið sama gildir á öðrum sviðum, t.d. í hlutabréfaviðskipt-
um, án þess að stjórnvöld grípi inn í og banni þá starfsemi.
Meginreglan hlýtur að vera sú að fólk kunni fótum sínum
forráð. Stöku menn kunna það ekki og verða fórnarlömb
spilaflknar. Þær undantekningar eiga þó ekki að ráða vali
fjöldans heldur ber að aðstoða þá einstaklinga svo þeir nái
aftur tökum á lífi sínu. Stjórnvöld vinna ekki gegn spilaflkn
með tvískinnungi sínum, að leyfa í senn ýmis form fjár-
hættuspila en banna önnur.
Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis, segir í DV í dag að tímabært sé að endur-
skoða lög um spilavíti. Þingmaðurinn bendir réttilega á
frjálslyndari þjóðir í þessum efnum, allt í kringum okkur,
án þess að þar beri mikið á stórfelldu sálartjóni samfara
frelsinu' Jónas Haraldsson
DV
i^vropusmnar a
Sigurður Kári
Kristjánsson
lögfræðingur og
stjórnarmaöur J
Heimssýn
Á síðustu misserum hefur
umræða um hugsanlega
aðild íslands að ESB ver-
ið nokkuð fyrirferðarmikil
hér á landi. í þeirri um-
ræðu hefur hver aðildar-
sinninn á fætur öðrum
ruðst fram á ritvöllinn og
fullyrt að hagsmunum ís-
lands sé betur borgið inn-
an sambandsins en utan
þess.
Jafnframt hafa einstakir stjórn-
málamenn haldið því fram að tekist
verði á um aðild að Evrópusamband-
inu í komandi kosningum. Hvort
sem það er rétt eða ekki er nauðsyn-
legt að gera alvarlegar athugasemdir
við ýmsar fullyrðingar sem aðildar-
sinnar hafa gagnrýnislaust komist
upp með að halda fram kröfum sín-
um til stuðnings.
Rangar fullyrðingar - rangar
niðurstöður.
Einn þeirra er fráfarandi fram-
kvæmdastjóri Samfylkingarinnar,
Björgvin G. Sigurðsson, en hann
ritaði grein i Morgunblaðið þann
28. mars sl. undir fyrirsögninni
„Evrópa komin á kortið".
í greininni er því blákalt haldið
fram að andstaða ráðamanna við
aðild íslands að ESB hafi kostað ís-
lendinga mörg tækifæri. Segir
Björgvin að lífskjör Islendinga séu
verri en þjóða ESB og að tækifæri
ungs fólks hér á landi séu færri en
jafnaldra þeirra í Evrópu. Ekki eru
reyndar færð rök fyrir síðari full-
yrðingunni en það breytir því ekki
að hvort tveggja er rangt.
Atvinnuleysi á íslandi er nánast
ekkert. Hér fá nánast allir vinnu
sem vilja og svo mikil er eftir-
spurnin eftir vinnuafli í einstökum
atvinnugreinum að fyrirtæki þurfa
að flytja vinnafl inn til landsins er-
lendis frá. Innan ESB er atvinnu-
leysi alvarlegt vandamál - vanda-
mál sem íslendingar eiga að þakka
fyrir að vera lausir við.
Samkvæmt upplýsingum frá Al-
þjóðabankanum er þjóðarfram-
leiðsla á mann sú níunda hæsta í
heimi á Islandi. Auk þess er kaup-
máttur almennings á íslandi sá sjö-
undi mesti á heimsvísu. Ein þjóð
innan ESB getur státað af hærri
kaupmætti en íslendingar, Lúxem-
borgarar. Þær þjóðir sem bera ESB
uppi og eru þungamiðja sambands-
ins, þ.e. Bretland, Þýskaland,
Frakkland, Spánn og Ítalía, standa
okkur íslendingum langt að baki
samkvæmt úttekt Alþjóðabankans
og eru í 20. til 30. sæti á listanum.
Það má vissulega til sanns vegar
færa að vaxtamunur milli Evrópu og
íslands er nokkur, þó hann fari
minnkandi. Hins vegar tengist stór
hluti hans tímabundnum aðstæðum í
hagkerfinu og rennur til innlendra
aðila og hefur því ekki í for með sér
nettótap fyrir þjóðarbúið, eins og að-
ildarsinnar fullyrða ranglega í áróðri
sínum fyrir aðild íslands að ESB.
Að lokum er það rangt að tækifæri
ungs fólks á íslandi séu lakari en
jafnaldra þeirra í Evrópu. íslensk
ungmenni standa jafnfætis ungum
ríkisborgurum innan ESB. Reglur
EES-samningsins um frjálsa for al-
mennings, þ.á m. ungs fólks, um þau
lönd sem eiga aðild að samningnum,
gagnkvæm viðurkenning prófa og
starfsréttinda og aðgangur íslenskra
ríkisborgara að evrópskum mennta-
stofnunum tryggja jöfn tækifæri
ungs fólks í Evrópu, íslendinga sem
annarra.
Það verður erfitt fyrir Björgvin
G. Sigurðsson að hrekja ofan-
greindar staðreyndir þó svo að þær
hafi eflaust verið honum kunnar
þegar hann ritaði grein sína þann
28. mars sl. Það sem er verra er að
Björgvin skuli í ljósi þeirra komast
að þeirri niðurstöðu að lífskjör Is-
lendinga séu verri en aimennings
innan ESB og að tækifæri ungs
fólks á íslandi séu lakari en jafn-
aldra þeirra i Evrópu. Hann fer
einfaldlega með rangt mál og slær
fram fullyrðingum sem hann hefur
ekki einu sinni fyrir að rökstyðja.
villigöt
„Atvinnuleysi á Islandi er
mikil er eftirspumin eftir i
að flytjc
Raunar er óskiljanlegt að slíkri
fjarstæðu sé haldið fram í ljósi þess
sem að ofan greinir.
ísland standi utan ESB
Framtíð íslands er bjartari utan
ESB en innan sambandsins. Stafar
það af fylgifiskum ESB-aðildar sem
ekki eru þjóðinni í hag. Til viðbótar
þeim staðreyndum sem áður hafa
verið nefndar og varða hátt atvinnu-
leysi innan ESB og hærri þjóðar-
framleiðslu og kaupmátt á íslandi en
í Evrópu, má nefna fyrirhugaða sam-
Sandkom
Davíð íjóla-
bókaflóðið
Heyrst hefur að Davíð
Oddsson muni blanda sér
í jólabókavertíðina með
smásagnasafni sem ekki
hefur enn hlotið nafn. Síð-
asta smásagnasafn Dav-
íðs, Nokkrir góðir dagar
án Guðnýjar, hlaut ágæta
dóma hér á landi og þýsk-
ir gagnrýnendur hafa
einnig hrósað þvi mjög.
Þessa nýja smásagnasafns
er því beðið með nokkurri óþreyju. Til stóö að smá-
sagnasafnið kæmi út fyrir síðustu jól en Davíð náði ekki
að skila í tíma. Varla er verra að safnið komi út um
þessi jól, nokkrum mánuðum fyrir alþingiskosningar,
enda mun Davíð vafalaust fá mikla og góða auglýsingu
út á það - nema dómar verði honum þeim mun óhag-
stæðari. Gamall félagi og vinur Davíðs, Þórarinn Eld-
jám, mun einnig senda frá sér smásagnasafn um þessi
jól. Búist er við samkeppni þeirra á milli um sölu en lík-
lega mun Davíð hafa þar vinningirm enda hefur hann
stóran stjórnmálaflokk á bak við sig sem ber siðferðileg
skylda til að festa kaup á bók foringjans.
Skógrœktamefndir í Nepal
Það vakti talsverða athygli fyrir nokkrum mánuðum
þegar efnt var til fyrirlestrar undir yfirskriftinni
„Kvótakerfið sem lopapeysa." Þama var ekkert grín á
ferðinni heldur háalvarleg umræða, þótt yfirskriftin
hafi sjálfsagt viljandi verið höfð óvenjuleg til þess að
trekkja að. Það hlýtur að hafa borið árangur þvi Rann-
sóknastofa i Kvennafræðum stóð nýverið fyrir fyrir-
sandkorn@dv.is
lestrinum „Staða kvenna innan skógræktamefnda í
Nepal.“ Að þessu sinni var raunar ekki um líkingamál
að ræða; „skógræktarnefndir í Nepal“ voru hér ekki
nefndar sem táknmynd fyrir „karlaveröld" eða neitt
slíkt, heldur var raunverulega verið að ræða þessar til-
teknu skógræktamefndir.
I Nepal eru þessar skógræktamefndir ráðandi um
nýtingu skóga - í þeim sitja nær eingöngu karlar og
þykir áhugafólki um jafnrétti kynjanna horfa til vand-
ræða hve erfitt hefur verið að fá konur til starfa í þeim.
Fyrirlesari um málið var skógræktarráðunautur Vest-
urlands.
Titringur vegna Evrópukosningar
Það var ekki laust við að
ýmsum þætti formaður
framkvæmdastjómar Sam-
fylkingarinnar, Stefán Jón
Hafstein, gefa tóninn um
yfirvofandi Evrópukosn-
ingu Samfylkingarinnar í
nýlegri grein í Morgun-
blaðinu. I stóram dráttum
var það niðurstaða greinar-
innar að þeir flokksmenn
sem svöruðu spumingunni
í könnuninni neitandi
væru alfarið á móti aðild
íslands að ESB en að þeir
sem svöruðu játandi væru
ekki endilega eindregið hlynntir aðild, heldu vildu láta
reyna á hvort viðundandi samningar næðust í viðræð-
um. Andstæðingar ESB innan Samfylkingarinnar eru
sagðir síður en svo ánægðir með þessa „meldingú' frá
framkvæmdastjóminni og raunar „hlutlausa" Evrópu-
kynningu flokksforystunnar almennt í aðdraganda póst-
kosningarinnar.