Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2002, Side 15
15 FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2002 DV________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttír silja@dv.is Alvöru menning- arþjóðir viður- kenna sig sjálfar segir Hannes Sigurðsson, kraftaverkamaðurinn á Listasafninu á Akureyri Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Lista- safnsins á Akureyri, hefur unnió sér ýmislegt til frœgóar í myndlistarheiminum, meðal ann- ars hefur honum á örfáum árum tekist að setja yngsta, minnsta og eina opinbera listasafnið á landsbyggóinni rœkilega á kortió - og aðsókn- in lœtur ekki á sér standa. Þegar blaóamann DV ber að garði kl. 12 á hádegi er verió aó opna safnið, en ekki líður á löngu áður en sal- irnir eru orónir svo skipaóir að erfitt er orðið aö fá nóg nœði til að rýna í finlegar grafik- myndirnar eftir hollensku 17. aldar meistar- ana. Hvernig gerir hann þetta? Hvernig lœtur hann sér detta í hug að fá ómetanleg og óvið- jafnanleg mörg hundruö ára gömul listaverk aó láni úr öórum heimshornum? „Eitt er að fá hugmynd og annað er að fram- kvæma hana,“ segir Hannes. „Þetta kallar á þrotlausa vinnu, útsjónarsemi og aragrúa símtala til að allt gangi snurðulaust upp, með eða án málamiðlana. Aðalatriðið er að allt líti út fyrir að vera áreynslulaust - eins og í ball- ett. Mig hefur lengi langað til að sýna gamla, sígilda myndlist, en stundum þarf meira til en góðan vilja - til dæmis peninga. Leiðslumar eru ansi langar í stóru söfnunum og erfitt að koma erindum á framfæri - þó komst ég inn á gafl í Whitney-safninu í New York og for- stöðumaðurinn var orðinn tilleiðanlegur að lána mér verk eftir amerísku expressjón- istana, Jackson Pollock og de Kooning. Einnig hafa opnast sambönd við Victoriu og Albert- safniö í London og Nútímalistasafn Skotlands, svo eitthvað sé nefnt, en við erum fátæk og safnið er svo lítið að ég hef orðið að afþakka glæsileg tilboð aftur og aftur. Því svona verk eru fengin gegn háu gjaldi fyrir utan kostnað við flutning, tryggingar, sýningarskrár og þúsund aöra hluti. Menn verða að hafa í huga að við erum með tólf sinnum minni fjárráð en Listasafn Reykjavikur, meira að segja helm- ingi minni fjárráð en Hafnarborg og aðeins tvo fasta staifsmenn. Ég þarf því að vera allt í öllu.“ Erfiður menningarmunur „Á íslandi geta allir kallað sig sýningar- stjóra þótt þeir stjómi ekki öðm en tékkheft- inu,“ heldur Hannes áfram. „Ég hef alltaf hugsað fyrst: Hvað væri gaman að fá, og síð- an borið mig eftir björginni. Til dæmis vildi ég sýna rússneska áróðurslist, en hvernig átti að fara að því? Það getur verið erfitt að ná sambandi viö rétta fólkið. Þar að auki snýst allt um peninga, í Rússlandi sem annars stað- ar eru listaverkalán mikill bissniss. Eftir ýms- ar krókaleiðir endaði ég lengst norður í Arkangelsk og náði þar í góð sýnishom af áróðurslistinni sem mig langaði til að sýna.“ Hannes er hér að vísa til sýningarinn- ar Skipulögð hamingja - Rússnesk myndlist 1914-1956 sem sett var upp í safninu í vor sem leið. „Ég hefði ’aldrei fengið 17. aldar list lánaða í Englandi, Hollandi eða Þýska- landi, það vissi ég,“ segir Hannes. „Á ferð minni til Arkangelsk ákvað ég að staldra við í Riga í Lettlandi, þar grun- aði mig að væm til verk af því tagi sem ég var að leita að. Ég var kynntur fyrir forstým Heimslistasafnsins og skynjaði hlýhug hennar í okkar garð af því að við vorum fyrst til að viðurkenna sjálfstæði landsins. Það má eigin- lega segja að þessi sýning sé Jóni Baldvini að þakka! Nokkrir blómvendir og bækur um ísland komu heldur ekki að sök.“ - Labbarðu þá bara inn á þessi erlendu söfn og segir: „Góðan daginn, ég heiti Hannes og kem frá Listasafninu á Akur- eyri? „Onei,“ segir Hannes og glottir, „þú bankar ekkert upp á si svona. Þetta þarf allt að gerast með formlegum hætti. Jaftivel í Ríga voru menn fyrst í stað mjög á varðbergi: Hver er hann eiginlega þessi aðgangsharði maöur sem vill fá lánaða alla Rembrandtana Hannes Sigurösson, forstööumaður Llstasafnsins á Akureyri Myndlistarheimurinn er afskaplega lok- aður heimur og margir sem verða út undan. Og almenningur hefur líka orð- ið út undan. okkar? Ég þurfti að sýna fram á að ég væri góður og gildur pappír og að safnið stæði und- ir þessu, sýna meðmæli frá menntamálaráðu- neytinu og lofa öllu fógm um raka- og hita- stig, tryggingar og öryggi. Austur-Evrópa á marga dýrgripi, en þessar þjóðir eru hvekktar og þama er menningarmunur sem erfitt er að glíma við, maður verður að leggja sig allan fram án þess þó að haga sér eins og grafar- ræningi." Þjónustustofnanir viö almenning - Hvert er hlutverk Listasafnsins á Akur- eyri að þínu mati? „Að fræða og skemmta og koma til móts við sem flesta án þess að snuða á listagyðjunni. Að sýna allar hliðar mannlífsins, góðar jafnt sem slæmar," segir Hannes. „Safn eins og okkar hefur ekki efni á sérhæfingu. Dagskrá okkar uhdanfarin þrjú ár, síðan ég tók við safninu, hefur verið gríðarlega ijölbreytt. Við höfum verið með íslenskar og erlendar sýn- ingar og með samsýningunum Akureyri í myndlist 1 og 2, öðrum samsýningum eins og Losta 2000 og einkasýningum norðlenskra listamanna hefúr safnið komið til móts við listamenn á Akureyri. Jafnframt höfum við haft frumkvæði að því að kynna ólíka menn- ingarheima, samanber Islam- sýninguna, hátæknisýn- ingar á borð við Detox frá Noregi og heims- þekkta listamenn eins og Per Kirkeby og Henri Cartier- Bresson." - Hefurðu ein- hveijar vinnureglur í þessu sambandi? „Nei, ég er lítið gef- inn fyrir formúlur. Þó er nauðsynlegt að vera sér meðvitandi um ákveðnar skyldur eins og gagnvart íslenskri myndlist. En ég skynja líka að fólki finnst þessar erlendu sýn- ingar Jan Brueghel I (1568-1625): Skógarlandslag Þetta dýrindi getur maður rýnt í án þess að óttast að setja hávært viðvörunarkerfi í gang með nefinu á sér. afar áhugaverðar. Það liggur síst minni metn- aður og vinna í íslensku sýningunum en gest- ir vilja greinilega fá að kynnast framandi menningarheimum. Við megum ekki gleyma því að söfn eru þjónustustofnanir við almenn- ing, rekin fyrir almannafé, þeim er ekki bara ætlað að sinna íslenskum listamönnum. Auð- vitað vantar stærri vettvang fyrir þá eins og fram hefur komið í blaðadeilum núna í haust, en það væri óráð að opna listasöfnin þannig að menn tækju einfaldlega númer og færu í röð. Lausnin væri heldur ekki fólgin í því að setja listamenn í stóla forstöðumanna í stað listfræðinga, það myndi aðeins ýta undir þröngsýni - enda eru listamenn yfirleitt hrifnastir af því sem minnir á þá sjálfa. Ég lít svo á að Listasafnið á Akureyri hafi þá skyldu að flytja til bæjarins list sem efla sæist þar aldrei. Vandinn er sá að fjárframlög til safnsins hafa nánast staðið í stað undanfarin ár. Safnið varð meira að segja fyrir talsverðum niður- skurði í ár þrátt fyrir þessar sýningar og kostnaðinn sem þeim fylgir. Rekstrarfé safnsins er í rauninni hlægilegt. Það hefur orðið að útvega sér miklar sértekjur frá því að ég tók tfl starfa og komast að ótrúlega hagstæðum samningum við eigendur listaverkanna. Safnið getur ekki haldið áfram á sömu braut nema til komi róttæk breyting. Ég held að menn ættu að velta fyrir sér hvers virði þetta safn sé bæjar- samfélaginu. Menningarlífið á Akureyri hefur sjaldan staðið með meiri blóma en nú, á öllum sviðum lista, og Akureyri gæti vel skflgreint sig sem mennta- og menningarbæ.“ List fyrir hvern? - Hvaö vfltu segja um myndlistarlífið á íslandi? „Það er óánægja víða - menn tala um litla aðsókn, einhæfhi og kraftleysi og óáhugaverðar sýningar. Fólk leigir sér frekar lélega spólu en skreppa á safn - ég kalla það safhaþröskuldinn. Þetta er ekki fyrir mig, hugs- ar það, og gefur sig á vald af- þreyingariðnaðinum sem dælt er í milljörðum á millj- arða ofan. Hvemig eiga lítfl listasöfn að keppa við það? Svo er spuming hvort söfh- unum eða listamönnunum um að kenna. Rembrandt og samtíma- menn hans stóöu fyrstir frammi fyrir nýjum kúnna, borgaranum. Fymi listamenn fengu alla sína vinnu hjá kirkju og aðli, en fyrir þennan nýja kúnna, millistéttina, þurfti öðruvísi verk og listamennimir löguðu sig að kröfum hans. Eft- ir að listasöfnum óx fiskur um hrygg hafa þau orðið aðal- kúnninn, einkum þeirra listamanna sem ná að brjótast inn í safnahringinn þannig að verk þeirra gangi milli þessara stóm heimslista- safna og endi í eigu einhvers þeirra. Og ef eitt- hvert þeirra kaupir verða þau öll að eignast verk eftir listamanninn, enda eru verk eftir þá þau sömu á öllum þessum söfnum! Þetta er afskaplega lokaður heimur og margir sem verða út undan. Og almenningur hefur líka orðið út undan. Annars vegar em listamenn sem almenn- ingur botnar ekkert i og hefur engan áhuga á en sem söfnin safna verkum eftir, hins vegar eru listhús sem selja list sem gjafavöru sem almenningur kaupir gjarnan. Safnalistin er oft ekki annað en innantómt klastur. List- húsalistin býður hins vegar eingöngu upp á stöðnun í settlegum römmum. Söfnin reyna að sýna og varðveita það sem er framsækið en þeir sem velja eru auðvitað afltaf háðir smekk síns tíma. Margt af því sem gert er nú tfl dags virðist vera prívat sálgreining listamannsins sem enginn hefur forsendur til að skilja og þá missir listin tflgang sinn sem tjáningarform. Bilið milli listamanna og almennings er því ekki aðeins söfnunum að kenna. Það er oft eins og listamenn hafi engan áhuga á að ná tfl almennings. Þeir eru að vinna með sjálfa sig eða í dansi við stofnanir og ímyndaða, auðuga einkasafnara." Absúrd en kannski ekki svo vitlaust - Hvað finnst þér um hugmyndina um myndlistartvíæring á íslandi? „Það er náttúrlega frekar absúrd hugmynd þegar litið er til ástandsins," segir Hannes. „Til að byrja með er fullt af tví- og fimmær- ingum úti um aflar trissur og slíkar sýningar kosta hundruð milljóna króna, jafnvel miflj- arða. Hvernig á íslenskur tvíæringur að keppa við slíkt? Og hvað með íslenska mynd- list? Það er næstum ekkert prófessjónal gafl- erí héma, engin samantekt á myndlistarlífmu í landinu, engin árbók, ekkert tímarit. Yfirlit um almenna þróun myndlistar hér kom síðast út 1973. Okkur sárvantar íslenska listasögu. Menn vinna stanslaust ofan í glatkistuna. Það er dálítið öfugsnúið að tala um tvíæring þeg- ar svona margt vantar. Og þessi skortur felst ekki síst í því að okkar eigið framlag sé met- ið að verðleikum. Alvöru menningarþjóðir líta ekki tfl annarra um viðurkenningu - þær viðurkenna sig sjálfar. Það er alger skortur á heflbrigðu sjálfsmati hjá okkur. En á móti kemur að tvíæringur af ein- hverju tagi myndi auka fjármagnsstreymi tfl myndlistar og það kæmi vissulega að góðum notum. Ráða mætti góðan erlendan sýningar- stjóra til að skipuleggja yfirlitssýningu tfl að koma völdum myndlistarmönnum á framfæri bæði hér heima og erlendis. Það gengur þvi miður ekki upp að gera öllum jafnhátt undir höfði. Sömuleiðis þyrfti að búa til viðamikinn gagnagrunn þar sem safnað væri saman upp- lýsingum sem gætu nýst sem kennslugrunnur fyrir skóla og almenning og verið tengfliður og útsendingarstöð íslenskrar myndlistar er- lendis. Gloppumar eru svo margar ...“ - Segjum sem svo að menntamálaráðherra réði þig til að búa tfl viðburð sem gæti haft fordæmisgfldi og þú fengir tfl dæmis 250 millj- ónir til þess - hvað myndirðu gera? Hannes tekur bakfóll af hlátri. „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 22 ár og staðið að yfir 600 sýningum en það hefur aldrei verið leitað til mín um nokkum skapaðan hlut. En ef mönnum væri alvara væri ég svo sem tilbú- inn til að skriða aðeins undir feld og hugsa málið. Ég hefði bara gott af að leggja mig.“ -SA J V. i 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.