Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 Skoðun DV Hver er uppáhaldsliturinn þinn? BJörg Ásdísardóttir: Myntugrænn, þaö er að segja innan- húss en ekki á fötum. Anna Guörún Gunnarsdóttir: Þaö er rauöur. Pétur Helgason: Þaö er biár ef einhver er. Þórður Þorkelsson: Ég held þaö sé grænn. Anna Long: Blár er í uppáhaldi hjá mér. Úr Formúlukeppninni Fréttum enn einu sinni kippt úr fastri dagskrá vegna hennar. Snubbótt og svikult Sjónvarp Magnús Gunnarsson skrifar: Það er orðið æði oft sem þeir er greiða skilvíslega upsett afnotagiald, verða fyrir barðinu á eins konar „sjálftökuheimild" Ríkissjónvarpsins þegar felldir eru niður fréttatímar vegna íþróttaþátta. Sá áhorfendahópur sem er hvað „frekastur til fjörsins" með því að heimta hvað eftir annað að dag- skrá sé breytt, hann gengur iyrir að því er virðist, og almenningur sem viii hafa fasta dagskrárliði í sínum skorðum, verður að lúta i lægra haldi. - Svo er því haldið fram að Sjónvarpið gegni hlut- verki sem öryggistæki. Hvílík fásinna og öfugmæli! Sl. sunnudag var fréttatíma enn einu sinni kippt úr fastri dagskrá og þar sett inn svonefhd „Formúlukeppni". Kast- ljósinu var svo sleppt úr þann daginn. Þetta er nú að verða fullmikill yflrgang- ur hjá ráðamönnum Sjónvarpsins. Sama kvöld var svo annar íþróttaþáttur sem varð endilega að sýna á undan „Einhver rádamaður með vit í kollinum og sanngimi að leiðarljósi ætti þó að taka þetta óstinnt upp og leiða ráðamönnum Ríkisút- varpsins (Sjónvarps) fyrir sjónir, hvers konar ofstœki er hér á ferð af hálfu þess- arar stofnunar. “ seinni kvikmyndinni það kvöldið! Það er fyrirkomulag sem lengi hefur verið í „heiðri haft“ á sunudagskvöldum. íþróttagarpamir þurfa víst að komast tímanlega í rúmið! Við hin, sem senni- lega fyllum stærri hóp skylduáskrifenda RÚV, við getum bara beðið. Nýr menntamálaráðherra hefur að þvi er virðist ekkert vitað af svona mistökum hjá Sjónvarpinu. Kannski horfir hann aldrei á Sjónvarpið. Ég lái honum það ekki! Einhver ráðamaður með vit í kollin- um og sanngimi að leiöarljósi ætti þó að taka þetta óstinnt upp og leiða ráðamönn- um Ríkisútvarpsins (Sjónvarps) fyrir sjónir hvers konar ofstæki er hér á ferð af hálfu þessarar stofhunar. Og nú er búið að stofna „hollvina- samtök" Ríkisútvarpsins. Þar era á ferð nokkrir sem títt hafa verið á launum í útsendingum einhverra rása RÚV. Enn er ekki kominn skilningur á þvi að RÚV er samansett af þremur rásum, nefnilega hijóðvarpi rásar eitt, rás tvö og svo sjónvarpi, sem er vægast sagt snubbótt stofnun sem fjölmiðill. Þessa stofiiun mætti leggja niður án þess að nokkur skaði yrði, en mikil búbót fyrir ríkiskassann, þar sem tap RÚV er lang- mest á Sjónvarpinu, og það sýnir sig að það er ekki á nokkum hátt í tengslum við almenning eða þá sem halda því uppi með skylduáskrift. - Ég skora á landsmenn sem era pistli sammála að leggja fram kvartanir til Sjónvarpsins eða ráðuneytis. Þetta á ekki að þola. Er alþýðan í Samfylkingunni? skrifar: Illa er komið fyrir arftökum kommúnista hér, ef það er satt sem Sverrir Jakobsson segir í grein ný- lega, að ekki sé í tísku lengur að kenna sig viö félagshyggju. Þá hefur félagshyggjan ekki stoppað lengi við, því hún er tiltölulega ný af nál- inni. Hér á landi voru stjómmála- flokkamir Sameiningarflokkur al- þýðu, Sósíalistaflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið. Þesir flokkar voru kallaðir verka- lýðsflokkar, jafnt af samherjum sem andstæðingum, og voru nöfn þeirra bundin alþýðunni. En nú er komin Samfylking. En „Ótrúlegasta fólk níðir niður skóinn af alþýðunni, jafnvel „Bríetumar“ og sumir þing- menn Vinstri grœnna. Fé- lagshyggjan er í tröllahönd- um. Heimdellingar em orðn- ir helstu talsmenn íslenskrar alþýðu. “ samfylking hverra? Alþýðan er ekki iengur með í nafni þessa flokks. Rödd hennar heyrist ekki lengur, þótt Samfylkingin sé stofnuð úr þeim flokkum sem tilheyrðu verka- lýðnum. Þar ráða nú önnur öfl. - Fólkið sem Jónas Árnason sagði um að „hefði menntast frá íslensku samfélagi". - Hin „nýja stétt" sem gerir út á brauð og leiki fyrir sjálfa sig. Hátíðir sínar kennir hún við menningu en snýr baki í alþýðu landsins. Þá er brosað fyrir framan sjónvarpsvélamar og takmarkinu er náð. Menningamóttin gekk yfir eins og fellibylur, skemmtanir eru allt annað. Ótrúlegasta fólk níðir niður skóinn af alþýðunni, jafnvel „Bríeturnar" og sumir þingmenn Vinstri grænna. Félagshyggjan er í tröllahöndum. Heimdellingar eru orðnir helstu talsmenn íslenskrar alþýðu. Garri Kerfið sér um sína Garri er tiltölulega einfaldur maður að upplagi. Hann virðir allar helstu reglur sem mannskepn- umar hafa komið sér upp, bæði skrifaðar og óskrifaöar, beinhörð lög og reglur annars vegar og almenn siðalögmál hins vegar. Hann þekkir reyndar ekki röðina á boðorðunum en veit að þar á meðal er eitt sem segir að maður eigi ekki að stela. Og það má heldur ekki stela samkvæmt al- mennum hegningarlögum en þau hafa verið sett í þeim tilgangi að halda mönnum frá ýmsum ógæfuverkum eins og að taka eitthvað ófrjálsri hendi. Glæpur án refsingar Maður skyldi ætla að einfaldar og skýrar laga- reglur sköpuðu traustan grundvöll til að bregðast fljótt við þegar mannskepnan tekur upp á þeim óskunda að brjótast inn og stela. Taka eitthvað sem hún á ekki. En eins og fyrri daginn hefur mönnum tekist að gera einfalda hluti flókna. Veruleikinn tekur sem fyrr öllum skáldskap fram í fáránleika og rugli. Því þegar ótíndur þjófur brýst inn og stelur og er staðinn að verki eða gómaður skömmu síðar bíður hans ekki refsing í formi varðhalds eða sekta heldur örstutt frelsis- svipting meðan skýrsla er tekin og atvikið fært til bókar. Að þvi loknu er honum sleppt. Og hann tekur þráðinn upp að nýju. Og svona getur þetta gengið nótt eftir nótt, viku eftir viku. Svo lengi að þjófurinn tapar öllu samhengi milli þess sem hann gerir og afleiðinganna, enda eru þær engar. Lengi vel. Skyndilega og án augljósrar ástæðu tek- ur kerfið við sér og hneppir þjófinn í varðhald. Þá hefur stanslaus vima og rugl séð til þess að hann hefur ekki hugmynd um hvers vegna hann er tek- inn úr umferö. Því síður veit hann hvað brotin eru mörg. Tíu, tuttugu eða fleiri. Á skítugum skónum Á meðan þjófar athafna sig að vild nótt eftir nótt og viku eftir viku hlaðast upp mál sem kunna að vera fyrirferðarlítil í huga veruleikafirrtra möppudýra en skipta sköpum i lífi þeirra sem verða fyrir barðinu á þjófunum. Þeir sem orðið hafa fyrir innbroti verða sumir ekki samir á eft- ir. Líf þeirra fyllist ótta og í versta falli ofsóknar- kennd. Vanmátturinn er alger þar sem óboðinn gestur hefur rofið friðhelgi heimilisins á skítug- um skónum og þarf ekki að svara til saka. Þjófur- inn er frjáls löngu áður en gert hefur verið við Sfc! gluggann eða dyralásinn, löngu áður en áfallið gerir vart við sig. Kerfiö vasast ekki í slíkum sorgum. Kerfmu er hins vegar annt um að þjófar fái óhefta útrás fyrir framtakssemi sína. Það sér um sína. C,xffl Össur vill Evrópuverð Jakob Jónsson skrifar: Formaður Sam- fylkingarinnar, Össur Skarphéð- insson, hefur ít- rekað sagt að hann vilji fá „Evr- ópuverð" á öllum matvælum. Hver vill það ekki? En haldi formaður- inn að Evrópu- skarp'héðinsson verð á matvæli Verðhjöönun komi með því að me0 ESB-þátt- ganga í ESB þá töku? skjátlast honum ........ hrapallega. Það eram við sjálf, íslend- ingar, sem getum komið í veg fyrir okrið í matvælabransanum hér á landi. Einhverjir flytja inn öll mat- vælin (nema kjöt og mjólk) eftir sem áður. Dettur formanni Samfylkingar- innar í hug að þessir innflytjendur myndu lækka álagninguna eftir inn- göngu okkar í ESB? Hver ætti að segja þeim fyrir verkum i því sam- bandi? Kannski ESB-báknið í Brussel? Nei, verðlagningin á mat- vælum og öðra fyrir neytendur hér er heimatilbúin, enda frjáls og óheft. Enski boltinn á Sýn Ingvar Ragnarsson skrifar: Um daginn komu stórar auglýsing- ar á strætisvögnum borgarinnar þar sem stóð: Enski boltinn á Sýn. Þar sem ég er mikill áhugamaður um enska boltann þá gerðist ég áskrif- andi að Sýn og fór að setja mig í stell- ingar tO að fylgjast með boltanum. Flottur leikur á laugardegi en svo tók ég eftir að þeir voru líka að sýna leik á Stöð 2 sem hefði alveg getað tíman- lega séð verið á Sýn. Fékk þá að vita frá vöninn fótboltaaðdáendum að svona færa þeir að a Stöð 2 tO að fá okkur tO að taka líka áskrift að Stöð 2. Þetta er bara lélegt af Norður- ljósamönnum og þeir ættu þá að aug- lýsa að enski boltinn sé á Stöð 2 og Sýn í stað þess að segja bara Sýn. Kunningi minn sagði mér aö koma með sér þá dagana sem leikur væri á Stöð 2 á næstu krá og horfa á hann þar. Prófaði ég það og þar var troð- ftdlt af fólki. í samræðum komst ég aö því að menn voru mjög ósáttir við Norðurljós út af þessu. Margir slepptu því að fá sér Sýn og færu frek- ar á krá og horfðu þannig á leikina. Norðurljós eru að gera mistök með þessu, ættu frekar að hafa Sýn algjör- lega fyrir íþróttaáhugamenn og flefri áskrOendur myndu fylgja í kjölfarið. Áfram Arsenal! Energym Trim Tronic Sóley hringdi: Ég horfi dálítið á erlendu sjón- varpsstöðvamar sem maður nær gegnum móttöku- diska frá gervi- hnöttunum, t.d. á þýsku stöðvamar, sem era frábærar og nást hér mjög skýrar. Þar er ver- iö að auglýsa (reyndar líka á Sky News og fleiri stöðvum) nýtt tæki tO að ná af sér fitu og keppum. Þetta er nefnt „Energym Trim Tronic" og er eins konar vesti og stuttar buxur sem á era festar rafhlöður sem sjá um að ná titringi á hin ýmsu svæði líkamans, t.d. læri, mjaðmir og maga. Þetta sýn- ist vera mjög áhrifaríkt og selst grimmt i útlandinu. Ég spyr þvi: Er einhver sem flytur þetta inn eða get- ur upplýst um málið? Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Alitaf að reyna... og enn kemur eitthvaö nýtt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.