Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Side 28
28 H&lgarhlact 3>"V" LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 Braut gat á vegginn með bók Stefán Máni i/ar að eigin sögn ómenntað- ur, óhamingjusamur fiski/innsludeli. Hann fann sinn björgunarhring íbókmenntum og braut sér leið út úr frgstihúsinu. Hann > hefur ntjlega gefið útsína fjórðu skáld- | E sögu sem fjallar um mann sem fýkur með > i/indinum án þess að hugsa. Stefán Máni er enn talinn meðal ungra rithöfunda þótt hann hafi skrifað fjórar bækur og skilgreini sjálfan sig á fertugsaldri. Nýjasta bók hans heitir ísrael og Qallar um farandverkamanninn Jakob sem þvælist úr einum vinnu- stað í annan í einhvers konar undarlegri leit að hamingj- unni. Vísunin sem felst í nafninu er úr sögu Biblíunnar um Jakob sem mætir frelsara sínum í eyðimörkinni og skal upp frá því kalla sig ísrael. DV hitti Stefán Mána í logninu á undan storminum, mitt í þögninni sem stundum rikir rétt áður en bókaflóðið skell- ur á. Við drekkum saman ágætt kaffi og tölum um gagn- rýnina sem bókin hefur fengið í Mbl. og DV og Stefán er ekki nema í meðallagi sáttur við. Það eru kannski ekki tíð- indi þótt rithöfundur sé ekki alveg sáttur við gagnrýnend- ur þótt dómarnir hafi verið talsvert jákvæðir. - Eftir lestur bókarinnar verður manni ljóst að hún fjall- ar ekki um hamingjusamt fólk. Eru söguhetjur þinar fast- ar í neti óhamingjunnar? „Ég held að Israel sé ekki óhamingusamur fyrr en hann gerist þátttakandi í samfélaginu og fer að bera sig saman við meðaljóninn. Fram að því er hann nokkurs konar túristi á íslandi og hugsar ekki mikið um hlutskipti sitt og horfir aldrei til baka og stoppar aldrei til að hugsa. Svo hægist á honum og hann fer að verða óhamingjusamur og nútímalegur. Konan sem hann býr með er ekki hamingjusöm. Hún er upptekin af því að vera í réttri vinnu, búa á réttum stað og vill vera í sambúð bara til að vera í sambúð. Annað fólk er ósköp venjulegt. En er fólk almennt eitthvað bullandi ham- ingjusamt?" segir Stefán í spum en fær ekki svar frá blaða- manni. Hetjur og hamingja „Ég væri ekki góður í því að skrifa um hamingjusamt fólk,“ bætir hann þá við. „Ég er alltaf að skrifa um það sem er að. í fullkomnum hamingjusömum heimi þá þyrfti ekkert að skrifa. Ham- ingjan er merkilegt fyrirbæri en ef maður væri fullkominn sjálfur og sæi ekkert nema fullkominn heim þá myndi maður bara setjast niður með tebollann og fara í fótabað og heföi enga þörf fyrir að skrifa. Fullkomleiki er aðeins til í sjálfum sér og ég er ekki fullkominn og get þess vegna ekki búið til fullkominn hlut.“ Aðrar bækur Stefáns Mána eru fullar af óhamingju- sömu fólki þótt hann segi að sú nýjasta sé heldur bjartari yfirlitum en hinar. „Ég held að þessi sé í mestu jafnvægi af mínum bókum. Söguhetja min er svolítið öfundsverð. Hann er eins langt frá því að vera Woody Allen og hægt er. Hann er hraustur, sterkur og i jafnvægi framan af sögunni, karlmennskan uppmáluð. Hann er hugrakkur, óttalaus og „kúl“ og stolt- ur. Kannski er hann svona Súpermann-útgáfa af sjálfum mér.“ - En viljum við ekki vera svona miklir karlmenn? „Jú, eftir þrjá bjóra þá viljum við vera hetjur eina kvöld- stund,“ segir Stefán og glottir kalt. Stefán segist þekkja hlutskipti söguhetjunnar að sumu leyti og þótt hann hafi aldrei verið farandverkamaður þá segist hann oft hafa skipt um vinnu og þvælst um samfé- lagið. „Ég var rótlaus mjög lengi. Ég lagðist í ferðalög, skipti oft um vinnu, átti viða heima og það er mjög stutt síðan ég fór í sambúð og fór að taka þátt í samfélaginu." Gegnuin frystiliúsvegginn - Stefán var aðeins 26 ára gamall þegar fyrsta skáldsaga hans kom út. Það nægir til þess að teljast mjög ungur rit- höfundur því þeir tímar að skáld gefi út fyrir tvitugt eins og Halldór Laxness gerði eru óumdeilt liðnir. En hvað var það sem gerði Stefán að rithöfundi? „Ég sá þetta eins og leið út úr frystihúsinu. Ég var ómenntaður, óhamingjusamur og rótlaus fiskvinnsludeli i Ólafsvík þegar þessi þörf kviknaði í mér að skrifa. Þetta varð eins og björgunarhringur og ég braut mér leið í gegn- um frystihúsvegginn og lagði allt í sölurnar til þess að koma mér áfram í þessu. Þetta var flótti.“ Stefán Máni hefur gefið út sína fjórðu skáldsögu sem heitir því biblíulega nafni ísrael en fjallar um leit ís- iensks farandverkamanns að hamingjunni. Stefán notar orð eins og útþrá og innþrá þegar hann lýs- ir „flótta“ sínum frá Ólafsvík þegar hann yfirgaf plássið á gamalli Lödu með lítinn pening í vasanum, með reytur sín- ar og handritið að fyrstu bókinni og hefur aldrei litið um öxl. „Þetta var margra ára barátta til þess að ná þeim tökum á þessu, að geta skrifað heilar skáldsögur, en þaö hafðist að lokum.“ Verlístjórinn glotti við tönn Þegar maður heyrir þessa sögu þá fer maður betur að skilja innlifunina í lýsingum Stefáns Mána á tilbreytingar- leysi sjávarþorpsins í Hótel Kalifomía sem kom út í fyrra og hrollvekjandi lýsingar hans á leiðinlegum störfum sem er að finna í Israel. „Ég byrjaði að vinna i fiski þegar var 12 ára og var um leið umboðsmaður DV í Ólafsvik og bar út blöðin í öllu plássinu. Frá þeim tíma hef ég alltaf unnið. Þegar ég horfi til baka er þetta stórt gallerí af reynslu og undarlegum per- sónum sem ég hef kynnst." Stefán Máni segist þannig vera algerlega sjálfmenntaður og segist ekki hafa haft tök á því að sækja sér menntun eða setjast á skólabekk til þess að skrifa bækur. Skáld hafa ort um „sinn fæðingarhrepp" og löngunina til þess að sigra hann. Stefán segir að þegar hann var að alast upp í Ólafsvík hafi ekki vottað fyrir neinu sem kall- ast gæti menning eða hvetjandi umhverfi en hinn verðandi rithöfundur var einfari sem sótti í gönguferðir út fyrir þorpið á vit náttúrunnar. Hann segist hafa lesið stjómlaust sem barn en hætt því á unglingsárum og ekki litið í bók aftur fyrr en um tvitugt þegar löngunin til að skrifa fór að láta á sér kræla. Hann segist ekki hafa neinn áhuga á að sigra sinn fæðingarhrepp heldur hafa tekist á við sjálfan sig en hvemig var honum tekið í plássinu? „Ég þótti alltaf undarlegur og fékk snemma á tilfinning- una að ég tilheyrði ekki samfélaginu og ég held að enginn hafi haft trú á mér þegar ég fór. Verkstjórinn í frystihús- inu glotti þegar ég sagði upp og fór suður en í dag finnst mönnum þetta jákvætt.“ Alltaf utangátta - Allar skáldsögur era sjálfsævisögur að einhverju leyti. Víða í bókum Stefáns glittir í óhamingjusama æsku. Var það svo? „Æska mín var innantóm og stefnulaus. Ég fann sjálfan mig svo seint. Mér fannst aldrei gaman í skóla en var ekk- ert í íþróttum eða félagslífi og stelpumar litu ekki við mér. Maður kemur ekki úr framköllun fyrr en svona um 25 ára aldurinn. Þá byrjar lífið. Fram að því er maður bara í hylk- inu. Mér finnst þetta ennþá. Mér finnst ekki eins og ég sé kominn heim þótt ég sé hluti af bókmenntaheiminum. Þar eru greinilega nettir fordómar í gangi því ég er ómenntað- ur og utan af landi svo það hefur í rauninni ekkert breyst. Þetta er alltaf barátta en mér líður betur en áður.“ Bukowsld og Biblían Rithöfundar eru alltaf spurðir um fyrirmyndir í viðtöl- um eins og þessu en að þessu sinni fer sú spurning út í við- ræður þar sem Charles Bukowski, Knut Hamsun og fleiri eru nefndir en Stefán lendir í því að fyrirmyndir hans séu bókmenntimar sjálfar og segist reyndar helst lesa Bibliuna þegar hann er að leita að innblæstri og telur hana magnað bókmenntaverk frekar en trúarrit. „Biblían er bók bókanna og þar finnur þú gríðarlegt safn persóna, tilsvara og dramatík sem gefur mikinn innblást- ur. Jesús á geggjaðar setningar í þessari bók,“ segir hann. Helvíti liart - Þegar litið er yfir bókmenntasöguna þá sjást víða klas- ar af listamönnum sem loða saman og virðast fá innblást- ur hver af öðrum og verða að gróðrarstíum listhreyfinga eða öflugum klíkum hver í sinum heimi. Hverja skyldi Stefán umgangast til þess að fá innblástur? „Það er engin klíka í kringum mig. Ég á marga ágæta kunningja í hópi rithöfunda og besti vinur minn er rithöf- undur en það er engin elíta eða klíka sem ég tilheyri. Við hittumst ekki á Gráa kettinum til að slá á bakið hver á öðr- um. Ég sakna þess ekki því ég held að það sé mjög vont að vera með bloggaragengi í kringum sig þar sem menn spegla sig hver í öðrum. Það er tímasóun og vitleysa. Ég tala um það sem ég er að gera við útgefanda og rit- stjóra. Það er ekkert mark takandi á vinum og kunningj- um og tala ekki um verk mín við hvem sem er. Ég kæri mig ekkert um það. Ég er bara að reyna að skapa mér tilveru og hef aldrei fengið krónu í styrk eða starfslaun sem mér finnst hel- víti hart.“ -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.