Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Síða 19
19 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 Tilvera íí f iö E F 1 I R V I N N U • T ónleikar IBafefel og Hera i Salnum Bubbi Morthens heldur tónleika í Salnum. Tónlistarhúsi Kópavogs, I kvöld og hefjast þeir kl. 21. Bubbi flytur lög af nýútkominni plötu sinni, Sól að morgni. Ásamt honum mun hin unga og stórefnilega Hera koma fram. Hera er íslensk en hefur búið á Nýja-Sjálandi undanfar- in ár. Bubbi og Hera hafa verið á tónleikaferöa- lagi um landið undanfarinn mánuö við feiki- góðar undirtektir hvar sem bau hafa komið. Langt er síðan Bubbi hefur leikið fyrir tónleika- gesti með gftarinn einan að vopni og er engin svikinn af beirri skemmtan. Forsala aðgöngu- miða er begar hafin í Salnum og enn eru nokk- ur sæti laus. Miðaverð er kr. 1500. BFimmtudagsforleikur i Hinu húsinu I kvöld verða haldnir briðju tónleikarnir í vetur í tónleikaröð Hins hússins. Fram koma söng- konan Lára Rúnars ásam meðleikurum og hljómsveitin Godzpeed. Flutt verður hefðbund- in popp/rokk tónlist og hefjast tónleikarnir kl. 20 og standa til 22.30. Aðgangur er ókeypis og allir 16 ára og eldri velkomnir. •Uppákomur ■Leitaft aó fvndnasta manni Ísjands Leitin að fyndnasta manni íslands heldur áfram. Annað undanúrslitakvöld i keppninni verður haldið á Sportkaffi í Reykjavík í kvöld en fyrsta kvöldið var haldið á Kaffi Akureyri 3. október. Þrír óþekktir uppistandarar munu koma fram og keppa um þátttökurétt á úrslitakvöldinu 31. október á Sportkaffi. Sigur- vegarinn verður gestur i þættinu Sigurjón Kjartansson og co. á Radíó X á föstudags- morgun. í dómnefnd keppninnar eru Baldvina frá Tali, Sigurjón Kjartansson frá Radíó X, Kiddi Bigfoot frá Sportkaffi og Christine frá Miller. Húsið opnað kl. 21 á fimmtudaginn en keppnin hefst kl. 22.00. Aðgangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir Talsfólk, öllum gestum verður boðinn Miller mjöður. ■Bókakaffi á Súfistanum Kl. 20 verður Bókakaffi íslandsdeildar IBBY og SÍUNG á Súfistanum viö Laugaveg. Stein- unn Jóhannesdóttir og Ármann Jakobsson spjalla við gesti um bækur sem hafa lifað með þeim allt frá æsku. Allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. • F undir o g fyrirlestrar ■Leióirnar heim i nalestinsk- um nútímabókmenntum Dr. Michelie Hartmann verður með fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Islands í stofu 101 í Odda kl. 16. Nefnist hann .The Right to Return: Homeward Journeys in Modern Palestinian Literature.” (Rétturinn til að snúa aftur: Leiðirnar heim i palestínskum nútímabókmenatum) í fyrirlestri sinum mun Michelle Hartman fjalla um efni það er næst stendur hugum Palestínumanna og gengur eins og rauður þráðurí margvíslegum myndum og gerðum gegnum nútímabókmenntir þeirra, en það er rétturinn til að eiga heimili, rétturinn til að snúa aftur til heimalandsins. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. ■Konur og kinnhestar í dag fer fram Rabb Rannsóknastofu í kvenna- fræöum. Þar mun dr. Auður Magnúsdóttir sagnfræðingur fiytja fyrirlesturinn: Konur og kinnhestar. Ofbeldi og kynhlutverk á íslandi á miðöldum. ■Súrrealismi í liósmvndun í tilefni af Ijósmyndasýningunni Þrá augans í Listasafni íslands heldur Hanna Guðlaug Guö- mundsdóttir, listfræðingur á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, fyrirlestur milli kl. 17 og 18. Nefnist hann „Ljósmyndir af hugsunum - súr- realisminn og endurfæðing Ijósmyndunar" og verður hann í fyrirlestrasal Listasafns íslands, Fríkirkjuvegi 7. Krossgáta Lárétt: 1 stía, 4 ham- ingja, 7 vanhirða, 8 flyðra, 10 ró, 12 tunga, 13 öruggur, 14 eignaðist, 15 gári, 16 bjálfi, 18 við- kvæmt, 21 skakkt, 22 að- sjáll, 23 inn. Lóðrétt: 1 hrós, 2 fiski- lína, 3 forsjálar, 4 ógn, 5 fæða, 6 afreksverk, 9 önug, 11 auðugum, 16 andlit, 17 gruna, 19 kyn, 20 hljóm. Lausn neðst á síðunni. Skák og svo fór að hún brást. Svona stöður eru ær og kýr Gylfa formanns og hann hefur notið sin þokkalega. En hið sterka lið Hróksins vann engu að síður stóran sigur gegn Skákfélagi Akureyrar, 6-2. Gylfi er samt þraut- reyndur jaxl, er t.d. Skákmeistari Norðlendinga í ár og krafsaði í bakk- ann fyrir félaga sína! Hvítt: Páll Agnar Þórarinsson. Svart: Gylfl Þórhallsson. Hollensk vöm. íslandsmót skákfé- laga 2002-03, Reykjavík (3), 2002. 1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 Be7 5. Rf3 0-0 6. 0-0 d6 7. Rc3 c6 8. Dc2 Rbd7 9. d5 Rb6 10. dxc6 bxc6 11. Rd4 Bd7 12. c5 Rbd5 13. Ra4 Re4 14. cxd6 Bxd6 15. f3 Rxg3 16. hxg3 Bxg3 17. f4 Dh4 18. Rf3 Dh6 19. e3 Rf6 20. Rc3 Stöðumyndin. 20. - Rg4 21. Hdl Be8 22. Re2 Bf2+ 23. Kfl Bxe3 24. Db3 Bb6 25. Rg5 Hffi 26. a4 Hb8 27. a5 Rh2+ 0-1 Svartur á leik! Sko Spasskí eins og þeir segja skákmennimir á Akureyri þegar óvæntir atburöir gerast! Hér hefur Gylfi, fyrrverandi formaður SA, fóm- að manni á móti Páli Agnari hjá Hróknum. Vömin er erfið hjá hvítum Lausná 7 -• , ' •UOJ OZ ‘»æ 61 ‘EJO II ‘saj 91 ‘uimfid n Tlj-in 6 ‘0?P 9 ‘!iæ s ‘níiuij[a>is \ ‘jBUÁsurejj £ ‘QO[ z ‘[oq i jiajQOj •UEin £7 ‘jeds zz ‘jSubj \z ‘iiuæu 81 ‘uop 9i TjX si 'HXOJ n ‘ssia ei ‘iBm zi 'OJio 01 ‘EOPI 8 ‘mæJQ i ‘piæs \ 'J[QU i mpjBj Dagfari Endurtekið efni Fyrir rúmum áratug síðan, í lok laxaveislunnar miklu sem kostaði þjóðarbúið hundruð milljóna króna, ef ekki meira, fannst mörgum nóg komið af spillingunni sem hafði við- gengist í heilan áratug í skjóli þeirra sem völdin höfðu. - Fjármagni hafði verið ausið út í vonlaust ævintýri sem laxeldið var og jafnvel eftir að því var lokiö hélt veislan áfram með áframhaldandi fjáraustri til bjargar þeim sem látið höfðu ginnast með gróöaglampann í augum. í þeim hópi voru nokkrir hags- munatengdir góðvinir, ef marka má það sem fram kemur í góðri bók sem Halldór Halldórsson skrifaði um veisluna miklu, og jafnvel nokkrir handhafar valdsins sem kosnir voru til setu við kjötkatlana. Ef ég man rétt þá snerust kosning- arnar árið 1991 einmitt að miklu leyti um þetta mál. Þá kom fram á lands- málasjónarsviðið ungur og upprenn- andi borgarstjóri sem sagði spilling- unni strið á hendur. Hann hoppaði beint upp í forsætisráðherrastólinn og nú eUefu árum síðar heldur hann enn um taumana á stjórnarheimilinu. Stríð gegn spilUngu er reyndar margnotaður frasi sem margir hafa beitt, bæði til lands og sveita, og hver kannast ekki við loforðin um að opna kerfið og gera það aðgengilegt. En fljótlega fennir í sporin og aUtaf virðist sagan endurtaka sig og kom það vel fram í umræðum á Alþingi í fyrradag þegar helblá einkavæðingin var til umræðu, harðlega gagnrýnd af vinstri grænum en varin í bak og fyr- ir af hægri bláum. Enn einu sinni er suðan komin upp í spillingarpottinum og eini munur- inn er að nú hefur veislan tekið á sig stórlaxablæ. Þeir Debet og Kredit virðast komnir út í kuldann og fíkn- inni halda engin bönd á meðan al- mannafé er sóað út og suður. Hvað er til ráða? - Kannski endur- tekur sagan sig og ef til viU fáum við annan vígreifan borgarstjóra til að hræra í pottinum. Erlíngur Kristensson blaðamaöur l Hvernig í ósköpunum á ég að qeta lifað með sjálfum mér eftir þetta? Hver einasti lasknaskóli í landinu sagði mérað éta það sem úti frýs. Eg kem aldrei til með að fá flugréttindin. Uhhuhu En Einar yngri veit ekki að umsóknin hans hefur vakið athygli í Laskna- skólanum í Hrútavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.