Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2002, Qupperneq 53
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2002 /7 t C) ci rb / CJ c) H>"V 57 4L Slysum fækkar hjá ungum ökumönnum sem farið hafa í gegnum hálkuæfingar Á öðrum stað í Finnlandi er verið að prófa nýja gerð Algengasta undirlag á hálkuæfingasvæðum er niálm- epoxy-efnis fyrir liálkubrautir. steypa sem svipar mjög til þeirra efna sem notuð eru á gólf í bílageymslum. Þessi braut er við Vanta í Finn- landi. Á dögunum var haldin ráðstefna á vegum TOP Norden í Ósló, nánar til- tekið 11.-12. október síðastliðinn. TOP Norden eru samtök Norðurlandaþjóða sem stýra og samhæfa þá þætti öku- kennslu er lúta að akstri á æfinga- svæðum. Tveir íslendingar sóttu þesssa ráðstefnu, þeir Björgvin Þ. Guðnason, deildarstjóri akstursprófa hjá Frumherja, og Guðhrandur Boga- son, formaður Ökukennararfélags ís- lands. Miklar framfarir í rafeindabúnaði Meðal þess sem rætt var um á ráð- stefnunni eru þær miklu breytingar sem átt hafa sér staö i rafeindabúnaði bfla. Fyrir 15 árum voru fáir sem vissu hvað ABS-bremsur voru en í bfl- um í dag eru að ryðja sér til rúms ótal tækninýjungar. Má þar nefna að í sumum bílum er búnaður sem vigtar ökumann og farþega þegar þeir setjast í framsætin og er þyngd þeirra notuð tfl að stflla afl öryggispúða og belta. í marga bfla er kominn GPS-staðsetn- ingarbúnaður með korti á skjá sem ekki hefur náð að ryðja sér til rúms hérna enn þá en sem dæmi um búnað sem fáanlegur er hér í dag er inn- byggður símabúnaður með öllum rof- um í stýri. Mestar hafa þó framfarim- ar orðið í ýmsum hjálparbúnaði fyrir akstur og má þar nefha rafeindastýrða hemlaátaksjöfnun, hjálparátak á bremsupedala, skrikvörn, spólvöm og ýmsan annan stöðugleikabúnað. Af þeim sökum hafa löndin í Skandinav- íu þurft að gera breytmgar á námskrám og voru drög af sumum þeirra kynntar á fundinum. Ekkert æfingasvæði á íslandi „Ökukennsla í dag án kennslu í hálkuakstri er eins og að kenna ís- lensku án málfræðinnar," segir Guð- brandur Bogason, formaður Ökukenn- arafélags íslands. Segja má að megin- markmið kennslu á aksturskennslu- svæðunum sé að fá nema til að bera virðingu fyrir hættulegum aðstæðum og að hann venji sig á vamarakstur. Að auki fær nemandinn aukinn skiln- ing á því hvað verið er að fást við. í Noregi eru 28 ökusvæði en þar koma ökukennarar með sína bfla og kenna sjálfir sínum nemum. Teknir eru fjór- ir tímar á svæðinu, einn í fræðilegu námi og þrír í verklegum æfingum. Svipaður fjöldi æfingasvæða er annars staðar á Norðurlöndum og þar er kennsla á aksturskennslusvæðum skylda og talin vera jafnsjálfsagður hluti af ökunámi eins og fræðilegt nám í ökuskóla. Á Islandi er hins veg- ar ekkert slíkt æfingasvæði. Að sögn Guðbrands Bogasonar var skrifað undir viljayfirlýsingu árið 2000 um byggingu slíks svæðis. Undir yfirlýs- inguna skrifuðu dómsmálaráðherra fyrir hönd ríkisins, borgarstjóri fyrir hönd borgarinnar, vegamálastjóri, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra tryggingafélaga og svo Öku- kennarafélag Islands. „Meiningin var sú að fá nágrannasveitarfélögin með í þetta verkefni," sagði Guðbrandur. „Það tókst hins vegar ekki og þess vegna er málið í biðstöðu núna.“ Á svæði eins og þessu er hægt að kenna fólki það sem á vantar í beitingu öku- tækis við erfiðar aðstæður. „Þarna væri hægt að taka fyrir fjölmarga þætti í hemlun og stýringu sem ekki er aðstaða til núna,“ sagði Guðbrand- ur. „Það hugsa allt of margir að það komi ekkert fyrir sig. I einhverjum til- fellum má jafnvel færa rök fyrir því að hægt hefði verið að koma í veg fyrir alvarleg slys með betri kunnáttu á ökutækið.“ Leysir marga þætti Björgvin Þ. Guðnason, deildarstjóri akstursprófa hjá Frumherja, skoðaði slíkt svæði ásamt Guðbrandi meðan þeir voru í Noregi. „Þama eru þeir með mjög raunverulegar aðstæður all- an ársins hring. Þarna eru kenndir hlutir sem ekki er hægt að kenna í venjulegri umferð á öruggan hátt. Utan svæðisins eru sérstök öryggis- svæði, líkt og á kappakstursbrautum." Rannsóknir sýna að í Danmörku fækkar slysum hjá rmgum ökumönn- um sem farið hafa í gegnum svona æf- ingar. „Það væri upplagt með endur- skoðun bráðabirgðaréttinda og til- komu sérstaks akstursmats að taka upp slíka kennslu hérlendis," sagði Björgvin. „Það gæti reynst vel að hafa uppáskrift um að viðkomandi hafi lok- ið námskeiði á svæðinu til að hann fái svo fullnaðarökuskírteini." Slíkt svæði myndi lika leysa fleiri þætti eins og kennslusvæði fyrir mótor- hjólaakstur, sem ekki er tii í dag, að sögn Björgvins. -NG Björgvin og Guðbrandur skoðuðu í ferð sinni þessa hálkuæfingabraut við Fetsund í Noregi. Þessi mynd er af einni af 32 hálkubrautum sem til eru í Danmörku og er þessi við Amager. 08/1997 • Beinskiptur Ekinn 84 þús. km Verð 580.000 kr. 11/1998 • Beinskiptur Ekinn 52 þús. km Verð 1.090.000 kr. 05/2000 • Beinskiptur Ekinn 33 þús. km Verð 1.230.000 kr. 10/1997 • Sjálfskiptur Ekinn 84 þús. km Verð 990.000 kr. I'H"" tUboðshornið! Ingvar Helgason notaðir bílar ^__________Sævarhöfða 2 ■ Sími 525 8020 • www.ih.is/notadir ^ Jeep Grand Cherokee Limited 4,7 Suzuki Jimmy 1300cc, 04 1999, I, árg. 1999, ekinn 70 þús. km, ekinn 70 þús. km, 5 gíra, 3 dyra, sjálfskiptur, leðursæti. topplúga, allt rafdrifnar rúður, samlæsingar. rafdr. samlitur, dökkar rúður. Verð 960 þús. geisladiskamagasín, o.fl. Verð 3.650 þús. Jeep Grand Cherokee Limited, 5,2 Daewoo Musso Grand Lux.2900 I, árg. 1995, ekinn 147 þús. km, TDI, 09 1999, ekinn 99 þús„ 5 gíra, sjálfskiptur, leðursæti, topplúga, allt 38“ breyting með undirvagns- rafdr., geislaspilari, fjarstart. hækkun, læstur framan og aftan, Verð 1.550 þús. álpanna, Spilfesting framan og aftan. Krókur, loftdæla, toppbogar, kastaragrind. Verð 3290 þús. auglýsu"1 • BÍLDSHÖFÐA 10 • BÍL ASALAN <$K> SKEIFAN S: 577 2800 / 587 1000 www.benni.is HíIdbúS, Opnunartími: Virka daga 10-19, Laugardaga 12-16 Akureyri: Bílasalan Ós, Hjalteyrargötu 10, Simi 462 1430 V
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.