Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 50
5-4- /7 e lc) a r b / cj c) I>'V LAUGARDAOUR 26. OKTÓBER 2002 Herðubreið er fjalladrottningin og hefur lengi verið í vitund þjóðarinnar en nú hefur það verið staðfest með atkvæðagreiðslu um þjóðarfjallið. Það voru hvorki meira né minna en 48,11% þátttakenda sem voru þessarar skoðunar. DV-mynd PÁÁ Herðubreið er drottningin llekla, sem margir höfðu talið vort frægasta fjall, varð í öðru sæti ineð 15,84% greiddra at- kvæða. Ilckla er virkt eldfjall og gaus síðast fyr- ir fáum áriim. Snæfellsjökull, sem er af sumum talinn lending- arstaður geimvera, lenti í þriðja sæti en 12,52% töldu hann eiga skilið nafnbótina þjóðarfjallið. I atkvæðaqreiðslu á i/egum Náttúrufræðistofnunar, Landverndar oq DV qat fólk valið þjóðarfjallið. Herðubreið siqraði með qfirburðum en mörq önnur fjöll komust á blað. Jæja, þá er það komið á hreint. Herðubreið er þjóðarfjall íslendinga. Þetta er ekki bara hreppa- rígur og rembingur í nokkrum Þingeyingum held- ur vísindalega rannsakað álit allrar þjóðarinnar. í atkvæðagreiðslu, sem Náttúrufræðistofnun, Land- vernd og DV, stóðu fyrir í tilefni af ári fjallanna var kosið þjóðarfjall íslands og Herðubreið sigraði með yfirburðum og fékk 1045 atkvæði sem er 48,11% og hlýtur að teljast mjög sannfærandi sig- ur. Herðubreið hefur löngum verið mærð í ljóðum eins og staðfesta má í ljóði Sigurðar frá Arnar- vatni, Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjarta bundin. Herðubreið er 1682 metra hátt stapafjall sem er inni á miðju hálendi íslands noröan Vatnajökuls. Við rætur fjallsins er gróður- vinin Herðubreiðarlindir þar sem bergvatn sprett- ur upp undan brún Lindahrauns og gefur fallegum gróðri líf og skapar óðul fjölmargra fuglategunda. Lindirnar eru vinsæll áningarstaður ferðamanna og þar er góð aðstaða fyrir þá en um 60 kílómetr- ar eru í Herðubreiðarlindir af þjóövegi eitt á Mý- vatnsöræfum. Herðubreið hefur skýrt einkenni stapafjalla sem klettakragi sem nær hringinn í kringum fjallið efst. Þetta gefur fjallinu þann tignarlega svip sem tryggir því drottningartitilinn í hópi fjalla en ger- ir uppgöngu á fjallið afar erfiða. Herðubreið var lengi talin ókleif en fyrst er með vissu vitað um tilraun til þess að klífa fjallið sumarið 1872. Þar voru á ferðinni Richard F. Burton, breskur vís- indamaður, og Kristján Bjarnason úr Mývatns- sveit. Þeir urðu frá að hverfa vegna grjóthruns og líklega hafa þeir ekki fundið réttu leiðina en nú er vitað að einungis ein leið er fær á fjallið fyrir göngumenn án sérhæfðs búnaðar. Amerískur ævintýramaður að nafni William Lee Howard hélt því fram að hann heföi klifiö fjalliö sumarið 1881. Menn hafa alltaf neitað að trúa þeirri frásögn hans enda er hún með talsverð- um ýkjublæ. Howard lýsti för sinni svo að hann hefði notað flugdreka sem var með áfestu akkeri og þegar það festist í hömrunum gat hann klifið upp kaðal sem festur var við akkerið. Howard sagði hins vegar að fjallið væri eldfjall og gígur væri á toppi þess og það gat hann ekki vitað nema ganga á fjallið. Það var svo í ágúst 1908 sem fyrst var gengið á fjallið, svo óyggjandi sé. Það voru þeir dr. Hans Reck, þýskur jarðvísindamaður, en með honum var Sigurður Sumarliðason, þekktur fylgdarmaður erlendra ferðamanna sem þennan dag varð fyrstur íslendinga til þess að standa á toppi drottningar- innar. Eina leiðin upp á fjallið er á vesturhlið þess og þangað er 3-4 tíma gangur úr Herðubreiðarlindum en einnig er hægt að aka torfæra slóð alla leið að uppgöngunni. Leiðin upp er mjög brött og hætt við grjóthruni en fær öllum fullfrískum og ódeigum ferðalöngum. Eftir að komið er upp tekur við hálf- tíma gangur að hæsta tindinum. Þaðan er ógleym- anlegt útsýni í góðu veðri og ótvírætt margra svitadropa virði. Hekla númer tvö Hekla, eldfjallið sem oft hefur lagt heilar sveitir í auðn og var fyrrum talið þakgluggi Helvítis, lenti í öðru sæti í vitund fólks um þjóðarfjallið. Hekla hefur gosið 17 eða 19 sinnum á sögulegum tíma en fræðimenn greinir lítillega á um það hvernig telja skuli gos hennar. Það fyrsta var 1104 og lagði margar sveitir í auðn. Til eru sagnir um að fljúg- andi steinn úr Heklugosi hafi drepið mann sem stóð fyrir dyrum úti í Skálholti svo ljóst er að ís- lendingum hefur lengi staðið stuggur af þessu fjalli enda rík ástæða til og þess vegna fær Hekla gamla ekki fleiri atkvæði en raun ber vitni. í lýs- ingu frá 14. öld má lesa hvernig menn töldu sig sjá risavaxna fugia með með sálir fordæmdra í járn- klóm flögra um i gosmekki Heklu. Hekla er 1.488 metra há en hún hefur líklega hækkað eitthvað í þeim fjölmörgu gosum sem þar hafa ruðst upp. Það kemur kannski ekki á óvart að öldum saman datt engum manni i hug að ganga á þetta skuggalega fjall. Fyrstir til þess að gera það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.