Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 60
 HeÍQdrblað H>V LAUGARDACUR 26. OKTÓBER 2002 TÍLBOÐ GERÐ LÍTRAR HÆÐ BREIDD DYPI KÖREURrtJÓS LÁS/HJÓLI VERO AFG532 Já/Já 54.995 kr. 49.995 kr. Mýhotnnir FUNKIS-stólar í hinutn ýmsu dýramynstrum Hraðskiptipatróna ..sparar tíma og eykur afköst! múll I: 533 0433 HLEÐSLU/ B0RVE1 FESTOG hraðskiptipatró L na FESTOOL Skákþátturinn Umsjón Sævar Bjamason íslendingar á Ólympíuskákmóti í dag hefst 35. Ólympíuskákmótið í Bled í Slóveníu. Rússar eru með 2723 Elo-meðalstig og eins og venju- lega eru þeir sigurstranglegastir, en keppnin verður örugglega hörð og spennandi. Þeir skarta „numero uno“ Gary Kasparov á fyrsta borði og Evgení Bareev er á öðru borði en Vladimir Kramnik er væntanega að jafna sig eftir jafnteflið í einviginu við tölvuforritið Deep Fritz í Ba- hrain. Næstir, en með töluvert færri Elo-meðalstig, eru Ungverjar, Úkra- ínumenn, ísraelar og Hollendingar. íslenska karlaliðið er í 40. sæti í styrkleikaröðinni. Það er af sem áður var þegar ísland var á meðal tíu efstu þjóðanna en síðan eru lið- in um 15 ár, auk þess sem járntjald- ið er fallið og fjöldi liða austan að hefur aukist verulega! Lið íslands skipa: 1. Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari (2566), 2. Helgi Áss Grétarsson stórmeistari (2508), 3. Helgi Ólafsson stórmeistari (2476), 4. Þröstur Þórhallsson stórmeistari (2443), 5. Stefán Kristjánsson, alþjóð- legur meistari (2431), 6. Jón Garðar Viðarsson Fide-meistari (2392). Liðs- stjóri er Bragi Kristjánsson en einnig verður Gunnar Eyjólfsson leikari með í för sem andlegur leið- togi hópsins. Meðalstig liðsins eru 2469 skákstig. Meðalstig norrænu liðanna og styrkleikasæti eru þessi: 17. Svíþjóð 2558, 29. Danmörk 2527, 40. ísland 2469, 47. Noregur 2450, 50. Finnland 2431, 83. Færeyjar 2268. Samhliða Ólympiumótinu fer fram FIDE-þing. Þar verður Jón Garðar Viðarsson líklega útnefndur formlega sem alþjóðlegur meistari. FIDE-fulltrúi íslands er Einar S. Einarsson. Með honum í för verður Hrafn Jökulsson sem fer utan á eig- in vegum. Ekki má gleyma kvennaliðinu: 1. AM Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (2025), 2. Harpa Ingólfsdóttir, 3. Al- dís Rún Lárusdóttir (2020), 4. Anna Björg Þorgrímsdóttir. Liðsstjóri kvennaliðsins er Helgi Ólafsson. Þekkt nafn í skáksögunni Bled er þekkt í skáksögunni fyrir að þar byrjaði áskorendakeppnin 1959 og i henni sigraði „töframaður- inn frá Riga“, Mikael Tal. Keppnin fór fram í borgunum Bled, Zagreb og Belgrad í hinni „fornu“ Júgóslavíu. Það voru átta keppend- ur sem tefldu fjórar skákir hver við annan. Annar í keppni þessari varð Paul Keres frá Tallinn en aðrir keppendur voru Tigran Petrosjan, Vassilí Smyslov, Robert Fischer, Svetosar Gligoric, Friðrik Ólafsson og Pal Benkö. Margar skemmtilegar sögur eru frá keppni þessari. Tal gjörsigraði Fischer, 4-0. Benkö var illa við augnaráð Tals, sem var mjög þekkt, og mætti með sólgleraugu, en Tal kunni ráð við því og keypti sér barnasólgleraugu úr plasti og tók hann alveg á taugum. Tal tapaði 3-1 fyrir Keres en það var frábær tafl- mennska hans gegn hinum keppend- unum sem tryggði honum sigurinn. Tal fórnaði einu sinni sem oftar manni gegn Keres, sem að sjálf- sögðu svitnaði mjög, og á endanum fór hann úr jakkanum og varin að lokum skákina. Þegar þeir skoðuðu skákina á eftir sagði Tal við Keres: „Ég sá öll svör þín áður en þú lékst þeim en eitt sá ég ekki fyrir og það var að þú færir úr jakkanum!“ - sem að sjálfsögðu skipti sköpum. Þarna tefldi Friðrik Ólafsson fyrst- ur íslendinga í áskorendakeppninni í skák og vonandi eiga íslendingar eftir að gera garðinn frægan þarna sem fyrr. Mig langar til að birta tvær nýjar sóknarskákir úr rúss- nesku bikarkeppninni sem er nýlok- ið en þær eru tefldar í ekta Tal-stíl. Reyndar eru skáktölvuforrit nútím- ans búin að hrekja margar af fórn- um Tals. En það var auðvitað sál- fræðin sem skipti miklu máli. Tölv- ur hafa sem kunnugt er ekki sál og eru ekki hræddar við neitt. ísköld íhugun? Nei, þær hugsa vist ekki heldur, en þær eru sköpunarverk mannsins engu að síður! Rússinn teflir eins og Björa! Ekki veit ég deili á skákmannin- um sem sigrar í báðum skákunum, Alexei Kornev. Þetta er ekki sá Kornev sem tefldi á Reykjavikur- skákmótinu síðasta, hann var með fornafnið Oleg. Alexei þessi er fædd- ur 1976 og hefur ekki stórmeistara- titil enn þá, en það hlýtur að koma að því. E.t.v. verður hann útnefndur á þinginu í Bled. Kornev lenti í öðru sæti á skákmótinu en skákmaður með því kunnuglega nafni Smirnov sigraði. Hvítt: Alexei Kornev (2566) Svart Evgení Prokopchuk (2513) Trompovsky-byrjun. Rússneska bikarkeppnin, Nefteyugansk. (5), 09.10. 2002 1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 Byrjun þessi er kennd við einhvern Trompovskí greifa. Hvort hann var pólskur eða rússneskur veit ég ekki en Benóný Benediktsson heitinn tefldi oft svona með ágætum ár- angri. Benni var sérvitur með af- brigðum og lék alltaf hér hinum skrýtna leik 3. Be3 til að koma í veg fyrir 3. - c5. Hann vann meðal ann- ars þýska stórmeistarann Hecht með þessum leik og gerði jafntefli við Friðrik Ólafsson á Reykjavíkur- skákmótinu 1970. Nú hefur ungur skákmaður, einnig ættaður úr Húnavatnssýslu, tekið þennan leik upp á arma sína, Björn Þorfinnsson, með frábærum árangri. Og Rússinn teflir líkt og Björn - lætur vaða á súðum 3. Bf4 d5 4. e3 c5 5. Bd3 Rc6 6. Bxe4! dxe4 7. d5 Rb4 8. Rc3 Bf5 9. a3 Ra6 10. f3 exf3 11. Rxf3 g6 Svartur hefur teflt byrjunina hálfklaufalega og hvítur nær núna umtalsverðum sóknarfærum. 12. e4 Bd7 13. Dd2 h6 14. e5 g5 15. e6! gxf4 Hvítur fórnar nú manni fyrir skotfæri! 16. Dxf4 fxe6 17. Re5 Dc7 Nú kemur öflugur leikur sem ger- ir út um vonir svarts. Ekki má drepa peðið með drottningunni vegna 19. Hdl og fátt er um varnir. 18. d6! exd6 19. Df7+ Kd8 Jæja, nú fýkur hrókur út af og hvítur verður skiptamun yfir um stundarsakir! 20. Df6+ Kc8 21. Dxh8 Dd8 22. Rg6 Kc7 23. 0-0 Be7 24. Dg7 Bg5 Hér virðist 25. Hf8 máta drottning- una eða hrókinn en þessi maður vill máta kónginn. 25. Hf7 Kc6 26. Hdl Be3+ 27. Khl Bd4. Þegar staðan er góð er enginn vandi að fórna! 28. Hxd4 cxd4 29. Dxd4 Dg5 30. h4 Dcl+ 31. Kh2 Rc5 32. b4 1-0 Gagnsóknarskák Næsta skák er glæsileg gagnsókn- arskák með gegnumbrotsfléttum. Hvítt: Valerí Popov (2568) Svart: Alexei Kornev (2566) Kóngs-indversk vörn - rússneska bikarkeppnin, Nefteyugansk (4), 09.10. 2002. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. Be2 e5 7. Be3 Rbd7 Næsti leikur hvits er ekki tal- inn sá besti - best er að hróka. Svartur getur nú flýtt sér í sóknar- aðgerðir á kóngsvæng. 8. d5 h6 9. Rd2 Rh7 10. b4 f5 11. Í3 Rdf6 12. 0-0 f4 13. Bf2 g5 14. c5 Hf7 15. Rc4 Bf8 Þessi byrjun einkennist oft af æðislegu kapphlaupi sitt á hvorum vængnum um hvor verður fyrri til að brjótast í gegn! 16. cxd6 Bxd6 17. Rb5 g4 18. Bc5 g3 19. Rbxd6 cxd6 Græðgin verður nú hvítum að falli. 20. Bxd6 Hvernig er best að koma drottn- ingunni svörtu i ógnandi stöðu? Svarið er augljóst fyrir marga! 20. - Rxe4! 21. fxe4 Dh4 22. h3 Bxh3 23. Bh5 Hg7 24. Rxe5 Nú kemur náðarstuðið. Leggjum nafnið Kornev á minnið: það eru allavega 2 frábærir rússneskir skák- menn sem bera það nafn! 24. - Bxg2 25. Kxg2 Dh2+ 26. Kf3 g2 27. Bf7+ Hxf7 28. Dd4 gxflD+ 0-1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.