Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 Fréttir DV DV-MYND VALDIMAR HREIÐARSSON Þaulsætinn skafl er horfinn Skaflinn í Norðureyrargilinu farinn eftir 28 ár, hlýindin í ár hafa gert hann aö engu. Þaulsætinn skafl: Hvarf síðast þjóðhátíðarárið í gilinu fyrir ofan Norðureyri í Súg- andafirði, sem er eins og nafnið bendir til á norðurströnd fjaröarins, er skafl eða fónn sem fer helst ekki nema þegar tíðarfar er einmuna gott. Nú gerðist það fyrir örfáum dögum að fónnin hvarf. Hefur það ekki gerst síðan árið 1974, að sögn Jóhanns Bjamasonar, fisksala á Suðureyri. Jóhann er gamansamur og segir tíðarfarið „svo gott að elstu menn muna ekki lengur nokkum skapaðan hlut!“ Jóhann bendir enn fremur á að árið sem skaflinn hvarf síðast hafi verið árið sem Halldór Ásgrímsson settist fyrst á þing fyrir Austfjarðafjórðung. Telur Jó- hann það ekki endilega vita á hlýviðra- skeið, heldur öllu fremur að Halldór muni sitja að minnsta kosti jafn lengi á þingi fyrir Reykjavík og hann sat þar fyrir Austfirði, nema kjördæmaskipan verði breytt. Aðspurður hvort skaflinn komi aftur segir Jóhann, að menni eigi það til að miða allt við að ekki fenni meir. Hins vegar sé hann hræddur um að enn eigi eftir að fenna. Að minnsta kosti snúi músar- holur eindregið í vestur þessa dag- ana sem gæti bent til þess að veður verði úr austri á komandi vetri. -VH Vambahreinsun í gróðurhúsi þingmanns á Selfossi Ætla Sláturfélag- inu að fara eftir lögum og reglum * - segir Kjartan Olafsson alþingismaður DV-MYND NJORÐUR HELGASON Frárennsllð. Vatniö frá vambahreinsuninni rennur í skuröi frá gróöurhúsinu, mengaö fitu og tægjum úr hráefninu. „Sláturfélagið hefur nú sótt um starfsleyfi vegna vambahreinsunar- innar í gróðurhúsinu. Heilbrigðis- eftirlitið verður að skoða starfsem- ina í ljósi laga og reglna um þessa starfsemi. í kjölfarið kemur í ljós hvort fyrirtækið getur fengið starfs- leyfi fyrir þessari starfsemi á þess- um stað eða ekki,“ sagði Elsa Ingj- aldsdóttir, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlits Suðurlands, við DV í gærkvöld. Vambahreinsun SS fer nú fram í gróðurhúsi I eigu Kjartans Ólafs- sonar þingmanns í Árbæjarhverfi rétt utan við Selfoss. „Sláturfélagið hefur leigt af mét steypubila til að salta vambir í, þeir auglýstu eftir iðnaðarhúsnæði í haust, þá bauð ég þeim þetta hús sem þeir komu og skoðuðu og tóku síðan á leigu. Ég hef ekki komið í húsið og séð starfsemina, en mér skilst að hún snúist um að fuli- hreinsa vambir sem búið er að hreinsa allann gor úr í sláturhús- inu,“ sagði Kjartan Ólafsson. Hann segir að sá úrgangur sem fari í skurðinn sé það sama og hefur hing- að til farið í gegnum skolpkerfi Sel- foss út í Ölfusá auk alls skólps frá bæjarfélaginu. „Þetta er ekki frábrugðið því á neinn hátt. Ég ætla Sláturfélaginu ekki að þeir geri þetta á annan hátt en samkvæmt lögum og reglum," sagði Kjartan Ólafsson. „Fyrir vangá láðist okkur að sækja um leyfi fyrir þessa starf- semi, við höfðum strax samband við heilbrigðiseftirlitið vegna þess og málið á að vera komið í farveg hjá því,“ sagði Steinþór Skúlason, for- stjóri Sláturfélags Suðurlands. Hann sagði að þama væri um tíma- bundna starfsemi að ræða yfir slát- urtíð á haustin, vambir væru kalón- aðar eftir að hafa verið hreinsaðar í sláturhúsinu. Frá þessu væri því lít- iU úrgangur og síur í niðurfollum ættu að taka það mesta sem frá vinnslunni kæmi. -NH wmrntjmmss^- Sveik aldraða frænku Maður á áttræðis- aldri hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að draga sér um 8 miiljónir sem voru í eigu háaldraðr- ar fóðursystur hans. Maðurinn var lögráða- maður gömlu konunn- ar frá 1992 til ársins 2000 þegar hún lést. Hann er þriðji maðurinn sem hlýtur dóm fyrir að svfkja fé út úr gömlu konunni. Rakið seit íslenskt fyrirtæki hefur fest kaup á flaki Guðrúnar Gisladóttur sem hggur á hafsbotni skammt frá Lofoten í Noregi. Sigmar Bjömsson hjá Festi segir í sam- tah við mbl.is að kaupverð verði ekki gef- ið upp og að fyrirtækiö væri i eigu ís- lenskra björgunaraðila. Eldur í bakaraofni Eldur kom upp í bakaraofhi í Breið- holtsbakaru við VölvufeU um fiögurleytið i morgun. Slökkvhið var kvatt á staðinn en þegar það bar að garði hafði starfs- mönnum tekist að ráða niðurlögum elds- ins. Nokkurt tjón varð af völdum eldsins. Markaðstorg út Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði i gær að fyrirtækið Markaðstorg ehf., sem hefur umsjón með rekstri Kolaportsins, skuh borið út úr ToUhúsinu við Tryggva- götu. Fyrirtækið mun skulda Þróunarfé- lagi Reykjavíkur leigu. Japónum fjölgar L&ur er á að um 40% fleiri japanskir ferðamenn sæki ísland heim á þessu ári samanborið við síðasta ár. Þetta er mat Eyþórs Eyjóhssonar hjá Viking, umboös- aðUa Flugleiða í Japan. Starfsmenn sektaðir Sýslumaðurinn á KeflavíkurflugveUi hefur sektað 31 starfs- mann Leifsstöðvar fyr- ir brot á tollalögum en starfsfólkið keypti toU- ftjálsan vaming i fri- höfti og kom honum síðan út úr flugstöð- inni. Sektimar em á bilinu 10 til 20 þús- und krónur. Umferðin í Kópavog Dagleg stjóm umferðardeUdar Ríkis- lögreglustjóra hefur verið falin lögreglu- embættinu í Kópavogi. Um tilraunaverk- eftii er að ræða. SJALFSTÆTT FRAMHALD METSÖLUBÓKARINNAR Hann var kallaður „þetta" w i €í „Þessi saga mun hrífa þig. Mail on Sunday Leit barns ^ að ást og umhyggju „ kennir fyrirgefningu og boðar lífsgleði.“ Birmingham Post DAYE PELZER JPV ÚTGÁFA BÓKIN ER KOMIN ÚT Kattholt stútfullt af óskilaköttum: Alveg skelfilegt ástand í borginni - kvartanir berast jafnt og þétt „Það er alveg skelfilegt ástand í borginni, þetta er eins og það getur orðið verst á vorin," sagði Sigríður S. Heiðberg sem veitir Kattholti for- stöðu. Þar er nú aUt yfirfuUt af óskha- köttum. Sigríður sagðist hýsa 60-70 dýr sem hefðu verið handsömuð víðs vegar í borgarlandinu. Ekki væri um flækingsketti að ræða, heldur heimU- isketti sem fólk virtist vera að losa sig við. Mest væru þetta ungir kettir. Hún sagði, að ekki væri um annað að ræða en að svæfa þessa ketti ef ekki fyndust handa þeim ný heimUi. Það væri betri kostur heldur en að láta þá vera í reiðheysi. Sigríður sagði að vissulega hefði herferð borgarinnar gegn flæk- ingsköttum fyrir tveimur árum skUað mUdum árangri. Hins vegar myndi Kattholt ekki taka þátt í slíku aftur, þar sem m&U hætta væri á aUs konar smiti þar sem tugir fullorðinna katta væru saman komnir undi einu þaki.' „En ástandið er aUtaf að versna," sagði Sigríður, „og það kemst ekki í lag fyrr en sett verða lög um skrán- ingu katta.“ „Það er aUtaf töluvert um að kvartanir vegna flækingskatta ber- ist,“ sagði Guðmundur Björnsson, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg. „Það er ekkert svæði í borginni meira áberandi heldur en annað hvað það Kattholt „Ástandiö er alltafaö versna og þaö kemst ekki í lag fyrr en sett veröa lög um skráningu katta. “ varðar. Þetta hefur verið að aukast mjög undanfarin ár.“ Guðmundur sagði að veiðiátakið sem hrint hefði verið í framkvæmd fyrir tveimur árum hefði tvímæla- laust skUað árangri. Vissulega hefði veiðst mikið af heimUisköttum, jafn- vel merktum. Niðurstaðan hefði hins vegar verið sú að enginn hefði vUjað sækja 60-80 ketti. Það hefði því orðið að lóga talsvert mörgum dýrum. Guð- mundur sagði að ekki væri fyrirhug- að annað átak af hálfu borgarinnar tU að útrýma flækingsköttum. Það verk yrði unnið eftir þörfum hveiju sinni. -JSS Rugmönnum fjölgar Flugfelagið AUanta hefur ráðið tU sín fjölda flugmanna að undanfómu; þ.á m. marga Uugmenn sem hafa misst vinnuna hjá Flugleiðum. Horfur em á enn frekari fjölgun flugmanna hjá felaginu á næstu misserum. mbl.is greindi frá. -aþ ÁsthUdur Helgadóttir, fyrirliði landsliðsins í knattspymu og leik- maður ársins, var ranglega sögð Helgudóttir í tUvísunarfrétt blaðs- ins í gær. Leiðréttist það hér með. f ókus P»I’a Á MORGUN Ron Jeremy lætur allt flakka ■ í Fókus á morgun er að finna ítarlegt viðtal við klám- myndastjömuna Ron Jeremy sem er vænt- anlegur tU landsins innan skamms. Ron talar um ferilinn sem nær yfir aldarfjórð- ung og þær 1700 klámmyndir sem hann hefur leikið í auk þess sem hann segist ekki ætia að hætta fyrr en limurinn dettur af honum. Hljómsveitin VínyU ræðir um hvemig það er að vera rokkari í dag og við fjöUum ítarlega um GSM- síma unga fólksins. Þá kynnumst við nýrri fatabúð í miðbænum og upplýsum um hvað hefur orðið um Jóa í 70 mínút- um sem sést ekki lengur á skjánum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.