Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.2002, Side 12
12 ____________________________________________________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2002 Útlönd DV Jose Maria Aznar Jose Maria Aznar segir aö ekki komi til greina aö veita Böskum meira sjálfræöi en þeir hafi þegar. Aznar gegn frekara sjálfræði Baska Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, sagði í gær að ekki kæmi til greina aö veita Böskum meira sjálfræði en þeir hafi þegar. Þetta kemur fram aðeins degi eftir að Juan Jose, landstjóri í Baskahéruðunum, óskaði eftir því við spænsku ríkisstjómina að fram færi um það þjóðaratkvæðagreiðsla strax á næsta ári hvort baskneska þjóðin vildi stofha sérstakt heima- stjómarriki þriggja Baskahéraða. Aznar sagði einnig að ekkert hér- að á Spáni gæti gert ráö fyrir því að geta sagt skilið við Spán og komið á því sem hann kallaði ólöglega ríkis- stjóm. Leitað sátta í átökunum á Fila- beinsströndinni Þrir háttsettir ráðherrar frá Vest- ur-Afríku ræddust við fram á nótt á heimili Laurents Gbagbos, forseta Fílabeinsstrandarinnar, til að reyna að finna friðsamlega lausn á átök- unum sem hafa skekið landið í á aðra viku. Ráðherramir, sem era frá Níger- íu, Ghana og Tógó, hittust í Accra í Ghana í gær, áður en þeir flugu til Filabeinsstrandarinnar. Þar gera þeir sér vonir um að hitta uppreisn- armenn sem gerðu misheppnaða tU- raun tU valdaráns 19. september. Ekki er vitað hverjir leiðtogar upp- reisnarmanna era né heldur hvað þeir vUja og hve margir þeir era. KoFi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, bauð í gær fram aðstoð sína við að binda enda á uppreisnina sem hefur hrakið fjölda manps á Qótta. UPPBOÐ Eftirtaldir munir veröa boönir upp aö Billjardstofunni 66 ehf., Lágmúla 5, þriðjudaginn 8. október 2002 kl. 14.00: 09nl793,Thinkpad sjóðsvél af tegund- inni, 1 stk. Riley snókerborð, 10“, 4 stk. Riley, 12“, 40 stk. álstólar, 50 stk. notaðir kjuðar, 14 stk. loftljós yfir billiard- og snókerborðum, 2 stk. jón- artæki, Eagle 5000,1 stk., 4 stk. Sam bUliardborð, 9“, 2 stk. bUliardborð, billiard og snóker, gervihnattardiskur, Davis, barinnrétting úr brúnum við, Kallixs N0007055 ásamt tölvu sem fylgir, m/spegli, 40 kassar af kúlum fyrir bæði, Omrom, sjónvarpstæki Grundig, 28“, 1 stk. skjávarpi, snóker- borð, 12“, 2 stk. Matchrum snóker- borð, staðsett á lögheimUi gerðarþola, 8“, staðsett á þaki hússins, myndavéla- kerfi, og þjófavarnarkerfi Evrópa 9000, ferðatölva IBM. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Viðræður um vopna- eftirlitið ganga vel - segir Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar SÞ Fulltrúar vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna og fullrúar íraksstjómar sitja nú á fundi i Vínar- borg, annan daginn í röð, tU að ná samkomulagi um framkvæmd vopna- eftirlits í landinu, svo komast megi hjá yfirvofandi hernaðaraðgerðum sem Bandaríkjamenn hafa boðað verði írakar ekki við kröfum um skU- yrðislaust vopnaeftirlit og afvopnun. Að sögn talsmanna SÞ er farið fram á algert frelsi tU vopnaskoðunar þar sem engar byggingar verði undan- skUdar, ekki einu sinni haUir Sadd- ams forseta. Sviinn Hans Blix, yfirmaður vopna- eftirlitsnefndar SÞ, sagði í gær að samningaviðræðumar hefðu gengið vel á fyrsta degi og að hann væri bjartsýnn á að vopnaeftirlitsnefhdin gæti hafiö störf í Irak um miðjan októ- ber. Á sama tima munu Bandaríkja- menn og Bretar halda áfram tUraun- um sínum tU að sannfæra þau ríki Hans Blix Blix er bjartsýnn og vonast til aö vopnaeftirlit geti hafist um miöjan október. sem fuUtrúa eiga í öryggisráði SÞ um nauðsyn þessa að koma Saddam Hussein frá völdum, en undanfarna daga hafa herþotur þeirra haldið uppi stöðugum loftárásum á hernaðar- mannvirki íraka á flugbannssvæðun- um í norður- og suðurhluta landsins. Rússar hafa harðlega gagnrýnt loft- árásimar og sagt þær spUli aðeins fýr- ir möguleikanum á friðsamlegu sam- komulagi í deUunni. Donald Rumsfeld, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, varði aðgerð- imar í gær og sagði þær aðeins svar við árásum og hótunum Iraka um að skjóta á bresku og bandarísku eftir- litsflugvélamar sem sjái um eftirlit á flugbannssvæðunum og þær hótanir sýni vel hvemig írakar virða ákvarð- anir SÞ að vettugi. Hann sagði að þeir hefðu 67 sinnum skotið á eftirlitsvélamar síðan 16. september þegar þeir buðust tU að hleypa vopnaeftirlitsmönnum SÞ aft- ur mn í landið. REUTHRSMYND Kemst þó hægt fari Hún var ekki beint snör í snúningum þessi fimmtán kílóa þunga skjaldbaka þegar hún kom sér út í sjóinn á miöhluta indónesísku eyjarinnar Jövu. Þar haföi Indónesi nokkur, Agus Santoso, sem kunnur er fyrir viöleitni sína til aö vernda skepnur þessar, sleppt skjaldbökunni svo hún gæti leitaö uppi frændur sína í sjónum. > -~r.------------- Landsþing breskra krata á móti einkaframkvæmd: Blair segir að stjórn sín verði að vera róttækari og djarfari Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að greina fuUtrú- um á landsfundi Verkamanna- flokksins í Blackpool i dag að rikis- stjóm hans verði að gerast bæði djarfari og róttækari, nú þegar hún hefur setiö í fimm ár. Blair mun flytja aðalræðu sína á landsfundinum 1 dag og fastlega er búist við því að hann muni boða róttækar umbætur í þjónustu ríkis- ins við almenning. Forsætisráðherr- ann mun gera tilraun tU að þagga niður í þeim sem hafa gagnrýnt hann fyrir að gera ekki nóg á fyrsta kjörtímabUinu í að bæta þjónust- una, svo sem skólakerfið og heU- brigðiskerfið. FuUtrúar á landsfundinum höfn- uðu í gær tUlögum forystunnar um einkaframkvæmd í opinberri þjón- ustu og er það í annað skipti sem Blair hefur mátt þola svona ósigur REUTERSMYND Blalr á landsfundi Tony Blair, forsætisráöherra Bret- lands, flytur landsfundi Verkamanna- flokksins boöskap sinn í dag. frá því hann tók við forystu í flokknum. íraksmálin verða væntanlega fyr- irferðarmikU í ræðu Blairs, enda háværar gagnrýnisraddir innan Verkamannaflokksins á fylgispekt forsætisráðherrans viö herskáa stefnu Georges W. Bush Bandarikja- forseta. Blair mun lýsa yfir stuðningi sin- um við tilraunir Sameinuðu þjóð- anna að fást við stjómvöld í Bagdad en að orðspor SEimtakanna myndi biða mikinn hnekki ef ekki tækist að hafa hemU á Saddam Hussein íraksforseta og tilraunum hans tU að komast yfir gjöreyðingarvopn. Sex af hverjum tíu fundarmönnum lýstu í gær yfir stuðningi við stefnu Blairs í írakmálinu en fjórir af hverjum tíu lýstu yfir andstöðu sinni við hemaðaraðgerðir tU aö steypa Saddam af stóli. Schröder til Parísar Gerhard Schröder Þýska- landskanslari fer tU Parísar á morgun tU viðræðna við Jacques Chirac Frakklandsforseta. Þetta verður fyrsta ferð Schröders tU Frakklands frá því hann var endur- kjörinn kanslari í síðasta mánuði. Leiðtogarnir ræða meðal annars írak og fyrirhugaða stækkun ESB. Ofbeldi á kjördag Að minnsta kosti fimm manns týndu lífi þegar vopnaðir menn hófu skothríð á langferðabfl í ind- verska hluta Kasmírs í morgun, þegar þriðja umferð kosninganna þar hófst i einhverjum órólegustu hlutrnn þessa umdeUda héraðs. Hervélar rákust saman Óttast er að þrettán manns hafi týnt lífi þegar tvær flutningavélar indverska hersins rákust saman á flugi yfir héraðinu Goa í morgun. Áhyggjur óþarfar Hófsamir íslamstrúarmenn, sem unnu á í þingkosningunum í Marokkó um helgina, sögðu í gær að engin ástæða væri tU að hafa áhyggjur af áhrifum þeirra á stjóm- mál landsins. Bankastjórasyni rænt Mannræningjar í Þýskalandi hafa enn á valdi sínu eUefu ára gamlan son auðugs bankastjóra, þótt lausn- argjald upp á milljón evrur hafi þeg- ar verið greitt. Mugabe fékk meirihluta Robert Mugabe, forseti Simbabves, og flokkur hans fengu meirihluta ftUltrúa í bæjar- og sveitarstjómar- kosningunum í landinu um helg- ina. Með því inn- siglaði Mugabe tök sín á héraös- stjómum þar sem völd hafa hafa lengi verið mikU. Enn einn fellibylurinn FeUibylurinn LUi tók i gær stefn- una á Kúbu eftir að hafa gert usla á Cayman-eyjum og Jamaíku þar sem fjórir létust af völdum flóða og skriðufaUa. Bhutto ákallar BNA Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráð- herra Pakistans sem fær ekki að bjóða sig fram í kosningunum í næstu viku, for- dæmdi stjómmál í landinu í gær og hvatti bandarísk stjómvöld tU að vinna að því að koma á lýræðislegri stjóm í Pakistan. Alnæmi á uppleið Fjöldi alnæmissjúklinga og HTV- smitaðra í Rússlandi, Kína, Ind- landi, Nígeríu og Eþiópíu gæti þre- faldast fram tU ársins 2010, að því er fram kémur í bandarískri skýrslu. Lula nokkuð sigurviss Luiz Inacio LiUa da SUva, helsti frambjóðandi vinstrimarma, virðist nokkuð viss um að fara með sigur af hólmi i forsetakosningunum í Bras- Uíu næstkomandi sunnudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.