Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Vistvænir bílar íslandspóstur hefur nú tekið í notkun fjórar nýjar vistvænar metanbifreiðar en áður átti fyrir- tækið eina metanbifreið sem tek- in var í notkun í fyrra. Stefna fyr- irtækisins er m.a. að leggja áherslu á umhverfismál og vist- vænna umhverfi og er markmiðið að láta um 10% bílaflota Islands- pósts á höfuðborgarsvæðinu ganga fyrir metangasi, þar sem útkeyrsla er stór hluti af dreifmg- arferlinu. Nýju bílarnir eru tví- orkubílar frá Citroén sem Brim- borg flytur inn. Samkvæmt athug- un Olíufélagsins Esso hf. sparast útblástur á við 6 bensínbíla við notkun á einum bíl er gengur fyr- ir metani og eru bílamir því mjög umhverfisvænir. Skorað á Guðjón Eyverjar, fé- lag ungra sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyj- um, skora á Guðjón Hjör- leifsson að gefa kost sér í eitt af efstu sætum á framboðslista flokksins í Suð- urkjördæmi fyr- ir komandi þingkosningar. I yfir- lýsingu Eyverja segir m.a. að Guðjón, sem gegndi starfi bæjar- stjóra í Eyjum í tólf ár, hafi hvar- vetna verið vel liðinn og virtur fyrir störf sín. Reynsla hans yrði mikilvæg fyrir þetta víðfeðmasta kjördæmi landsins. Guöjón Hjörleifsson. Sóknarprestur í þingslag Framboðs- frestur í tvö efstu sætin á lista Samfylk- ingarinnar í Norðaustur- kjördæmi er runninn út. Eft- irfarandi fram- bjóðendur gáfu kost á sér: Séra Cecil Haralds- son, Seyðisfirði, Einar Már Sig- urðarson, Neskaupstað, Kristján L. Möller, Siglufirði, örlygur Hnefill Jónsson, Laugum, og Lára Stefánsdóttir, Þorgerður Þorgils- dóttir og Þorlákur Axel Jónsson, öli frá Akureyri. Aðildarfélög Samfylkingarinn- ar í Norðausturkjördæmi skipu- leggja kynningar á frambjóðend- um á næstunni. -aþ/BÞ ^ „Hafróafli“ skilar sér í skjóli breyttra reglna um brottkast: Atta hundruð tonn af „brottkasti" komin á land - fyrir 92 milljónir króna á fyrstu sjö mánuðum ársins Einar Kristinn Guðfinnsson, for- maður sjávarút- vegsnefndar Al- þingis, segir greinilegt sam- kvæmt fyrirliggj- andi tölum að nú séu að skila sér breytingar sem gerðar voru á lögum vegna brottkasts á fiski. Fyrstu sjö mán- uði ársins hafa sjómenn skilað í land rúmum 800 tonnum af fiski sem annars hefði að öllum líkind- um farið aftur i hafið sem brottkast. í daglegu tali er þetta kallaður „Hafróaflinn" og var málið kynnt sjávarútvegsnefnd í gær. Á síðasta ári var gerð sú breyting á lögum um stjórn fiskveiða að opnað var fyrir möguleika á því að sjómenn gætu landað allt að 5% af veiddum afla án þess að það yrði dregið frá kvóta viðkomandi skipa. Þennan afla geta menn selt á flskmarkaði þar sem 80% af aflaverðmætinu renna til Hafrann- sóknastofnunar og 20% fara til skipta hjá áhöfn og útgerð. Einar segir að með breytingu á lög- unum hafl verið gerð tilraun tfl að opna fyrir þá leið að menn þyrftu ekki að kasta fiski. Þess í stað gætu þeir landað honum og fengið ríflega fyrir kostnaði án þess að vera refsað fýrir veiðar umfram heimildir. Afgangur- inn rynni síðan til starfsemi sem menn væru sammála um að ástæða þætti tii að styrkja, sem er Hafrann- sóknastofnun. „Við í sjávarútvegsnefnd óskuðum eftir að fá um þetta tölulegar upplýs- ingar. Niðurstöðurnar eru þær að á fyrstu sjö mánuðum ársins eru verð- mæti þessa afla upp úr sjó að verð- mæti tæpar 92,4 milljónir króna. Það svarar tH um 12 milljóna króna afla- verðmætis á mánuði. Mér sýnist að á ári geti þetta verið afli upp á 150 milljónir króna sem að 80% hlut rennur til Hafrannsóknastofnunar. Heildartekjur stofnunarinnar á þessu ári verða um einn milljarður króna þannig að um er að ræða 10-15% aukningu á umsvifum stofnunarinn- ar vegna þessa.“ Einar segir að þetta sé jafnvel meira en fyrir fram var gert ráð fyrir að yrði í umræðu í sjávarútvegsnefnd. Má t.d. nefna að í þessum tölum eru tæplega 590 tonn af þorski upp úr sjó sem seld hafa verið á markaði á rúmlega 122 krónur kílóið að meðaltali. Einar segir að menn hafl velt fyrir sér ýmsum kostum varðandi það hvert þessir fjármunir ættu að renna. Niðurstaðan hafi verið Hafrannsókna- stofnun. I ljósi reynslunnar megi hins vegar skoða hvort ástæða sé tfl að opna þetta frekar til að styrkja fleiri rannsóknaraðfla. -HKr. Einar Kristlnn Guðfinnsson. Landgræðsluátak í Þjórsárdal Sett hefur verið á laggirnar sam- ráðsnefnd um landgræðslu í Þjórsár- dal og hélt hún fyrsta fund sinn þann 24. september sl. Svæðið sem um ræðir nær frá Sandá, inn á Haf að Sandafelli á Gnúpverjaafrétti og tek- ur einnig til svæðis á Flóa- og Skeiðamannaafrétti norðan Reyk- holts en þar stóðu nokkrir bæir til forna. Þjórsárdalur var vel gróinn og búsældarlegur við landnám en byggð lagðist að mestu af í Heklugosinu mikla 1104. Saga landeyðingEir er því löng í dalnum og hefur gróöur margoft beðið hnekki í Heklugosum. Síðustu áratugi hefur töluvert verið unnið að landgræðslu á svæðinu og hafa helstu verkefnin verið á Hafinu, á Vikrunum meðfram þjóðveginum inn dalinn og á Fossáreynun. Tilgangur nefndarinnar er að móta heildarsýn yfir landgræðsluað- gerðir á svæðinu og gera tfllögur að landgræðsluáætlun til næstu ára. í nefndinni sitja Sigþrúður Jónsdóttir fyrir Landgræðslu ríkisins, Már Har- aldsson fyrir Skeiða- og Gnúpverja- hrepp, Jóhannes H. Sigurðsson fyrir Skógrækt ríkisins og Aðalsteinn Guðmundsson fyrir Afréttarmáiafé- lag Flóa og Skeiða. -GG DV-MYND GVA Sjóöheitt úr prentsmiöjunni Auöunn Gestsson lætur ekki deigan síga viö sölu á DV, hefur veriö meö ötulustu blaöasölum í Reykjavík um árabil. Hann var mættur á Laugaveg- inn skömmu eftir aö DV kom úr prentsmiöjunni fyrir hádegi í gær. Auöunn þurfti ekki aö bíöa lengi eftir kaupanda og komu þeir síöan hver á fætur öðrum. Má segja aö blööin hafi steymt úr tösku Auöuns til fréttaþyrstra lesenda. Heilsueflingarátak í Bolungarvík: Byggir á virkni einstaklinganna Felumynd Róbert Hlífar 280491 filexander Freyr 250394 Skúli Þór 090194 Sólveig FriSriksdóttir 130590 Krakkaktábbur DV óskar vinnirtgshöfum til hamingju. Vinningshafar vinsamlegast nalgist vinningana \ þjónustuver DV, Skaftahlíft 24, fyrir 18. nóvember nk. Þökkum þótttökuna Kveðja. TÍgri og Halldora tC/?ikKrlh,bb,,r Víðtækt heilsueflingarverkefni er nú í gangi í Bolungarvik. Að því standa bærinn, þar til skipuð fram- kvæmdanefnd, með stuðningi land- læknisembættisins. Verkefnið hefur nú staðið í tvö ár. Nú um helgina verður haldin ráðstefna sem er hluti af verkefninu undir kjörorð- inu „Að leita leiða“. „Við erum stöðugt að vekja fólk til umhugsunar og ábyrgðar á eigin heilsu,“ sagði Sigrún Gerða Gísla- dóttir, hjúkrunarforstjóri í Bolung- arvík. „í heilsueflingu felst að fólkið sjálft tekur ákvörðun og ber sjálft ábyrgð á því hvemig það vill bæta heilsufar sitt. Þetta byggist á virkni einstaklinganna. Án þeirra næst enginn árangur. Við ræðum um aö „leita leiða“ eins og kjörorð ráð- stefnunnar felur í sér en það er fólk- ið sjálft sem ræður.“ Sigrún Gerða sagði að gerð hefði verið skoðanakönmin fyrir ári þar sem mælt hefði verið hvort fólk vildi halda áfram með verkefnið. Niðurstaðan hefði verið eindregin, meginþorrinn hefði viljað halda áfram, „Við vekjum athygli fólks á leið- um til betri heilsu, fræðum það og erum með ýmsar uppákomur,“ Betri heilsa í Bolungarvík Mikiö heilsueflingarátak stendur nú yfir í Bolungarvík þar sem lögö er áhersla á að láta fólk sjálft velja sér leiöir til betri heilsu. sagði hún. Ég verð að segja að við sjáum árangur. Fólk sýnir meiri áhuga á ýmsu sem það veit að bæt- ir líðan þess, svo sem aukna hreyf- ingu. Við leggjum áherslu á að breyta viðhorfi fólks til hugtaksins „heilsa", vekja fólk tfl ábyrgðar og vekja athygli á að það eru svo marg- ar leiðir sem það sjálft getur valið um.“ -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.