Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Síða 9
9 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 DV_________________________________________________________________________ Útlönd REUTERSMYND Skeggrætt í Brussel Jacques Chirac Frakklandsforseti og Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráöherra Danmerkur, stungu saman nefjum á leiötogafundi ESB í Brussel í gær þar sem fjármögnun stækkunar ESB var samþykkt. Fjármögnun stækkunar í höfn Leiðtögar Evrópusambandsins komust að samkomulagi um fjár- mögnun stækkunar sambandsins árið 2004, þegar tíu ný ríki ganga í það, á fundi sínum í Brussel í gær. „Samkomulag er í höfn,“ sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, eftir tveggja daga langar og strangar samninga- viðræður þar sem styrkir til land- búnaðarkerfisins voru í einu aðal- hlutverkanna. Niðurstaðan verður rædd við um- sóknarlöndin eftir helgina. Sjötíu þúsund kettir drepast á dönskum vegum Danskir ökumenn verða rúmlega sjötíu þúsund köttum að bana á hverju einasta ári og er svo komið að umhverfisráðherra Danmerkur, Hans Christian Schmidt, vill að gripið verði til aðgerða til að draga úr þessum mikla fjölda dauðsfalla á vegum úti. Danska blaðið Jyllands-Posten hefur það eftir yfirvöldum að hátt í níu hundruð þúsund spendýr láti lífið á dönskum vegum á ári hverju, rúmlega ein milljón fugla og þrjár milljónir skorkvikinda af öllum gerðum. Umhverfissérfræðingurinn Aksel Bo Badsen segir ástæðuna fyrir því að svo margir kettir verði fyrir bíl og drepist þá að kettir séu algengasta rándýrið. Og kettimir drepast yfirleitt þegar þeir æða yfir vegina í veiðiferðum sínum. Kristin Krohn Devold Norski landvarnaráöherrann er í vanda vegna sprengjukasts. Ráðherra í klasa- sprengjuvanda Kristin Krohn Devold, landvama- ráðherra Noregs, komst í nokkurn vanda í Stórþinginu í gær eftir að upp komst að belgískar orrustuflug- vélar vörpuðu klasasprengjum á heræfingum NATO yfir Dofrafjalli. Ráðherrann hafði ekki hugmynd um það og heldur ekki yfirmaður norska hersins. Mál þetta er þeim mun vandræða- legra fyrir þær sakh að norsk stjómvöld hafa beitt sér fyrir því á alþjóðavettvangi að bann verði lagt viö sprengjum af þessu tagi. Að sögn norska blaðsins Nationen vitnaðist ekki um notkun þessara sprengna fyrr en nokkrar fóru af leið og þurftu sérsveitar- menn að leita þeirra á Dofrafjalli til að enginn hlyti skaða af. Landvarnaráðuneytið hefur ákveðið að rannsaka hvers vegna sprengjurnar voru notaðar. Tsjetsjensku uppreisnarmennirnir í leikhúsinu í Moskvu: Hótuðu að myrða gíslana í gærkvöld REUTERSMYND A vaktinni við gíslatökustaðinn Kona ein með helgimynd í höndunum stendur nærri leikhúsinu í Moskvu þar sem tsjetsjenskir uppreisnarmenn halda um sjö hundruð manns í gíslingu. Á myndinni má einnig sjá boröa þar sem á er letraö, meöal annars: „Ekkert stríö“ og „Bjargiö vinum okkar“. Uppreisnarmennirnir hafa haldiö gíslunum frá því á miövikudagskvöid og hafa hótaö aö sprengja leikhúsið. Tsjetsjensku uppreisnarmennirnir sem hafa haldið hundruðum gísla í leikhúsi í Moskvu frá því á miðviku- dagskvöld hótuðu að byrja drepa þá um kvöldmatarleytið í gær, að því er einn samningamaður rússneskra yfh- valda greindi frá. Uppreisnarmenn- irnh höfðu þó ekki látið verða af hót- unum sínum þegar DV fór í prentun. Aðrir embættismenn sögðu aftur á móti að andrúmsloftið í viðræðunum við gíslatökumennina hefði ekki versnað. Embættismaður í Kreml sagði að samningaviðræðunum miðaði áfram, hægt en örugglega, eins og hann orð- aði það. Uppreisnarmennhnir, sem eru um fjörutíu talsins og vopnaðir byssum og sprengjum, kreflast þess að Rússar kalli hermenn sína heim frá Tsjetsjen- íu. Flokkurinn réðst inn í leikhúsið þar sem um sjö hundruð manns voru að horfa á vinsælan söngleik. Vladimír Pútín Rússlandsforseti, sem uppreisnarmennirnir hafa auð- mýkt með aðgerðum sínum, kom fram í sjónvarpi í gærkvöld þar sem hann lýsti því yfir að hann væri opinn fyr- h viðræðum við Tsjetsjenana. Það yrði aðeins á hans eigin forsendum. Forsetinn tengir stríð Rússa í Tsjetsjeníu við hernað Bandaríkja- manna gegn hryðjuverkamönnum, sem hann lýsti heils hugar yfh stuðn- ingi sínum við efth hryðjuverkaárás- imar á New York og Washington 11. september í fyrra. „Við erum opnir fyrh alls kyns samskiptum," sagði Pútín þungur á brún í öðru ávarpi sinu til þjóðarinn- ar há því á miðvikudag. Stjórnvöld í Moskvu hafa heitið því að drepa uppreisnarmennina ekki ef þeh sleppa gíslunum heilum á húfi. Tsjetsjenarnir, sem hafa hótað því að sprengja leikhúsið í loft upp, slepptu átta börnum úr prísundinni í gær. Áð- ur höfðu þeir sleppt sjö manns. Sjö hundruð eru enn á valdi þeirra í leik- húsinu. Ástandið innan dyra fer versnandi með hverri klukkustundinni sem líð- ur. Lítið er um mat og lyf og gíslamh hafa þurft að nota hljómsveitargryfj- una sem salemi. „Margir þjást af streitu. Getur nokkur imyndað sér hvernig það er að búa við þessar aðstæður?" sagði læknhinn Leoníd Roshal, sem dvaldi um sex klukkustundh í leikhúsinu, i samtali við fréttamann Reuters á staðnum. Eftir samningaviðræður við yfir- völd leyfðu skæruliðamh læknum að færa gíslunum matvæli og vatn. Þeh höfðu hingað til aðallega nærst á súkkulaðistykkjum sem þeir tóku traustataki í sölubúðum leikhússins. Embættismenn vestra farnir að huga að rétttarhöldunum: Vilja að leyniskytturnar verði dæmdar til dauða BÍLL OG VOPN LEYNISKYTTUNNAR Saksóknarar í Washington hittust í gær til að ræða ákærur á hendur tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir leyniskyttumorðunum í nágrenni borgarinnar síðustu þrjár vikur. .223 30 skot 40 sm 88 sm 3 kg REUTERS =i| Hlaupvídd Skothólf Heimildir: Bandarískir IjölmiBlar, Bushmaster Firearms Bushmaster XM-15 E2S semi-automatic rifle Lengd hlaups Heildarlengd Þyngd (án skothólfs) Bandarískir fjöimi&lar segja aö bflnum hafi veriö breytt til aö hægt væri a& skjóta úr skottinu Altursætið var fjarlægt eöa fellt niöur til aö komasj í skottiö innan úr bílnum. Eitt eða fleiri göt gerí til að hægt værí aö miöa og skjóta. Chevrolet Caprice 1990 Bílstjórinn gat ekiö afstaö fljótlega eftir aö skotið reið af. Hálfsjálfvirkur riffill meö sjónauka og þrifæti fannst íbíl hinna grunuöu. Embættismenn í Maryland, Vhg- iníu og Alabama sögðu í gær að far- ið yrði fram á dauðarefsingu yfh mönnunum tveimur sem eru í haldi fyrir leyniskyttumorðin í nágrenni Washington DC, höfuðborgar Bandaríkjanna, síðustu þrjár vikur. Tíu manns féllu í valinn og þrír liggja alvarlega særðir á sjúkrahúsi. Þungu fargi hefur nú verið létt af íbúum höfuðborgarsvæðisins og fóru böm út að leika sér í gær, í fyrsta sinn í nokkrar vikur. Saksóknarar vestra skoða nú hvar best væri að sækja málið gegn þeim John Allen Muhammad, 42 ára gömlum uppgjafahermanni, og John Lee Malvo, 17 ára stjúpsyni hans, til að hyggja að þeir verði dæmdh tO dauða fyrh ódæðisverkin. Hvorugur hefur enn verið ákærð- ur fyrh leyniskyttumorðin. Muhammad var í haldi ákærður fyrh brot á lögum um vopnaburð en þar sem Malvo er yngri en 18 ára var ekki greint frá ákærunni á hendur honum. „Ég tel augljóst að dauðarefsing sé viðeigandi í máli þessu," sagði Mark Wamer, rikisstjóri i Virginíu, á fundi með fréttamönnum. Sex morðanna voru framin í Maryland, þrjú í Vhginíu og eitt í Washington. Bæði í Maryland og í Vhginíu er hægt að dæma sakbom- inga til dauða þótt bann hafi verið lagt við að framfylgja dauðadómum í Maryland. Muhammad og Malvo voru hand- teknir aðfaranótt fimmtudags. Sjá nánari umfjöllun um leyniskyttumar á bls. 12 í dag. Erarai Vill fá dagsetningu Sukru Sina Gurel, utanríkis- ráðherra Tyrk- lands, sagði i gær að Tyrkir myndu endurskoða öll sam- skipti sín við Evr- ópusambandið ef ráðamenn þar á bæ ákvæðu ekki á fundi sínum í Brus- sel dagsetningu fyrh aðildarviðræð- ur á næsta ári. Tyrkneska fréttastof- an Anatolia greindi frá þessu. Vilja sitja við háborðið Grænlendingar eiga að krefjast þess að fá að sitja við háborðið á leiðtogafundi NATO í Prag í nóvem- ber. Mikhael Petersen, formaður ut- anríkismálanefndar grænlenska þingsins, segir að á þeim fundi verði rædd málefni sem skipti Grænlendinga miklu máli. Asakanir á víxl í Súdan Ásakanir gengu á vixl í gær milli stjórnarhersins í Súdan og stærstu samtaka uppreisnarmanna í land- inu um brot á vopnahléinu sem gert var fyrir skömmu. Tafir á jarðgöngum Neðansjávarjarðgöngin frá Straumey til Vogeyjar í Færeyjum verða ekki opnuð fyrr en i febrúar á næsta ári vegna tafa við frágang á raflögnum, að sögn færeyska blaðs- ins Dimmalætting. Til stóð að opnað yrði í lok næsta mánaðar. Þrátefli senn á enda Javier Solana, ut- anríkismálastjóri Evrópusambands- ins, tilkynnti í gær að ESB hefði fallist á tillögur til að leysa tveggja ára þrátefli milli Grikk- lands og Tyrklands sem hafði tafið fyrir því að hraðsveitum ESB yrði komið á fót. Sveitimar þurfa að fá aðgang að upplýsingum frá NATO. Tyrkh vilja vera með í sveitunum en Grikkh hafa verið því andvígh. Stórklerkur í haldi Breska lögreglan hefur handtekið múslímaklerkinn Abu Qatada sem grunaður er um að vera hátt settur liðsmaður al-Qaeda samtakanna í Evrópu, að sögn Times dagblaðsins. Gro bjartsýn á reykbann Gro Harlem Brundtland, for- stöðumaður Al- þjóðaheilbrigðis- málastofnunarinn- ar, sagðist í gær vera bjartsýn á að aðildarríkin myndu koma sér saman um aðgerðh gegn reykingum, þrátt fyrh skoðanamun á ýmsum hlutum eins og tóbaksauglýsingum. Farmur til íraks skoðaður Yfirvöld í Króatíu eru aö kanna hvort efni sem fundust um borð í skipi á leið til íraks séu sérstakt sprengiefni notað til að ræsa svo- kallaðar Scud-flaugar. Þingmaður lést í flugslysi Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Paul Wellstone og sjö aðr- ir týndu lífi í gær þegar lítil flugvél sem þeir voru í fórst í norðanverðu Minnesota-ríki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.