Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 26
26 Helgarbloö JÖV LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2002 Fólk má misskilja Vigdfs Grímsdóttir gaf nýlego út skáldsög- una Hjarta, tungl og bláir fuglar. I i/iðtali i/ið DV ræðir hún um bókina, kaldhæðni og rétt fólks til að misskilja rithöfundinn. Rithöfundurinn býður upp á malt áður viðtalið hefst. „Sem barn fékk ég alltaf malt þegar ég var veik,“ segir hún og ég velti því fyrir mér hvort ég líti aum- ingjalega út. En hún meinar auðvitað ekkert með malt- inu nema ef vera skyldi að hún væri að sýna sjálfsagða kurteisi. Hún er nýbúin að gefa út bókina Hjarta, tungl og bláir fugar, sjálfstætt framhald bókarinnar Frá ljósi til ljóss sem kom út i fyrra. Nýja bókin segir frá örlög- um fólks í litlum bæ í Nýju-Mexíkó. Hún virkar afslöppuð og virðist taka spurningum mínum fagn- andi. „Það er aldrei frústrerandi að vera rithöfundur," spyr ég um leið og ég legg frá mér risavaxið glas sem hún hefur hellt maltinu í. „Nei, það er aldrei frústrerandi að skrifa," svarar hún rólega. „Það er kannski helst frústrerandi að hugsa um að þann dag sem maður deyr því þá geti maður ekki skrifað lengur. Það er leiðinlegt fyrir mig en kannski ekki fyrir aðra. En hugmyndirnar sem ég fæ raða sér alltaf svo skipulega upp. Ef það er einhver aðkallandi hugmynd þá kemur hún bara og bankar og segir við mig: Nú er komið að mér.“ Alltaf einhver sannleikskjami Ég spyr hana fyrst hvort það hafi verið sjálfgefið að persónurnar í síðustu bók hafi þurft aðra bók. „Algerlega," svarar hún undireins. „Þessi strákur sepi segir söguna í nýju bókinni er rétt nýfæddur í Frá ljósi til ljóss. Hann þurfti að fá að segja sina sögu.“ „Hvað rak þig upphaflega af stað?“ spyr ég. „Upphaflega var stungið að mér sögu um strák sem varð ástfanginn af mynd. Hann var ungur og sofnaði með hana fyrir framan sig á kvöldin og hún var það fyrsta 'sem hann sá þegar hann vaknaði á morgnana. Svo verður hann eldri og eignast konu og barn en missir'síðan eiginkonu sína og ákveður að fara að leita að manneskjunni á myndinni sem hann varð ástfang- inn af. Þetta er svona grunnhugmyndin." „En er fólkið í bókinni til?“ spyr ég. „Ég styðst oft við raunverulegar fyrirmyndir en þó að einhver sögupersónan eigi sér einhverjar fyrir- myndir þá verður hún sterkari sjálf þegar maður byrj- ar að skrifa og fær eiginleika sem frummyndin hefur kannski ekki. Ég fæ aldrei neina eina óháða hugmynd. Þær eru alltaf byggðar á einhverju sem er til, kannski saga af manni sem vinur minn segir mér eða blaða- grein sem einhver sendir mér. Það er alltaf einhver sannleikskjarni í öllu sem maður skrifar." Ertu kaldhæðin? Ég segi við Vigdísi að ég hafi verið búinn með hálfa bókina þegar ég áttaði mig á því að ein sögupersónan var drykkjusjúklingur. Textinn virkaði á mig eins og persónan væri fullkomlega heilbrigð. Ég spyr hana hvort hún geri það viljandi að rugla lesandann i rím- inu. „Já, hún er algjör fyllibytta," svarar hún og það er stutt í hlátur og bætir svo við: „en þær þurfa ekki að vera slæmar." „Ertu kaldhæðin?" spyr ég, nánast ásakandi. „Finnst þér það?“ spyr hún á móti og ég svara ját- andi. „Mér þykir óskaplega vænt um fólkið sem ég skrifa um,“ segir hún eftir smáumhugsunarfrest og lætur þessa yfirheyrslutaktík ekki á sig fá. „Þessi persóna sem þú ert að tala um, Flora, hefur þessa eiginleika sem þykja ekki eftirsóknarverðir neins staðar í heim- inum, hvorki hér né í Nýju-Mexíkó. Þessi tabú eru voðalega lík. Það þykir ekki fint að hafa eytt fjörutíu árum af ævi sinni í að vera hóra og þjóna þorpsbúum, drekka síðan fyrir kaupið og sofna alltaf syngjandi á kvöldin en samt hágrátandi. En þetta er bara hennar saga, ég er alls ekki að hæðast aö henni.“ „Þegar þú skrifar um ljóta hluti á fallegan hátt, ertu þá aö fela eitthvað?" spyr ég. „Nei, það býr einfaldlega svo margt undir yfirborð- inu. Svona er bara lífið. Ef ég ætti að lýsa þér þá gæti ég við lítið annað stuðst en það sem þú hefur spurt mig um, hvernig þú lítur út, hvernig þú talar og horfir. En ég fæ aldrei að vita það sem er að gerast í höfðinu á þér. Ef þú segðir sögu þína, þá værir þú að segja mér hana. Síðan fengi ég upplýsingar frá öðrum um sömu sögu og það gæti komið allt annað úr því. Það er ekk- ert slétt og fellt á yfirborðinu eins og jakkafötin hans Bush.“ „Að segja ljóta sögu á fallegan hátt er bara ein leið til að segja sögu,“ heldur hún áfram. „Það eru svo margar leiðir til að segja ljóta sögu. Þú getur sagt hana á ofsafenginn hátt þar sem kemur fram í stílnum ösk- ur og læti í karakternum. Þetta er spurning um hvaða leið persónan velur sér til að segja söguna. Það er erf- iðara að segja ljóta sögu á fallegan hátt en að segja hana á ljótan og miskunnarlausan hátt, og þetta get ég sagt því ég hef prófað hvort tveggja." „En finnst þér þú þá ekki vera misskilin?“ spyr ég. „Það má nú hver skilja bækurnar mínar eins og honum sýnist. Ég ætla ekki að vera svo ónotaleg að sitja við hvers manns borð og segja fólki hvernig það á að skilja bækurnar mínar og sitja síðan grenjandi yfir því að allir misskilji mig. Það gleður mig að fólk vilji lesa bækurnar mínar en ég er ekki manneskjan til að segja þér hvernig þú túlkar oröin sem ég set niður á blað. Auðvitað finnst mér gaman þegar einhver skil- ur söguna eins og ég geri það en það er líka gaman að tala við fólk sem hefur öðruvísi skoðun." „Þú hefur aldrei verið ósammála lesanda," segi ég. „Jú, einu sinni. Þegar Ég heiti ísbjörg - ég er ljón kom út, þá spurði mig einhver hvenær framhaldið kæmi út og ég sagði við hana að Isbjörg væri horfin úr mínu lífi. Þá segir hún að ef ég myndi ekki skrifa fram- haldið þá myndi hún gera það. Ég bauð henni það en að vísu hef ég ekki enn séð þessa bók í neinni versl- un.“ Þetta endar með Saddam Bækur Vigdísar hafa gert það gott erlendis eins og íslenskar bækur almennt eiga að gera. Ég spyr hana hvort hún geti útskýrt þennan mikla áhuga á íslensk- um höfundum eins og við höfum orðið vitni að á bóka- messunni í Frankfurt á dögunum. „Ég var að vísu ekki á þessari bókamessu en ég las um hana í blöðunum og ég efast aldrei um það sem stendur í blöðunum," segir Vigdís brosandi. „Það er áhugi en hann er ekki víðfeðmur. Allir sem hafa áhuga á bókum og finnst gaman að lesa hafa kannski verið á þessari bókamessu en áhuginn er kannski ekki annars staðar en hjá þessu fólki í Frankfurt. Hitt er svo ann- að mál að það er meiri áhugi fyrir íslenskum bókum núna en fyrir tuttugu og fimm árum og það er vegna þeirrar gríðarlegu vinnu sem farið hefur í að kynna bækumar okkar. Þegar þessu er slegið upp i fyrirsögn- um í blöðunum þá er það dásamlegt því allavega hefur einhver áhuga á þessum ákveðna stað og vonandi fer áhuginn eins og eldur í sinu út um allan heim og end- ar vonandi með því að Saddam Hussein situr með skemmtilega bók eftir islenskan höfund og reynir að vera góður kall.“ JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.