Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 9
9
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002
DV
Viðskipti
Umsjón: Viöskiptablaðið
Breytingarfrumvarp um póstþjónustu:
Þyngdarmörk
póstsendinga
færð niður
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra kynnti á ríkisstjómarfundi í
fyrradag frumvarp um breytingu á
lögum um póstþjónustu. Fjallar
frumvarpið um breytingu á einka-
réttarmörkum gildandi laga með
hliðsjón af nýrri tilskipun ESB frá
því í júní sl. og kveður á um frekari
opnun póstmarkaðarins i Evrópu
fyrir samkeppni. Samkvæmt núgiid-
andi lögum hefur islenska ríkið
einkarétt á póstsendingum sem eru
allt að 250 grömm að þyngd. Nái
frumvarpið hins vegar fram að
ganga verða þessi þyngdarmörk
færð niður í 100 grömm frá og með
næstu áramótum og síðan aftur nið-
ur i 50 grömm frá og með 1. janúar
2006. Kemur frumvarpið til vegna
tilskipunar ESB.
Jafnframt kemur fram hjá sam-
gönguráðuneytinu að í frumvarpinu
sé skerpt á nokkrum atriðum til
hagsbóta fyrir viðskiptavini pósts-
ins. Tekin séu inn skýrari ákvæði
um sérstakar gjaldskrár rekstrar-
leyfishafa; tekin séu inn ákvæði þar
sem rekstrarleyfishöfum sé bannað
að greiða niður þjónustugjöld í al-
þjónustu utan einkaréttar með tekj-
um af einkaréttarþjónustu nema
slíkt sé beinlínis nauðsynlegt; og
tekin séu inn ákvæði sem skyldi
rekstrarleyfishafa til að gefa út
skýrari reglur um meðferð kvart-
ana frá notendum.
Greiningardeild Landsbankans:
Gerir ráð fyrir 1% við-
skiptahalla á næsta ári
Greiningardeild
Landsbankans spáir
því að viðskiptahall-
inn á næsta ári verði
um 1% af landsfram-
leiðslu. Fjármálaráðu-
neytið, sem hefur tek-
ið við þjóðhagsáætl-
anagerð af Þjóðhags-
stofnun, spáir því að
viðskiptahallinn
standi þvi sem næst í stað á næsta ári.
Gert er ráð fyrir að áframhaldandi
vöxtur verði á útflutningi á árinu og
að innflutningur taki við sér að nýju.
Engu að síður verður áfram mikill af-
gangur á viðskiptum með vöru og
þjónustu sem nær að vega upp mikinn
og viðvarandi halla á jöfnuði þátta-
tekna. Greiningardeild
Landsbankans tekur
hins vegar aðeins ann-
an pól i hæðina þar sem
hún gerir ráð fyrir
meiri neyslu og fjárfest-
ingu en fjármálaráöu-
neytið og að innflutn-
ingur vaxi hraðar en
ráðuneytið gerir ráð
fýrir og því verði lítils
háttar halli á viðskiptum við útlönd á
næsta ári.
Varðandi hagvöxt er Landsbankinn
aðeins bjartsýnni en fjármálaráðu-
neytið, íslandsbanki og Búnaðarbanki
en hann gerir ráð fyrir að hagvöxtur
verði á bilinu 2 til 2,5% en meðaltal
áðurnefndra fyrirtækja er 1,73%.
Gilding komin með fjórð-
ung í Búnaðarbankanum
Á þriðjudag voru viðskipti með
hlutabréf Búnaðarbanka fslands hf.
fyrir um 930 milljónir króna og skiptu
þá um 3,5% hlutafjár í bankanum um
eigendur. Heimildir Viðskiptablaðs-
ins herma að bréfin hafi verið keypt
af aðilum sem tengjast Gildingar-
hópnum og að eignarhlutur hópsins í
Búnaðarbankanum sé nú fast að 25%.
Eins og fram kom í Viðskiptablað-
inu í síðustu viku telja fjárfestamir
sem mynda hinn svokallaða Gilding-
ar-hóp að kjölfestufjárfestir í Búnað-
arbankanum sé þegar kominn fram og
að ekki sé hægt að líta fram hjá hon-
um við sölu á eignarhlut ríkisins í
bankanum. Á fjármálamarkaði er al-
mennt talið að hópurinn hafi mjög
styrkt stöðu sina í Búnaðarbankanum
með hlutabréfakaupum síðustu daga
og vikur. Þá benda viðmælendur Við-
skiptablaðsins á að viðskiptin að und-
HEILDARVIDSKIPTI 4.236 m.kr.
Hlutabréf 844 m.kr.
Ríkisbréf 1.139 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Opin kerfi 153 m.kr.
C Pharmaco 144 m.kr.
© Kaupþing 142 m.kr.
MESTA HÆKKUN
©SÍF 8,7%
O Hlbrmarkaöurinn 5,9%
O Sæplast 2,6%
MESTA LÆKKUN
o Fiugleiðir 4,9%
o íshug 2,9%
© Búnaöarbankinn 0,8%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.307
- Breyting 0,26%
anförnu hljóti að mynda nokkurs kon-
ar „gólf‘ fyrir gengi á hlutabréfum
ríkisins í hugsanlegri sölu til fjár-
festa, óháð því hvaða aðferð verður
fyrir valinu við söluna. Viðskiptin
með hlutabréf Búnaðarbankans í gær
fóru fram á genginu 4,95.
VISA og Flugleið-
ir auka samstarf
Gengið hefur verið frá endumýj-
uðum samningi VISA íslands og
Flugleiða um sammerkt greiðslu- og
tryggðarkort. Þar er samstarf fyrir-
tækjanna sem hófst haustið 1996
enn aukið og þróað.
Samstarfið hófst á útgáfu Vildar-
korta VISA og Flugleiða, í gulli og
silfri, sem eru útbreiddustu kredit-
kortin á íslandi í dag og má fullyrða
að korthafar kunni að meta þá
möguleika sem vildarkerfið býður.
Helstu nýjungar nú eru að hand-
hafar VISA Business Card safna
ferðapunktum af allri notkun þeirra
innanlands og fá þeir 12 punkta fyr-
ir hverjar 1.000 kr. í veltu. Þá fjölg-
ar veltutengdum punktum á VISA
Inflnite-kortum í 9 punkta fyrir
hverja 1.000 kr. veltu.
Handhafar sammerktu kortanna
njóta ýmissa friðinda til viðbótar
við söfnun veltutengda ferðapunkta,
svo sem tryggingavernd, sérstök
ferðatilboð þar sem Flugleiðir bjóða
sérverð og möguleika á að nýta
ferðapunktana til greiðslu upp í
ferðakostnað.
Sammerktu VISA kreditkortin
eru því nú Vildarkort VISA og Flug-
leiða, Svarta kortið, VISA Infmite
og VISA Business Card.
Stóri jeppinn frá Suzuki
SUZUKI BÍLAR HF
SÍMI 568 51 00
Allar upplýsingar á
www.suzukibiiar.is
Hann fékk annað líf
„Sonur minn greindist með sykursýki og þarf að fá insúlín daglega um ókomna framtíð.
Segja má að insúlínið hafi gefið honum annað líf. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvemig
væri komið fyrir okkur, ef þessi lyf væru ekki til.“
Lyf skipta sköpum!
Vakin er sérstök athygli á fræðsluþætti um sykursýki,
sem sýndur verður í Ríkissjónvarpínu kl. 20:05 í kvöld.
Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910
Lyfjafyrirtækin
Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía hf. • GlaxoSmithKline ehf. • Gróco hf.
ísfarm ehf. • Líf hf. • PharmaNor hf. • Thorarensen Lyf ehf.