Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 32
 » m cafc # 1 BÍLAMÁLUN RÉTTINGAR 0-0 H Sml&luveai 48 (Rau& aata) - KÓDavoai SJÓVáSaWENNAK Tjónaskoöun Vönduö vlnna - aöeins unnin af fagmönnum Val á þjóðarfjalli gengur vel Val á þjóðarfjalli íslands gengur vonum framar. Mörg hundruð kjör- seðlar hafa borist Landvemd og koma ábendingar víöa af landinu. „Menn hafa mjög ákveðnar skoð- anir á hvaða fjall sé fallegast og eru menn með deildar skoðanir á þess- um málum. Reyndar mættu Norð- lendingar vera duglegri að senda inn þátttökuseðla því það eru mörg fógur fjöll norðan heiða,“ segir Tryggvi Felixson, framkvæmda- stjóri Landverndar. Hægt er að senda inn þátttöku- seðla til 20. október en þeir fylgja með DV-Magasíni í dag. Einnig er hægt að fara inn á netmiðil DV á slóðinni www.dv.is og þar má náigast kjörseðilinn með því að smella á borða Landvemdar. Þann 24. október verða úrslit kunngerð í DV-Magasín og kemur þá í ljós hvaða fjöll snerta strengi í hjörtum íslendinga. -HÞG FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ Viðbótarlífeyrissparnaður Allianz @) FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 Loforð er loforð Sími: 533 5040 - www.allianz.is Ölvaðir skógar- þrestir á flugi Töluvert hefur verið um að skóg- arþrestir hafi flogið á híbýli Húsvík- inga að undaníomu. Meðal annars hafa þrestir flogið á hús Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Fyrir norðan telja menn þresti þessa ef til viil hafa verið á leið í ríkið sem er við hliðina á skrifstofunni. Það er álit fuglafræðings stéttarfé- laganna á Húsavík að töluvert sé um ölvaða skógarþresti um þessar mund- ir. Þeirra aðalfæða er berin, en þau em farin að gerjast. Fuglarnir leggja sér þetta þó til munns án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. -NH Einmuna blíða Einmuna haustblíða hefur ríkt norðan heiða undanfarið og var 12 stiga hiti klukkan sex í morgun á Akureyri. Lægstur mældist hiti á landinu á Hveravölium, sex gráður, þannig að landsmenn geta allir vel við unað miðað við árstíma. Veðurstofan spáir ailt að 16 stiga hita á Norðausturlandi í dag. Ríkja mun suðaustanátt með rigningu eða súld á Austurlandi en annars staðar má búast við smáskúmm. -BÞ 112 EINN EINNTVEIR DVA1YND GVA Morgunverkin í Laugardalshöll Nýherjamenn voru önnum kafnir viö aö leggja lokahönd á sýningarbás fyrirtækisins í Laugardalshöll í morgun. Agora- sýningin hefst í höllinni síöar dag en þar munu 90 fyrirtæki landsins kynna sig atvinnulífinu og almenningi á tvískiptri sýningu. Fólk úr atvinnulífinu heimsækir sýninguna í dag og morgun en á laugardag veröur sýningin opin öllum. Brauð hérlendis 66% dýrara en í ESB löndum: Skýringin er ekki dýrt hveiti - segir bakarameistari og bendir á mikinn bankakostnað LÖGREGLA SLÖKKVIUÐ SJÚKRALIÐ FJÓRIR KÁTIR FRE5TIR... Verð á brauöi og kornvöru er 66% hærra en meðaltalsverð innan ESB samkvæmt nýjasta fréttabréfi Eurostat, opinberri tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Reynir Þor- leifsson, bakarameistari í Reynis- bakaríi í Kópavogi, segist mikið hafa velt fyrir sér ástæðum þess verðmunar sem þama kemur fram á brauði. „Ég held að það hljóti að vera einhverjir kostnaöarliðir sem koma þarna ofan á við að framleiða brauðið hér á landi. Málið er nefni- lega að hveitið til framleiðslunnar er ekki dýrt. Það hljóta að vera all- ir aðrir liðir sem leggjast á fram- leiðsluna sem eru þarna að hafa áhrif. Það er alls ekki hveitiverðið." Reynir segist sakna þess að gerð væri samanburðarkönnun á ýmsum rekstrarþáttum bakaría hér og í ESB-ríkjum. Könnun sem Neytenda- samtökin hafi ætlað að standa fyrir hafi enn engu skilað. „Það væri mjög fróðlegt fyrir okkur bakarana að vita þetta, því við erum ekkert allt of sælir með það sem eftir stend- ur hjá okkur. Það eru örfá bakarí sem rekin eru með einhverjum gróða. Þama er t.d. einn liður sem gæti vegið þungt. Manni er t.d. sagt að bankakostnaður hafi hækkað um 50% á tveim til þrem ámm. Það get- ur vegið drjúgt þvi við erum með dýr tæki og meira og minna á lán- um,“ segir Reynir Þorleifsson. -HKr. Kaupverð Frjálsa fjárfestingarbankans: Eðlilegt verð að okkar mati - segir sparisjóðsstjóri SPRON „Það er okkar mat að þetta sé eðlilegt verð,“ segir Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON og jafn- framt stjómarfor- maður Kaup- þings, um það verð sem SPRON greiðir Kaupþingi fyrir Frjálsa fjárfestingarbankann. Kaupverðið er 3,8 milljarðar en greiningardeild Búnaðarbankans Verðbréfa telur að verðmæti bank- ans fyrir Kaupþing hafi numið 2,6 milljörðum. „Menn verða að hafa í huga að í höndum Kaupþings kann verðmætið Guömundur Hauksson. að vera annað en í okkar höndum," segir Guðmund- ur. „Rekstur þessa banka fell- ur mjög vel að því umhverfi sem við störfum í og við horfum til þess. Við sjáum mjög mikil sóknarfæri í að samþætta rekstrarþætti sem era hjá Frjálsa annars vegar og SPRON hins vegar.“ Þess má geta að samkvæmt verð- mati Búnaðarbankans er Frjálsi fjár- festingarbankinn um það bil jafn- verðmætur og sem nemur eigin fé hans, en flestir eða allir bankar hér á landi era metnir á meira en sem Pétur H. Blöndal. nemur eigin fé þeirra. Pétrn- H. Blöndal, stofnfjáreigandi í SPRON, segir að við fyrstu sýn blasi við að SPRON hafi keypt bank- ann á yfirverði. „En það er erfitt að meta verð á fyrirtæki sem hvergi er skráð og hefur gengið í gegnum því- líkar breytingar sem bankinn hefur gert í höndum Kaupþings. Það er búið að taka út úr honum arðbæran og verðmætan rekstur - það gerði Kaupþing, sem átti 100% hlut í bank- anum. Þetta er allt með ólíkindum," segir Pétur og bætir við að sér finn- ist undarlegt að sfjóm sparisjóðsins skuli geta staðið að svona stónun kaupum án þess að spyrja stofnfjár- eigendur, enda sé kaupverðið hærra en allt eigið fé SPRON og rekstrin- um fylgi mikil áhætta. -ÓTG Tólf mánaða verðbólga 2,9% Vísitala neysluverös miðuö við| verðlag í byrjun mánaðarins var 224,1 stig og hækkaði um 0,54% frá j fyrra mánuði samkvæmt tölum sem I Hagstofan birti í morgun. Þetta er jafnmikil hækkun og varð í septem- ber. Sumarútsölum er nú lokið ogi hækkaði verð á fotum og skóm um' 4,9%, sem skýrir um helming hækk- unar vísitölunnar í heild. Undanfama þrjá mánuði hefur P vísitalan hækkað um 0,5% sem jafn- gildir 2% verðbólgu á ári. -ÓTG i Hryllingur í undir- heimunum Ofbeldi í undirheimum íslensks j samfélags er staðreynd og svo virð- * ist sem það verði sífellt grófara. Úti í samfélaginu er margir „efni-í legir“ afbrotamenn sem hafa ratað I inn á háskabraut vegna misnotk- imar á fikniefnum. Hópnauðgun-/ um og alls konar viðbjóði er beitt í| undirheimunum á íslandi. Tennur eru barðar úr fólki, handleggir og, fingur brotnir ásamt öðrumj óhugnaði. „Þessum tilfellum á eftir að fjölga," segir Guömundur Týr Þórarinsson, eða Mummi í Mótor-Í smiðjunni, eins og hann er títt' nefndur. Hann talar um „ógnvæn- leg tilfelli" fólks úti í samfélaginul sem hefur verið að komast til full- P orðinsára síðustu sex árin. Ferill þeirra margra eigi eftir að enda/ með ósköpum. -HKr. ■ - Sjá nánar bls. 6. Stjórnarráðið: Bandaríski fán- inn við hún Bandaríski fáninn var dreginn að hún á Stjórnarráði íslands viðl Lækjargötu I nótt. Lögreglu barstp tilkynning um atburðinn um sex- leytið í morgun. Lögreglumenn fóru / þegar á vettvang en kalla þurfti áj slökkvilið til að ná fánanum niður af þaki hússins. Fyrir neðan fánann blakti borði með áletrun en lögregl- j an í Reykjavík var ófáanleg til að gefa upp hvaö stóö á borðanum. Sá eða þeir sem flögguðu í nóttjj voru á bak og burt þegar lögreglu-1 menn bar að garði. Ekki listamenn stað listfræðinga Hannes Sig- urðsson, for-, stöðumaður Listasafnsins ar Akureyri, telur ekki að það væri i lausn á málefn-f um islenskra listamanna að t Hannes setía listamenn í| Sigurösson. stóla forstöðu- manna safnanna, í stað listfræðinga. Þvert á mótij telur hann að það myndi ýta undirF þröngsýni, eins og kemur fram í viðtali við hann á menningarsíðu I blaðsins í dag. Sýningar Hannesar fyrir norðan undanfarin þrjú ár hafa margar ver- < ið feikivel sóttar en spyrja má hvers I vegna öll söfn eru ekki alltaf full af fólki. Af hverju sækir almenningur t fremur sýningar á erlendri list en [ íslenskri - og fremur á gamalli list en nýrri? Rembrandt og samtíma-, menn hans, sem Hannes sýnir um[ þessar mundir, löguðu sig að kröf-' um nýrra viðskiptavina úr milli- stétt, en nú segir Hannes að margt [ af nútímalist virðist vera prívat sál-' greining listamannsins sem enginn hefur forsendur til að skilja. -SA | Sjá bls. 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.