Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 27 x>v _____ ______________________________________________________Sport Lagt er aö Sam Torrance að halda áfram sem fyrirliði Ryder-liðsins Torrance segir Langer verða frábæran fyrirliða - Curtis Strange ekki kennt um ófarir Bandaríkjamanna Fyrir Ryder-keppnina um síðast- liðna helgi hafði fyrirliöi evrópska liðsins, Sam Torrance, lýst því yfir að hann myndi ekki halda áfram sem fyrirliði liðsins. Leikmenn og aðstandendur evrópska liðsins vonast þó til þess að Torrance end- urskoði þessa ákvörðun sína og bjartsýnustu menn segja að það séu teikn á lofti um að hann sé að gera það. Verst allra frétta Torrance sjálfur verst þó allra frétta af málinu. „Að taka ákvörð- un um framtíðina núna er ekki efst í huga mér og ég er nú eiginlega ekki að hugsa um þetta mál. Sum- ir liðsmanna spurðu mig sigur- kvöldið hvort ég ætlaöi ekki að halda áfram en þeir voru allir fúll- ir,“ sagði Torrance. Ef Torrance stendur við ákvörð- un sína um að hætta kemur upp sú spurning hver muni taka við stöð- unni. Þeir sem helst eru nefndir til sögunnar eru Bernhard Langer, einn af þeim sem lögðu grunninn að sigrinum, Ian Woosnam, aðstoð- armaður Torrance, og Nick Faldo. Hrifnastur af Langer Sam Torrance er sjálfur hrifn- astur af hugmyndinni um að Þjóð- veijinn Bernhard Langer taki við liðinu. „Ég er alveg sannfærður um að hann verður fyrirliði liðsins en ég veit bara ekki hvenær. Hann yrði frábær fyrirliöi." Einn af þeim sem hafa tjáð sig um árangur evrópska liðsins er sjálfur Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Man. Utd og sam- landi Sam Torrance. „Sigurinn var frábær. Ég fagna fyrir hönd Torrance. Hann sýndi að hann hafði fullkomna stjórn á liðinu og hann fór aldrei á taugum þrátt fyr- ir að á ýmsu gengi og það er gott að fylgjast með slíkum stjórn- anda,“ sagði Ferguson Ein af hetjum Evrópu var nýlið- inn Philip Price sem fékk það erf- iða hlutverk að leika gegn Phil Michelson á lokadaginn og tókst honum, það sem fyrirfram var talið hið ómögulega; að leggja Michelson að velli nokkuð sann- færandi. Price er fyrirliðanum þakklátur fyrir traustið. „Ég þakka Jean Todt hjá Ferrari: Fyrirskipun ekki gefin Stjómandi Ferrari-liðsins, Jean Todt, hefur vísað þeim ásökunum á bug að hann hafi skipað Micheal Schumacher að hleypa félaga sín- um Rubens Barrichello fram úr á lokametrunum í Formúlu 1 keppn- inni í Indianapolis um helgina. Ferrari-liðið hefur verið gagnrýnt talsvert í vetur fyrir einmitt að vera að hagræða úrslitum á milli þessara tveggja ökumanna eftir því hvað hentar hverju sinni og sumir gagnrýnendur halda því fram að þetta sé að koma niður á iþróttinni og að aðsókn fari þar af leiðandi minnkandi. Reyndar sagði Schumacher á blaðamannafundinum eftir keppn- ina um helgina að hann hefði nú verið að endurgjalda Barrichello þegar sá síðamefndi hleypti honum fram úr í kappakstrinum í Austur- ríki í maí. Síðan þá hefur það tví- vegis gerst að Barrichello hefur verið gefinn sigur af Schumacher og nú í þriðja skiptið. -PS Torrance fyrir að meðhöndla mig sem raunverulegan hluta af þessu liði en ekki einhvem gaur sem ekki er í neinu formi en komst samt einhvem veginn í liðið. Ég vildi leggja eitthvað af mörkum til liðsins og var sannfærður um að ég gæti það,“ sagði Price. Mitt tækifæri Annar nýliði í liðinu átti púttið sem tryggði endanlega sigurinn en það var írinn Paul McGinley. „Þeg- ar ég kom á flötina á 18. holunni sagði hann við mig; Gerðu þetta fyrir mig,“ sagði McGinley. „Þegar ég stóð yfir boltanum fyr- ir púttið vissi ég hvað var í húfi. Þetta var sambland af spennu, adrenalini og einbeitingu. Þetta Það er stórleikur í G-riðli á Ólymp- íuleikvanginum í Munchen í kvöld þegar Bayem Munchen mætir stórliði AC Milan sem hefur byrjað tímabilið mjög vel og er þetta tvímælalaust stór- leikur kvöldsins. Heimamenn verða án Lizarazu, Deislers, Scholls og Santa Cruz vegna meiðsla á meðan andstæðingamir mæta með sitt sterkasta lið. I sama riðli mætast Deportivo og Lens en eftir slæmt tap í síðasta leik á heimavelli verður Deportivo að ná í þrjú stig ef liðiö ætl- ar að gera einhverja hluti í þessari keppni. í H-riðli tekur Galatasaray á móti Club Brugge en í síðustu umferð tap- aði tyrkneska liðið á heimavelli sín- um sem er ekki algengt. í sama riðli fer Barcelona í ferðalag til Moskvu þar sem það mætir Lokomotiv. Man. Utd leikur á heimavelli við Olympiakos frá Grikklandi en liðin leika í F-riðli. Paul Scholes leikur að nýju í liöi Man.Utd en ekki er víst hvort þeir Rio Ferdinand og Veron verða með, Ferdinand á við lítils hátt- ar meiðsli að striða og Veron er að var mitt tækifæri og ég leysti það.“ Eðlilega er ekki sama stemning- in hinum megin við hafið en fjöl- miðlar þar í landi fara mjúkum höndum um Curtis Strange, fyrir- liða bandaríska liðsins, og harð- neita að ósigurinn sé honum að kenna. Heyrst hafa efasemdarradd- ir um að sú ákvörðun Strange á lokadaginn að láta sína sterkustu menn fara síðast af stað hafi verið rétt en þar með lentu þeir á móti veikari mótherjum Evrópu. Hins vegar snúa Bandarískir fjölmiðlar þessu við og tala frekar um að Sam Torrance hafi sýnt þar snilldar- takta með því að láta sína bestu menn fara út fyrst en sú ákvörðun kom flestum í opna skjöldu og þar á meðal Curtis Strange. Þeir segja skríða úr veikindum. í sama riðli mætast Maccabi Haifa og Leverkusen á Kýpur. í E-riðli tekur Juventus á móti Newcastle en enska liðið er enn stiga- laust í riðlinum og ekki er líklegt að það breytist í kvöld. Juventus mætir með sitt stjömum prýdda lið en hins vegar mætir Newcastle með hálf- vængbrotið lið þar sem í það vantar að Torrance hafi spunnið þama eitraöan vef sem bandaríska liðið hafi ekki sloppið út úr. Áhorfendum hrósað Bandarískir fjölmiölar hrósa evrópsku leikmönnunum í hástert og þá sérstaklega þeim Paul McG- inley og Colin Montgomery sem ekki alltaf hefur verið vinsæll vest- anhafs. Þá fá áhorfendur á Belfry sinn skerf af hólinu og hrífast bandarískir blaðamenn af því hvemig þeir studdu sína menn, jafnframt því hvemig gestunum var sýnd full kurteisi á meðan á mótinu stóð. Eitthvað sem banda- rískir áhorfendur hafa átt erfitt með að gera þegar mótið er haldið í Bandaríkjunum. -PS einn hættulegasta mann liðsins. Craig Bellamy er að taka út fyrsta leikinn í þriggja leikja banni. í sama riðli mæt- ast Feyenoord og Dynamo Kiev Á sjónvarpsstöðinni Sýn verður leikur Man. Utd og Olympiakos sýnd- ur i beinni útsendingu og á eftir hon- um leikur Bayem og AC Milan. -PS Blcsnd í poka Þaó veróur enn bið á þvi að Ronaldo leiki sinn fyrsta leik með Real Madríd. Forvarsmenn spænska liðsins voru að gera sér vonir um að kappinn yrði klár í leikinn gegn AEK í meistara- deildinni annað kvöld en af því verður ekki. Hann á enn við smá- vægileg meiðsli aö stríöa og eng- in áhætta verður tekin með þvi að láta hann leika. Hins vegar er fastlega búist viö að hann leiki sinn fyrsta leik gegn Alaves á laugardaginn kemur. Þrátt fyrir að hið fornfræga lið Fiorentina hafi verið dæmt niður um tvær deildir á Ítalíu er ekki að sjá að áhangendur liösins hafi snúið baki við því. Um ný- liðna helgi sóttu yfir 16 þúsund áhorfendur leik liðsins gegn Castelnuovo Garfagnana í 3. deildinni. Fiorentina var dæmt niður vegna gjaldþrots liösins og heitir nú fullu nafni Fiorentina Violas. Þess má geta að þaö er lið í efstu deildinni sem eru að fá færri áhorfendur á heimaleiki sína og má í því sambandi nefna Parma. Dieter Höness, framkvæmda- stjóri Hertha Berlín, og mark- vörður liðsins, Gabor Kiraly, eiga jafnvel yfir höfði sér sektir vegna framkomu sinnar í garð eins aöstoðardómarans í leik liðsins gegn 1860 Múnchen. Þeir félagar mótmæltu hástöfum markinu sem Múnchenliðið skoraði en Markus Schroth, sem það gerði, handlék greini- lega boltann áður en hann skor- aði. Höness og Kiraly verða að svara fyrir þetta avik hjá þýska knattspymusambandinu. Þaó var stór stund en trega- full fyrir suma Lundúnabúa þeg- ar niðurrif á gamla Wembley- leikvanginum hófust í gærmorg- un. Vertakar hófu þá sínu vinnu en nýi völlurinn mun rísa á rúst- um hins gamla. Það mun taka fjögur ár aö byggja nýjan Wembley sem mun hýsa um 90 þúsund manns. Flest bendir nú til þess að Martin O’Neill, knattspyrnu- stjóri Celtic, geri nýjan samning við félagið og munu aðstandend- ur liðsins og O’Neill setjast niður eftir leikinn við erkifjenduma í Glasgow Rangers um næstu helgi. Ánægja hefur verið með störf O’Neill og þykir ekki ólíklegt að hann skrifi undir samning til íjögurra ára. Franska liöiö Auxerre verður án Djibrill Cisse í leiknum við Arsenal í meistaradeildinni ann- að kvöld. Hann hefur ekki verið með í fyrstu tveimur leikjunum í keppninni vegna meiðsla. Cisse er einn mesti markaskorari liðs- ins og hefur hans verið sárt saknað í síðustu leikjum. Velska knattspyrnusamband- inu er í mun að gera nýjan samn- ing við Mark Huges, þjálfara landsliðsins. Er líklegt að það gerist í vikunni og myndi Hug- hes vera með samning til ársins 2006. Hann tilkynnti landsliðs- hópinn sem mætir ítölum í und- ankeppni Evrópumótsins í Car- diff þann 16. október. West Ham hefur orðið fýrir blóðtöku en í ljós hefur komið að Freddie Kanoute, sem meiddist í leiknum við Chelsea um síð- ustu helgi, verður frá í fjórar vik- ur vegna þeirra. Oliver Dacourt, leikmaður Leeds, sagði eftir leik liðsins gegn Arsenal um helgina að Arsenal væri trúlega besta lið Evrópu nú um stundir. Það heföi alla burði til að standast spænska stórveldinu Real Madríd snúning. -JKS Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu heldur áfram í kvöld: Stórleikur í Múnchen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.