Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10, OKTÓBER 2002 T>V Fréttir Ógeðslegt, miskunnarlaust og subbulegt ofbeldi undirheimanna: Hópnauðganir, hand- leggs- og fingurbrot - slíkum tilfellum á eftir að fjölga, segir Mummi í Mótorsmiðjunni Ofbeldi undirheimann Hrottalegt ofbeldi Staöreynd á íslandi rétt eins og í undirheimum stórborga víöa um heim. hægt að gera þar sem fólk þori ekki að koma fram og upplýsa um afbrotin. „Ástæðan er einfaídlega sú að viðkom- andi eru oftast sjálfir flæktir í fikni- efnamál sem neytendur. Þetta fólk kær- ir ekki þó á það sé ráðist." Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- deild Landspítala - háskólasjúkrahúss, segir starfsfólk slysadeildar stundum hafa grun um að eitthvað æði misjafnt hafi gerst þegar fólk kemur ifla haldið til þeirra. „Fólk getur sagt manni hvað sem er varðandi skýringar á slíku sem engin leið er aö sannreyna." Menn séu duglegir að fela hlutina, sérstaklega ef það tengist fikniefnaviðskiptmn. Þora ekki að koma fram „Það koma ailtaf annað slagið til okkar krakkar sem búið er að meiða,“ segir Mummi í Mótorsmiðjunni. „Erf- iði parturinn er að fá þessa krakka til að stíga fram. Inn í þetta blandast for- eldrar og fleiri. Við verðum mikið vör Forsíða DV í gær. við ofbeldið. Þetta fýlgir neyslu ungs fólks og allra sem misnota vímugjafa. Það er mikið ofbeldi og viðbjóður.“ Mummi segir þá ekki skipta máli hvort viðkomandi er aðeins 14 eða 15 ára unglingur. Hann lendi í þessu eins og aðrir ef hann er kominn á kaf í fikni- efnaneysluna. Hópnauðganir og handleggsbrot „Sumar aðgerðirnar gagnvart þessu fólki eru alveg skelfilegar. Það er beitt hópnauðgunum og alls konar viðbjóði sem ég hef komið að. Ef borvél er á staðnum þá er hún notuð ásamt hótunum. Þegar þessu er beitt er hægt að fá hvað sem er upp úr einstaklingi án þess að koma þurfi til allsherjar limlest- inga. Oft er þó búið að berja tennur úr viðkomandi, fremja handleggs- brot, brjóta fingur og ýmislegt fleira. Þetta höfum við allt séð ger- ast. Allt þetta er hætt að koma mér á óvart. Það eru kannski ekkert fleiri beittir ofbeldi nú en áður, en þegar því er beitt þá er það svo ógeðslega miskunnarlaust og subbulegt. Það er þó alveg gefiö að þessum tilfell- um á eftir að fjölga. í hópi þeirrar kynslóðar sem síðastliðin sex ár hefur verið að komast til fullorðins- ára eru einstaklingar sem eru ógn- vænleg tilfelli. Það á eftir að enda hræðilega hjá mörgum þeirra.“ -HKr. Mummi í Mótorsmiðjunni segist mjög verða var við þetta í sínu að- stoðarstarfi við ungmenni í gegnum Götusmiðjuna. í gær var greint frá einu slíku máli í DV, þar sem ráðist var inn á heimili fólks um miðja nótt i Garðabæ fyrir skömmu og jaxlar dregnir úr húsráðandanum á staðn- um. Ekki mun þar um neitt undir- málsfólk að ræða, síður en svo, held- ur einstakling sem ánetjast hefur fíkniefnum og lent í vítahring og klóm fikniefnasala sem svífast einskis. Fjöldi ábendinga en lítiö hægt aðgera Rannsóknarlögreglumaður sem DV ræddi við í gær sagði fæst þessara mála vera kærð og rannsökuð tii hlítar. Þeir fái fjölda ábendinga en litið sé Það er beitt hópnauðgunum og alls konar viðbjóði í undirheimun- um á íslandi. Tennur eru barðar úr fólki, handleggsbrot og fingurbrot framin ásamt öðrum viðbjóði. „Þessum tilfell- um á eftir að fjölga," segir Guðmundur Týr Þórarinsson, eða Mummi i Mótor- smiðjunni, eins og hann er títt nefndur. DV hefur stað- festar heimildir fyrir því að óhugn- anlega mikið sé um misþyrmingar af ýmsum toga á fólki hérlendis sem oft tengist flkniefnamálum. Hrotta- legar líkamsmeiðingar eru framdar og heilu fjölskyldurnar hafðar í gísl- ingu óttans af svokölluðum hand- rukkurum fikniefnasala. Fæst þess- ara mála eru kærð og iðulega er log- ið til um orsakir líkamsmeiðinga þegar leitað er til lækna. Guðmundur Týr Þórarinsson. Fyrstl hlutl Jóga hjá Guðjóni Bergmann Ármúla 38, 3.hæð - www.gbergmann.is - yoga@gbergmann.is - 690-1818 I árs ídag! Kæri lesandi, Fyrir einu ári hóf ég rekstur á jógastöð minni f Ármúla 38, 3. hæð, og Ift nú yfir árið fullur þakklætis. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa sótt stöðina, þakka vinum mfnum sem hjálpuðu mér að reisa veggi, mála, markaðssetja og merkja, þakka konu minni fyrir stuðninginn og þakka Yogi Shanti Desai fyrir ómetanlega handleiðslu. Árið sem gengur f garð er fullt af tækifærum. Ég mun halda uppi öflugri stundaskrá, byrjendanámskeiðum, námskeiðum fyrir stirða og stressaða karlmenn, námskeiðum fyrir 60 ára og eldri og kona mfn, Jóhanna Bóel, mun halda áfram að kenna meðgöngujóganámskeið að loknum barnsburði. Nýtt jógakennaranám hefst árið 2003. Námskeiðið Jóga sem lífstíll á 21. öldinni verður einnig endurtekið á næsta ári auk þess sem námskeiðið Reyklaus að eilífu verður haldið f janúar 2003. Einnig vonast ég til að vinna meira á sviði fþróttaþjálfunar f framhaldi af útgáfu bókarinnar Jóga og fþróttir sem kemur f verslanir í þessum mánuði. Ég held ótrauður áfram að skapa ný sóknarfæri fyrir jógaástundun á Islandi og vonast til að eiga minn þátt f auknum áhuga fyrir þessum 5000 ára gömlu fræðum sem hafa svo sannarlega staðist tfmans tönn. Kærar þakkir fyrir frábærar móttökur. Cuðjón Bergmann Forræðisdeila franskra foreldra: Franskir dómstólar viöur- kenna íslenska lögsögu Nú er beðið niðurstöðu áfrýj- unardómstóls í Lille í Frakklandi um brottnám föður á lítilli stúlku franskra foreldra sem búsett er hér á landi ásamt móður sinni. Málið verður tekið fyrir 21. októ- ber næstkomandi. Enda þótt mál- ið sé enn fyrir dómstólum í Frakklandi vegna brottnámsins má segja að þvl sé raunverulega lokið, þar sem móðurinni hefur verið úrskurðuð bráðabirgðafor- sjá barnsins og það komið aftur heim til íslands. Eins og komið hefur fram í DV eru foreldrarnir báðir franskir ríkisborgarar. Þau voru búsett hér á landi ásamt lítilli dóttur sinni þegar þau slitu samvistum á síðasta ári. Konan sótti um skilnað að borði og sæng hjá Sýslumannsembættinu í Reykja- vík. Maðurinn gerði ekki athuga- semd þá, en sendi síðar yfirlýs- ingar til embættisins um að skilnaðarmálið heyrði undir frönsk lög, þar sem þau væri bæöi franskir ríkisborgarar. Maðurinn höfðaði síðan skilnað- armál í Fakklandi, en konan höfðaði sitt skilnaðarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. í byrj- un síðasta mánaðar úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Frakklandi að málinu skyldi vísað frá. Það er þvi til meðferðar fyrir héraðs- dómi hér á landi. Hvað varðar forsjá bamsins kröfðust báðir foreldrarnir bráða- birgðaforsjár. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði móður- inni, Caroline Scheefer, forræði til bráðabirgða og barnið var úr- skurðað í farbann, að beiðni móð- urinnar, þar til forsjármálið væri til lykta leitt. Því vildi faðirinn, Francgois Scheefer, ekki una og fór með barnið til Frakklands í september 2001. Móðirin lagði þá fram kröfu í Frakklandi um af- hendingu barnsins. Héraðsdómur í Lille í Frakklandi úrskurðaði í október 2001 að bamið skyldi af- hent móðurinni á íslandi.Þar með var staðfest aö maðurinn hélt barninu með ólögmætum hætti í Frakklandi. Svo fór að móðirin hélt þangað og nam barnið á brott þaðan í mars sl. Maðurinn áfrýj- aði dómnum til annars dómstigs og þar bíður það nú niðurstöðu. Caroline Lefort-Scheefer, móðir barnsins, kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um þetta mál í fjölmiðlum þar sem um einkamál væri að ræða. -JSS REYKJAVÍK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 18.26 18.11. Sólarupprás á morgun 08.05 07.50 Síðdegisflóö 21.10 13.19 Árdegisflóó á morgun 09.38 01.43 Talsverð rigning Suðaustan- og austanátt, yfirleitt 10 til 15 metrar á sekúndu. Talsverð eöa mikil rigning á Suöausturlandi og Austfjörðum. Annars skýjað og súld eða rigning með köflum. Veðrið á morgui Skúrir Skúrir suðvestan til á morgun. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. Laugardagur Sunnudagur Mánudagur O O Hiti 7° til 12° Vindur: 5-10 tn/s Hiti 7" til 12° Vindur: 5-10 'Vs Suðaustan 8-13 Austlægar áttir, Austlægar áttir, m/s. Rlgnlng á 5-10 m/s. 5-10 m/s. Suöaustur- og Rigning austan Rigning austan Austurlandi en til en annars tll en annars annars lítils skýjaö meö skýjaö meö háttar rlgning köflum og köflum og meö koflum. úrkomulítiö. úrkomulítiö. Hltl 7 tll 12 Áfram milt í Áfram milt í stlg. veöri. veöri. 3 m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárvlðri >= 32,7 AKUREYRI alskýjað 12 BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK skýjað 9 EGILSSTAÐIR úrkoma í gr. 12 KEFLAVÍK rigning 10 KIRKJUBÆJARKL. rigning 9 RAUFARHÖFN alskýjað 9 REYKJAVÍK rigning 9 STÓRHÖFÐI rigning og súld 10 BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERUN CHICAGO DUBUN HALIFAX HAMBORG FRANKFURT JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.