Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Blaðsíða 30
30 Helgarbladi Z>”V" LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 Á leið frá West Ham Paolo Di Canio hefur átt frábæru gengi að fagna með West Ham og verið lykilniaður í liðinu síðan liann kom þangað frá Sheffield Wednesdav. ítalski snillingurinn Paolo Di Canio hótar þvi nú að fara frá enska úrvalsdeildarliðinu West Ham ef forráðamenn félagsins bjóða honum ekki nýjan samn- ing áður en þessi mánuður er úti. Di Canio, sem er fyrirliði liðsins, hefur verið hjart- að og sálin í West Ham-liðinu síðan hann kom þangað frá Sheffield Wednesday í ársbyrjun 1999 og nýtur gíf- urlegra vinsælda meðal stuðningsmanna liðsins. Hann hefur margoft lýst því yfir að hann vilji enda ferilinn hjá West Ham en ekki fengið þau viðbrögð hjá forráðamönnum félagsins sem hann vonaðist eft- ir. Get ekld beðið endalaust „Ég get ekki beðið endalaust eftir svari frá þeim. Ef þeir hafa ekki áhuga á því að gera nýjan samning við mig þá verð ég að fara að leita mér að nýju félagi. Ég vil hins vegar klára ferilinn hjá West Ham og mér finnst það virðingarleysi af þeim að vilja ekki tala við mig. Ég hef ekki farið fram á neitt og því ætti ekki að vera neitt i vegi fyrir því að við setjumst niður og gerum nýjan samning," sagði Di Canio í vikunni. Manchester United vildi kaupa Di Canio í fyrra en ekkert varð úr kaupunum þá. Það er hins vegar ljóst að í ljósi framherjavandræða félagsins myndi það ef- laust hafa áhuga á því að fá kappann í sínar raðir. Mikið hrap niður vinsældalistann Hætt er við að forráðamenn West Ham myndu hrapa hratt niður vinsældalistann hjá stuönings- mönnum liðsins ef þeir endurnýja ekki samninginn við Di Canio því hann er í guða tölu á Upton Park. Hann hefur farið mikinn í undanfornum leikjum með West Ham og nánast upp á eigin spýtur tryggt þeim sigur í þremur útileikjum eftir mjög dapra byrjun liðsins þar sem Di Canio var utan vallar vegna meiðsla. Hann hefur lagt upp þrjú mörk og skorað þrjú mörk í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað og verið maðurinn á bak við þrjú sigurmörk West Ham í síðustu fjórum leikjum. Di Canio hefur verið þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum um menn og málefni og hefur það farið fyrir brjóstið á mörgum. Hann hefur gagnrýnt stjórnarmenn og leikmenn fyrir kæru- og metnaðar- leysi og það er kannski að koma honum 1 koll núna. Hann nýtur hins vegar gifurlegrar virðingar meðal leikmanna liðsins enda sá maður sem menn geta tekið sér til fyrirmyndar sem atvinnumann. Hann mætir fyrstur á æfingar, fer síðastur, reykir hvorki né drekkur og er frábær fyrirmynd fyrir ungu strákana í liðinu sem eru að stíga sín fyrstu skref í aðalliðinu. -ósk Okkur að kenna — segir Olof Mellberg um slæmt gengi Aston Villa það sem af er tímabilinu Sænski varnarmaðurinn Olof Mellberg hjá Aston Villa segir að leikmenn liðsins verði að líta í eigin barin vegna frammistöðu liðsins í undanförnum leikjum en eltki láta knattspyrnustjórann Graliam Taylor taka alla sökina á sig. Sænski landsliðsmaðurinn Olof Mellberg, sem leikur með Aston Villa, neitar að skella skuldinni á Graham Taylor, knattspyrnustjóra liðsins, vegna lélegs gengis þess það sem af er keppnistímabilinu. „Það er ekkert nýtt að knattspyrnustjórinn fái á baukinn þegar illa gengur. Það er viðtekin venja þvi að hann er við stjómvölinn. Það þýðir samt ekki að við leikmenn getum fríað okkur allri ábyrgð. Fjölmargir leikmenn liðsins hafa ekki leikið af eðlilegri getu það sem af er tímabili og við verðum að taka ábyrgð og viðurkenna okkar sekt.“ Lítíð sjálfstraust Við erum eitt lið en ekki ellefu einstaklingar og þetta er því okkur að kenna. Við vitum líka að ef við förum ekki að taka okkur saman í andlitinu þá verður veturinn mjög erfiður. Ég held reyndar að þessi lélegu úrslit séu farin að hafa áhrif á sjálfstraustið hjá liðinu. Það gengur illa að skora og það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem fleiri leikir líða án þess að við náum að brjóta þann múr,“ sagði varnarmaðurinn Olof Mellberg við fjölmiðla í gær. Ætlar eldtí að hætta Það er hins vegar engan bilbug að finna á Graham Taylor, knattspyrnustjóra Aston Villa, þrátt fyrir að gagnrýnin á hann í kjölfar lélegs gengis hafi verið verið ansi hörð. Taylor fékk sinn skerf af gagnrýni þegar hann var landsliðsþjálfari Englands á sínum tíma og kallar því ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Hef engar áhyggjur „Þetta er bara hluti af leiknum. Áhorfendur hafa rétt til að láta óánægju sína ljós þegar illa gengur alveg eins og þeir fagna þegar vel gengur. Ég er orðinn ansi sjóaður í þessu og tek þessa gagnrýni ekki inn á mig. Um leið og ég fer að gera það er ég búinn að missa stjórnina. Ég hef ekki minnstu áhyggjur af þessu. Um leið og við náum að snúa þessu óheillaferli við munu stuðningsmennirnir fylgja með í kjölfarið. Þeir mega hins vegar ekki yfirgefa okkur nú því að við þurfum svo sannarlega á stuðningi þeirra að halda. -ósk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.