Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Walter Scott. Hann skrifaði sáralítið fyrir þrítugsaldur og mestur hluti verka hans var saminn síðustu fimmtán árin sem hann lifði en þá var hann mjög heilsuveill. Faðir sögulegu skáldsögunnar Walter Scott hefur verið kallaöur faðir sögulegu skáld- sögunnar. Hann var einn vinsælasti rithöfundur samtíðar sinnar og bækur hans njóta enn mikilla vinsælda. Walter Scott fæddist árið 1771 í Edinborg, níunda barn foreldra sinna en einungis f]ögur barnanna komust til fullorðinsára. Scott var sá eini í eftirlifandi hópnum sem ekki varð ónytjungur. Hann fékk lömunar- veiki tveggja ára gamall og var lamaður til æviloka. Veikindin komu þó ekki í veg fyr- ir góða menntun. Hann lærði lögfræði og varð dómari. Sagt hefur verið að sennilega hafi enginn rithöfundur borið ábyrgð á því að senda jafnmarga í fangelsi og Walter Scott. í skáldsögum hans lenda hetjurnar iðulega í fangelsi án þess að hafa brotið af sér. Scott vann sér al- þýðuhylli með sögu- ljóðum í anda róman- tísku stefnunnar og markaði síðan upphaf nýrrar skáldsagna- gerðar með sögulegu skáldsögunni Wa- verly árið 1814. Hann skrifaði 27 skáldsögur (sú þekktasta er ívar hlújárn), ótal smásög- ur, þriggja binda sögu Skotlands og niu binda sögu Napóle- ons. Hann skrifaði sáralítið fyrir þritugs- aldur og mestur hluti verka hans var sam- inn síðustu fimmtán árin sem hann lifði en þá var hann mjög heilsuveill. Vildi ekki verða hirðskáld Scott var gífurlega vinsælt ljóðskáld og tekjurnar sem hann hafði af ljóðabókum sínum gerðu honum kleift að byggja sér kastala í Skotlandi. Hann sagði af dæmi- gerðu kæruleysi að hann hefði hætt að yrkja af því að Byron hefði sigrað hann en Byron tók við af hon- um sem vinsælasta ljóðskáld Breta. Byron var mikill aðdáandi Scotts og sagðist hafa lesið allar skáldsögur hans fimmtiu sinnum og kunni kafla úr þeim utan að. Scott var á sínum tíma boð- ið starf sem hirðskáld Breta en hafnaði því boði og sagðist ekki geta ort eftir pöntun- um. í staðinn til- nefndi hann skáldið Southey. Scott skrifaði fyrstu skáldsögu sína, Wa- verley, 44 ára gamall. Hún kom út undir dul- nefni og varð söluhæsta skáldsaga sem kom- ið hafði út á Bretlandi. Söguþráður margra skáldsagna Scotts er á þann veg að söguhetj- an, ungur maður, sem veit ekkert um upp- runa sinn verður ástfangin af ungri konu af fínum ættum en er neitað um hönd hennar vegna skorts á auði og ættargöfgi. Síðan kemur í ljós að hann er af ríkum ættum og hann fær arf sem gjörbreytir lífi hans. í sum- um bókanna nær parið saman í lokin en í öðrum verða þau að skilja. Skáldsögur Scotts eru viðburðaríkar, fullar af eftirminnilegum persónum og afar skemmtilegar. Þær höfðu mikil áhrif á aðra höfunda og má þá sérstak- lega nefna Victor Hugo, Alexandre Dumas, Leo Tolstoy og Honoré Balzac. Eilíf ást Vilhelmína Forbes var fyrsta og stærsta ástin í lífi Scotts. Hann hitti hana þegar hann var 19 ára og hún 14 ára. Þau urðu miklir mátar en þar sem hún var af flnum ættum þótti Scott ekki nægilega gott mannsefni og foreldrar hennar giftu hana rúmlega tvítuga bankamanni. Scott var djúpt særður en kvæntist nokkrum mánuð- um síðar franskri konu. Scott gleymdi aldrei Vilhelmínu sem lést 34 ára gömul og skrifaði um hana í dagbók sína á hjartnæm- an hátt. Eftir lát hennar átti hann góð sam- skipti við eiginmann hennar sem aðstoðaði hann i fjárhagsvanda. Scott var ákaflega vinmargur. Allir vinir hans gátu þess hversu mikla samræðuhæfi- leika hann hafði. „Að heyra hann segja frá er eins og að taka stóra sopa af kampavíni án þess að verða ölvaður,“ sagði ein vin- kona hans. Gjaldþrot og brjálæði Sagt hefur verið að Scott hafi eytt fimmt- án árum í að skrifa bækur en fimmtíu árum í að lesa bækur. Hann auðgaðist mjög á skrifum sínum en varð gjaldþrota vegna misheppnaðra fjárfestinga í útgáfufélagi. „Hendur mínar skulu borga skuldirnar," sagði hann og nú tók við tími þar sem hann var gífurlega afkastamikill og óðum grynnkuðu skuldimar. En hann lagði sig hart fram og heilsa hans beið tjón af. Hann taldi sjálfur að frægð sín byggðist ekki á bókunum heldur þeim hetjuskap sem hann hafði sýnt í fjárhagserfiðleikum sínum. Scott var sjúkur maður þegar hann samdi eina þekktustu skáldsögu sína, Brúðina frá Lammermoor sem hann las fyrir úr rúmi sínu og ritari skráði jafnharðan. Þegar bók- in kom út er sagt að Scott hafi ekki munað eftir einu orði úr hénni. Bókin varð síðan uppspretta nokkurra óperuverka en þekkt- ast þeirra er ópera Donizettis, Lucia di Lammermoor. ívar hlújárn, vinsælasta saga hans, var samin á sama hátt, rithöfundurinn lá uppi í rúmi og las ritara sínum fyrir. Scott var einungis tvær vikur að semja söguna. Inn- an árs frá útkomu hennar höföu sex leik- sýningar verið gerðar eftir bókinni og sýnd- ar í London. Scott sagði að af sögum sínum skorti hana tilfinnanlegast trúverðugt sögu- legt andrúmsloft. Sextugur var Scott að niðurlotum kom- inn. Undanfarin fimm ár hafði hann orðið gjaldþrota, misst eiginkonu sína og nokkra af bestu vinum sínum og fengið tvö hjarta- áföll eftir að hafa óhlýðnast læknum sinum og drukkið óhóflega mikið kampavín. Hann hafði verið afar geðgóður maður en varð nú geðvondur og illur viðureignar. Eftir alvarlegt hjartaáfall sagði Anna dóttir hans að hann hefði eitt sinn öskrað stanslaust í 26 tíma. Á tímabili trúði hann þvi að hann væri Lér konungur, taldi dæt- ur sínar vera tígrisdýr og fékk æðisköst ef hann vissi af þeim í herberginu. Hann læknaðist af því brjálæði en lést skömmu síðar og var grafinn við hlið eiginkonu sinnar. Ljoð vikunnar Sofðu, unga ástin mín - eftir Jóhann Sigurjónsson Sofðu, unga ástin mín, - úti regnið grœtur. Mamma geymlr gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nœtur. Það er margt, sem myrkrlð velt, - minri er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grœnan engireit. í Jökllnum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mœðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. Hugfangin af Arnaldi Bryndís Hlööversdóttir segir frá uppáhaldsbókum sínum. „Ég er alæta á bækur og áhugasviðið er vítt, það er hins vegar oft allt of flókið að gefa sér tíma til að lesa góða bók. Ég er þó alltaf með eitthvað á náttborðinu og nú nýverið hef ég lesið tvær bækur Jóhönnu Krist- jónsdóttur, Ást á rauðu ljósi og Perlur og steinar. Hvoru- tveggja bráöskemmtileg lesning, reyndar gerólíkar en báðar vel skrifaðar. Bæk- ur um konur og kvenfrelsi hafa verið í miklu uppáhaldi í gegnum tíðina og eru enn. Ætli Doris Lessing standi ekki upp úr af slíkum höf- undum, hún haföi mikil áhrif á mig á sínum tíma. Af íslenskum skáldsagna- höfundum i uppáhaldi detta mér fyrst í hug nafnamir Einar Kárason og Einari Már Guðmundsson og hef ég lesið flestar bækur þeirra beggja. Auðvitað er Laxness alltaf ofarlega þegar maður leggur mat á íslenska höfunda og þar held ég mest upp á Heimsljós og Sölku Völku. Hvoru- tveggja guðdómlegar bækur sem hreyfðu við öll- um tilflnningaskalanum! Áhugi minn á ævisögum hefur verið að aukast í seinni tíð, en með því að lesa þær kemst mað- ur oft í snertingu við þann tíðaranda sem við- komandi einstaklingur lifði í. Bækur Guðjóns Friðrikssonar um Jónas frá Hriflu og Einar Bene- diktsson eru dæmi um góð- ar slíkar bækur sem gefa manni mynd af einstak- lingunum sjálfum og sam- tíma þeirra. Ég hef líka mikinn áhuga á annars konar bókum um þjóðmál og hafa margar slikar ver- ið gefnar út sem vert er að nefha. Bók Jóns Orms Halldórssonar um Islam er ein slík og sömuleiðis ís- lenska þjóðríkið eftir Guð- mund Hálfdánarson. Ég er eins og margir aðr- ir hugfangin af spennu- sagnahöfundinum Amaldi Indriðasyni, byrjaði að lesa Mýrina og eftir það hef ég gleypt allar bækurn- ar hans í mig. Honum tekst á ótrúlega sannfær- andi hátt að gera hvunndaginn á íslandi að spennandi vettvangi dularfullra atburða, sem eru samt svo nátengdir því sem er að gerast í raunveruleikanum. Bíð spennt eftir næstu bók frá Arnaldi." Jólagjöf bókaormsins Meistaraverk Cervantes um Don Kíkóta var fyrr á árinu valið besta skáldverk sögunnar af hópi hund- rað rithöfunda. Hér kemur fyrra bindið af þessari skemmtilegu, hugmyndaríku og fyndnu skáld- sögu í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar. Þetta er einstaklega fal- leg útgáfa, prýdd myndum eftir Gustave Doré. Verk sem bókaormar verða að eignast. Ekki verður erfitt að kalla þessa út- gáfu bók ársins. Kvótið Lotning fyrir valdi ruglar alla pólitíska dómgreind vegna þess að hún leiðir til þess að menn trúa því að ríkjandi þróun hljóti að halda áfram. Sá sem hefiir betur á líðandi stundu sýnist ósigrandi. -George Orwell bækur 1. Umkomulausi drengurinn. Dave Pelzer 2. Ríki pabbi, fátæki pabbi. Robert T. Kiyosaki 3. Frida. Barbara Mujico 4. Ferðin til Samarika. Harpa Jónsdóttir 5. Geitungurinn 1. Árni Árnason oq Halldór Baldursson 6. Artemis Fowl - Samsærið. Eoin Colfer 7. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 8. Lilo fær gæludýr. Disney 9. Orðaheimur. Jón Hilmar Jónsson 10. Nigella eldar. Niqella Lawson Allar Skáldverk 1. Grafarþögn. Arnaldur Indriðason 2. Mýrin. Arnaldur Indriðason 3. Alkemistinn. Paulo Coelho 4. ísrael - saga af manni. Stefán Máni 5. Hjartað býr enn í helli sínum. Guðberqur Berqsson 6. Don Kíkóti I. Miquel de Cervantes 7. Flugur. Jón Thoroddsen 8. Fyrstur til að deyja. James Patterson 9. Dalalíf I. Guðrún frá Lundi 10. Dalalíf II. Guðrún frá Lundi Metsölulisti Eymundsson 16.-22. október Kiljur 1. VIOLETS ARE BLUE. James Patterson 2. THE KISS. Danielle Steel 3. FOREVER ■. . Jude Deveraux 4. ISLE OF DOGS. Patricia Cornwell 5. TWISTED ROOTS. V. C. Andrews Listinn er frá New York Times

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.