Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 18
I 8 // í? / c) a rb /a c) JO"V LAUGARDACUR 26. OKTÓBER 2002 Fullur magi af fiðrildum „Hvernig tilfinning var það að vera beðinn um að takast á við svona gríðarlegt hlutverk?" spyr ég. „Fyrstu viðbrögðin urðu þau að ég varð hundfúll yfir því að fá ekki meiri tíma til að undirbúa mig en það er vist ekki hægt að stjóma þessu. Þegar ég stóð frammi fyrir öllum þessum texta fylltist ég skelfingu en maður lifir á eftirvæntingunni að komast í gegn- um þetta. Ef þú sérð fyrir endann á þessu ferli þá lif- ir maður af.“ „Veistu núna hvaða mann Willy Loman hefur að geyma?“ spyr ég. „Innst inni er þetta góður maður en það er mat hans á því sem skiptir máli í lífinu sem er brenglað. Þau markmiö sem hann setur sjálfum sér og öðrum henta hvorki honum né öðrum. Þessar röngu hug- myndir þvælast fyrir honum allt hans líf en það merkilega er að hann gerir þetta allt af ást. Það sví- virðilega við þennan karakter er að ég sé hann í sjálf- um mér að einhverju leyti. Við eigum það sameigin- legt að láta okkur dreyma. Það er yndislegt að fara inn í ímyndunaraflið sem er ódýrasti tölvuleikurinn sem í boði er. Ég get því ekki svarið af mér þennan ameríska draum þó ég hafi að vísu aldrei lent í svona persónulegu drama. Fæst okkár geta svarið þennan draum af okkur. Annars veit ég ekki alltaf hvort ég eigi þetta sameiginlegt með Willy Loman eða hvort ég sé að laga mig að honum.“ „Fór hann aldrei í taugarnar á þér?“ spyr ég. „Hann er ekki auðveldur karakter en hann er svo vel smíðaður af hálfu höfundar og það var ævintýri að nálgast hann. Fljótlega lærir maður að dæma ekki karaktera og maður fær samúð með þeim, sama hve heimskulega þeir haga sér. Ef þú færð ekki þessa samúð með þeim þá ertu að gera grín að þeim.“ Nutum góðs af vinsældum pabba Pétur fæddist í Vestmannaeyjum árið 1940 og ólst þar upp. Faðir hans hét Einar Guttormsson og var læknir en móðir hans hét Margrét Kristín Pétursdótt- ir og var húsmóðir. „Pabbi var mjög vinsæll maður en það var líka mikið atriði hjá Willi Loman. Pabbi var hins vegar vinsæll af því að hann var góður lækn- ir og vann allan sólarhringinn. Bæjarbúar elskuðu hann og við börnin hans gátum notfært okkur það,“ segir Pétur brosandi. „Elsti bróðir minn klessti einu sinni bílinn hans pabba en þeir sem sáu slysið sögðu að bróðir minn hlyti að hafa verið í rétti því hann var á bílnum hans pabba.“ Pétur minnist áranna í Vestmannaeyjum með hlýju þó hann viðurkenni að hann hafi aldrei passað ful- komlega inn í þetta samfélag. Hann sá fyrir sér tvö samfélög. „Það voru í fyrsta lagi gömlu ættirnar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.