Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 54
58 Helqarblað H>'V" LAUGARDAOUR 26. ÓKTÓBER 2002 Bílar Reynsluakstur Njáll Guðlaugsson < > o •3 c > Q Reynsluakstur nr. 711 Sportlegri aksturs- eiginleikar í nýrri útgáfu Kostir: Fjöðrun, þœgindi, hljóðlátur Gallar: Upptak með sjálfskiptingu, glasahaldari Hekla er um þessar mundir að kynna nýjan Audi A3 sem hefur nú fengið örlitla andlitslyftingu. Það sem er meira um vert er að gerðar hafa verið meiri breytingar á fjöðrunarkerfi, innréttingu og búnaði. DV-bílar endurnýjuöu því kynnin við bilinn í nokkra daga. Kunnulegt umhverfi Þegar sest er upp í Audi, sama af hvaða stærð hann er, tekur á móti manni kunnulegt umhverfi. Umgjörð mælaborðsins er svört og úr eftirgefanleg- um gæðaefnum. Mælarnir sjálfir og allir takkar eru með rauðri lýsingu sem gefur mjög dempaða birtu. Fleiri atriði hafa fengið aukalýsingu og má þar nefna gólf og mið- stöðvarstokka. Að innan er bíllinn ekki mikið breyttur þótt búið sé að endurraða stöku stjómbúnaði. Að vísu er kominn glasahaldari í miðju- stokkinn en því mið- ur var hann það eina sem ekki virkaði eins og til stóð og vildi oft- ast standa á sér. Framsæti eru hæðar- stillanleg og kominn er aðdráttur á stýri þannig að mjög auð- velt er að finna kjör- stöðu fyrir ökumann. Sætin hafa einnig verið endurhönnuð og gefa nú betri hlið- arstuðning en einnig er hægt að velja um fleiri áklæði. Öryggis- púðar eru Qórir sem áður en hann hefur fengiö pedala sem falla niður við árekstur. Ekki er hægt að tala um neinar breyting- ar að ráði fyrir aftan framsæti nema að skottlok er nú komið með rafstýrðri opnun sem er til meiri þæg- inda. Betra fjöðrunarkerfi Að utan eru ljósin fyrstu breytingarnar sem mað- ur rekur augun í. Komin eru ný afturljós og fram- ljósin eru margspegla og bera meiri svip af A4 lín- unni. Einnig er nú hægt að fá Xenon ljós sem auka- búnað á A3. Grill, vindskeið og þokuljós hafa einnig verið endurhönnuð og búið er að laga stóran galla sem oft sést í bílum frá Audi og VW sem er hliðar- spegill hægra megin sem hefur verið stækkaður til samræmis við spegilinn ökumannsmegin. Umtals- verðustu breytingamar aksturslega séð eru á undir- vagni. Bíllinn hefur fengið nýja gerð dempara auk stífari gorma og fjöðrunarkerfi er endurhannað. Bíllinn er kominn með klafafjöðrun að framan og er allur örlítið stífari og þar af leiðandi sportlegri í akstri. Það er hins vegar ekki á kostnað þæginda og bíllinn er jafnhljóðlátur og áður. Sjálfskiptingin er mjúk og þægileg en rænir hann þeim sportlegu tökt- um sem hann gæti boðið upp á beinskiptur og upp- tak upp á tæpar þrettán sekúndur er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Sér á parti Bíllinn kostar 2.100.000 kr. beinskiptur og til að fá hann með sjálfskiptingu þarf að bæta 120.000 kr. við. Til samanburðar kostar sambærilegur fimm dyra Ford Focus Trand 1.755.000 kr. og er þá sama viöbót fyrir sjálfskiptinguna. Þetta er nokkuð mikill verð- munur en Audi er reyndar dálítið sér á parti með þennan bíl. Audi hefur nefnilega skilgreint sig sem lúxusbíl í samkeppni við bila eins og Benz, BMW, Lexus og Volvo en þar er bara enginn bíll í sama stærðarflokki fyrr en 1-línan frá BMW kemur á markað eftir tvö ár. -NG o Opnun á skotti er góð og hurðin opnast vel upp. © Mælaborð í Audi eru alltaf stílhrein og efnisval til fyrirmyndar. Meðal fáanlegs aukabúnaðar er rafdrifin sóllúga. ©1,6 lítra vélin hefur ágætis vinnslu þó að sjálfskiptingin hamli henni dálítið. Vél: AUDI A3 1,6 lítra, 4ra strokka bensínvél Rúmtak: 1595 rúmsentímetrar Ventlar: 8 Þjöppun: 10,2:1 ; Gírkassi: 4ra þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: I Fjöðrun framan: Sjálfstæð, MacPherson klafafjöðrun Fjöðrun aftan:___________Sjálfstæð, aðskildir gormar Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD Dekkjastærð: 195/65 R15 YTRI TOLUR: Lengd/breidd/hæð: 4152/1735/1423 mm Hjólahaf/veghæð: 2513/143 mm Beygjuradíus: 10,9 metrar INNRI TOLUR: Farþegar m. ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 5/4 Farangursrými: 350-1100 lítrar HAGKVÆMNI: Eyðsla á 100 km: 8 lítrar Eldsneytisgeymir: 55 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/12 ár Grunnverð: 2.100.000 kr. Verð sj.sk: 2.220.000 kr. Umboð: Hekla hf. Staðalbúnaður: Rúður og speglar rafdrifin, 4 ör yggispúðar, geislapilari, upphitaðir speglar, álfelg ur, fjarstýrðar samlæsingar, armpúði, hitaeinangr- andi gler, hæðarstilling á framsætum, aðdráttur á stýri SAMANBURÐARTOLUR: Hestöfl/sn.: 102/5600 Snúningsvægi/sn.: 148 Nm/3800 Hröðun 0-100 km: 12,7 sek. Hámarkshraði: 184 km/klst. Eigin þyngd: 1135 kg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.