Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Síða 4
Ótti við Steingrím Njálsson á Akureyri: Ofstækisfár - segir lögreglan Sterkur orðrómur hefur verið á Akureyri undanfar- ið um að Steingrímur Njáls- son, margdæmdur kynferð- isafbrotamaður, hafi sest að í bænum. Stjórnendur í sumum grunnskólanna hafa varað nemendur við honum en lögreglan á Ak- ureyri kannast ekki við að Steingrímur dveljist á Ak- ureyri. „Það hefur gengið ljósum logum að Steingrímur sé héma í bænum en ég er hræddur um að það sé bara gróusaga. Svo virðist sem gripið hafi um sig nánast ofstækis- fár. Það er svo komið að foreldrar eru famir að fylgja börn- um sínum í skólann en við höfrnn kannað málið og okkar upplýsingar benda til að hann sé i Reykjavík en ekki hér,“ sagði varð- stjóri á Akureyri í samtali við DV í morgun. Samkvæmt viðmælanda DV hafði sést til manns sem svipaði til Steingríms á tali við unga drengi en sá var á bifreið og þykir því ólíklegt að Steingrímur hafi átt í hlut. Hann er ekki með bílpróf og eftir því sem lögreglan segir er búið að staðfesta að hann dveljist á höfuðborgarsvæð- inu. -BÞ wm Steingrímur Njálsson. Þingmaður Sjálfstæðisflokks: Ekki fullreynt með vatnsútflutning Katrín Fjeldsted, þing- maður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur lagt fram þingsá- lyktunartillögu um að neysluvatn verði skilgreint sem auðlind i lögum, mál- efni þess verði vistuð á ein- um stað í stjómsýslunni og stuðlað verði að útflutningi á fersku neysluvatni í sam- starfi við vatnsútflutnings- fyrirtæki og sveitarfélög. Mikilvægt sé að umgangast auð- lindina þannig að komandi kyn- slóðir eigi aðgang að fersku neysluvatni i framtíðinni því þrátt fyrir gnægð þess núna sé ferskt vatn á íslandi ekki ótakmarkað. Núverandi heildarnotkun og vinnsla á neysluvatni sé hvergi skráð og i stjórnsýslunni er hvergi haldið utan um þekkingu á auð- lindirmi á einum stað. Eðlilegt væri að fela Orkustofnun það verkefni. Margir hafa farið flatt á vatnsút- flutningi en Katrín telur mikla möguleika vannýtta i þessum efn- um. I bæklingi frá Worldwatch Katrín Fjeldsted. Institute Norden frá 1998 kemur fram að ísland er ferskvatnsauðugasta land veraldar, með 666.667 m3 á mann á ári, Kongó hefur helming af því, Kanada 108.900 m3, Noregur 97.268 m3, Brasilía 46.631 m3, Bandaríkin 9.913 m3, Jap- an 4.428 m3, Mexíkó 4.226 m3 og Frakkland 3.262 m3. Af þeim vatnssnauðustu hefur Jórdanía 327 m3, Sádi-Arabía 306 m3, Singapúr 221 m3, Malta 85 m3, Kúveit 75 m3 og lestina rekur Djíbútí með 23 m3 af fersku vatni á íbúa á ári. Ljóst er að vatnsskort- ur er orðinn verulegur í ýmsum stórborgum heims og má nefna Mexíkóborg og Ríó de Janeiro sem dæmi. „Okkar möguleikar liggja helst í drykkjarvatni. Ef teknir væru 5.000 1/sek. á dag væru það 500 millj. lítra á dag. Hver maður neyt- ir um tveggja lítra á dag og með þessu væri t.d. hægt að fullnægja þörfum allra íbúa Evrópusam- bandsins fyrir drykkjarvatn," seg- ir Katrin. -BÞ Forvarnir i ræstingu GOLFMOTTUR AOUA TRAP ARROw TRAX CITY HEAVY OCT-O-MAT ENCORE POLYPLUSH TRAFFIC Rekstrarvorur - vinna með þér Sölumenn okkar eru viö símann frá kl. 8:00 - 17:00. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2. Opið mán. - fös. 8:00 - 18:00. Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 Netfang: sala@rv.is FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 Fréttir T>*ty Ályktun aðalfundar Eldingar vekur hörð viðbrögð: Segja flakafrystitog- ara henda 60% aflans - eins og lög heimili þeim að gera Ályktun aðal- fundar Smáháta- félagsins Elding- ar, sem haldinn var á ísafirði 6. október 2002, hefur vakið hörð viðbrögð úr röð- um togaraskip- stjóra. í ályktun- inni er m.a. sagt að stærstu Guðmundur Halldórsson. frystitogarar komi alveg upp að tólf mílna mörkunum og dragi þar stórvirk veiðarfæri innan um trillur með handfæri á 30-40 faðma dýpi. „Þessi skip hirða fátt annað en flökin af fiskinum og henda um það bil 60% aflans eins og lög leyfa,“ segir m.a. í ályktun- inni. Guðmundur Halldórsson, for- maður Eldingar og fyrrum togara- skipstjóri, segist hafa fengið mörg símtöl ævareiðra skipstjóra. Það sé bara hið besta mál og sýni að ályktunin veki athygli og komi greinilega við kviku manna. Hann segir að togararnir séu vissulega að fara að lögum þegar þeir veiði og flaki aflann um borð. Það sé hins vegar hreinn sóðaskapur þeg- ar beinum og öðrum úrskurði sé hent aftur fyrir borð í stórum stíl á fiskislóðinni. Því sé miður að lögum hafi verið ítrekað frestað og síðan afnumin serri áttu að koma í veg fyrir þetta og skylda menn að vinna allan aflann um borð. „Kannski menn séu bara að bíða eftir að erlend náttúruvernd- arsamtök grípi þarna í taumana,“ segir Guðmundur Halldórsson. Neikvæð áhrif á dreifbýli í ályktun Eldingar er einnig bent á að kvótasetning smábáta hafi haft mjög neikvæð áhrif á strandbyggð- ir landsins og hefur sýnt sig að vera óþörf aðgerð. Kvótasetningin vinni gegn markmiðum fiskveiðistjórn- unarlaganna, sem eru aö byggja upp atvinnu og treysta byggð í land- inu. Því krefst fundurinn þess að snúið verði aftur til fyrra kerfls, svo hefja megi uppbyggingu í strand- byggðum landsins. Til vara tekur fundurinn undir tillögu Fjórðungs- * Togaramenn sakaðir um sóðaskap á miðunum Formaöur Eldingar segir miöur aö lög sem skyldi menn til aö vinna allan aflann um borö hafi veriö felld úrgildi. sambands Vestfirðinga í byggðamál- um, þar sem þess er krafist að ein- ungis 80% af afla línubáta sem stunda dagróðra teljist til kvóta. Þá styður fundurinn samþykkt 47. Fjórðungsþings Vestfirðinga, þar sem meðal annars er krafist taf- arlausrar rannsóknar á því hvað farið hafi úrskeiðis við stjórn fisk- veiða eða hvort niður- stöður fiskifræðinga um ástand helstu fiski- stofna séu rangar. „Við lýsum fullri ábyrgð á hendur stjórnar Hafrann- sóknastofnunar, þar sem hún hefur ekki tekið til greina þær fiölmörgu ályktanir viðs vegar að um veið- arfærarannsóknir og svæðanýtingu, en hef- ur með aðgerðaleysi sinu stuðlað að veiðum á stærsta hrygningar- fiskinum og útgerð á hrogn. Þá er það áhyggju- efni, að stórum dragnótabátum yfir 30 tonn með öflug veiðarfæri hefur fiölgaö mjög mikið og þeir hafa leyfi til að draga voðina upp í harðaland. Elding krefst þess, að nú þegar veröi hætt að úthluta skipstjóra- kvóta, þar sem öll rök fyrir þessari úthlutun eru brostin og skipstjór- arnir komnir i land.“ -HKr. Valgeröur Sverrisdóttir. Landsbanklnn ekki seldur strax Valgerður Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðar- ráðherra, segir að Landsbankinn verði ekki seldur fyrr en skýrsla Rikisendurskoð- unar liggur fyrir mn afskipti einka- væðingamefndar af söluferli Lands- bankans. Viðræður standa yfir milli rikisins og félagsins Samson sem er í eigu Björgólfsfeðga en að sögn ráð- herra er ekki enn ljóst hvemig þeim viðræðum lyktar. Það var Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, sem spurði ráðherrann um þetta á þingi í gær en Össur sagðist vilja fá fullvissu fyrir því að bankinn yrði ekki seldur fyrr en þingheimur hefði fengið að lesa og fialla um skýrslu Rikisendurskoðunar. -BÞ Orkan verði nýtt hérlendis Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra segist síður vilja að íslensk orka verði flutt út fyrir landsteinana. Betra væri að nýta hana innanlands og raf- orkusala til Norðmanna sé alls ekki forgangsmál í hennar huga. Eins og DV greindi frá í gær er haf- in hagkvæmniathugun á lagningu raf- strengs milli Islands og Noregs í sam- starfi við Statoil og Statnett. Um er að ræða verkefni sem Landsvirkjun tekur þátt í en útflutningur á raforku verður væntanlega ekki að veruleika næstu 10 ár eða svo. -BÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.