Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 Sport DV gj) INGLAND | Tap hjá WBA Lárus Orri Sigurðsson og félag- ar hans í West Bromwich Albion töpuðu fyrir Blackbum í úrvals- deildinni í knattspymu í gær- kvöldi, 0-2, á heimavelli sínum í Birmingham. Lárus Omi var í byrjunarliði WBA en var tekinn út af í hálfleik því hann átti mjög dapran dag í vörn liðsins. Sigur Blackburn var sanngjarn. -PS WBA-Blackbum .......0-1 0-1 Dwight Duff (76) Yorke (72), Staðan 0-2 Damie Arsenal 8 6 2 0 21-8 20 Liverpool 8 5 3 0 18-8 18 Middlesbr. 8 4 2 2 11-5 14 Man. Utd. 8 4 2 2 9-6 14 Chelsea 8 3 4 1 15-11 13 Tottenham 8 4 1 3 11-12 13 Leeds 8 4 0 4 11-9 12 Blackbum 8 3 3 2 10-8 12 Fulham 7 3 2 2 12-8 11 Everton 8 3 2 3 11-11 11 Newcastle 7 3 1 3 10-8 10 Aston Villa 8 3 0 5 6-9 9 West Brom 8 3 0 5 6-13 9 Birmingh 8 2 2 4 8-10 8 Man. City 8 2 2 4 7-12 8 Sunderland 8 2 2 4 3-10 8 Bolton 7 2 1 4 8-12 7 Southampt 8 1 4 3 4-8 7 Charlton 8 2 1 5 7-13 7 West Ham 7 1 2 4 7-14 5 Man.Utd hagnast vel fyrstu sjö mánuðum ársins: 4,5 milljarða hagnaður Manchester United hagnaðist um 4,5 milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum þessa árs, þar af var söluhagnaður vegna sölu á Jaap Stam, Andy Cole og Dwight York um 2,3 milljarðar króna. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að keyptir hafi verið dýrir leikmenn eins og Veron og Nistilrooy, sem þiggja há laun, auk þess sem gerð- ir voru stórir samningar við leik- menn á borð við David Beckham og Roy Keane en félagið borgaði á fyrstu sjö mánuðunum 48% tekna sinna í laun til leikmanna. Á síðastliðnu ári borgaði liðið 39% tekna í laun á meðan mörg önnur félög greiddu allt að þrjá fjórðu í laun til leikmanna sinna. Þess má geta að á síðari hluta árs- ins bætist við kaup og launa- greiðslur til handa Rio Ferdinand en hann var keyptur á um 30 millj- ónir punda. Liðið á ennþá útistandandi 12 milljónir punda en það er síðasta greiðsla fyrir Jaap Stam. Peter Kenyon, stjórnarformaður Man. Utd, segir ekkert benda til þess að Alex Ferguson ætli að þeysast á leikmannamarkað- inn þegar hann opnar að nýju í janúar til að eyða pen- ingum. Það reka eflaust margir upp stór augu þegar þeir sjá þessa yfirlýsingu því liðið hefur þótt brothætt í fram- línunni þar sem Diego Forlan hefur ekki staðið undir væntingum og því hefur liðið einungis úi' tveimur framherjum að velja. Það er því ekki ólíklegt að þrátt fyrir þessa yf- irlýsingu Kenyons muni Ferguson opna veskið í janúar. Það þarf vart að tíunda að Man. Utd er um þessar mundir ríkasta félagsliði í heimi. -PS Mikil sjóbirtingsveiði í sumar - góö veiði í Vatnamótunum Bleikjuveiðin var miklu minni í sumar en oft áður, það munar nokkur þúsund fískum. Sjóbirt- ingsveiðin hefur verið slöpp víða, þó ekki alls staðar, til dæmis fyrir austan fjall. „Sjóbirtingsveiðin hefur gengið vel hjá okkur héma fyrir austan, alla vega i Voianum og víða héma á svæðinu," sagði Ágúst Morthens á Selfossi er við könnuðum málin fyrir helgina. Það merkilega við sjóbirtinginn er að honum er alls ekki treystandi, aldrei er að vita hvort hann skilar sér yfir höfuð í veiði- árnar sem hann á að koma í. í Vatnamótunum við Kirkjubæj- arklaustur hefur verið fín veiði, andstætt við Geirlandsá og fleiri veiðiár á svæðinu. „Það er búin að vera fln veiði þama, miklu betri en í fyrra og veiðimenn hafa verið að veiða mjög vel,“ sagði Öm Hjálmarsson í Útilifi er við spurðum frétta af svæðinu. „Við vorum þama fyrir skömmu og veiddum helling af sil- ungi,“ sagði öm í lokin. „Sjóbirtingurinn hefur verið að veiðast mikið í veiðiánum í sum- ar, vænir fiskar í flestum tilfell- um,“ sagði Guðni Guðbergsson á Veiðimálastofnun er við ræddum Veiðivon ■ ■ Veiöimaður kastar fiugunni fyrir fiska laxveiðina í sumar og sjóbirting- urinn kom aðeins til umræðu. Sjóbirtingurinn hefur nefni- lega skilað sér vel í margar veiði- ár og í stórum torfum í þær sum- Minnivallarlæk en vel hefur veiöst þ; ar, til dæmis Laxá í Kjós þar sem vel hefur veiðst af honum. Stóran hluta sumarsins skemmtu veiði- menn í ánni sér við að veiða væna sjóbirtinga og þá sérstaklega í af urriöa. DV-mynd Jón Skelfir Káranesfljótinu. Stærstu fiskamir sem veiddust þar voru í kringum 10 pund. G.Bender NOREGUR Brann í erfið- um málum Ármann Bjömsson var í byrjunar- liði Brann 1 gærkvöldi og kom liði sinu yfir sbrax á 4. mínútu leiksins. Hann var síðan aftur á ferðinni á 21. mínútu þegar hann kom Brann yfir, 2-0, en bæði mörkin skoraði hann með skaila. Þetta dugöi þó ekki til því leikmenn Viking svöruðu með þremur mörkum og tryggðu sér sig- urinn í leiknum. Að auki fengu þeir viti en náöu ekki að nýta það. Hann- es Sigurðsson var á varamannabekk Viking en kom ekki við sögu í leikn- um. Brann á erfltt en liðið á eftir leiki við Lyn, Lilleström og Rosen- borg. Rosenborg Staðan 23 15 4 4 49-27 -PS 49 Molde 23 14 4 5 40-9 46 Lyn 23 14 4 5 33-24 46 Viking 23 10 10 3 42-27 40 Odd-Grenl. 23 11 4 8 32-26 37 Stabæk 23 10 6 7 36-28 36 Válerenga 23 6 10 7 31-28 28 Sogndal 23 8 4 11 32-43 28 Lillestrom 23 7 6 10 29-29 27 Bryne 23 7 5 11 33-36 26 Bodo/GUmt 23 7 4 12 33-38 25 Brann 23 7 3 13 31-44 24 Moss 23 6 5 12 29-39 23 Start 23 2 5 16 21-63 11 Laxveiðinni er að Ijúka þessa dagana og fátt er skemmtilegra en að rýna í tölur eftir veiðimenn. Ein af þeim veiðiám sem bætti sig verulega á milli ára var Hafijarðará í Hnappa- dal, veiðiá sem lítið hefur verið flktað i i gegnum árin. Laxinn er bara látinn vera og áin sér um sig sjálf. Núna í sumar komu á land 943 laxar en fyrir ári veiddust 532 laxar. Víðidalsá, Vatnsdalsá og Miðfjarð- ará bættu sig lika verulega á milli ára. Veiöimenn sem voru að veiða í Laxá í Dölum í síðasta holli sumarsins, fengu ekki marga laxa en settu i hell- ing af löxum sem tóku mjög grannt. Jafnmargir laxar sluppu af og veidd- ust í þessu síðasta holli sumarsins. Meðal þeirra sem voru í hollinu voru Gunnar og Pétur Bjömssynir sem hafa veitt í ánni í fjölda ára með mjög góðum árangri. Rjúpnaveiðimenn eru miskátir með umhverfisráðherra Siv Friðleifsdótt- ur og sumir viija ganga ennþá lengra en hún vill gera. Einn sem við heyrðum í fyrir nokkrum dögum, vildi stytta tímabilið niður í einn mánuð, alla vega, á hans svæði í Húnavatnssýslu sæist mjög litið af rjúpu og ef það yrði þannig áfram myndu veiðimenn ná að stráfella þá fáu fugla sem ennþá væru ofan moldu. Ein af þeim veiðiám sem bætti sig verulega þetta sumarið var Gljúfúrá í Borgarflrði, hún bætti sig um 70 laxa og hefði örugglega gert ennþá betur ef einhverjir veiðimenn hefðu verið í seinni hluta veiðitimans. Það er kannski kominn timi til að lækka veiðileyfin og leyfa fólki að bleyta í færi fyrir minni pening heldur en að hafa engan við veiðiskapinn. Þetta á ekki bara við Gljúfurá í Borgarfirði heldur miklu fleiri laxveiðiár. DV-mynd El Veiði lokið í Hrútafjarðará „Þann 20. september lauk veiðitímabil- inu í Hrútaíjarðará og þetta er fyrsta sum- ar mitt með ána. Þar byrjaði nú veiðin ekki vel frekar en víða annars staðar í lax- veiðinni," sagði Þröstur Elliðason er við spurðum um lokatölur. „En úr veiðinni rættist um miðjan júlí og voru flest holl með einhverja laxa og reyting af bleikju. Þó virtist vera minna af henni en oft áður, eða 227 bleikjur. Óhætt er að fullyrða að meira var af laxi en árið 2001, enda aukning um 40 laxa á milli ára, lokatölur eru nú 163 laxar. Veiddust einhverjir stórlaxar, Þröstur? „Jú nokkrir stórlaxar veiddust að vanda, sá stærsti 11 kg, einn af þeim stærri á landsvisu þetta árið, leginn hængur úr Ár- mótum, sem var 108 cm langur," sagði Þröstur ennfremur. Nú stendur yfir klakveiði fyrir væntan- legt ræktunarátak og er síðast fréttist höfðu sex vænar hrygnur fengist. Veitt verður næstu daga. G.Bender Árni Olafur Hjartarson með maríulaxinn sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.