Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 29
29 Rafpóstur: dvsport@dv.is ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 Úrslit í öllum flokkum Krosshjól 1. sæti Ragnar Ingi Stefánsson 2. sæti Pétur V. Pétursson Vélsleðar 1. sæti Elvar Guðmundsson 2. sæti Árni Grant Fólksbílar standard 1. sæti Stefán Ásgeirsson 2. sæti Birgir K. Birgisson Jeppar standard X. sæti Eyþór Már Bjarnason 2. sæti Anton Ólafsson Fólksbílar útbúnir 1. sæti Jens Herlufsen 2. sæti Jón Geir Eysteinsson Jeppar útbúnir 1. sæti Guömundur Pálsson Opinn Flokkur 1. sæti Kristján Skjóldal (á nýju ísl. meti 3.539) 2. sæti Jónas Karl Harðarson ALLT flokkar Krossbjól og sleðar: Elvar Guðmundsson (sleði) Bílar Kristján Skjóldal Valur Vífilsson kannar skemmdirnar á blöndungnum eftir aö geysiöflug nitrtosprenging varö í vélinni. en langur tími fór oft i að slétta brautina. En í veðurblíðunni við Kleifarvatn kom það varla að sök þó að margir áhorfendanna væru farnir þegar síðustu spymumar vora ekn- ar. Fjöldi öflugra keppnistækja var mættur á sandinn en keppt var í sjö flokkum. Þar bar hæst baráttu kepp- endanna á ofurbílunum í opna flokk- inum en Kristjáni Skjóldal frá Akur- eyri tókst þar að bæta vikugamalt ís- landsmet sitt sem var 3.55 sek. Það met setti hann í Sandspymukeppni Bílaklúbbs Akureyrar sem fram fór við Hrafnagil í Eyjafirði. Nýja met Kristjáns er 3.357 sek. Kristján Skjóldal var ánægöur meö árangur dagsins en hann setti nýttíslandsmet þegar hann ók 100 metrana á 3.539 sek DV-myndir JAK Létt keppni. „Það var ekki mjög erfltt fyrir mig að sigra í dag,“ sagði Kristján eftir keppnina. „Bílamir hjá öllum andstæðingum mínum biiuðu eða þeir veltu. Keppnisbrautirnar vora mjög mis- góðar og var sú hægri áberandi leið- inlegri. Hún var svo óslétt að það vora hálfgerðir stökkpallar í henni. Það var áberandi tímamunur eftir því í hvorri brautinni var ekið en svona er bara sandurinn, áðstæðurn- ar geta verið mismunandi og braut- imar breytast eftir því sem líður á keppnina. Það era ekkert endilega kraftmestu bilarnir sem sigra. Það spilar mikil heppni inn í þetta, öku- maðurinn hefur líka sitt að segja og ekki sakar aö vera á Chevrolet," sagði Kristján að lokum, kotroskinn með sigurinn. Sprengdi vélina. Valur Vífílsson keppti við Krist- ján í undanúrslitum en sprengdi loft- hreinsarann af vélinni hjá sér á rás- línu armarrar viðureignar þeirra. „Þetta fór ekki alveg eins og til var stofnað," sagði Valur. „Millihedds- Guömundur Pálsson sigraöi I flokki útbúinna jeppa. Jónas Karl Haröarson á Volvo-kryppu keppti til úrslita viö Kristján Skjóldal f Opna flokknum. íslandsmeistaramótiö í Sandspyrnu: Kristján Skjóldal setti nytt íslandsmet pakkning fór hjá mér í morgun og við vissum að haim dró aðeins olíu inn á cylinder. Það vill nú bara vera þannig að ef þú setur nitroið inn á og það fer í olíuna þá verður svona súr- efnissprenging. Þá kemur þessi stóri hvellur, eldur og allur pakkinn. Kristján var búinn að vinna fyrri ferðina okkar, rétt marði hana. Ég ætlaði að pressa á ljósin en um leið og ég botnaði bílinn þá dó hann og í bríaríi stóð ég hann áfram. Þá fór vélin niður á lágan snúning með ni- troið inni. Þá kom bara hvellur. Það er bara svoleiðis. Lofthreinsarinn þeyttist af og eldhaf kom upp um blöndunginn. Það sér aðeins á blöndungnum því það hefur aðeins brotnað úr honum en engar verulegar skemmdir. Ég held að ég hefði átt möguleika á að vinna Kristján. Ef allt hefði verið í lagi hefði ég alveg átt að geta verið með á myndinni og Stjáni veit það,“ sagði Valur að lokum. JAK Kristján Skjóldal setti nýtt Is- landsmet í sandspyrnuakstri í frá- bærri keppni sem Kvartmíluklúbb- urinn hélt við Stefánshöfða við Kleif- arvatn á Reykjanesi. Án efa er hér eitt besta sandspyrnukeppnissvæði landsins og fógur umgjörð svæðisins hafði þau áhrif á keppendur og áhorfendur að umgengnin var hreint til fyrirmyndar. Þegar veðurguðirnir hafa þanið sig aöeins munu ekki sjást þar nein merki þess að öflug- ustu ökutækjum landsins hafi verið gefinn þar laus taumurinn. Ef hægt er að setja út á eitthvað er það hversu hægt keppnin gekk fyrir sig Fyrirliði þýska landsliðsins: Tilbúinn að láta fyrir- liðabandið af hendi Oliver Kahn, fyrirliði Bayem Munchen og þýska landsliðsins, sagði í gær að hann væri tilbúinn að láta fyrirliðabandið í þýska landsliðinu af hendi ef þess yrði óskað. Þetta er í kjölfar fjölmiðlaumræðu vegna brots hans á Brdaric, leikmanni Leverkusen, þegar liðin mætt- ust á laugardag. Kahn réðst harkalega á leikmanninn en markvörðurinn sterki fékk að líta gula spjaldið. í kjölfar atviksins hafa margir gagnrýnt Kahn og segja að maður sem hagi sér svona eigi ekki skilið að bera fyrirliðaband- ið í þýska landsliðinu. „Ef einhver álítur að ég eigi ekki skilið fyrirliðastöðuna mun ég að sjálfsögðu hætta strax sem slíkur," segir Kahn. -PS Þaö er þetta atvik sem fer fyrir brjóstiö á knattspyrnuáhugamönnum I Þýskalandi. Evrópukeppnin í knattspyrnu: íslenskir eftirlits- menn á faraldsfæti Það er í nógu að snúast hjá ís- lenskum eftirlitsmönnum á er- lendri grundu en í þessari viku eru þrír fulltrúar KSÍ að staxfa á leikjum í Evrópukeppninni í knattspymu. Eggert Magnússon er sérstakur sendifulltrúi Lennarts Johanns- son, formanns UEFA, á leik Juventus og Newcastle í kvöld og á leik Inter og Lyon á miðviku- dagskvöld. Ellert B. Schram held- ur til Noregs þar sem hann hittir fyrir Áma Gaut Arason en Ellert verður eftirlitsmaður á leik Ros- enborgar og Ajax og allir eru þess- ir leikir í Meistaradeild Evrópu. Þá er Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, eftirlitsmaður á leik FC Köbenhavn og Djurgaar- den í Evrópukeppni félagsliða í Kaupmannahöfn. -PS Úlfarnir útdeila smokkum Stjórn enska knattspymufé- lagsins Wolves, sem landsliðs- maðurinn ívar Ingimarsson leik- ur með, hefur ákveðið að gefa smokka fyrir alla heimaleiki fé- lagsins. Félagið ætlar að starf- rækja upplýsingamiðstöð á leik- vangi félagins tvo tíma fyrir alla heimaleiki liðsins þar sem veitt verður ráðgjöf varðandi heilsu manna en i miðstöðinni verður starfandi fagfólk á sviði heflsu- gæslu. Það voru leikmenn liðs- ins sem í gær opnuðu ráðgjafar- stöðina og útdeildu fyrstu smokkunum til aðdáenda liðs- ins. -PS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.