Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Blaðsíða 19
19 ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 DV Tilvera lí f iö E F T I R V I N N U •Klassík ■Úr aldingarði söngsins í Salnum Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, og Richard Simm, píanó, koma fram á Tíbrártónlelkum í Salnum í Kópavogi í kvóld klukkan 20, Yfirskrift tónleikanna er Úr aidingaról söngsins og á efnis- skránni eru: (slensk sönglög eftir Pál ísólfsson og Jón Ásgeirsson og ariur eftir Puccini. Elín Ósk syngur nú í fyrsta sinn í Salnum og með henni Richard Simm. Bæði eru þau að góðu kunn. Söngvar Páls Isólfssonar við texta úr Ljóðaljóð- um flutt i heild, lög og ariur úr Galdra-Lofti eftir Jón Ásgeirsson. Eftir hlé eru glæsinúmer úr óper- um eftir Puccini. Miðaverö er kr. 1.500/1.200. •Uppákomur ■Leiósögn um liósmvndasvningu Milli kl. 12 og 12.40 verður leiðsögn um Ijós- myndasýninguna .Þrá augans" í Listasafni ís- lands. Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri Listasafni islands, leiðir áhugasama um sýninguna ■Opi6 bíó hjá Bíó Reykjavík Þaö er ókeypis í bíó í kvöld hjá Bíó Reykjavík. Þetta er í sjöunda sinn sem slíkt kvöld er haldið í Kvikmyndaskóla íslands að Laugavegi 176 (gamia RÚV). Svo verður einnig bráðum Kubric maraþon þar sem sýndar veröa allar hans myndir í réttri tímaröð. Fylgist með á www. bioreykjavik.com. Sýning kvöldsins í kvöld hefst klukkan átta. •Fundir og fyrir- lestrar ■Kvnningarfundur um ném í Bandaríkiunum Þeir sem hafa íhugaö nám í Bandaríkjunum ættu að skella sér á kynningarfund um efnið sem haldinn verður milli kl. 16 og 18 í dag í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands. Þar verður hægt að fá upplýsingar um allt er viðkemur námi I Ameriku, svo sem styrki, skiptlnemaáætlanlr, umsóknar- ferll, stöðluö próf, námslán, vegabréfsáritanir og fleira. Fulltrúar frá Fullbright-stofnuninni, Upp- lýsingastofu um nám erlendis, Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, LÍN, SÍNE og fleiri verða á staðnum auk íslenskra nema sem stundað hafa nám í Bandaríkjunum. Fyrirspurnatími I lok fundarins. Sniðugt að hefja námsleitina hér þar sem þú færð allar upplýsingar á einum og sama staö. Krossgáta Lárétt: 1 rifrildi, 4 skúf, 7 heimsk, 8 aukasól, 10 komljár, 12 hagnað, 13 glöggur, 14 hlýja, 15 námsgrein, 16 Ðjótur, 18 hugboð, 21 hætta, 22 for, 23 virða. Lóðrétt: 1 hlýðin, 2 orka, 3 hugarró, 4 óferska, 5 súld, 6 smáfiskur, 9 marr, 11 skoru, 16 viljugur, 17 spíra, 19 heydreifar, 20 nudda. Lausn neðst á síðunni. Skák Hvitur á leik! Evrópukeppni taflfélaga lauk á grísku eynni Krít um síðustu helgi. Evrópumeistarar urðu Taflfélagið Bosna frá Sarajevo en aðeins munaði hálfum vinningi á þeim og síberisku sveitinni Norilsky Nikkel frá Norilsk. í sigursveitinni tefldu Michael Ad- ams, Alexei Shirov, Ivan Sokolov, Sergei Movesian, Teimour Radjabov og Zdenko Kozul. í síberísku sveit- Umsjón: Sævar Bjarnason inni voru menn á borð við Evgenij Bareev og Alexei Dreev en þeir lögðu frönsku sveitina NAO í síðustu um- ferð sem hafði Elo-stigahæsta liðið. Taflfélagið Hellir hafnaði í 31. sæti af 43 en þess ber að geta að um 200 stór- meistarar tóku þátt í mótinu, þannig að það var við ramman reip að draga. En lítum á hvemig Alexei Shirov landaði einföldum vinningi í síðustu umferð gegn ofurstórmeistara sem vann sjálfan Kasparov í keppninni Rússland - Heimsliðið fyrir nokkrum vikum. Hvítt: Alexei Shirov (2697) Svart: Vadim Akopian (2678) Frönsk vöm. Evrópukeppni taflfé- laga. Halkidiki, Krít (7), 28.9. 2002 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 RfB 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 Bxf6 7. Rf3 0-0 8. Bc4 Rc6 9. c3 e5 10. d5 Re7 11. Rxf6+ gxf6 12. Rh4 Rg6 13. Dh5 Dd7 14. h3 Da4 15. b3 Da5 16. 0-0 Dxc3 17. d6 Kg7 18. dxc7 Dd4 19. g3 Dd7 20. Hacl Dxh3 Stöðu- myndin. 21. Bd3 De6 22. Be4 Db6 23. Hfdl 1-0. Lausn á krossgátu enu oz 61 ‘BI? L\ ‘snj 9i 'njnpJ n ‘jnyjsi 6 093 9 ‘!09 S ‘eu33Ay(sep t- ‘QiJJJBips £ ‘jjb z ‘8æd l :M9J09T ’Bjy(B (Z ‘OBAS zz ‘euui( xz ‘unj3 81 ‘JBJJ 91 ‘SBJ SI ‘Jn(A (-1 ‘JÁ5(S £i ‘i(3B Zl ‘0§!S 01 ‘nj3 8 ‘0?JBJ L ‘3Snp I ‘SBJij i :jiaJn Dagfari W&ÍZ. Aðhlátursefni Fréttir af lokun spilavítis sem rekið hafði verið f bakhúsi við Suðurgötu vekja mann óneitan- lega til umhugsunar um leifar forræðishyggjunnar sem einu sinni var allt um vefjandi og virðist enn lifa góðu lífl hér á Fróni. Á sama tíma og góð- gerðar-, íþrótta- og líknarfélög auk menntastofnana raka saman peningum með rekstri happ- drætta, lottós og annarra fjár- hættuspila er fullorðnu fólki bannað að reka spilavíti. Hin löglegu fjárhættuspil annars vegar og ólöglegu hins vegar eru tvær hliðar á sama spilapeningi. í báðum tilvikum eru peningar lagðir undir með von um hagn- að. Vinningslíkurnar eru mis- litlar en í öllum tilfellum afar litlar. Það virðast meiri líkur á því að fá orrustuþotu i höfuðið þar sem maður situr heima hjá sér og les DV en að fá vinning í happdrætti eða lottó sem tekur því að tala um. Að ágóðinn renni til göfugra málefna breyt- ir ekki eðli gjörningsins, að leggja fé undir í von um þann stóra. Og því ætti þá að banna spilavíti ef sjá má til þess að hagnaðurinn renni til göfugra málefna? Því að hrekja menn í bakhús að næturlagi til að fá spennuþörf og gróðavon full- nægt? Er ekki eðlilegra að fá þessa starfsemi, sem alltaf hefur þrifist hér í einhverjum mæli, fram í dagsljósið? Ég spái því að bann við spilavítum, feluleikur- inn við sölu tóbaks, áfengis- einkasalan og fleiri birtingar- myndir tvískinnungsins á ís- landi í dag muni verða aðhlát- ursefni eftir nokkur ár á sama hátt og við hlæjum nú að þurr- um miðvikudögum, sjónvarps- lausum fimmtudögum og bjór- líkinu, þeim viðbjóði. Og er þá aðeins fátt eitt nefnt. Haukur L. Hauksson blaöamaöur Myndasögur Tvo hundr- Hver fjand- Strákamlr eru að útbúa sáretakt gúllas fyrlr eérstaka helgiathöfn tll heiðure Jarli____________ Hvað með öekurapa eða leðurblökukjöt uð dóelr af hnetU6in|örl ■g .-<■ j v ii ' : lalvöru? J i Áttu nokkuð til letidýrakjöt? Áttu það ekkl tll?j BÚNINGASALAN \ Hæ. þú vildir vlta í hvemig bún-* ingi éq verð á ballinu ... . . þú a?ttir sjálf að AÍmáttuguTh ^-^vera flskuH' Hvað a?tlarðujök A \ að vera? ) VwV— Náðu í gamalt koddaver og lím! búsundkall ] fyrir mölétinn búning! Eg bý hann til sjálfur! -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.