Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 32
32 Helgarblaci H>"V LAUGARDACU R 26. OKTÓBER 2002 Neyðarhjálp úr norðri Á sunnudaqskvöldið verða haldnir stór- tónleikar íBroadwaq þarsem fram koma meira en 200 listamenn sem allir gefa vinnu sína. Ágóðinn rennur til stgrktar og uppbgggingar þeirra sem eiga um sárt að binda eftir flóðin í Tékklandi. Anna Kristine Magnúsdóttir, elsti hálfi Tékkinn a Islandi, hefur veg og vanda af þessari flóknu framkvæmd. Anna Kristine Magnúsdóttir er þekktur blaðaraaður, þátta- stjómandi og þarf ekki nema að nefna Milli mjalta og messu því til staðfestingar. Hún er einnig rithöfundur og er að leggja síðustu hönd á viðtalsbók númer tvö sem ber heitið Litróf lífsins. Þessi kraftaverkakona hefur undanfamar vikur skipulagt risavaxna tónleika á Broadway sem haldnir verða sunnu- dagskvöldið 27. október kl. 20.30. Þar koma fram rúmlega 200 listamenn sem gefa vinnu sina til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda eftir flóðin í Tékklandi í sumar. Anna Kristine er einmitt hálfur Tékki en faðir hennar kom til íslands sem flóttamaður árið 1947. Tónleikamir, sem bera yfirskriftina Neyðarhjálp úr norðri, eru engin smásmíði og það fyrsta sem manni dettur í hug að spyija Önnu Kristine um er hvemig í ósköpunum henni hafi dottið í hug að ráðast í þetta stórvirki? Anna Kristine Magnúsdóttir er ein kona en miðað við umsvif liennar niætti lialda að hún væri lijálparstofnun og ferðaskrifstofa í senn. Hún hefur skipulagt inikla styrktartónleika fvrir fórnarlömb flóðanna í Tékklandi og fengið liðsinni nieira en 200 listamanna. Að íslenskum sveitasið „Neyðarhjálp úr norðri varð til 1997 þegar mikil flóð urðu í Moldavíu. Þá var ég stödd í Tékklandi og að íslenskum sveitasið spurði ég landa minn, sem starfar hjá Reuter, hvort við gætum ekki gert eitthvað. í framhaidi af því fékk ég þá hugmynd um miðja nótt að halda stórtónleika og þótt dóttir mín ráðlegði mér að halda mig við það sem ég kann þá lét ég vaða og tónleikamir urðu að veruleika í Háskólabíói. Fyrir peningana sem þá söfnuðust var hægt að innrétta heilt elli- heimili í lítilli borg á Mæri í Tékklandi,“ segir Anna Kristine. - Hún viðurkennir að þegar hún horfði á eftir Tékkunum yfirgefa landið fyrir nærri fimm ámm þá hafi hún lofað sjálfri sér að gera þetta aldrei aftur. En i sumar urðu mikil flóð í Tékklandi eins og heimsbyggðin fylgdist með og þegar fyrirspum barst frá Tékklandi um að endurtaka leikinn hugsanlega þá sagði Anna Kristine þegar í stað já. „Ég var búin að gleyma öllu andstreyminu og sagði hik- laust já og lagðist í simann. Dóttir mín segir að ég sé ekki ró- leg nema ég sitji við tölvuna í símanum og sé að senda sms með hinni hendinni. Fyrst ætlaði ég að halda tónleikana í Há- skólabíói og Sambíóin vora fús til að lána salinn eitt kvöld en það fannst enginn hljóðmaöur sem vildi gefa vinnuna sina og mér fannst ómögulegt að sníkja framlag listamannanna til þess eins að greiða hljóðmanni allt að hálfa milljón.“ Enginn sagði nei „Þá leitaði ég til Amars Laufdal og fannst frábært að finna þar ungan athafnamann sem er til í að leggja eitthvað af mörkum til fólks sem hann þekkir ekkert. Undirtektimar meðal listamannanna hafa verið slikar að maður sér að hjartalag þessa fólks hlýtur að vera einstakt. Þama koma fram tveir risastórir kórar, Fóstbræður og Gospelsystur Reykjavíkur, Stuðmenn og Milljónamæringam- ar og Geir Ólafsson með stórsveit sína. Þama verða Páll Ósk- ar Hjálmtýsson og Monika Abendroth hörpuleikari og Bjami Arason og Silja Rut Ragnarsdóttir. Engum dettur í hug að segja: Ég nenni þessu ekki. Allir virðast vera til að leggja lið fólki sem á bágt. Það gerist hins vegar það sama og síðast þegar ég gerði þetta að yngstu skemmtikraftarnir vilja ekki taka þátt í svona tónleikum. Ég fékk nei frá Emilíönu Torrini síðast og írafári núna.“ Auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir koma tékkneskir listamenn til landsins sérstaklega til að koma fram á þessum tónleikum. Tékkneskir tónlistarmenn búsettir hér á landi leggja sitt af mörkum og tónlistarmenn sem lært hafa í Tékk- landi. í þessum hópi nægir að nefna Pavel Manásek organista og Hjörleif Valsson fiðlara, Jana Lewitova og Vladimir Merta koma frá Tékklandi og Petr Muk sem er ein vinsælasta popp- stjama Tékka og kvartettinn Barduhka kemur fram. Hólm- fríður Bjömsdóttir og Jónatan Amar Örlygsson sýna dans. Ekliert gerist án fyrirhafnar Ekkert af þessu gerist án fyrirhafnar og Broadway tekur enga húsaleigu, Bjami Friðriksson hljóðmaður vinnur frítt og Ágúst Ágústsson, Gústi rót, sviðsstjóri á Broadway, legg- ur sitt af mörkum. Flugleiðir, SAS og Heimsferðir tryggja að listamenn og fjöl- miðlafólk komist frá Tékklandi til íslands. Bflaleigan Avis og Bilaleiga Húsavíkur leggja til bíla og gistiheimilið Kríunes við Elliðavatn hýsir útlendingana meðan á dvöl þeiria stend- ur. Sambíóin gefa skjáauglýsingar í alla kvikmyndasali og út- varpssvið Norðurljósa gefur einnig auglýsingar á fjórar út- varpsstöðvar sínar. Rolf Johansen, Edda miðlun, Lýsi og Staf- ræna prentstofan em meðal þeirra íyrirtækja sem styðja tón- leikana og verkefiiið í heild. Budjovice heitir borgin í Tékk- landi þar sem Budvar-bjór er framleiddur og þær frægu verk- smiðjur em mjög illa famar eftir flóðin. Anna Kristine segir að ákveðið hafi verið að styrkja upp- byggingarstarf i Suður-Tékklandi að þessu sinni og einbeita kröftunum sérstaklega að endurbyggingu skóla. „Við ætlum að veðja á æsku landsins og erum með lista yfir þá skóla sem þarfnast endurbyggingar og það ræðst sið- an af viðtökum hve mikið við getum gert. Við ákveðum að gera þetta svona vegna þess að Evrópusambandið og ýmsir sjóðir munu einbeita sér að uppbyggingarstarfi í Prag vegna þeirra menningarverðmæta sem þar er að finna og hætt við að fátæk sveitarfélög úti á landi sitji á hakanum.“ ísland græðir lílvu Anna lætur ekki duga að safna fé til styrktar Tékklandi heldur mun ísland njóta góðs af þessu framtaki þó á annan hátt sé. „Það koma fimm tékkneskir fjölmiðlamenn hingað. Það verður bein útsending frá hluta tónleikanna í tékkneska rík- isútvarpinu og þeir verða einnig teknir upp i heild til útsend- ingar síðar. Það verður tekin upp sjónvarpsmynd og gerður heimildaþáttur um framkvæmd þeirra og það kemur lið frá einkarekinni sjónvarpsstöð sem heitir TV Prima og hefur mjög mikið áhorf og þeir taka upp efni fyrir fréttamagasín- þátt sem heitir Svét 2002, sem þýðir Heimurinn 2002, og þeir munu gera mörg innslög og einnig feröast um Island og gera greinar og innslög um ísland og íslenska þjóð og íjölmiðla- fólkið hefur þegar selt umfjöllun sína til þriggja ferðatíma- rita. ísland fær þannig mikla landkynningu í Tékklandi á næstu vikum og mánuðum,“ segir Anna Kristine. Köttur, kaffi og guðleg forsjón Þessi kraftaverkakona skipulagði þetta risavaxna verkefni ásamt því að sjá um sinn vikulega útvarpsþátt, lesa prófark- ir að bókinni Litróf lífsins sem er að koma út og hún fullyrð- ir að það sé ekki einleikið hvemig allar dyr sem hún hefur knúið á í tengslum við þetta verkefhi hafa lokist upp fyrir henni án fyrirhafnar og segist vera viss um guðlega forsjón í þessu samhengi. Hún viðurkennir að vera dálítið svefnlaus um þessar mundir en færir samt blaðamanni öflugan morg- unmat, frábært kaffi og rekur drauma sína sem eru hlaðnir kristilegum velgengnistáknum varðandi tónleikana og kynn- ir mig fyrir 18 ára gömlum heimiliskettinum. Þetta er engin venjuleg kona. „Við eram að fjárfesta í framtíð Tékklands. Það kostar 1.500 krónur inn, jafnt fyrir alla og engum boðið. Við munum láta gott af okkur leiða og vonandi koma einhveijir þeirra íjölmörgu sem notið hafa gestrisni Tékka og fegurðar lands- ins undanfarin ár.“ -PÁÁ Fulltrúar listainaiina og aðstoðarfólks safnast sainan í Kríunesi við Elliðavatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.