Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 Helgarblað______________________________________________________________________________________________ dv Breytti bílnum í drápstæki á hjólum John Ailen Muhammad Leiddi hann lögregluna sjálfur á sporið með því að tengja leyniskyttumorðin við ránmorð í borginni Montgomery í Alabama-ríki? Hér að neðan sjáum við hvernig leyniskyttan bar sig að við morðin. Bílnum breytt í drápstæki Eftir tuttugu og tveggja daga mar- tröð í höfuðborginni Washington og nágrenni geta íbúar svæðisins nú loksins andað léttar og sofið rólegir eftir handtöku grunaðs launmorð- ingja sem skotið hefur tíu manns til bana og sært þrjá alvarlega síðustu þrjár vikurnar. Allt byrjaði þetta með skoti sem missti marks þann 2. október sl. en þá skaut leyniskyttan í gegnum glugga á byggingavöruverslun í Aspen Hill í Maryland án þess þó að skaða nokk- urn. Varð hún ekki stöðvuð fyrr en sl. fimmtudagsnótt þegar sá grunaði, John Allen Muhammad, 41 árs fyrrum hermaður, var handtekinn ásamt 17 ára gömlum fyrrum stjúpsyni sínum, John Lee Malvo. Þeir voru handteknir þar sem þeir sváfu værum blundi í eftirlýstum bfl Muhammads á bílastæði við þjóðveg númer sjötíu í nágrenni Middleton í Virginíu, en áður eða klukkan rúm- lega eitt eftir miðnætti, hafði athugull vöruflutningabílstjóri hringt til lög- reglunnar og tilkynnt um bilinn sem er af gerðinni Chevrolet Caprice, ár- gerð 1990. Lýst hafði verið eftir bflnum fyrr um kvöldið sem bláum eða vínrauð- um Caprice, með númerinu NDA-21Z frá New Jersey, og aðeins nokkrum klukkustundum síðar lét áðumefndur vegfarandi lét vita um hann. Lögreglan brá skjótt við og lokaði veginum á ellefu kílómetra kafla áður en hún lét til skarar skríða og hand- tók mennina án minnstu mótspyrnu. Við frekari rannsókn á bilnum, fannst 223 kalíbera sjálfvirkur rifill af Bushmaster-gerð, auk sjónauka, þrí- fótar og leyniskyttustands, en þar að auki haföi farangursrými bílsins ver- ið breytt í byssuhreiður með tveimur hnefastórum götum á lokinu, annað fyrir hlaupið og hitt fyrir kíkinn. Að sögn lögreglunnar hafa götin verið gerð til þess að hægt væri að skjóta án þess að opna farangursrým- ið og einnig var gengið þannig frá aft- ursæti bílsins að skyttan gæti hæg- lega athafnað sig. „Hann hefur hrein- lega breytt bflnum í drápstæki á hjól- um,“ sagði einn talsmanna lögregl- unnar. Svaf í umferðarhnút Svo vfll tfl að tvisvar áður hafði lög- reglan haft afskipti af bílnum, fyrst 2. október á fyrsta degi árásanna og aftur þann 8. október, en þá þurfti um- ferðarlögregluþjónn að vekja bílstjór- ann þar sem hann svaf undir stýri í umferðarhnút sem myndast hafði í nágrenni Baltimore. Muhammad framvísaði þar ökuskírteini sínu og eftir að lögregluþjónninn hafði skoðað það og skráningarskirteini bflsins fékk hann að halda ferð sinni áfram. Ekki var minnst á farþega í skýrslu lögregluþjónsins. Þetta var daginn eftir að leyniskytt- an skaut og særði hættulega þrettán ára skóladreng utan við skóla í Prince George-sýslu í Maryland, þar sem hann skildi eftir tarot-spilið með skflaboðum til lögreglunnar. I kjölfarið fylgdu önnur skilboð og símtal þar sem Muhammad mun svo að segja hafa lagt lausn gátunnar upp í hendur lögreglunnar þegar hann benti henni á að kanna hugsanleg tengs leyniskyttumorðanna við vopn- að rán í áfengisverslun í Montgom- ery í Alabama-rlki 1 september sl. Þar hafði afgreiðslustúlka verið skotin til bana og önnur særð alvar- lega. í ljós kom að fmgraför Malvos höfðu fundist á morðstaðnum í Ala- bama og varð það tfl þess að böndin bárust að þeim handteknu. „Veit af hverju ég er hér“ Þegar þetta er skrifað hafði hvorug- ur hinna handteknu verið ákærður fyrir aðild að leyniskyttumorðunum, en báðir voru þeir leiddir fyrir dóm- ara í Baltimore strax á fimmtudag þar sem þeir voru úrskurðaðir i gæslu- varðhald án möguleika á áfrýjun. Báðir eru þeir vistaðir sem grunað- ir morðingjar, en þar sem Malvo er undir lögaldri var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir lokuðum dyr- umsem mikilvægt vitni. Muhammad mætti aftur á móti fyr- ir dómara í jámum, klæddur dökk- grænum fangabúningi og hvitum strigaskóm og þegar dómarinn spurði hvort hann gerði sér grein fyrir rétti sínum og ákærum gegn honum, sagði hann mjúkum rómi: „Ég veit hvar ég er og af hverju ég er hér.“ Eiginkonan kærði Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gegn Muhammad er byggður á kæru um ólöglegan vopnaburð, auk þess sem hann er sakaður um ofbeldi gegn fyrr- um eiginkonu sinni og börnum, en samkvæmt dómsúrskurði var honum meinað að eiga byssu eða að koma ná- lægt fyrrum eiginkonu sinni eftir að hún hafði farið fram á nálgunarbann gegn honum árið 2000. Að sögn talsmanns saksóknaraemb- ættisins í Baltimore var ákæra um ólöglegan vopnaburð lögð fram til að tryggja gæsluvarðhald Muhammads meðan frekari rannsókn færi fram, en talið var að fljótlega yrði lögð fram formleg sameiginleg ákæra frá sak- sóknurum í Maryland, Virginiu og Washington-svæðinu sem funduðu og fóru yfir málið í gær. Muhammad mun vera tvífráskilinn og lenti í erfiðum og bitrum umgengn- isdeilum í báðum tilfellum sem end- aði að minnsta kosti einu sinni með því að hann gerðist sekur um brott- nám barns. Hann hefur að best er vit- að verið heimilislaus síðustu mánuð- ina og flakkað um í bíl sínum með fyrrum stjúpsyni sínum. Um tengsl þeirra er lítið vitað en Malvo er sonur fyrri konu Muhammads og mun fædd- ur og uppalinn á Jamaíku. Hann mun hafa hitt Muhammad í sumar eftir sex ára aðskilnað og þá farið að flækjast um með honum. Hulin ráðgáta Um tilgang morðanna er lítið vitað á þessari stundu en talið líklegt að þau tengist biturð Muhammads í garð þjóðfélagsins. Hann virðist hafa verið ágætlega liðinn í hernum, en þar þjón- aði hann á árunum 1985 til 1994 og tók meðal annars þátt í Persaflóastríðinu. Hann var sagður fyrirtaks skytta og var sérfræðingur í meðferð M-16 her- riffla og hlaut fyrir það æðstu viður- kenningu hersins, en til þess hefur hann í árlegu prófi þurft að hitta að minnsta kosti 36 sinnum beint í mark úr 40 skotum af 50 til 300 metra færi. Samkvæmt fréttum mun Muhamm- ad hafa snúið til íslamskrar trúar fyr- ir nokkrum árum, en tók sér eftir- nafnið Muhammad í stað Williams í fyrra. Hann hefur ekki haft orð á sér fyrir trúarofsa eða öfgar og því er það hulin ráðgáta, að minnsta kosti enn þá, af hverju hann greip til þessara ill- virkja og leiddi síðan er virðist lögregluna sjálfur á sporið. Nokkrir helstu raðmorðingj- ar í BNA síðustu áratugi: • 1997-1999: Angel Maturino Res- endiz var fundinn sekur um morð á konu í Houston, en var jafnframt grunaður um að minnsta kosti tólf önnur morð víða um Bandaríkin. Hann afplánar nú dauðadóm. • 1996-1998: Robert L. Yates Jr. var fundinn sekur um tvö morð en viðurkenndi síðan fimmtán morð. Hann afplánar nú dauðadóm. • 1990-1993: Heriberto Seda, eða „Zodiac-morðinginn", drap þrjá og særði íjóra í New York. Hann afplán- ar nú 235 ára dóm. • 1989-1990: Aileen Wuornos, raðmorðingi sem var fundin sek um morð á sex mönnum meðan hún stundaði vændi við þjóðvegi Flórída. Hún var tekin af lífi á miðvikudaginn eftir að hafa hafnað áfrýjun og sjálf varið fram á að aftökunni yrði flýtt. • 1984-1985: Charles Ng og Leon- ard Lake voru fundnir sekir um morð á ellefu manns. Lake framdi sjálfs- morð en Ng afplánar dauðadóm. • 1984-1985: Richard Ramirez var fundinn sekur um morð á 14 manns þegar hann stundaði innbrot á Los Angeles-svæðinu. Hann afplánar dauðadóm í fangelsi í Kaliforníu. • 1983: Henry Lee Lucas var handtekinn og ákærður um morð en játaði á sig allt að 600, játning sem hann dró seinna til baka. Hann var svo ákærður um 13 morð og hlaut fyr- ir það tíu lífstíðardóma en var dæmd- ur til dauða í Texas fyrir morð á puttaling sem þekktur var sem „App- elsínuguli sokkurinn". George W. Bush, þá ríkisstjóri í Texas breytti dómnum í lífstíðarfang- elsi sem var í eina skiptið sem hann skipaði svo fyrir á ríkisstjóraferlin- um. Lucas lést í fangelsi í mars í fyrra. • 1979-1981: Wayne B. Williams frá Atlanta var fundinn sekur og hlaut tvöfaldan lífstíðardóm fyrir morð á tveimur drengjum. Lögreglan grunaði hann aftur á móti um 28 morð. • 1978-1995: Háskólaborgarinn Theodore Kaczynski, eða „Unabomb- er“ eins og hann var kallaður, var fundinn sekur um að senda út fjölda bréfsprengja sem urðu þremur að bana og slösuðu 23. Hann afplánar lífstíðardóm í ríkisfangelsinu í Kólóradó. • 1978-1992: Jeffrey Dahmer hlaut sextánfaldan lífstíðardóm fyrir morð á sautján drengjum og fullorð- um karlmönnum, aðallega í Mflwau- kee-ríki. Hann var sjálfur myrtur í fangelsi árið 1994. • 1977-1978: Ted Bundy var fund- inn sekur fyrir þrjú morð í Flórída, eða frekar slátranir, svo hryllileg voru þau. Meðal hinna myrtu var tólf ára stúlka. Bundy játaði á sig meira en þrjátíu morð og var tekinn af lífi árið 1989. • 1977-1978: Angelo Buono Jr. var fundinn sekur um morð á níu ungum konum í Kaliforníu og hlaut fyrir það lifstíðardóm án möguleika á reynslu- lausn. Kenneth A. Bianchi, frændi Buonos, viðurkenndi aðild að fimm morðanna og samþykkti að vitna gegn frænda sínum gegn því að sleppa við dauðadóm. Hann hlaut fimmfaldan lífs- tíðardóm. • 1976-1977: David Berkowitz, eða „Sonur Sáms“, myrti sex manns og særði sjö aðra í New York. Hann al- fplánar nú lífstíðardóm. • 1972-1978: John Wayne Gacy frá Chicago myrti 33 drengi og unga karl- menn. Hann var tekinn af lífi árið 1994. • Febrúar-maí 1971: Juan Corona var fundinn sekur um morð á 25 land- búnaðarverkamönnum en lík þeirra fundust grafin í nágrenni Yuba í Norð- ur-Kalifomíu. Hann afplánar lifs tíðar- dóm. mmmm Leyniskyttan handtekin íbúar Washington DC, höfuðborgar Bandaríkjanna, og ná- grennis gátu loks varpað öndinni léttar á fimmtudag þegar þriggja vikna löng martröð þeirra var á enda. Lögreglan hafði þá í haldi tvo menn og gerði upptækan rifffl í bíl þeirra. Riffíllinn reyndist við athugun vera vopn leyniskyttunnar sem hefur orðið tíu manns að bana frá i byrjun mánaðarins og sært þrjá til viðbótar alvarlega. Mennirnir tveir, hinn 42 ára gamli John Allen Muhammad og 17 ára stjúpsonur hans, John Lee Malvo, voru handteknir þar sem þeir sváfu í bíl sínum aðfaranótt fimmtu- dagsins. Lýst hafði verið eftir bílni’m og lét vegfarandi vita að hann hefði séð til hans á hvíldarsvæði við þjóð- veg i Maryland. Charles Moose, lög- reglustjóri í Montgomery-sýslu sem hefur stjómað rannsókn málsins frá upphafi, sagðist sannfærður um að leitinni væri nú lokið. Gíslataka í leikhúsi Nokkrir tugir vel vopnaðra upp- reisnarmanna frá Tsjetsjeníu réðust inn í leikhús í Moskvu á miðviku- dagskvöld og tóku um sjö hundruð manns í gíslingu, bæði áhorfendur og leikhúsfólk. Uppreisnarmennirnir kröfðust þess að Rússar kölluðu her- menn sina heim frá Tsjetsjeníu, að öðrum kosti myndu þeir sprengja leikhúsið og drepa gíslana. Uppreisn- armennirnir lýstu því yfir að þeir væru sjálfir reiðubúnir að láta lífið fyrir málstaðinn. Gíslatökumennirnir réðust til atlögu í miðri sýningu á gíf- urlega vinsælum söngleik og var hús- fyllir. Þegar þetta er skrifað héldu upp- reisnarmennirnir gíslunum enn í leikhúsinu. umræður i Oryggisraðinu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hóf 1 gær umræður um drög banda- rískra stjórnvalda að ályktun um íraksmálið. Nokkurrar óþolinmæði er farið að gæta í liði Ge- orges W. Bush Banda- rikjaforseta vegna þessa þar sem ekki hefur enn tekist að ná einingu meðal ríkj- anna flmm sem eiga fastafulltrúa í Öryggis-_________ ráðinu og hafa þar með neitunarvald. Frakkar og Rússar eru mjög eflns um ágæti ályktunardraga Bandaríkja- manna, finnst þau gera Bush kleift að fara í stríð án þess að fá til þess áður samþykki Sameinuðu þjóðanna. Reiknað er með að atkvæði verði greidd um drögin fyrir næstu helgi. Sjálfsmorðsárás í ísrael Fjórtán ísraelskir borgarar týndu lífi á mánudag þegar palestínskur sjálfsmorðliði sprengdi bifreið sina við hlið strætisvagns í nágrenni borg- arinnar Hadera í norðanverðum ísra- el. Palestínskum samtökin Heilagt stríð íslams lýstu ábyrð tilræðisins á hendur sér. ísraelar héldu að sér höndum fram á föstudag, af tillitssemi við Bandaríkjamenn og liðssafnað þeirra gegn írak, þegar þeir hefndu fyrir árásina með þvi að ráðast inn í Vesturbakkaborgina Jenín með skrið- drekum og öðrum þungavopnum. ísraelskur herforingi sagði að þeir væru á höttunum eftir tuttugu harð- línumönnum I borginni. Rithöfundur sýknaður Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq var i vikunni sýknaður af ákæru um að hafa æst til ófriðar gegn múslímum og að hafa móðgað þá með ummælum sem hann lét falla í tímaritsviðtali I fyrra. Þar sagði Hou- ellebecq að íslamstrú væri heimskuleg- ustu trúarbrögð sem til væru. Orð Hou- ellebecqs fóru svo mjög fyrir brjóstið á samtökum múslíma og á frönskum mannréttindasamtökum að þau kærðu hann. Dómarar komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki móðgað múslíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.