Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Page 11
11 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 DV__________________________________________________________ ~~ Útlönd Palestínumenn hefna fyrir blóðbaðið í Khan Younis: Ein kona lét lífið I sjálfsmorðs- árás I úthverfi Tel Aviv í morgun Ein kona lét líflð og að rainnsta kosti tuttugu manns slösuöust þegar palestínskur sjálfsmorðsliði sprengdi sig í loft upp á strætisvagnastöð í einu úthverfa Tel Aviv í ísrael í bítið i morgun. Að sögn lögregluyflrvalda reyndi maðurinn að komast inn í strætisvagn á biðstöðinni, en hann vakti strax grunsemdir bílstjórans og annarra farþega sem hindruðu hann í að komast inn í vagninn. Tveir her- menn voru meðal farþeganna og munu þeir hafa særst mest í spreng- ingunni eftir að hafa reynt að stöðva tilræðismanninn. Þetta er fyrsta sjálfsmorðsárás Palestínumanna síðan 19. september og er hún gerð í kjölfar næturárása ísraelsmanna í Khan Younis á mánu- dagnótt þar sem sextán Palestínu- menn létu lífið, en eftir árásimar hót- uðu herská samtök Palestínumannna grimmilegum sjálfsmorðsárásum á ísraelska borgara. ísraelar héldu aðgerðum sínum áfram á Gaza-svæðinu og Vesturbakk- anum í gær, en þá féllu þrir Palest- Særöir fluttir á brott Að sögn lögregluyfirvalda reyndi sjálfsmorðsliðinn að komast inn í strætis- vagn á biðstöðinni, en hann vakti strax grunsemdir bílstjórans og annarra farþega sem hindruðu hann í að komast inn í vagninn. ínumenn, þar af tvö ungmenni, auk þess sem sautján manns særðust þeg- ar ísraelskar skriðdrekasveitir réðust inn í bæinn Rafah á Suður-Gaza-svæð- inu. Að sögn sjónarvotta hófu skrið- drekamir skotárás á hóp ungmenna sem hentu að þeim grjóti með þeim af- leiðingum að tveir drengir, 14 og 15 ára, létu lífið. Áður hafði 12 ára stúfka verið skotin til bana þar sem hún fylgdist með árásunum frá svölum heimilis síns í Rafah á þriðjudaginn. Að sögn talsmanna ísraelska hers- ins varð stúlkan fyrir skoti þegar ísra- elskir hermenn svöruðu hand- sprengju og skotárás palestínskra byssumanna sem særðu tvo hermenn. Um tvö þúsund syrgjendur fylgdu telpunni til grafar í gær og kölluðu eftir grimmilegum hefndum. ísraelski herinn hélt einnig áfram aðgerðum á Vesturbakkanum í nótt og morgun og að sögn talsmanna þeirra voru ekki færri en sjötíu grunaðir hryðjuverkamenn hand- teknir. REUTERSMYND Atkvæöi greitt í Pakistan Pakistönsk kona stingur atkvæða- seðlinum sínum í kjörkassa í borg- inni Rawalpindi í morgun. Þingkosningarnar í Pakistan fóru hægt af stað Pakistanar ganga að kjörborðinu í dag, í fyrstu þingkosningunum frá þvf hershöfðinginn Pervez Mus- harraf rændi völdum í landinu fyrir þremur árum. Að sögn breska ríkis- útvarpsins BBC fóru kosningarnar hægt af stað í höfuðborginni Islama- bad og í öðrum borgum. Kjörstaðir eru alls sextíu og fimm þúsund. Átök brutust út milli stuðnings- manna andstæðra flokka í Sindh- héraði í sunnanverðu landinu í morgun og lét einn maður lífið. Musharraf lofaði því í gær að kosningamar myndu fara heiðar- lega fram. Stjómarandstæðingar og mannréttindahópar hafa þó sakað stjórnvöld um að beita óvönduðum meðulum til að tryggja sér sigur. Vafasamir samn- ingar hjá Bush Olíufélagið Harken, þar sem Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseti var eitt sinn meðal æöstu manna, geröi samstarfssamning við Harvard-há- skóla seint á síðasta áratug þar sem fjárhagsvandræðum Harken var leynt. Þá voru fjárfestum hugsan- lega veittar rangar upplýsingar, að því er fram kemur í skýrslu sam- taka núverandi og fyrrverandi nem- enda Harvard. Að sögn höfunda skýrslunnar var margt mjög líkt með samningi þess- um og þeim samningum sem gjald- þrota orkusölufyrirtækið Enron gerði og gat þar með leynt erfiðleik- um sínum. Talsmenn forsetans bera til baka að hægt sé að líkja þessu saman. REUTERSMYND Haldiö upp á þjóöhátíöardaginn íbúar á Taívan halda þjóöhátíöardag sinn hátíðiegan í dag og gera sér dagamun af því tilefni. Námsmenn létu ekki sitt eftir liggia, ekki frekar en fyrri daginn, og stigu dans fyrir utan forsetaskrifstofuna í höfuöborginni Taipei. Bandaríkjaþing greiðir atkvæði um stríðsheimild fyrir Bush: Hvíta húsið og CIA ósam- mála um hættuna af írak Bandarísk stjómvöld héldu í gær uppi vömum fyrir þá skoðun sína aö Bandaríkjunum standi mikil ógn af gjöreyðingarvopnum ráðamanna í írak, þrátt fyrir að leyniþjónustan CIA mæti það svo að írakar væru ólíklegir til beita þeim, nema ráðist væri á þá. í bréfi frá CIA, sem gert var opin- . bert á þriðjudag, kom fram að leyni- þjónustan teldi litlar líkur á að írak- ar myndu gera árás að fyrra bragði. Hins vegar voru líkumar taldar miklar að þeir myndu svara fyrir sig með efna- eða sýklavopnum ef Bandaríkjamenn yrðu fyrri til. Það voru demókratar í öldunga- deildinni sem gerðu bréfið opinbert. Þeir vilja breiðari umræður um þörflna á árásum á írak. Litlar lík- ur eru taldar á því að bréfið hafi . RETERSMYND Irökum geflö blóð Bandarískir starfsmenn friðarsam- taka gefa blóð fyrir íraka i pólska sendiráðinu í Bagdad. áhrif á afstöðu þingmanna þegar þeir greiða atkvæði um heimild til handa George W. Bush forseta að fara í strfð við írak. Ekki er sem sé búist við öðru en fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, muni samþykkja heimildina með yf- irgnæfandi meirihluta atkvæða. Át- kvæðagreiðslan verður einhvern tíma í kvöld að íslenskum tíma. Irösk stjórnvöld buðu Bandaríkja- mönnum í morgun að senda emb- ættismenn til að skoða staði í írak þar sem grunur leikur á að Irakar framleiði gjöreyðingarvopn. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir- lits Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær viija senda framvarðahóp til íraks í októberlok. Felldur á fióttanum Anas Ahmad Ibrahim al-Kandari, lið- lega tvítugur Kúveiti, féll eftir að hann og félagi hans drápu banda- rískan tandgöngutiða í Kúveit. Tilræðismennirnir tengdir al-Qaeda Háttsettur bandarískur embættis- maður sagði í gær að byssumenn- irnir tveir sem drápu bandarískan landgönguliða í Kúveit í vikunni og særðu annan hefðu verið tengdir al- Qaeda hryðjuverkasamtökunum og hefðu hlotið þjálfun í Afganistan. „Við teljum að þama séu tengsl við hryðjuverkamenn," sagði emb- ættismaðurinn. Tilræðismennimir voru sjálfir skotnir til bana þegar þeir reyndu að komast undan. Yfirvöld í Kúveit hafa handtekið nærri fimmtíu manns sem grunaðir eru um að hafa aðstoðað byssu- mennina tvo. Aileen Wuornos tekin af lífi í gær Bandaríska vændiskonan Aileen Wuornos, sem dæmd var til dauöa fyr- ir morð á sex manns, var í gær tekin af lífi í ríkisfangelsinu í Starke í Flór- ída. Að sögn talsmanns Jebs Bush rík- isstjóra, yngri bróður Bush Banda- ríkjaforseta, var Wuomos gefinn ban- vænn skammtur af lyfjum. Wuomos, sem gengið hefur undir nafninu „Ungfrú dauði“, hafði veriö geymd bak við lás og slá í tíu ár áður en dómnum var fullnægt en áður hafði hún starfað sem vændiskona, aðallega við þjóðvegi Flórída á ámn- um 1989 til 1990. Fyrsta fórnarlamb hennar var Ric- hard Malloy, sem hún myrti þann 13. desember árið 1989, en síðasta morðið framdi hún í janúar árið 1991 og var eftir það handtekin í bænum Daytona Beach í Flórída. Hún var grunuð um átta morð en viðurkenndi aðeins sex sem hún var ákærð fyrir. Hún sagðist við réttar- höld hafa myrt fyrsta fórnarlambið eftir að það hefði misþyrmt sér á hryllilegan hátt og síðan fyllst óstöðv- andi hatri til allra karlmanna sem leitt hefði til þess að hún hélt áfram að myrða. Seinna viðurkenndi hún að hafa myrt til að ræna fómarlömbin og í april sl. óskaði hún eftir að vera tekin af lífi frekar en að áfrýja. Mnspjöld ...íeinum grænnm! * STAFRÆNÁ PRENTSTOFAN LETURPRENT Síðumúla 22 - Sími: 533 3600 Netfang: stafprent§stafprent.is - Veffang: www.stafprent.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.