Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 Fréttir :dv íslensk erfðagreining á tímamótum: Slegið hefur í bakseglin - rekstrarfé ekki lengur sótt í vasa fjárfesta Glæsllegar höfuöstöövar íslenskrar erföagreinlngar í Vatnsmýrinni Gríöarlegar væntingar voru um mikla og skjóta vaxtarmöguleika líftæknifyrir- tækja um allan heim. Þessi bygging er m.a. ávöxtur þeirrar bjartsýni. Raunin hefur hins vegar oröiö allt önnur. Hugmyndir manna um aö genaleit myndi skjótt leiöa til lyfjaþróunar á ólíklegustu sviöum hafa ekki staöiö undir væntingum. íslensk erfðagreining stendur nú á vissum timamótum. Eftir gríðar- legar væntingar um mikla vaxtar- möguleika líftæknifyrirtækja hefur nú slegið í bakseglin svo að segja varð upp 200 starfsmönnum fyrir- tækisins. Rekstrarfé verður ekki lengur sótt á auðveldan hátt í vasa fjárfesta. Gagnagrunnur íslenskrar erfða- greiningar sem varð tilefni há- værra deilna, m.a. á Alþingi, er enn ekki farinn að virka þó að fjög- ur ár séu frá því Alþingi samþykkti lög um gerð hans. Ekki er búið að færa einn einasta staf inn í grunn- inn þótt þrjú ár séu liðin frá því starfsleyfið var gefið út til reksturs fyrirtækisins á gagnagrunninum í 12 ár. Miklar deilur hafa veriö um skilgreiningu á því með hvaða hætti skrá megi upplýsingar inn í grunninn. Hafa slíkar deilur, með- al annars milli heilbrigðisráðu- neytis og Persónuvemdar, sem hófust í mars á þessu ári, valdið töf sem enn sér ekki fyrir endann á. Nú er boltinn sagður vera hjá Per- sónuvemd. Fleira hangir þó á spýt- unni hjá íslenskri érfðagreiningu, en greinilega hefur þó slegið á bjartsýnina og væntingamar sem geröar hafa verið tU fyrirtækisins. Vandræöi i Vatnsmyrli Fyrsti hlutl Fækkað um 200 starfs- menn íslensk erfðagreining, móðurfé- lag deCODE, kynnti fyrir helgina uppsögn á 200 starfsmönnum. Á fóstudaginn var reyndar sagt upp um 140 manns en áður var búið að tilkynna um uppsögn á 60 manns. Var uppsögnin tilkynnt á fjármála- markaði Nasdaq sem liður í hag- ræðingu í rekstri fyrirtækisins. í tilkynningu félagsins var sagt að starfsmönnum yrði því fækkað úr 650 í 450. Flestar uppsagnir í grunn- rannsóknum Það fólk sem nú hefur fengið uppsagnarbréf er flest úr þeirri deild fyrirtækisins sem vinnur að grunnrannsóknum. Þar hefur einnig veriö lögö mest áhersla á aukna sjálfvirkni að undanfórnu. Aö ööru leyti eru hlutfallslega sam- bærilegar uppsagnir i öðrum deild- um og dreifist það samkvæmt upp- lýsingum fyrirtækisins nokkuð jafnt yfir menntastig starfsmanna. Samhliða þessum uppsögnum er stefnt að jákvæðu fjárstreymi frá rekstri strax á næsta ári. Greint var frá því að erfðafræði- rannsóknir og ýmsar þjónustu- rannsóknir fyrir lyfjageirann skUi fyrirtækinu nú umtalsverðum tekj- um sem gert er ráð fyrir að dugi tU að fjármagna reksturinn með um 450 starfsmenn. Þetta er þó greini- legt bakslag á þær væntingar sem gerðar voru tU vaxtar í þessari grein fyrir fáum misserum. Byggð á lýðerfðafræði Starfsemi íslenskrar erfðagrein- ingar byggir á rannsóknum í lýö- erfðafræði. Þekkingu á erfðafræði sjúkdóma er breytt í afurðir fyrir heUbrigðisgeirann. Hjá fyrirtæk- inu er meðal annars unnið að meingenaleit, rannsóknum í lyfja- fræði og lyfjaerfðafræði, þróun á DNA-greiningarprófum, smíði líf- upplýsingakerfis og hönnun hug- búnaðar fyrir heUsugæslu. Lyfja- efnafræðideUd íslenskrar erfða- greiningar í Chicago og Seattle starfar að framhaldsrannsóknum á lyfjamörkum úr erfðafræðirann- sóknum fyrirtækisins á íslandi auk ýmissa þjónusturannsókna fyrir lyfja- og líftæknigeirann. Mikil grunnvinna að baki Áhrifin af uppsögnunum á starf- semi félagsins eru ekki sögð eins mikil og ætla mætti. Samt þykir ýmsum þaö skjóta skökku við að menn hyggist halda uppi nær óbreyttum dampi þrátt fyrir upp- sagnir á tvö hundruð manns. Ástæður þess að þetta sé gerlegt telja talsmenn félagsins m.a. vera að þegar sé búið að vinna verulega mikla grunnvinnu sem ekki þurfi að vinna aftur. Þá vinnu megi síð- an nota sem grunn við alla aðra sjúkdómarannsóknarvinnu. Þess má geta að um 80 þúsund íslending- ar hafa gefið fyrirtækinu lífsýni í sjúkdómatengdum rannsóknum. Árangur i geðklofarann- sóknum Meingenaleitin sjálf fer fram í tveimur þrepum. Fyrst er að finna gölluðu genin, eða svokölluð mein- gen og á hvaða litningi þau eru. Síðan er að staðsetja þau á tiltekn- um litningi. Næsta stig er að ein- angra genið. Þegar það er komið er að finna út það sem genið gefur af sér, sem í flestum tilvikum er prótein. Þegar rétta próteinið er fundið hefst hin raunverulega til- raunastarfsemi við efnablöndur og með hvaða efniun megi hugsanlega breyta hinu gallaða efni til betri vegar. Þetta ferli er þegar hafið varðandi geðklofa. Þar hefur ÍE þegar tekist að finna genið, stað- setja það og einangra. Tilraunir eru þegar hafnar við að skjóta efna- samböndum á tiltekið prótein, eða svokölluð lyfjamörk, í því skyni að finna þau efnasambönd sem nota megi til að framleiða lyf við geð- klofa. Lítil tiltrú fjárfesta Ljóst er að gengi líftæknifyrir- tækja á fjármálamarkaði hefur ver- ið æði dapurt undanfarin rúm tvö ár og má í raun segja að tiltrú fjár- festa á þessari grein hafi beðið skipbrot eftir gríðariegar vænting- ar í upphafi. Engar vísbendingar eru heldur um að verð hlutabréfa í þessum geira séu á uppleið á næst- unni. Þá hafa stóru lyfjafyrirtækin dregiö lappimar varðandi aukna fjármögnun í greininni. Lækkun á verði bréfa í íslenskri erfðagrein- ingu er þama ekki undanskilin, en á Nasdaq-markaði hefur gengi fé- lagsins hrapað frá því það var fyrst skráð á markaði úr 18 dollurum í um tvo dollara á hlut að undan- fömu. Markaðsvirði fyrirtækisins hefur verið talið um 10 milljarðar króna, en ýmsir hafa þó uppi efa- semdir um raunvirðið miðað við dvínandi áhuga fjárfesta á þessari grein. Fyrirtækið sé afar sérhæft og allur búnaður í raun lítils virði nema í þeirri starfsemi sem þar er stunduð í dag. Fyrirtækið mun þó enn eiga, samkvæmt reikningum félagsins, meira en 100 milljón doll- ara í sjóðum. Ekkert tjármagn á hluta- bréfamarkaði Kári Stefánsson staðfesti á síma- fundi síðastliðinn fóstudag erfið- leikana við að sækja fjármagn á hlutabréfamarkaðinn. „Það má segja að í dag sé útilok- að að sækja fjármagn til rannsókna og þróunar á hlutabréfamarkað. Það er okkur því nauðsyn að reka fyrirtækið algjörlega á þeim tekj- um sem við höfum skapað okkur, til að geta síðar notið ávaxtanna af þróun nýrra afurða fyrir heilbrigð- isgeirann. Við teljum að með þess- um aðgerðum muni það takast,“ sagöi Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar. -HKr. Sta&a rannsókna hjá ÍE Tengslæ Melngen tengt Meingen Htningasvæði elnangraö Sjátfsónæmis- og bólgusjúkdómar. Ofnæmi X X Þarmabólga X Insúfinháð sykursýki (IDOM) X Psóriasis X X Uöa&gt X X Hryggikt X Hjarta- og lungnasjúkdóman Lungnateppusjúkdómar (C0PD) X X Asmi X X Kransæðastifla X X Háþrýstmgur . .. X X Útæöasjúkdómar X X X Heilablóðfail X X X Kæfisvefn X Krabbameln: Lungnakrabbamein X Krabbamein 1 bióðruhálskirtii X Soriuæxli X Nýmakrabbamein X Góðkynja stækkun blöðruhálskirtils X Krabbamein I eistum X Krabbamein 1 skjaldkirtli X Ristilkrabbamein X Augnsjúkdómar: Gláka X Nærsýni X Ský á augasteini X Sjónfreknusjúkdómur X X Sjóndepilsrýmun (AMD) X Kvensjúkdómar: Meðgöngueitmn X Legslímuflakk X Efnaskiptasjúkdómar og abrir sjúkdómar: Insúfinhéö sykursýki (NIDDM) X X X X Slitgigt X X (jólskyldulæg blóöfituhækkun X Offita X X Næturvæta X Sjúkdómar í miötaugakerfi: Alzheimer X X Kvfðaröskun X X Geðhvórf og þunglyndi X Fjótskytdulasgur handskjátfti (FET) X X MænuSigg (MS) _ , X X Drómasýki X X Parkmsonsjúkdómur X X Geðklofi X X X Athyglisbrestur með ofvirkni X Einhverfa X Migreni X Önnur rannsóknaverkefni: lats X Breskir sérfræðingar segja Skerjafjarðarvélina ekki hafa haft lofthæfi: Segja skort á sönnunargögnum Flugvélin sem fórst í Skerjafirði að kvöldi 7. ágúst árið 2000 hefði ekki átt að fá lofthæfisskírteini. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu breskra flugslysasér- fræðinga, Bernie Forward og Franks Taylors, um Skerjafjarðar- slysið; rannsókn þess og kringum- stæður. Fjjórir létust í flugslysinu og tveir nokkru síðar. Aöstandendur tveggja fórnar- lamba slyssins, Jón Ólafur Skarp- héðinsson og Friðrik Þór Guð- mundsson, fengu bresku sérfræð- ingana til að fara yfir skýrslu Rann- sóknamefndar flugslysa. Hvað varðar lofthæfi vélarinnar þá er vitnað í skýrslunni til stað- hæfingar RNF um aö vélin hefði ekki átt að fá lofthæfisskírteini og ljóst sé að nefndin hafi haft gögn sem styðji þá skoðun. Flugmála- stjóm hafi hins vegar metiö það svo að ekki væri hægt að styðja þá stað- hæfingu og því hafi henni verið breytt í lokaskýrslu. Bretarnir segja skýrslu RNF al- mennt fylgja fyrirmælum Alþjóða- flugmálastjórnarinnar. Þó sé of mik- ið af greiningu skýrslunnar byggt á tilgátum í stað harðra sönnunar- gagna. Það eigi til dæmis við þá til- gátu að eldsneytistankur vélarinn- ar, sem var notaður, hafi verið tóm- ur. Þar telja sérfræðingamir ekki byggt á öruggum útreikningum. Snemma hafi menn talið að bens- ínskortur hafi verið meginorsök slyssins og hafi það verið rökstutt með yfirborðslegri rannsókn á mót- or flugvélarinnar. Ekki hafi veriö kannað hvort mótorinn bræddi úr sér á fluginu og er RNF gagnrýnd fyrir að hafa ekki kannað þann þátt. Þá gagnrýna sérfræðingamir eft- irlit af hálfu Flugmálastjómar í Vestmannaeyjum; þeir vísa til þess að þrátt fyrir viðbúnað af hálfu stofnunarinnar hafi starfsmönnum Flugmálastjómar yfirsést að flug- maður vélarinnar hafi veriö kom- inn fram úr leyföum flugtíma. Jón Ólafur og Friðrik krefjast þess að samönguráðherra hlutist til um að málið verði endurupptekið í heild sinni. Bresku sérfræðingamir leggja jafnframt til að rannsóknin verði tekin upp á ný til að tryggja að allar viðeigandi ráðstafanir er lúta að flugöryggi verði gerðar. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra í morgun. Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, sagði hins veg- ar í samtali við DV að ekki væri ólíklegt að viðbragða ráðherrans væri að vænta síðar í dag. Þá sagði Heimir Már Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Flugmálastjómar, að skýrsl- an væri enn til skoðunar hjá stofn- uninni og viðbragða gæti verið að vænta innan fáeinna daga. -aþ /£ ijíiyn/j’iJJ REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 18.58 18.43 Sólarupprás á morgun 07.39 07.24 Síódeglsflóó 13.56 18.29 Árdegisflóð á morgun 02.44 07.17 Súld eöa rigning Austan- og suðaustanátt, 13 til 20 metrar á sekúndu og súld eða rign- ing með köflum sunnan og vestan til en hægari vindur og þurrt aö mestu annars staðar. Rigning um land allt Suðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu austan til á morgun en hægari suö- vestlæg eða breytileg átt vestan til. Rigning eöa súld um allt land en þó dregur úr úrkomu vestan til síödegis. Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur © Hiti 5” 'W' Hiti 5° o Hiti 5" «112" «112° til 12° Viodun 3-8 "V* Vindur. 3-8 "V* Vindur: 5-10™/» t t t Vætusamt sunnan- og vestanlands en úrkomu- mlnna noró- austan tll á landlnu. Vætusamt sunnan- og vestanlands, en úrkomu- mlnna noró- austan tll á landlnu. Vætusamt sunnan- og vestanlands, en úrkomu mlnna noró- austan tll á landlnu. m/s Logn 0-0,2 Andvarí 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stlnningskaldl 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvi&ri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviörl >= 32,7 inr. AKUREYRI skýjaö 2 BERGSSTAÐIR hálfskýjaö 3 BOLUNGARVÍK skýjaö 7 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 6 KEFLAVÍK rigning og súld 10 KIRKJUBÆJARKL. rigning 7 RAUFARHÖFN heiöskírt 7 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI skýjaö 8 BERGEN súld 13 HELSINKI skýjaö 6 KAUPMANNAHOFN þokumóða 11 ÓSLÓ rigning 9 STOKKHÓLMUR 6 ÞÓRSHÖFN þoka 11 ÞRÁNDHEIMUR þoka 2 ALGARVE alskýjaö 20 AMSTERDAM skýjaö 8 BARCELONA léttskýjaö 16 BERLÍN lágþokublettir 9 CHICAGO léttskýjaö 23 DUBLIN þokumóöa 14 HALIFAX skýjaö 6 HAMBORG skúr 14 FRANKFURT 8 JAN MAYEN léttskýjaö 1 LONDON skýjaö 11 LÚXEMBORG léttskýjaö 7 MALLORCA léttskýjaö 12 MONTREAL heiöskfrt 14 NARSSARSSUAQ skýjaö 3 NEW YORK léttskýjaö 18 ORLANDO léttskýjaö 25 PARÍS 7 VÍN þoka í grennd 5 WASHINGTON þokumóöa 13 WINNIPEG heiöskírt 10 ■rnitCTjiijm-ii.m'.iiiEiwiiiW.niinM.’i.i.-M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.