Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 Skotar vilja fleiri miöa „Það er mikil ásókn i miða á leikinn við Skota og hringt til okkar á skrifstofunni daglega frá Skotlandi. Þeir hafa óskað eftir þvi við okkur að fá þúsund miða til viðbótar við þá 1200 sem þeir hafa þegar fengið. í dag eru rúmlega tvö þúsund miðar eftir og þeir verða örugglega allar farnir út þegar að leiknum er komið þann 12. október,“ sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, við DV. íslendingar mæta sem kunnugt er Skotum í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli 12. október. -JKS KR-ingarnir Veigar Páll Gunnarsson og Ásthildur Helgadóttir voru útnefnd bestu leikmennirnir í síðustu sex umferöum Símadeildar karla og kvenna í gær. DV-mynd Hari Viðurkenningar i lokaumferðum Símadeildar karla og kvenna: Veigar Páll og Ásthildur bestu leikmennirnir Veigar Páll Gunnarsson, KR, og Ásthildur Helgadóttir, KR, voru útnefndir bestu leikmennirnir í lokaumferðum Símadeildar karla og kvenna en það eru íþróttafrétta- menn á íjölmiðlunum í samvinnu við KSÍ sem standa að þessu kjöri. Veigar Páll og Ásthildur voru talin hafa staðið sig best í síðustu sex umferðum Símadeildar karla og kvenna. Þá var Willum Þór Þórsson, þjálfari íslandsmeistara KR, þjálfari 8.-14. umferöar, og Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari Islands- meistara KR í kvennaflokki, útnefnd þjálfari 14.-18. umferðar í Símadeild kvenna. Egill Már Markússon var útnefndur besti dómarinn í síðustu sex umferðum Símadeildar karla. Við sama tilefni var lið umferða 13.-18. valið í karla- og kvenna- flokki. Karlaliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Gunnar Sigurðsson, Fram, er í markinu. Varnarmenn eru Kristján Sigurðsson, KA, Reynir Leósson, ÍA, Sinisa Kekic, Grindavik og Þormóður Egilsson, KR. Tengiliðir eru Ágúst Gylfason, Fram, Grétar Rafn Steinsson, ÍA, Veigar Páll Gunnarsson, KR, og Sigurvin Ólafsson, KR. Framherjar eru Grétar Hjartarson, Grindavík, og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR. Lið kvenna í umferðunum 8.-14, er þannig skipað. Markvörður er Sandra Sigurðardóttir, Þór/KA/KS. Varnarmenn eru Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR, Rósa Júlía Steinþórsdóttir, Val, Ásdís Þorgilsdóttir, KR, og Björg Ásta Þórðardóttir, Breiðabliki. Tengiliðir eru Ásthildur Helgadóttir, KR, Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki, Hólmfriður Magnúsdóttir, KR, Laufey Ólafsdóttir, ÍBV. Framheijar eru Olaf Færseth, KR, og Hrefna Jóhannesdóttir, KR. Leikmenn beggja liða fengu viðurkenmngu fPá Símanum og auk þess sem leikmanni, þjálfara og dómara voru afhent gjafabréf upp á 20 þúsund krónur. -JKS Róbert Gunnarsson handknattleiks- maður átti góöan leik með liöinu sínu Árhus í dönsku 1. deildinni í hand- bolta um helgina. Árhus lék gegn hinu sterka liði Gudme GOG á úti- velli og hafði sigur, 27-30, og tapaöi GOG þar með sínum íyrsta leik i vet- ur. Róbert skoraði átta mörk af lín- unni og hefur verið iðinn við kolann það sem af er en félagi hans, Þor- varöur Tjöryi Ólafsson, skoraði tvö mörk fyrir Árósa-liðið. Kolding er í efst sæti í deildinni með 6 stig en Ár- hus fjögur stig. Friesenheim, sem Atli Hilmarsson þjálfar í þýsku 2. deildinni syðri, tap- aði fyrir Kronau-Östringen, 26-20, um helgina. Halldór Sigfússon komst ekki á blað hjá Friesenheim. Friesen- heim er I sjöunda sætinu með fjögur stig að loknum fjórum leikjum. Kronau/östringen og Dússeldorf eru efst í riðlinum með átta stig. Gunnar Berg Viktorsson og félagar í franska handknattleiksliðinu Paris St. Germain töpuðu fyrir Creitel, 24-25, í frönsku 1. deildinni. -JKS Eins og málum háttar í dag er óvist hvort Siguröur Jónsson veröur áfram þjálfari FH en þaö ætti aö skýrast eftir fund hjá knattspyrnudeildinni f kvöld. Þýski handboltinn: Guðjón Valur átti stórleik með Essen Lemgo heldur sigurgöngu sinni áfram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en liðið vann sinn fimmta leik i röð og hefur fullt hús stiga. Lemgo vann stórsigur, 39-26, á Wallau Massenheim um helgina. Einar Öm Jónsson skorað ekki fyr- ir Wallau í leiknum. Magdeburg sigraði Göpp- ingen, 25-23, á heimavelli eftir að hafa verið undir í háifleik, 13-14. Sigfús Sig- urðsson og Ólafur Stefáns- son voru markahæstir hjá Magdeburg með fimm mörk hvor. Essen, sem er í þriðja sæti, sigraði WUhels- havener með 16 mörkum, 38-22, þar sem Guðjón Valur Sig- urðsson átti stórleik og gerði átta mörk fyrir Essen. Patrekur Jóhann- esson skoraði fimm mörk fyrir Essen. Wetzler og Minden gerðu jafn- tefli, 28-28, þar sem Róbert Sig- hvatsson skoraði fimm mörk fyrir Wetzlar. Sigurður Bjamason var ekki á meðal markaskor- ara Wetzlar og ekki heldur Gústaf Bjarnason í herbúð- um Minden. Lemgo hefur 10 stig í efsta sætinu en i 2.-3. sæti eru Magdeburg og Essen með átta stig. Nordhom og Gum- mersbach koma í næstu sæt- um með sjö stig. -JKS Guöjón Valur Sigurösson. Heiðmar og félagar í Bidasoa án stiga Hvorki gengur né rekur hjá Heiðmari Felixssyni og samherj- um í Bidasoa í spænsku 1. deild- inni í handknattleik. Liöið tapaöi sínum ijórða leik í röð þegar það beiö lægri hlut fyrir Cantabria, 29-18, og skoraði Heiðmar tvö mörk i leiknum. Aftur á móti gengur Ciudad Real allt í haginn, sigraöi Gáldar, 29-25, og var þetta þriðji sigur- leikur liðsins i röð. Rúnar Sig- tryggsson náði ekki að skora fyrir Ciudad Real en var eins og fýrri daginn sterkur í vörninni. Hilmar Þórlindsson komst ekki á blað hjá Cangas sem gerði jafh- tefli við Barakaldo, 23-23, á úti- velli. Ademar Leon, sem trónir á toppi deildarinnar, sigraði Real Váfladolid, 29-26, og Barcelona sigraði Altea, 30-27. Ademar Leon hefur átta stig eft- ir fjórar umferður og sama stiga- fjölda hefur Barcelona en lakara markahlutfafl en Ademar. Ciudad Real er í fjórða sæti með sex stig. Cangas hefur tvö stig í 13. sæti og Bidasoa er án stiga á botni deildarinnar. -JKS Bjarni æfir Bjami Hólm Aðalsteinsson, knatt- spyrnumaður úr Fram, mun á næstu dögum æfa með norska úr- valsdeildarliðinu Molde. Bjarni Hólm keppir með 19 ára landsliði ís- lands vináttulandsleik gegn Norð- mönnum í Ósló í kvöld og í beinu framhaldi fer hann tfl Molde. Norska liðið hefur fylgst með Bjama í sumar og kemur ekki á óvart að norska liðið vfll fá hann tU með Molde reynslu enda mikið efni þar á ferð. Molde hefur einnig sýnt áhuga á að fá Keflvíkinginn Hauk Inga Guðnason tU reynslu en hann sagöi i samtali við DV í gærkvöld það al- gjörlega óráðið. „Ég vU sjá fyrst hvað býr þama að baki áður en ég tek ákvörðun. Ég ætla ekki að ana að neinu heldur skoða mín mál í ró- legheitunum," sagði Haukur Ingi. -JKS Þjálfaramál hjá Fram og FH óleyst: Verða vonandi til lykta leidd í dag Stjórn Fram í knattspymu kemur saman tU fundar í kvöld og ræðst þá að öUum líkindum hvort Kristinn R. Jónsson verður áfram þjálfari liðs- ins. Hann á eitt ár eftir af samningi stnum viö félagið en hefur stýrt lið- inu sl. tvö ár. Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Fram, sagði í samtali við DV aö far- ið yrði yfir stöðu mála á fundi í kvöld. „Ég er að gera mér vonir um að málin verði tU lykta leidd á þeim fundi,“ sagði Brynjar. AUir leik- menn Fram em samningsbundnir fyrir utan þá Sævar Guðjónsson og Ásgeir Halldórsson og á þessari stundu er óvíst hvort þeir leiki með liðinu á næsta tímabUi. FH-ingar ætla einnig að funda um þjálfaramál sín í kvöld og eftir hann ætti væntanlega að liggja fyrir hvort Sigurður Jónsson verður áfram þjálfari. Það urðu hlutskipti FH-liðsins að hafna í sjötta sæti í SímadeUdinni eftir að hafa verið með faUdrauginn í eftirdragi á loka- spretti mótsins. Eyjamenn funduðu í gærkvöld og á þeim fimdi gerðist það að Viðar Elíasson var kjörinn formaður knattspymudeUdarinnar en Ás- mundur Friðriksson gaf ekki kost á sér tU áframhaldandi formennsku eftir þriggja ára starf. Viðar sagði í samtali við DV að þeir væru að skoða sín þjálfaramál og sú vinna myndi ganga hratt. „Við ætlum aö vanda okkur en það er nauðsynlegt að landa þessu máli sem fyrst,“ sagði Viöar. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.